Í nótt dreymdi mig draum sem var eins og út úr Íslendingasögum. Hann var svo þrunginn merkingu að ég hlýt að óska eftir ráðningu hans hjá frómum lesendum. Hann var á þessa leið:
Mér fannst að ég væri að taka útvarpsviðtal við Megas. Spurningarnar áttu að vera út í hött til að gefa kost á hnyttnum tilsvörum, en það fór fyrir ofan garð og neðan. Þegar Megas spurði mig hvað fyrir mér vekti með þessum þætti og ég svaraði því til að ég vonaðist til að hann slægi í gegn hló hann. Að skilnaði gaf hann mér síðan ferhyrnta, græna leðurpjötlu með áþrykktu tvískiptu mynstri sem hörð var og skorpin eins og gamalt bókarspjald. Síðan fór hann með vísu.
Þegar ég kom heim reyndi ég að fara með vísuna fyrir konuna mína en rak fljótt í vörðurnar. Þá kom aftur á móti í ljós að hún hafði heyrt þessa vísu áður, kunni hana og fór með hana fyrir mig.
Þetta þótt mér merkilegt og ég fór að velta því fyrir mér hvort algengt væri að fólk dreymdi rétt kveðnar vísur, sem jafnvel væru eftir aðra en það sjálft. Þá datt mér í hug að sennilega væri þessi vísa hreint bull, en mér fyndist hún bara vera góð og rétt kveðin þar sem mig væri að dreyma.
Þá vaknaði ég, eins og jafnan gerist þegar ég geri mér grein fyrir því í draumi að mig sé að dreyma. Hins vegar mundi ég vísuna. Hún er svona:
Mælt er að ég hafi mælt við því já
að menn skyldu þegar og án þess að hvá
landinu varpa í einingu á
úthafsölduna, svei mér þá
- úthafsölduna, svei mér þá.
Nú óska ég eftir ráðningu.
mánudagur, desember 29, 2008
þriðjudagur, desember 23, 2008
Ömurleg jól
Ömurlegustu jól sem ég hef lifað voru árið 1993. Ég var nýfráskilinn og nýfluttur inn í íbúðarkytru í miðborginni. Megnið af hafurtaskinu mínu var því ýmist enn í kössum eða hjá minni fyrrverandi. Kringumstæður mínar höfðu verið þannig að lítið hafði farið fyrir jólaskapinu hjá mér á aðventunni og ofan á það var ég staurblankur. Af þeim sökum ákvað ég að gera ekkert úr jólunum, heldur herja þess í stað á fjölskylduboðin yfir bláhátíðarnar og halda svo áfram með líf mitt eins og ekkert hefði ískorist. Hins vegar gekk einhver pest þessi jól, þannig að mamma lagðist í bælið og boðinu á jóladag var aflýst. Þar sem ég átti ekki í nein önnur hús að venda var ég því einn heima í hálfkaraðri og óskreyttri íbúð. Ég sauð mér frosna ýsu sem ég átti og át hana með kartöflum og smjöri. Það var jólasteikin mín.
Ég hef alloft orðið niðurdreginn um dagana, en aldrei hefur annað eins svartnættisþunglyndi með sjálfsvorkunn og algjöru vonleysi hellst yfir mig og þennan jóladag. Samt var ekkert við kringumstæðurnar í sjálfu sér sem hefði átt að gera mig dapran. Ýsa er góður matur og húsnæði manns er alla jafna ekki skreytt í hólf og gólf. Ef þetta hefði verið virkur dagur í janúar hefði ekki verið nein ástæða til að kvarta. En þetta var ekki virkur dagur í janúar heldur jóladagur. Hann á að vera öðruvísi en aðrir dagar ársins.
Ástæða þess að ég er að rifja þetta upp er sú að ég get ímyndað mér að þessi jól sé svipað ástatt um marga. Jólaskapið hefur eflaust víða átt erfiðara uppdráttar nú en oft áður út af áhyggjum og fjárhagslegu óöryggi. Aðventan kynni að hafa gert ýmsum erfitt um vik að fyllast sama jólaanda og vanalega.
Ég vil samt skora á þá sem þannig er ástatt fyrir um að hunsa ekki jólin með öllu. Það er beinlínis mannskemmandi að gera sér engan dagamun á þessum árstíma. Íburður er óþarfur, jafnvel bara til vansa. Pínulítið greni, kerti, jólakúla, engill eða stjarna ætti ekki að vera neinum ofviða. Ekki heldur dós af jólaöli, súkkulaðimoli, sneið af hreindýrakæfu eða annað sem hver tengir sínum jólum. Það er beinlínis sálartortímandi að gera ekkert til að lyfta sér upp eða lífga upp á umhverfi sitt núna í svartasta skammdeginu.
Ég mæli alla vega ekki með því.
Gleðileg jól.
Ég hef alloft orðið niðurdreginn um dagana, en aldrei hefur annað eins svartnættisþunglyndi með sjálfsvorkunn og algjöru vonleysi hellst yfir mig og þennan jóladag. Samt var ekkert við kringumstæðurnar í sjálfu sér sem hefði átt að gera mig dapran. Ýsa er góður matur og húsnæði manns er alla jafna ekki skreytt í hólf og gólf. Ef þetta hefði verið virkur dagur í janúar hefði ekki verið nein ástæða til að kvarta. En þetta var ekki virkur dagur í janúar heldur jóladagur. Hann á að vera öðruvísi en aðrir dagar ársins.
Ástæða þess að ég er að rifja þetta upp er sú að ég get ímyndað mér að þessi jól sé svipað ástatt um marga. Jólaskapið hefur eflaust víða átt erfiðara uppdráttar nú en oft áður út af áhyggjum og fjárhagslegu óöryggi. Aðventan kynni að hafa gert ýmsum erfitt um vik að fyllast sama jólaanda og vanalega.
Ég vil samt skora á þá sem þannig er ástatt fyrir um að hunsa ekki jólin með öllu. Það er beinlínis mannskemmandi að gera sér engan dagamun á þessum árstíma. Íburður er óþarfur, jafnvel bara til vansa. Pínulítið greni, kerti, jólakúla, engill eða stjarna ætti ekki að vera neinum ofviða. Ekki heldur dós af jólaöli, súkkulaðimoli, sneið af hreindýrakæfu eða annað sem hver tengir sínum jólum. Það er beinlínis sálartortímandi að gera ekkert til að lyfta sér upp eða lífga upp á umhverfi sitt núna í svartasta skammdeginu.
Ég mæli alla vega ekki með því.
Gleðileg jól.
Bakþankar í Fréttablaðinu 21. 12. 2008
þriðjudagur, desember 09, 2008
Lygamöntrur
Tungumálið er sennilega hættulegasta vopnið sem maðurinn hefur fundið upp. Með því virðist nefnilega vera hægt að svipta venjulegt fólk heilbrigðri skynsemi og telja því trú um nánast hvaða himinhrópandi vitleysu sem er. Einkum virðast mér þó Íslendingar berskjaldaðir fyrir áhrifum tungumálsins. Ef setning er sett fram í formi algildra sanninda eða spekiyrða og þulin nógu oft fer fólk sjálfkrafa að álíta hana rétta. Gildir þá einu hve miklum dómadags þvættingi hefur verið komið fyrir í henni. Dæmi um þetta gæti verið setningin: „Sjaldan lýgur almannarómur.“ Þeir sem almannarómur hefur tekið til umfjöllunar vita ósköp vel að hraðlygnara fyrirbæri er vandfundið, ef það á annað borð er til.
Annað dæmi gæti verið setningin: „Það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari.“ Þessi setning lýsir óskiljanlegu hugsunar- og tillitsleysi. Hvað með alla þá sem orðið hafa fyrir hremmingum sem marka þá fyrir lífstíð og gert hafa þá veikari fyrir? Hvað með bæklandi og limlestandi sjúkdóma, áföll og harm sem aldrei hverfur? Vissulega er hægt að lifa af sorg og kvöl og jafnvel að eflast við ágjöf. En margir lenda einnig í raunum sem veikja þá til muna það sem þeir eiga eftir ólifað, þótt þær dragi þá ekki beinlínis til dauða.
Sömuleiðis veit ég ekki hvaða húmorslausi þurs mælti fyrstur: „Öllu gamni fylgir nokkur alvara.“ Þetta er einhver mesta endemis þvæla sem ég hef nokkru sinni heyrt. Mörgu gríni fylgir hreint engin alvara. Fullt af gamni er sett fram í þeim tilgangi einum að kalla fram brosviprur og er ekki ætlað að hafa neina tengingu við neitt sem á nokkurn hátt má flokka undir alvöru. Með því að telja öllu gamni fylga einhver alvara er gamansömu fólki gerðar upp annarlegar hvatir, meiningar eru lesnar inn í fullkomlega græskulaust glens og ánægjan af hreinræktuðu og tæru gríni eyðilögð fyrir öllum.
Ástæða þess að ég er að vekja máls á þessu er að um þessar mundir virðist mér enn ein lygamantran af þessu tagi vera að fara á kreik. Sú setning hlýtur auðvitað að ofbjóða réttlætiskennd hvers manns og nísta hann í raunveruleikaskynið. Því má þessi blekking alls ekki verða að viðurkenndri staðreynd í huga nokkurs manns. Setningin er svona: „Við tókum öll þátt í þessu.“
Annað dæmi gæti verið setningin: „Það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari.“ Þessi setning lýsir óskiljanlegu hugsunar- og tillitsleysi. Hvað með alla þá sem orðið hafa fyrir hremmingum sem marka þá fyrir lífstíð og gert hafa þá veikari fyrir? Hvað með bæklandi og limlestandi sjúkdóma, áföll og harm sem aldrei hverfur? Vissulega er hægt að lifa af sorg og kvöl og jafnvel að eflast við ágjöf. En margir lenda einnig í raunum sem veikja þá til muna það sem þeir eiga eftir ólifað, þótt þær dragi þá ekki beinlínis til dauða.
Sömuleiðis veit ég ekki hvaða húmorslausi þurs mælti fyrstur: „Öllu gamni fylgir nokkur alvara.“ Þetta er einhver mesta endemis þvæla sem ég hef nokkru sinni heyrt. Mörgu gríni fylgir hreint engin alvara. Fullt af gamni er sett fram í þeim tilgangi einum að kalla fram brosviprur og er ekki ætlað að hafa neina tengingu við neitt sem á nokkurn hátt má flokka undir alvöru. Með því að telja öllu gamni fylga einhver alvara er gamansömu fólki gerðar upp annarlegar hvatir, meiningar eru lesnar inn í fullkomlega græskulaust glens og ánægjan af hreinræktuðu og tæru gríni eyðilögð fyrir öllum.
Ástæða þess að ég er að vekja máls á þessu er að um þessar mundir virðist mér enn ein lygamantran af þessu tagi vera að fara á kreik. Sú setning hlýtur auðvitað að ofbjóða réttlætiskennd hvers manns og nísta hann í raunveruleikaskynið. Því má þessi blekking alls ekki verða að viðurkenndri staðreynd í huga nokkurs manns. Setningin er svona: „Við tókum öll þátt í þessu.“
Bakþankar í Fréttablainu 7. 12. 2008.
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Spektir
Að kasta eggjum og tómötum er góð skemmtun. Það er löng hefð fyrir því að það sé táknræn athöfn til að láta í ljós megna óánægju. Enginn meiðist og ekkert skemmist og því er hvorki hægt að flokka það sem ofbeldi né skemmdarverk. Veður og vindar afmá öll vegsummerki á nokkrum dögum. Það er ekki stigsmunur á því að kasta eggum og tómötum og því að kasta grjóti og mólótoffkokteilum, heldur er þar eðlismunur á. Mólótoffkokteilum og grjótkasti er ætlað að skemma og meiða.
Þess vegna er óneitanlega hlægilegt að fylgjast með fréttamönnum, afmynduðum í framan af vandlætingu, segja frá eggja- og tómatakasti eins og um stórhættuleg skrílslæti hafi verið að ræða. Fjallað hefur verið um slíka atburði í tengslum við nýleg mótmæli eins og af þeim hefði getað hlostist stórfellt líkams- og eignatjón. Jafnvel mætti halda að eggjarauður og tómatklessur, svo ekki sé minnst á blaktandi Bónusfána, væru meiri svívirða við Alþingi um þessar mundir en framferði Alþingismanna. Að sífellt fleiri þúsund Íslendinga mæti á Austurvöll til að láta í ljós að afglöp stjórnvalda misbjóði þeim, fellur þannig í skuggann af óeirð örfárra einstaklinga.
Hvað Bónusfánann varðar þá fékk ég ekki greint á myndum að Kalli á þakinu hefði haft mikið nesti með sér þangað upp. Hann hefði því væntanlega komið niður af sjálfsdáðum þegar hungrið hefði farið að sverfa að. Það eina sem hugsanlega hefði getað valdið einhverju eigna- og líkamstjóni í undanförnum mótmælum á Austurvelli voru því aðgerðir lögreglunnar. Samt var ekki sagt frá þeim af viðlíka vandlætingu. Það versta sem hefði getað gerst ef hún hefði látið þetta afskiptalaust er að um síðir hefðu allir farið ómeiddir heim til sín.
Nú má alls ekki skilja þessi orð mín sem svo að ég sé að mæla sóðaskap bót, öðru nær. Það er bara algjör óþarfi að gera úr honum annað og meira en hann í raun og veru er. Þetta eru engin spellvirki. Aukinheldur get ég ekki stillt mig um að benda á tvennt:
Í fyrsta lagi er vitlaust hús að verða fyrir barðinu á þessari gremju. Hún ætti með réttu að beinast að Stjórnarráðinu við Lækjartorg og Seðlabankanum við Kalkofnsveg.
Í öðru lagi er ljótt að henda mat. Þeir sem telja sig geta leyft sér það hafa ekki efni á að kvarta yfir kreppu.
Þess vegna er óneitanlega hlægilegt að fylgjast með fréttamönnum, afmynduðum í framan af vandlætingu, segja frá eggja- og tómatakasti eins og um stórhættuleg skrílslæti hafi verið að ræða. Fjallað hefur verið um slíka atburði í tengslum við nýleg mótmæli eins og af þeim hefði getað hlostist stórfellt líkams- og eignatjón. Jafnvel mætti halda að eggjarauður og tómatklessur, svo ekki sé minnst á blaktandi Bónusfána, væru meiri svívirða við Alþingi um þessar mundir en framferði Alþingismanna. Að sífellt fleiri þúsund Íslendinga mæti á Austurvöll til að láta í ljós að afglöp stjórnvalda misbjóði þeim, fellur þannig í skuggann af óeirð örfárra einstaklinga.
Hvað Bónusfánann varðar þá fékk ég ekki greint á myndum að Kalli á þakinu hefði haft mikið nesti með sér þangað upp. Hann hefði því væntanlega komið niður af sjálfsdáðum þegar hungrið hefði farið að sverfa að. Það eina sem hugsanlega hefði getað valdið einhverju eigna- og líkamstjóni í undanförnum mótmælum á Austurvelli voru því aðgerðir lögreglunnar. Samt var ekki sagt frá þeim af viðlíka vandlætingu. Það versta sem hefði getað gerst ef hún hefði látið þetta afskiptalaust er að um síðir hefðu allir farið ómeiddir heim til sín.
Nú má alls ekki skilja þessi orð mín sem svo að ég sé að mæla sóðaskap bót, öðru nær. Það er bara algjör óþarfi að gera úr honum annað og meira en hann í raun og veru er. Þetta eru engin spellvirki. Aukinheldur get ég ekki stillt mig um að benda á tvennt:
Í fyrsta lagi er vitlaust hús að verða fyrir barðinu á þessari gremju. Hún ætti með réttu að beinast að Stjórnarráðinu við Lækjartorg og Seðlabankanum við Kalkofnsveg.
Í öðru lagi er ljótt að henda mat. Þeir sem telja sig geta leyft sér það hafa ekki efni á að kvarta yfir kreppu.
Bakþankar í Fréttablaðinu 23. 11. 2008.
fimmtudagur, nóvember 13, 2008
Obama er ekki hér
(Lag: Hardy Drew and the Nancy Boys/Texti: D. Þ. J.)
Nú bylur á okkur hreint ægilegt drama
en auðvitað'er hér enginn Barack Obama.
Barack er Íri, það allir fá séð,
svo auðmjúkt er fas hans og lipurt hans geð.
Það teldist seint einkenna Íslendings blóð,
enda'er í hyldjúpum skít okkar þjóð.
Þótt hljómi hér óp eins og áður í Rama
er enginn hér hetja sem Barack Obama.
Írskur sem Melkorka og Melkólfur þræll,
mýkri en Guinness og rjóður og sæll,
ei rammur sem hákarl né hrjúfur sem ull
hann þekkir verðmæti önnur en gull.
Hann stendur og fellur í kram allra krama,
kappinn og fullhuginn Barack Obama.
Þó að þú dragir upp logandi ljós
og leitir um baðstofur, hlöður og fjós
þú munt ekki finna hér mann eins og hann.
Mörlandinn glysi og hégóma ann.
Um Imbu og Geira mér alveg er sama.
Ég óska'eftir kempu sem Barack Obama.
Á Fróni er pólitík aðeins til ama.
Við eigum ei neinn eins og Barack Obama.
Klikkaða Alaskakerlingin sár
og kurfurinn hærugrár fella nú tár,
en Írar í Keníu og Jókóhama
ákaft nú hylla þeir Barack Obama.
Öldungur feyskinn og alvitlaus dama
auðmýkt og sigruð af Barack Obama.
Bandarískt samfélag batnar nú senn
því brátt ráða landinu heiðvirðir menn.
En hvenær, ég spyr, munu Frónbúar fá
forystusauði sem treysta má á?
Hjá okkur er stjórnvaldið alveg farlama
og enginn með dug á við Barack Obama.
Af sjálfsdáðum hófst upp til fræðgar og frama
hinn frómi og hugdjarfi Barack Obama.
Þú heyrir hann tæplega hiksta og stama
hugsuðinn flugmælska Barack Obama.
Alþýðu kjarklausa og leiðitama
eldmóði fyllt getur Barack Obama.
Hálsrauðu durtana gerir hann grama,
garpurinn hugprúði Barack Obama.
Nú bylur á okkur hreint ægilegt drama
en auðvitað'er hér enginn Barack Obama.
Barack er Íri, það allir fá séð,
svo auðmjúkt er fas hans og lipurt hans geð.
Það teldist seint einkenna Íslendings blóð,
enda'er í hyldjúpum skít okkar þjóð.
Þótt hljómi hér óp eins og áður í Rama
er enginn hér hetja sem Barack Obama.
Írskur sem Melkorka og Melkólfur þræll,
mýkri en Guinness og rjóður og sæll,
ei rammur sem hákarl né hrjúfur sem ull
hann þekkir verðmæti önnur en gull.
Hann stendur og fellur í kram allra krama,
kappinn og fullhuginn Barack Obama.
Þó að þú dragir upp logandi ljós
og leitir um baðstofur, hlöður og fjós
þú munt ekki finna hér mann eins og hann.
Mörlandinn glysi og hégóma ann.
Um Imbu og Geira mér alveg er sama.
Ég óska'eftir kempu sem Barack Obama.
Á Fróni er pólitík aðeins til ama.
Við eigum ei neinn eins og Barack Obama.
Klikkaða Alaskakerlingin sár
og kurfurinn hærugrár fella nú tár,
en Írar í Keníu og Jókóhama
ákaft nú hylla þeir Barack Obama.
Öldungur feyskinn og alvitlaus dama
auðmýkt og sigruð af Barack Obama.
Bandarískt samfélag batnar nú senn
því brátt ráða landinu heiðvirðir menn.
En hvenær, ég spyr, munu Frónbúar fá
forystusauði sem treysta má á?
Hjá okkur er stjórnvaldið alveg farlama
og enginn með dug á við Barack Obama.
Af sjálfsdáðum hófst upp til fræðgar og frama
hinn frómi og hugdjarfi Barack Obama.
Þú heyrir hann tæplega hiksta og stama
hugsuðinn flugmælska Barack Obama.
Alþýðu kjarklausa og leiðitama
eldmóði fyllt getur Barack Obama.
Hálsrauðu durtana gerir hann grama,
garpurinn hugprúði Barack Obama.
þriðjudagur, nóvember 11, 2008
Reiði
Þjóðin er reið. Eðlilega. Það væri ljóta samansafnið af geðluðrum sem ekki reiddist ástandinu sem okkur hefur verið steypt í. Gallinn við reiði er hins vegar sá að hún er í eðli sínu hvorki kærleikur né skynsemi og það er alltaf óhollt að stjórnast af öðru en því.
Sumir reiddust því svo að íslenskur banki væri beittur fjárglæfra- og hryðjuverkalögum að þeir létu taka af sér ljósmyndir til að sanna að þeir væru ekki hryðjuverkamenn. Líklega áttu myndirnar að sýna að hvítt fólk í lopapeysum gæti ekki verið hryðjuverkafólk. Í sömu viku myrti bandaríski herinn nefnilega fjögur hryðjuverkabörn í Sýrlandi án þess að þetta fólk véfengdi réttmæti þeirra ásakana. Auðvitað er bankakerfi sem er tífalt stærra en hagkerfið sem ber ábyrgð á því hreinræktuð fjárglæfrastarfsemi sem heyrir undir þaraðlútandi lög. Hvort eðlilegt sé að þau séu undir sama hatti og hryðjuverkalög er bara allt annað mál.
Aðrir mótmæltu opinberlega en gátu hvorki komið sér saman um hvar, hvenær né hverju. Pólitísk ljósmóðir Davíðs Oddssonar, Jón Baldvin Hannibalsson, hrópaði þar af tröppum mannlauss ráðherrabústaðar að ástandið hefði verið fyrirbyggjanlegt. Enginn viðstaddra virtist átta sig á að besta vörnin hefði auðvitað verið í því fólgin að hleypa ekki af stokkunum tæplega tveggja áratuga harðstjórn hömlulausrar frjálshyggju úti í Viðey árið 1991.
Enn aðrir eru svo reiðir að þeir krefjast þess að strax sé kosið aftur. Þeir virðast trúa að stóra lausnin sé í því fólgin að flytja þingmenn á milli flokkanna fimm sem bera ábyrgð á ástandinu. Sumir vilja kannski meina að tveir þeirra séu stikkfrí. En gleymum ekki að í aðdraganda þessara fyrirsjáanlegu þrenginga voru helstu áhyggjuefni þeirra annars vegar fjöldi Pólverja á Íslandi („vandamál“ sem nú er að leysa sig sjálft) og hins vegar liturinn á ábreiðunum á fæðingardeildinni. Það er gott og blessað að vilja núna afnema eftirlaunaósómann, en það er of lítið of seint.
Reiði getur verið drifkraftur til góðra verka sé hún virkjuð af kærleika og skynsemi. Annars afmyndar hún fólk og sviptir það reisn. Reiðumst því að bankarnir gerðu okkur að þjófum. Reiðumst því að stjórnvöld gerðu okkur að betlurum. En gætum þess að láta reiðina ekki gera okkur að fíflum.
Sumir reiddust því svo að íslenskur banki væri beittur fjárglæfra- og hryðjuverkalögum að þeir létu taka af sér ljósmyndir til að sanna að þeir væru ekki hryðjuverkamenn. Líklega áttu myndirnar að sýna að hvítt fólk í lopapeysum gæti ekki verið hryðjuverkafólk. Í sömu viku myrti bandaríski herinn nefnilega fjögur hryðjuverkabörn í Sýrlandi án þess að þetta fólk véfengdi réttmæti þeirra ásakana. Auðvitað er bankakerfi sem er tífalt stærra en hagkerfið sem ber ábyrgð á því hreinræktuð fjárglæfrastarfsemi sem heyrir undir þaraðlútandi lög. Hvort eðlilegt sé að þau séu undir sama hatti og hryðjuverkalög er bara allt annað mál.
Aðrir mótmæltu opinberlega en gátu hvorki komið sér saman um hvar, hvenær né hverju. Pólitísk ljósmóðir Davíðs Oddssonar, Jón Baldvin Hannibalsson, hrópaði þar af tröppum mannlauss ráðherrabústaðar að ástandið hefði verið fyrirbyggjanlegt. Enginn viðstaddra virtist átta sig á að besta vörnin hefði auðvitað verið í því fólgin að hleypa ekki af stokkunum tæplega tveggja áratuga harðstjórn hömlulausrar frjálshyggju úti í Viðey árið 1991.
Enn aðrir eru svo reiðir að þeir krefjast þess að strax sé kosið aftur. Þeir virðast trúa að stóra lausnin sé í því fólgin að flytja þingmenn á milli flokkanna fimm sem bera ábyrgð á ástandinu. Sumir vilja kannski meina að tveir þeirra séu stikkfrí. En gleymum ekki að í aðdraganda þessara fyrirsjáanlegu þrenginga voru helstu áhyggjuefni þeirra annars vegar fjöldi Pólverja á Íslandi („vandamál“ sem nú er að leysa sig sjálft) og hins vegar liturinn á ábreiðunum á fæðingardeildinni. Það er gott og blessað að vilja núna afnema eftirlaunaósómann, en það er of lítið of seint.
Reiði getur verið drifkraftur til góðra verka sé hún virkjuð af kærleika og skynsemi. Annars afmyndar hún fólk og sviptir það reisn. Reiðumst því að bankarnir gerðu okkur að þjófum. Reiðumst því að stjórnvöld gerðu okkur að betlurum. En gætum þess að láta reiðina ekki gera okkur að fíflum.
Bakþankar í Fréttablaðinu 9. nóvember 2008
þriðjudagur, október 28, 2008
Hörmungar
Fyrir nokkrum árum átti ég afar eftirminnilegt spjall við gamla frænku mína. Við ræddum haustið 1918 og atburði þess, en þá var hún nýskriðin af barnsaldri. Þetta haust gekk á með einhverjum mestu frosthörkum í manna minnum. Þá var húsakostur landsmanna mun lakari en nú. Heilu fjölskyldurnar hírðust í þröngum kytrum þar sem einangrun var bágborin og hitaveita var auðvitað með öllu óþekkt.
Þetta haust geisaði spænska veikin. Hún lagðist þungt á Íslendinga. Þegar verst lét voru tveir af hverjum þremur Reykvíkingum rúmfastir. Öll lyf kláruðust, athafnalíf lamaðist og jafnvel samskipti við útlönd féllu niður. Erfitt var að anna líkflutningum og gripið var til þess ráðs að jarða fólk í fjöldagrafreit. Tæplega 500 Íslendingar dóu í spænsku veikinni, þar af 258 í Reykjavík. Þá er ekki tekið tillit til fósturláta sem töluvert var um.
Ég vissi um spænsku veikina því ég hafði lesið um hana. Það sem sló mig var að hún skyldi ekki heyra sögunni til, heldur vera lifandi fólki í fersku minni. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hve stutt var í raun síðan og hve lífsskilyrðum þjóðarinnar hefur fleygt fram á ekki lengri tíma en tæpum mannsaldri.
Fleiri hörmungar hafa dunið á Íslendingum síðan þá. Þjóðin fór ekki varhluta af blóðtöku seinni heimsstyrjaldarinnar, en hún kostaði ríflega 200 Íslendinga lífið. Árið 1995 var þjóðarsorg þegar 34 Íslendingar létu lífið í tveimur snjóflóðum. Sá harmur er engum gleymdur.
Haustið 2008 kom síðan kreppa. Fullt af fólki tapaði miklum peningum og margir misstu vinnuna. Í umræðunni hafa einhverjir leyft sér að kalla þetta mestu hörmungar sem dunið hafa á þjóðinni. Ég er hins vegar ansi hræddur um að frænku minni sálugri þætti lítið til þessara þrenginga koma. Hvar eru líkin? Hvar eru fjöldagrafirnar?
Ástæðulaust er að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem við stöndum núna frammi fyrir. En við höfum séð það svartara. Gleymum ekki að við erum rík þjóð með góðan húsakost, hátt menntunarstig og gnægð náttúrulegra auðlinda. Mér finnst því að við ættum að sýna þeim fjölmörgu Íslendingum, sem misstu annað og meira en peninga í þeim raunverulegu hörmungum sem dunið hafa á þjóðinni, þá virðingu að gæta tungu okkar þegar við börmum okkur yfir blankheitum.
Þetta haust geisaði spænska veikin. Hún lagðist þungt á Íslendinga. Þegar verst lét voru tveir af hverjum þremur Reykvíkingum rúmfastir. Öll lyf kláruðust, athafnalíf lamaðist og jafnvel samskipti við útlönd féllu niður. Erfitt var að anna líkflutningum og gripið var til þess ráðs að jarða fólk í fjöldagrafreit. Tæplega 500 Íslendingar dóu í spænsku veikinni, þar af 258 í Reykjavík. Þá er ekki tekið tillit til fósturláta sem töluvert var um.
Ég vissi um spænsku veikina því ég hafði lesið um hana. Það sem sló mig var að hún skyldi ekki heyra sögunni til, heldur vera lifandi fólki í fersku minni. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hve stutt var í raun síðan og hve lífsskilyrðum þjóðarinnar hefur fleygt fram á ekki lengri tíma en tæpum mannsaldri.
Fleiri hörmungar hafa dunið á Íslendingum síðan þá. Þjóðin fór ekki varhluta af blóðtöku seinni heimsstyrjaldarinnar, en hún kostaði ríflega 200 Íslendinga lífið. Árið 1995 var þjóðarsorg þegar 34 Íslendingar létu lífið í tveimur snjóflóðum. Sá harmur er engum gleymdur.
Haustið 2008 kom síðan kreppa. Fullt af fólki tapaði miklum peningum og margir misstu vinnuna. Í umræðunni hafa einhverjir leyft sér að kalla þetta mestu hörmungar sem dunið hafa á þjóðinni. Ég er hins vegar ansi hræddur um að frænku minni sálugri þætti lítið til þessara þrenginga koma. Hvar eru líkin? Hvar eru fjöldagrafirnar?
Ástæðulaust er að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem við stöndum núna frammi fyrir. En við höfum séð það svartara. Gleymum ekki að við erum rík þjóð með góðan húsakost, hátt menntunarstig og gnægð náttúrulegra auðlinda. Mér finnst því að við ættum að sýna þeim fjölmörgu Íslendingum, sem misstu annað og meira en peninga í þeim raunverulegu hörmungum sem dunið hafa á þjóðinni, þá virðingu að gæta tungu okkar þegar við börmum okkur yfir blankheitum.
Bakþankar í Fréttablaðinu 26. október 2008
mánudagur, október 27, 2008
Milli draums og vöku
Um þessar mundir er verið að sýna leikrit eftir Sigurð Pálsson, skáld, í einu atvinnuleikhúsanna. Verkið segir hann byggt á röddum sem hann heyri tala við sig þegar hann er á milli draums og vöku. Í viðtölum hefur hann sagt að hann hafi reynt að forðast eins og heitan eldinn að falla í þá gryfju að hafa einhvern söguþráð eða framvindu í verkinu og gefið í skyn að ástæða þess að aðrir láti eitthvað gerast í sínum leikritum sé ekki sú að fólki finnist svoleiðis leikrit yfirleitt skemmtilegri en þau þar sem ekkert gerist heldur séu þeir of huglausir til að þora að láta allt sem kalla mætti uppbyggingu lönd og leið. Mig langar sem sagt ekkert til að sjá þetta verk.
Þó þekki ég raddir, eins og þær sem Sigurður Pálsson lýsir, vel af eigin raun. Ég hef samt á tilfinningunni að mínar tali öðruvísi við mig en Sigurðar við hann. Í svefnrofunum í morgun heyrði ég til dæmis mína dularfullu hálfdraums-rödd segja þetta við mig: „Það versta sem ég hef lent í því að hafa er kímnigáfa. Hún gerbreytir því hvernig maður sér heiminn og litar öll samskipti manns við annað fólk. Ó, sagði ég kímnigáfa? Ég ætlaði að segja flatlús.“
þriðjudagur, október 21, 2008
þriðjudagur, október 14, 2008
Þegar G. Pétur stal fréttunum
Um daginn var ég skammaður fyrir að skrifa bara um einhver smámál, en ekki um stórmálin sem eru efst á baugi: „Heimurinn er að farast og þú ert að rausa um tittlingaskít!“ En ég geri þetta af yfirlögðu ráði. Mér finnast smámálin nefnilega undantekningalítið mun áhugaverðari en stórmálin. Til dæmis hafði ég mjög gaman af fréttum hér áður fyrr, þegar þar var sagt frá því helsta í heimsmálunum, smáu sem stóru. Þá mynduðu smáatburðir nauðsynlegt mótvægi við stóratburði. „Hafði“ segi ég því nú er þessu öðruvísi farið. Nú eru bara stórmál í boði. Um daginn var ekki einu sinni pláss fyrir íþróttafréttir í Sjónvarpinu fyrir stórfréttum úr heimi bókfærslu og viðskipta.
Ég man að fyrir nokkrum árum byrjaði þáttur í sjónvarpi sem hét Viðskiptafréttir og gekk út á það að umsjónarmaðurinn, hinn geðþekki G. Pétur Matthíasson, ruddi upp úr sér tölfræði um gengi hlutabréfa og helstu gjaldmiðla. Ég man að ég gapti af undrun fyrst þegar ég sá þetta ævintýralega leiðinlega sjónvarpsefni. Ekki datt mér í hug að nokkur maður nennti að horfa á þetta, þeir sem þyrftu þessar upplýsingar fengju þær annars staðar, þeir sem ekki þyrftu þær skiptu um stöð. Ég spáði þessum þætti því ekki löngum lífdögum. Illu heilli reyndist ég ósannspár. Þættinum óx fiskur um hrygg frekar en hitt. Smám saman yfirtók hann aðalfréttatímann eins og hvimleið og skæð sýking. Nú er svo komið að allar fréttir eru viðskiptafréttir, ekki bara í sjónvarpi heldur líka í daglegum samskiptum fólks.
Um daginn lagði leið mína á gamla eftirlætispöbbinn minn til að spjalla við fyllibytturnar um síðustu atburði. Þetta var daginn eftir lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu, en um hvað haldið þið að hafi verið rætt þarna á barnum þennan sögulega mánudagseftirmiðdag? Dramatíkina í lokaumferðinni? Seiglu Hafnfirðinga og seinheppni Keflvíkinga? Nei, það var verið að ræða vísitölur og vogunarsjóði, vaxtabætur og verðtryggingarálag. Ef þetta er að vera dagdrykkjumaður í dag er ég feginn að geta notað tímann í annað.
Ég trúi því hins vegar og treysti að þegar fram líða stundir muni sannir fréttafíklar eins og ég minnast ársins í ár með hryllingi. Árið 2008 verður annus horribilis í minningunni, árið þegar G. Pétur stal fréttunum.
Ég man að fyrir nokkrum árum byrjaði þáttur í sjónvarpi sem hét Viðskiptafréttir og gekk út á það að umsjónarmaðurinn, hinn geðþekki G. Pétur Matthíasson, ruddi upp úr sér tölfræði um gengi hlutabréfa og helstu gjaldmiðla. Ég man að ég gapti af undrun fyrst þegar ég sá þetta ævintýralega leiðinlega sjónvarpsefni. Ekki datt mér í hug að nokkur maður nennti að horfa á þetta, þeir sem þyrftu þessar upplýsingar fengju þær annars staðar, þeir sem ekki þyrftu þær skiptu um stöð. Ég spáði þessum þætti því ekki löngum lífdögum. Illu heilli reyndist ég ósannspár. Þættinum óx fiskur um hrygg frekar en hitt. Smám saman yfirtók hann aðalfréttatímann eins og hvimleið og skæð sýking. Nú er svo komið að allar fréttir eru viðskiptafréttir, ekki bara í sjónvarpi heldur líka í daglegum samskiptum fólks.
Um daginn lagði leið mína á gamla eftirlætispöbbinn minn til að spjalla við fyllibytturnar um síðustu atburði. Þetta var daginn eftir lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu, en um hvað haldið þið að hafi verið rætt þarna á barnum þennan sögulega mánudagseftirmiðdag? Dramatíkina í lokaumferðinni? Seiglu Hafnfirðinga og seinheppni Keflvíkinga? Nei, það var verið að ræða vísitölur og vogunarsjóði, vaxtabætur og verðtryggingarálag. Ef þetta er að vera dagdrykkjumaður í dag er ég feginn að geta notað tímann í annað.
Ég trúi því hins vegar og treysti að þegar fram líða stundir muni sannir fréttafíklar eins og ég minnast ársins í ár með hryllingi. Árið 2008 verður annus horribilis í minningunni, árið þegar G. Pétur stal fréttunum.
Bakþankar í Fréttablaðinu 12. 10. 2008
sunnudagur, október 12, 2008
Staka
Fjármálastofnanri þjóðnýttar. Eigur stóreignamanna frystar. Öll fjármálastarfsemi í höndum ríkisins. Almenningi skammtaður gjaldeyrir. Er von að manni verði hugsað:
Ástandið hérna er undrum blandið,
allt annað hljóð er í strokknum.
Sovét-Ísland, óskalandið,
innleitt af Sjálfstæðisflokknum?
Ástandið hérna er undrum blandið,
allt annað hljóð er í strokknum.
Sovét-Ísland, óskalandið,
innleitt af Sjálfstæðisflokknum?
miðvikudagur, október 08, 2008
Í djúpum skít
Þegar mér varð litið upp úr rannsóknum mínum á síðgyðinglegri apókalyptík nú í vikunni varð mér ljóst, mér til mikillar skelfingar, að í þjóðfélaginu er apókalyptískt sálarástand. Þetta eru auðvitað kjöraðstæður fyrir apókalypsó.
Þar sem þeir sem tjá sig mest um ástandið bregða gjarnan fyrir sig líkingamáli úr sjómennsku („það gefur á bátinn“, „karlinn í brúnni“, „stormur og stjórsjór“ o.s.frv.) fannst mér við hæfi að sækja lagið í sjávardjúpin köld.
Þeim sem eru í aðstöðu til þess er frjálst að flytja þennan texta við hvert tækifæri sem gefst.
Apókalypsó
lag: Alan Menken/texti: D. Þ. J.
Til fjandans er krónan farin
og fimmkallinn sömu leið.
Vor aleiga'er einskis virði
og alls staðar kvöl og neyð.
Vor skúta á skeri'er strönduð
og skaflinn oss dynur á
í úthafsins ölduróti.
Hvar erum við landsmenn þá?
Í djúpum skít!
Í djúpum skít!
Að ósi feigðar
fjárglæfrahneigðar
ég fálmandi flýt.
Svona'er að eyða'um efni fram
í óþarfa munað, sukk og djamm.
Við erum allir,
aular sem snjallir,
í djúpum skít.
Nú húmar að hinsta kvöldi
því heimurinn bráðum ferst.
Þú kynnir að efast um það,
en annað eins hefur gerst.
Senn leggjast mun yfir landið
sem Lakagíg áður frá
ein hörmungamæðu móða.
Við munum vart anda ná!
Í djúpum skít!
Í djúpum skít!
Skortur á lausnum,
landinn á hausnum
á lánum og krít.
Fjallkonan farin vergang á,
fáir sem vilja hana sjá,
enda í tötrum,
álagafjötrum
og djúpum skít.
Í djúpum skít.
Krist bæði'og Óðin
ákallar þjóðin
af armæðu hvít.
Pólverjar pakka'og fara heim.
Pant vera sá sem fylgir þeim.
Eins gott að fara,
Ísland er bara
í djúpum skít.
Nú álfarnir skjálfa,
skrælingjar væla,
skíðamenn kvíða,
karlmenni skæla,
skátarnir gráta,
grínarar hrína
og Geir er af angist glær
og öryrkjar kjökra,
einyrkjar kveina,
æskumenn dæsa,
æpa og veina,
hver karl er í keng,
hver kerling í spreng
og Kölski'í kampinn hlær.
Í djúpum skít!
Í djúpum skít!
Aumur og gugginn,
grátinn og hnugginn
í gaupnir ég lít.
Nú þarf að flytja Frónbúa
sem fyrst upp á jósku heiðina
æra af hungri
og mæðu þungri
úr djúpum skít.
Ekkert fær dafnað,
Ísland er kafnað
í djúpum skít.
Sopið er kálið.
Sýnist mér málið
að hrökkva'eða stökkva.
Munið að slökkva.
Allir til skips, ó!
Apókalypsó
í djúpum skít.
Þar sem þeir sem tjá sig mest um ástandið bregða gjarnan fyrir sig líkingamáli úr sjómennsku („það gefur á bátinn“, „karlinn í brúnni“, „stormur og stjórsjór“ o.s.frv.) fannst mér við hæfi að sækja lagið í sjávardjúpin köld.
Þeim sem eru í aðstöðu til þess er frjálst að flytja þennan texta við hvert tækifæri sem gefst.
Apókalypsó
lag: Alan Menken/texti: D. Þ. J.
Til fjandans er krónan farin
og fimmkallinn sömu leið.
Vor aleiga'er einskis virði
og alls staðar kvöl og neyð.
Vor skúta á skeri'er strönduð
og skaflinn oss dynur á
í úthafsins ölduróti.
Hvar erum við landsmenn þá?
Í djúpum skít!
Í djúpum skít!
Að ósi feigðar
fjárglæfrahneigðar
ég fálmandi flýt.
Svona'er að eyða'um efni fram
í óþarfa munað, sukk og djamm.
Við erum allir,
aular sem snjallir,
í djúpum skít.
Nú húmar að hinsta kvöldi
því heimurinn bráðum ferst.
Þú kynnir að efast um það,
en annað eins hefur gerst.
Senn leggjast mun yfir landið
sem Lakagíg áður frá
ein hörmungamæðu móða.
Við munum vart anda ná!
Í djúpum skít!
Í djúpum skít!
Skortur á lausnum,
landinn á hausnum
á lánum og krít.
Fjallkonan farin vergang á,
fáir sem vilja hana sjá,
enda í tötrum,
álagafjötrum
og djúpum skít.
Í djúpum skít.
Krist bæði'og Óðin
ákallar þjóðin
af armæðu hvít.
Pólverjar pakka'og fara heim.
Pant vera sá sem fylgir þeim.
Eins gott að fara,
Ísland er bara
í djúpum skít.
Nú álfarnir skjálfa,
skrælingjar væla,
skíðamenn kvíða,
karlmenni skæla,
skátarnir gráta,
grínarar hrína
og Geir er af angist glær
og öryrkjar kjökra,
einyrkjar kveina,
æskumenn dæsa,
æpa og veina,
hver karl er í keng,
hver kerling í spreng
og Kölski'í kampinn hlær.
Í djúpum skít!
Í djúpum skít!
Aumur og gugginn,
grátinn og hnugginn
í gaupnir ég lít.
Nú þarf að flytja Frónbúa
sem fyrst upp á jósku heiðina
æra af hungri
og mæðu þungri
úr djúpum skít.
Ekkert fær dafnað,
Ísland er kafnað
í djúpum skít.
Sopið er kálið.
Sýnist mér málið
að hrökkva'eða stökkva.
Munið að slökkva.
Allir til skips, ó!
Apókalypsó
í djúpum skít.
föstudagur, október 03, 2008
þriðjudagur, september 30, 2008
Minnisvarðar og millímetrafemínismi
Í síðustu viku sá ég svolítið eftir því að hafa sagt mig úr Vinstri grænum á sínum tíma, af því að ég hefði viljað gera það í síðustu viku. Tilefnið var frámunaleg heimskuleg ummæli Svandísar Svavarsdóttur um þá fallegu og eðlilegu ákvörðun borgarstjórnar að láta heiðra minningu Tómasar Guðmundssonar með því að reisa honum styttu. Hún sagði eitthvað á þá leið að ákvörðunin væri ekki í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými auk þess að vera menguð karllægum viðhorfum.
Auðvitað er það eina úrelta í þessu sambandi sá forpokaði millímetrafemínismi sem ummælin lýsa, en hann gengur út á að skipta mannkyninu í tvær ósættanlegar fylkingar og deila heiminum hnífjafnt á milli þeirra, óháð einstaklingum, hæfileikum þeirra eða framlagi. Gildir þar einu hvort um er að ræða sæti á framboðslistum, útsendingarmínútur í ljósvakamiðlum, dálksentímetra í blöðum eða styttur bæjarins. Þannig er óhugsandi að heiðra minningu Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar eða Steins Steinarrs fyrr en búið er að heiðra Svövu Jakobsdóttur, Guðrúnu Helgadóttur og Auði Haralds (svo ég nefni þrjá af mínum eftirlætiskvenrithöfundum), þar sem karlarnir eru búnir að fá styttur af Jónasi og Einari Ben. Að Reykvíkingar reisi Reykjavíkurskáldinu styttu á áberandi stað þykir aukinheldur fráleitt þar sem það er til brjóstmynd af honum á bókasafninu. Og svo var hann íhald.
Sá siður að þjóðir heiðri minningu sinna andans jöfra með því að reisa þeim styttu er jafngamall siðmenningunni. Síðastliðna hálfa öld eða svo hefur það hins vegar þótt úrelt hugsun um list í obinberu rými. Fyrir vikið eru ýmiss konar minnisvarðar um hin og þessi mikilmenni á víð og dreif um allt land sem minna engan á viðkomandi mikilmenni og eru því í raun ekki minnisvarðar um neitt annað en tískubóluna sem var vinsælust í myndlistinni árið sem þeir voru afhjúpaðir. Þess vegna ætti maður kannski að þakka sínum sæla fyrir að Halldóri Laxness hafi ekki enn verið reistur minnisvarði. Í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými eru nefnilega allar líkur á því að hann hefði minnt meira á hrunið línumannvirki en Nóbelsskáldið.
Klassík verður hins vegar aldrei úrelt. Það er einmitt það sem gerir hana klassíska.
Bakþankar í Fréttablaðinu 28. september 2008
Auðvitað er það eina úrelta í þessu sambandi sá forpokaði millímetrafemínismi sem ummælin lýsa, en hann gengur út á að skipta mannkyninu í tvær ósættanlegar fylkingar og deila heiminum hnífjafnt á milli þeirra, óháð einstaklingum, hæfileikum þeirra eða framlagi. Gildir þar einu hvort um er að ræða sæti á framboðslistum, útsendingarmínútur í ljósvakamiðlum, dálksentímetra í blöðum eða styttur bæjarins. Þannig er óhugsandi að heiðra minningu Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar eða Steins Steinarrs fyrr en búið er að heiðra Svövu Jakobsdóttur, Guðrúnu Helgadóttur og Auði Haralds (svo ég nefni þrjá af mínum eftirlætiskvenrithöfundum), þar sem karlarnir eru búnir að fá styttur af Jónasi og Einari Ben. Að Reykvíkingar reisi Reykjavíkurskáldinu styttu á áberandi stað þykir aukinheldur fráleitt þar sem það er til brjóstmynd af honum á bókasafninu. Og svo var hann íhald.
Sá siður að þjóðir heiðri minningu sinna andans jöfra með því að reisa þeim styttu er jafngamall siðmenningunni. Síðastliðna hálfa öld eða svo hefur það hins vegar þótt úrelt hugsun um list í obinberu rými. Fyrir vikið eru ýmiss konar minnisvarðar um hin og þessi mikilmenni á víð og dreif um allt land sem minna engan á viðkomandi mikilmenni og eru því í raun ekki minnisvarðar um neitt annað en tískubóluna sem var vinsælust í myndlistinni árið sem þeir voru afhjúpaðir. Þess vegna ætti maður kannski að þakka sínum sæla fyrir að Halldóri Laxness hafi ekki enn verið reistur minnisvarði. Í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými eru nefnilega allar líkur á því að hann hefði minnt meira á hrunið línumannvirki en Nóbelsskáldið.
Klassík verður hins vegar aldrei úrelt. Það er einmitt það sem gerir hana klassíska.
Bakþankar í Fréttablaðinu 28. september 2008
föstudagur, september 19, 2008
Er heimurinn orðinn hundleiðinlegur ...
... eða er fréttamat fjölmiðla bara orðið svona hræðilega óáhugavert? Ég var að myndast við að hlusta á útvarpsfréttir áðan og það eina sem var í fréttum voru vogunarsjóðir, fasteignalánasjóðir, verðbréf, kauphallir og gengi hlutabréfa og gjaldmiðla. Síðan komu íþróttafréttir og þá var sagt frá golfi! Þetta var semsagt það sem gerðist í dag: Fólk keypti og seldi með þeim afleiðingum að verðmæti hins og þessa fór ýmist upp eða niður - og svo var farið í golf. Hvergi urðu pólitískar sviptingar, hvergi var blásið í ófriðarelda, hvergi varð eilítið friðsamlegra umhorfs og ekkert átti sér stað í menningar- eða listalífinu. Það var ekki einu sinni farið í fótbolta!
Ég man þá tíð að maður þurfti ekki að berjast við að halda sér vakandi yfir kvöldfréttunum. Þá voru sagðar fréttir af fólki sem ekki sat á rassinum í jakkafötum allan daginn og stundaði íþróttir þar sem hlegið hefði verið að mönnum fyrir að mæta til leiks í prjónavesti. Heimur versnandi fer.
þriðjudagur, september 16, 2008
Jörð, gleyptu mig ... núna!
Þótt maður reyni að hafa ekki of miklar áhyggjur af því hvað fólk heldur um mann reynir maður auðvitað alla jafna að verða ekki að undrum á almannafæri. En stundum er hreinlega eins og lífið bregði fyrir mann fæti í þeirri sjálfsögðu viðleitni.
Til dæmis fór ég ekki alls fyrir löngu í verslunarleiðangur í Hagkaup í Kringlunni. Eftir að hafa fyllt innkaupakörfuna fórum við hjónaleysin í biðröðina við kassann. Konan á undan okkur var með heilmikinn varning sem hún var að hlaða upp á færibandið með töluverðum bægslagangi. Þá sá ég útundan mér að einhver smávara datt á gólfið. Að sjálfsögðu tók ég hana upp. Þetta var einhvers konar kremtúba af smærra taginu. Ég rétti konunni hana og sagði: „Fyrirgefðu, þú misstir þetta.“ Konan leit forviða á mig og neitaði því svo flissandi. Skrítnara þótti mér þó að nú hreytti unnusta mín í mig: „Hvað er að þér, maður? Þetta á að vera hérna!“ Með það reif hún af mér túbuna og setti upp í hillu sem er þarna yfir færibandinu.
Það tók drykklanga stund að afgreiða konuna svo ég leit betur á hilluna sem túban hafði dottið úr. Þá rann upp fyrir mér ljós. Í túbunni var krem sem ætlað er að auka ánægju fólks af því að hafa samfarir. Gott ef orðasambandinu „kitlandi unaður“ brá ekki fyrir í vörulýsingunni. Ég fann hvernig roðinn færðist í kinnarnar á mér við þessa uppgötvun, en ekki fannst mér ég þó geta beðið konuna afsökunar. Þá hefði ég verið að gefa í skyn að það ætti að segja sig sjálft að vöru af þessu tagi gæti hún alls ekki verið að kaupa. En þarna hafði ég semsagt í barnslegu sakleysi mínu staðið með þennan sóðaskap í höndunum, otað honum að bláókunnugri manneskju og svo gott sem gapað: „Afsakið, fröken, en þér misstuð kynnautnasmyrslið yðar.“
Til að konan sæi ekki að ég var blóðrauður af skömm reyndi ég að grafa andlitið á mér ofan í tímarit á meðan hún lauk sér af og unnusta mín barðist við að halda niðri í sér hlátrinum. En maður hlýtur að spyrja: Hvað á það að þýða að hafa þessa vöru einmitt þarna? Það er bara verið að bjóða heim hættunni á svona löguðu. Á maður ekki heimtingu á því að geta farið út í búð án þess að eiga það á hættu að verða sér í hrekkleysi sínu til slíkrar skammar að maður óskar þess helst að jörðin gleypi mann?
Til dæmis fór ég ekki alls fyrir löngu í verslunarleiðangur í Hagkaup í Kringlunni. Eftir að hafa fyllt innkaupakörfuna fórum við hjónaleysin í biðröðina við kassann. Konan á undan okkur var með heilmikinn varning sem hún var að hlaða upp á færibandið með töluverðum bægslagangi. Þá sá ég útundan mér að einhver smávara datt á gólfið. Að sjálfsögðu tók ég hana upp. Þetta var einhvers konar kremtúba af smærra taginu. Ég rétti konunni hana og sagði: „Fyrirgefðu, þú misstir þetta.“ Konan leit forviða á mig og neitaði því svo flissandi. Skrítnara þótti mér þó að nú hreytti unnusta mín í mig: „Hvað er að þér, maður? Þetta á að vera hérna!“ Með það reif hún af mér túbuna og setti upp í hillu sem er þarna yfir færibandinu.
Það tók drykklanga stund að afgreiða konuna svo ég leit betur á hilluna sem túban hafði dottið úr. Þá rann upp fyrir mér ljós. Í túbunni var krem sem ætlað er að auka ánægju fólks af því að hafa samfarir. Gott ef orðasambandinu „kitlandi unaður“ brá ekki fyrir í vörulýsingunni. Ég fann hvernig roðinn færðist í kinnarnar á mér við þessa uppgötvun, en ekki fannst mér ég þó geta beðið konuna afsökunar. Þá hefði ég verið að gefa í skyn að það ætti að segja sig sjálft að vöru af þessu tagi gæti hún alls ekki verið að kaupa. En þarna hafði ég semsagt í barnslegu sakleysi mínu staðið með þennan sóðaskap í höndunum, otað honum að bláókunnugri manneskju og svo gott sem gapað: „Afsakið, fröken, en þér misstuð kynnautnasmyrslið yðar.“
Til að konan sæi ekki að ég var blóðrauður af skömm reyndi ég að grafa andlitið á mér ofan í tímarit á meðan hún lauk sér af og unnusta mín barðist við að halda niðri í sér hlátrinum. En maður hlýtur að spyrja: Hvað á það að þýða að hafa þessa vöru einmitt þarna? Það er bara verið að bjóða heim hættunni á svona löguðu. Á maður ekki heimtingu á því að geta farið út í búð án þess að eiga það á hættu að verða sér í hrekkleysi sínu til slíkrar skammar að maður óskar þess helst að jörðin gleypi mann?
Bakþankar í Fréttablaðinu 14. sept. 2008
þriðjudagur, september 02, 2008
Batnandi mönnum ...
Í síðustu viku varð afar ánægjulegur atburður sem fór ekki eins hátt og mér fannst efni standa til, enda bar hann að í miðju handboltaæði. Hann fólst í því að kenískur hælisleitandi sneri aftur til landsins eftir að ákveðið var að taka mál hans til sérstakrar skoðunar. Honum hafði verið vísað úr landi á forsendum svonefnds Dyflinnarsamkomulags, sem heimilar að fólk í hans sporum sé sent aftur til síðasta viðkomustaðar síns. Hér á landi hefur heimild þessi jafnan verið túlkuð sem nánast ófrávíkjanleg regla og í þessu tilfelli sem mikilvægari en þau ákvæði allra mannréttindasáttmála að forðast beri í lengstu lög að tvístra fjölskyldum. Réttur stjórnvalda til að snúa manninum til baka var þannig metinn mikilvægari en réttur nýfædds sonar hans til að njóta umönnunar beggja foreldra, en hann er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að.
Hins vegar er það einfaldlega ekki satt, sem heyrst hefur í þessari umræðu, að Íslendingar séu með allt niðrum sig í málefnum flóttamanna. Staðreyndin er að miðað við höfðatölu stöndum við okkur allvel í að taka á móti hópum þeirra. Í hita umræðunnar hefur meira að segja gleymst að núverandi dómsmálaráðherra hefur staðið fyrir markverðum umbótum í þessum málaflokki með nýjum útlendingalögum. Aftur á móti hefur hann, eins og allir forverar hans í starfi, til þessa einfaldlega fylgt eftir mjög skýrri pólitískri stefnu íslenskra ríkisstjórna. Hana má draga saman í eina setningu: „Okkar flóttafólk veljum við sjálf.“ Þeim sem hingað koma á eigin vegum hefur undantekningalítið verið snúið við strax.
Af þessum sökum var ég ekki bjartsýnn á að mál Pauls Ramsesar hlyti aðra meðferð í kerfinu en fordæmi eru fyrir um. Sú ákvörðun ráðherra að taka það til endurskoðunar kom því ánægjulega á óvart og er honum til sóma. Vonandi er hún fyrirboði um manneskjulegri vinnubrögð í framtíðinni. Ef til vill kemur á óvart að ég, yfirlýstur sósíalistinn, skuli mæra Björn Bjarnason, en rétt skal vera rétt. Heiður þeim sem heiður ber. Fram hjá því verður ekki horft að í ráðherratíð Björns hefur málefnum flóttafólks á Íslandi miðað í rétta átt. Að vísu of hægt og of stutt að mínu mati, en Guð láti á gott vita.
Hins vegar er það einfaldlega ekki satt, sem heyrst hefur í þessari umræðu, að Íslendingar séu með allt niðrum sig í málefnum flóttamanna. Staðreyndin er að miðað við höfðatölu stöndum við okkur allvel í að taka á móti hópum þeirra. Í hita umræðunnar hefur meira að segja gleymst að núverandi dómsmálaráðherra hefur staðið fyrir markverðum umbótum í þessum málaflokki með nýjum útlendingalögum. Aftur á móti hefur hann, eins og allir forverar hans í starfi, til þessa einfaldlega fylgt eftir mjög skýrri pólitískri stefnu íslenskra ríkisstjórna. Hana má draga saman í eina setningu: „Okkar flóttafólk veljum við sjálf.“ Þeim sem hingað koma á eigin vegum hefur undantekningalítið verið snúið við strax.
Af þessum sökum var ég ekki bjartsýnn á að mál Pauls Ramsesar hlyti aðra meðferð í kerfinu en fordæmi eru fyrir um. Sú ákvörðun ráðherra að taka það til endurskoðunar kom því ánægjulega á óvart og er honum til sóma. Vonandi er hún fyrirboði um manneskjulegri vinnubrögð í framtíðinni. Ef til vill kemur á óvart að ég, yfirlýstur sósíalistinn, skuli mæra Björn Bjarnason, en rétt skal vera rétt. Heiður þeim sem heiður ber. Fram hjá því verður ekki horft að í ráðherratíð Björns hefur málefnum flóttafólks á Íslandi miðað í rétta átt. Að vísu of hægt og of stutt að mínu mati, en Guð láti á gott vita.
föstudagur, ágúst 29, 2008
Abkasar, Kósóvar, Ossetar, Téténar og nótt í Kríunesi
Það er fallegt af Rússum að hafa samúð með sjálfstæðistilburðum Abkasa og S-Osseta í Georgíu og viðurkenna sjálfstæði þeirra. Hins vegar er vandræðalegt hvað þeir eiga erfitt með að hafa viðlíka samúð með uppreisnarhópum og sjálfstæðistilburðum þjóðarbrota innan sinna eigin landamæra. Sagði einhver Téténía? Sömuleiðis er fallegt af Vesturveldunum að hafa samúð með Kósóvó-Albönum og viðurkenna héraðið sem sjálfstætt ríki. Hins vegar er það vandræðalegt hvað þeir eiga erfitt með að sýna Abkösum og Ossetum viðlíka samúð. Hver er munurinn á Abkasíu, Kósóvó, S-Ossetíu og Téténíu? Í raun er eini munurinn í því fólginn hverra hagsmunum sjálfstæði hvers og eins þeirra þjónar, hvort héröðin heyra undir Rússa og lagsmenn þeirra eða lagsmenn Vesturlanda. Það er deginum ljósara að afstaða bæði Vesturveldanna og Rússa til hvers og eins tilfellis byggir að engu leyti á prinsippatriðum og öllu leyti á þeirra eigin hagsmunum. Það er erfitt að fylgjast með alþjóðapólitíkinni um þessar mundir án þess að fyllast viðurstyggð á öllum deiluaðilum.
Á sama tíma ...
... hafa íslenskir fjölmiðlar einna mestar áhyggjur af 72.000 kalli sem eytt er í vinnuhelgi fyrir sjö manna nefnd, rétt eins og það sé höfuðatriði hvar á landinu hún hafi verið haldin. Hvað þarf að vera forpokaður sófasossi til að nenna að gera veður út af því? Það er ekki eins og um sé að ræða milljónir til að fara með einn ráðherra og hennar nánustu á einn kappleik, henni sjálfri til ánægju og einskis annars nema allmikils vinnutaps hjá ráðuneytinu? Vera hennar á vellinum skipti nákvæmlega engu máli. Hún hefur reynt að halda öðru fram, en hafi hún rétt fyrir sér hefði hún að mínu mati átt að hafa vit á að þegja um það. Þeir fóru ekki að tapa fyrr en hún dúkkaði upp.
Fjölmiðlamenn sem leggja þetta tvennt að jöfnu eru að bera saman kettling og tígrisdýr. Þeir stjórnast greinilega frekar af moldviðrisfíkn en sannleiksleit.
Á sama tíma ...
... hafa íslenskir fjölmiðlar einna mestar áhyggjur af 72.000 kalli sem eytt er í vinnuhelgi fyrir sjö manna nefnd, rétt eins og það sé höfuðatriði hvar á landinu hún hafi verið haldin. Hvað þarf að vera forpokaður sófasossi til að nenna að gera veður út af því? Það er ekki eins og um sé að ræða milljónir til að fara með einn ráðherra og hennar nánustu á einn kappleik, henni sjálfri til ánægju og einskis annars nema allmikils vinnutaps hjá ráðuneytinu? Vera hennar á vellinum skipti nákvæmlega engu máli. Hún hefur reynt að halda öðru fram, en hafi hún rétt fyrir sér hefði hún að mínu mati átt að hafa vit á að þegja um það. Þeir fóru ekki að tapa fyrr en hún dúkkaði upp.
Fjölmiðlamenn sem leggja þetta tvennt að jöfnu eru að bera saman kettling og tígrisdýr. Þeir stjórnast greinilega frekar af moldviðrisfíkn en sannleiksleit.
föstudagur, ágúst 22, 2008
Í dag var ekki bara stór dagur ...
... í íþróttasögu þjóðarinnar og jafnvel sögu lýðveldisins, eins og bent hefur verið á. Þetta var ekki síður stór dagur í sögu íslenskrar tungu, því í dag fæddist „langefsta stig“ lýsingarorða sem forsetfrúin á allan heiður að. Langefsta stig lýsingarorða er aðeins notað við afar hátíðleg tækifæri, eins og í dag. Til hamingju.
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
Stjörnum prýdd veifa
(Francis Scott Key – íslensk þýðing: D. Þ. J.)
Ó, sérðu í sýn
gegn um sorta og ský
tákn um dirfsku og dug
meðan dagurinn rennur?
Yfir veraldar vél
blaktir vindinum í
merki ofsa og elds
sem í æðum oss brennur.
Þó að taki vort blóð
Ó, sérðu í sýn
gegn um sorta og ský
tákn um dirfsku og dug
meðan dagurinn rennur?
Yfir veraldar vél
blaktir vindinum í
merki ofsa og elds
sem í æðum oss brennur.
Þó að taki vort blóð
sprengjublossanna glóð
þá berjumst vér enn fyrir fullvalda þjóð.
Ó, blaktir enn fáni vor fagur og hýr
fyrir heimaland frjálst þar sem hugprýði býr?
Fyrir nokkrum árum fékk ég það verkefni að þýða til talsetningar kvikmynd sem hét Racing Stripes. Hún fjallaði um sebrahestinn Stripes, sem á íslensku hét Brandur, en hann átti sér þann draum æðstan að verða veðhlaupahestur. Auðvitað fékk myndin því nafnið Eldi-Brandur á íslensku. Þegar stóra uppgjörið verður í myndinni, veðhlaupið þar sem Brandur sýnir hvað í honum býr, rísa allir á skeiðvellinum á fætur og syngja þjóðsöng Bandaríkjanna, eins og tíðkast víst á allflestum íþróttaviðburðum þarna vestanhafs. Þetta gerði það að verkum að ég þurfti að finna íslenskan texta við lagið. Hófst nú æðisgengin leit að honum, en þótt ég nyti aðstoðar menningarfulltrúa bandaríska sendiráðsins við hana bar hún engan árangur. Það varð því úr að ég neyddist til að hnoða sjálfur saman einhverri þýðingu. Þannig varð textinn hér að ofan til. Sennilega er þetta þekktasti söngtexti sem ég hef gert tilraun til að snara. Um daginn var ég að taka til í þýðingamöppunni hjá mér og rak augun í þetta skjal. Þá datt mér í hug að leyfa lesendum mínum að njóta kveðskaparins með mér, ef í hópi þeirra skyldu leynast íslenskumælandi Bandaríkjamenn sem saknað hafa þess að geta ekki sungið þjóðsönginn sinn á því ylhýra. Það vandamál heyrir þar með sögunni til. En ef einhverjir sem álpast til að lesa þetta vita um aðra (og sennilega skárri) þýðingu eru ábendingar þegnar.
þá berjumst vér enn fyrir fullvalda þjóð.
Ó, blaktir enn fáni vor fagur og hýr
fyrir heimaland frjálst þar sem hugprýði býr?
Fyrir nokkrum árum fékk ég það verkefni að þýða til talsetningar kvikmynd sem hét Racing Stripes. Hún fjallaði um sebrahestinn Stripes, sem á íslensku hét Brandur, en hann átti sér þann draum æðstan að verða veðhlaupahestur. Auðvitað fékk myndin því nafnið Eldi-Brandur á íslensku. Þegar stóra uppgjörið verður í myndinni, veðhlaupið þar sem Brandur sýnir hvað í honum býr, rísa allir á skeiðvellinum á fætur og syngja þjóðsöng Bandaríkjanna, eins og tíðkast víst á allflestum íþróttaviðburðum þarna vestanhafs. Þetta gerði það að verkum að ég þurfti að finna íslenskan texta við lagið. Hófst nú æðisgengin leit að honum, en þótt ég nyti aðstoðar menningarfulltrúa bandaríska sendiráðsins við hana bar hún engan árangur. Það varð því úr að ég neyddist til að hnoða sjálfur saman einhverri þýðingu. Þannig varð textinn hér að ofan til. Sennilega er þetta þekktasti söngtexti sem ég hef gert tilraun til að snara. Um daginn var ég að taka til í þýðingamöppunni hjá mér og rak augun í þetta skjal. Þá datt mér í hug að leyfa lesendum mínum að njóta kveðskaparins með mér, ef í hópi þeirra skyldu leynast íslenskumælandi Bandaríkjamenn sem saknað hafa þess að geta ekki sungið þjóðsönginn sinn á því ylhýra. Það vandamál heyrir þar með sögunni til. En ef einhverjir sem álpast til að lesa þetta vita um aðra (og sennilega skárri) þýðingu eru ábendingar þegnar.
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Óréttlæti heimsins
Í seinni tíð hef ég tekið eftir því að samúð mín með fólki sem vorkennir sjálfu sér og finnst heimurinn leika það ósköp grátt, hefur minnkað jafnt og þétt. Það er nefnilega grátlega augljóst að þetta fólk er yfirleitt ekki að bera sig aumlega yfir óréttlæti heimsins sem slíku, heldur því að heimurinn skuli aldrei þessu vant vera óréttláttur því sjálfu í óhag. Ég heyri þetta fólk nefnilega aldrei býsnast yfir því þegar aðrir verða fyrir barðinu á óréttlæti heimsins. Sjálfsvorkunnin er í raun ekkert annað en illa dulbúin eigingirni og heimtufrekja.
Það er ekkert eðlilegt við að vera alltaf hamingjusamur. Lífið virkar einfaldlega ekki þannig. Fólk verður fyrir skakkaföllum. Fólk eldist, veikist og deyr. Slys og náttúruhamfarir eiga sér stað. Heimurinn er ósanngjarn, það er of augljóst til að um það þurfi að hafa mörg orð eða verja miklum tíma í að svekkja sig á því. Enginn kemst í gegn um heilt líf án þess að verða fyrir harmi og missi.
Sá sem upplifir heiminn sem eintómt sólskin og sleikipinna allt sitt líf er í besta falli verulega raunveruleikafirrtur, í versta falli gersamlega siðblindur. Hvernig dettur fólki í hug að gera þá kröfu á lífið að því eigi alltaf að líða voðalega vel? Hvað gaf því þá hugmynd til að byrja með að slíkar væntingar væru raunhæfar? Hvað fékk það til að halda að slíkt viðhorf væri eitthvað annað en óbrigðul uppskrift að vonbrigðum?
Er þá engum vorkunn? Jú, auðvitað. Það er einmitt á sorgarstundum sem maðurinn hefur þá dásamlegu tilhneigingu að sýna sínar fegurstu hliðar; samhygð og kærleika, bróðurþel og umhyggju. Þá berum við hvert annað. Að gera út á þessi göfugu viðbrögð til að koma sér undan því að standa sjálfur í lappirnar er hins vegar bara ljótt.
Við eigum enga heimtingu á því að líða alltaf vel. Við getum aðeins vænst þess að líða eins vel og eðlilegt er miðað við kringumstæður. Því fyrr sem við sættum okkur við það, þeim mun meiri gremju spörum við okkur á lífsleiðinni. Þess vegna er skynsamlegra að vera þakklátur fyrir það sem er í lagi, en að vera á bömmer yfir því sem er ekki lagi. Og ef við sjálf erum í lagi eru allar líkur á því að við njótum kærleika þegar lífið leikur okkur þannig að okkur líður ekki sem best.
Það er ekkert eðlilegt við að vera alltaf hamingjusamur. Lífið virkar einfaldlega ekki þannig. Fólk verður fyrir skakkaföllum. Fólk eldist, veikist og deyr. Slys og náttúruhamfarir eiga sér stað. Heimurinn er ósanngjarn, það er of augljóst til að um það þurfi að hafa mörg orð eða verja miklum tíma í að svekkja sig á því. Enginn kemst í gegn um heilt líf án þess að verða fyrir harmi og missi.
Sá sem upplifir heiminn sem eintómt sólskin og sleikipinna allt sitt líf er í besta falli verulega raunveruleikafirrtur, í versta falli gersamlega siðblindur. Hvernig dettur fólki í hug að gera þá kröfu á lífið að því eigi alltaf að líða voðalega vel? Hvað gaf því þá hugmynd til að byrja með að slíkar væntingar væru raunhæfar? Hvað fékk það til að halda að slíkt viðhorf væri eitthvað annað en óbrigðul uppskrift að vonbrigðum?
Er þá engum vorkunn? Jú, auðvitað. Það er einmitt á sorgarstundum sem maðurinn hefur þá dásamlegu tilhneigingu að sýna sínar fegurstu hliðar; samhygð og kærleika, bróðurþel og umhyggju. Þá berum við hvert annað. Að gera út á þessi göfugu viðbrögð til að koma sér undan því að standa sjálfur í lappirnar er hins vegar bara ljótt.
Við eigum enga heimtingu á því að líða alltaf vel. Við getum aðeins vænst þess að líða eins vel og eðlilegt er miðað við kringumstæður. Því fyrr sem við sættum okkur við það, þeim mun meiri gremju spörum við okkur á lífsleiðinni. Þess vegna er skynsamlegra að vera þakklátur fyrir það sem er í lagi, en að vera á bömmer yfir því sem er ekki lagi. Og ef við sjálf erum í lagi eru allar líkur á því að við njótum kærleika þegar lífið leikur okkur þannig að okkur líður ekki sem best.
föstudagur, ágúst 01, 2008
Fyrirsögn dagsins:
Íkveikja í Nauthólsvík
Talið að kveikt hafi verið í
(24 stundir í dag, bls. 4)
Takið eftir því að aðeins er „talið“ að kveikt hafi verið í. Það er eins og enn sé ekki hafið yfir allan vafa að íkveikjan hafi orðið með þeim hætti, enn sem komið er sé það aðeins líklegasta skýringin á íkveikjunni. Það er sem sagt ekki loku fyrir það skotið að íkveikjan hafi hugsanlega orsakast af öðru en því að kveikt hafi verið í. Ég bíð spenntur eftir endanlegri niðurstöðu úr rannsókn málsins.
Talið að kveikt hafi verið í
(24 stundir í dag, bls. 4)
Takið eftir því að aðeins er „talið“ að kveikt hafi verið í. Það er eins og enn sé ekki hafið yfir allan vafa að íkveikjan hafi orðið með þeim hætti, enn sem komið er sé það aðeins líklegasta skýringin á íkveikjunni. Það er sem sagt ekki loku fyrir það skotið að íkveikjan hafi hugsanlega orsakast af öðru en því að kveikt hafi verið í. Ég bíð spenntur eftir endanlegri niðurstöðu úr rannsókn málsins.
fimmtudagur, júlí 24, 2008
Tónlistarrýni Davíðs Þórs
Sumargleði Kimi Records, Nasa, 23. júlí 2008
Fyrir löngu var ég hvattur til þess hér á þessari síðu að láta til mín taka á vettvangi tónlistargagnrýni. Hef ég nú ákveðið að verða við þeirri bón, þótt seint sé, og fjalla eilítið um tónleika sem undarleg atburðarás olli því að ég fór á í gær. Svo er nefnilega mál með vexti að föðurbróðir konu minnar, sem er bóndi austur á Héraði, hringir öðru hverju í útvarpsstöðvar, svona til að stytta sér stundir þar sem hann þýtur fram og til baka um túnin hjá sér aleinn í traktornum yfir hábjargræðistímann. Í gær vann hann tvo miða á tónleika í Reykjavík og þar sem hann var ekki á leiðinni í bæinn setti hann þá á nafn bróðurdóttur sinnar og bauð henni. Reyndar sagði hann að þetta væri eitthvað með Benna Hemm Hemm á Nasa, sem ætti að byrja klukkan átta.
Það varð því úr að við hjónaleysin tygjuðum okkur af stað á það sem við héldum að yrði tónleikar með Benna Hemm Hemm sem myndu byrja klukkan átta. Stundvíslega kl. 19:50 mættum við og brá dálítið við að sjá ekki kjaft á svæðinu. Þá var okkur tilkynnt að húsið opnaði klukkan átta, tónleikarnir byrjuðu hálfníu. Við fengum okkur því kaffi og komum aftur hálftíma síðar. Þegar klukkan var farin að ganga tíu birtist síðan maður á sviðinu og bauð okkur velkomin á Sumargleði Kimi Records og kynnti hljómsveitina Reykjavík! á sviðið. Þetta var ekki það sem við komum til að sjá, en við ákváðum að láta það ekki á okkur fá og njóta kvöldstundarinnar.
Hljómsveitin Reykjavík! spilar mjög hevví tónlist. Tvennt þótti mér einkum áhugavert. Annað var að annar gítarleikarinn var sífellt að stilla hljóðfærið, rétt eins og einhver hefði veitt því athygli að gítarinn, sem hljómaði eins og vélsög allan tímann, hefði verið eilítið falskur. Hitt var að söngvarinn kvartaði yfir því að hann heyrði ekki nógu hátt í sér í mónítorunum, sem mér fannst hljóta að vera óþarfi vegna þess að ég heyrði ekki betur en að það eina sem hann hefði til málanna að leggja væri að æpa „grwark“ í sífellu fullum hálsi, að vísu misoft og í mismunandi hrynjandi eftir því hvaða lag var verið að spila. Svo sanngirni sé gætt þá fannst mér reyndar eins og stundum færi að örla á laglínum eftir því sem líða tók á prógrammið hjá þeim og á tíma fannst mér næstum eins og ég væri kominn u. þ. b. tuttugu ár aftur í tímann og væri á tónleikum með þeirri frábæru, en vanmetnu hljómsveit, Bodies. Spilagleði og húmor Reykjavíkur! gerðu það að verkum að hægt var að hafa gaman að þeim, jafnvel þótt á köflum hljómaði tónlistin eins og paródía af því sem hún sennilega átti að fyrirstilla.
Næst stigu Morðingjarnir á stokk. Morðingjarnir spila líka tónlist sem í gamla daga hefði verið kölluð pönk, en heitir eflaust eitthvað annað nú á dögum. Morðingjarnir hljóma dálítið eins og Fræbbblarnir hefðu gert í gamla daga ef þeir hefðu verið pínulítið betri hljóðfæraleikarar – pínulítið, ekki mikið. Kannski urðu þessi hugrenningatengsl aðallega til vegna þess að þeir syngja á íslensku, en kannski líka vegna þess að trommuleikarinn minnti mig óhugnanlega mikið á Stebba í Fræbbblunum. Það var alltaf eins og hann væri við það að gefast upp á þessu, þetta væri allt aðeins og hratt og erfitt fyrir hann, öll breik einhvern veginn stórskemmtilega hálfspastísk og líkamsbeitingin eins og hann væri sárkvalinn að reyna að hrista einhverja hræðilega pöddu af hægri olnboganum á sér. Þegar við bættist að í einu laginu heyrði ég ekki betur en að hann væri hálfum takti á eftir hinum þegar laginu lauk og svo þurfti hann að gera hlé til að laga bassafótinn einu sinni, var líkingin fullkomnuð. Morðingjarnir voru stórskemmtilegir, einkum vegna þess að þeir voru langt frá því að taka sig alvarlega sjálfir og svo lítur bassaleikarinn út eins og ungur John Cleese í rokkaragervi.
Þriðja hljómsveitin hét Borkó. Hljóðfæraskipan Borkós er sérkennileg en þar er leikið á víbrafón, synthersizer og trompet auk hefðbundinna rokkhljóðfæra. Tónlistin er löturhægur sýrugrautur sem var bæði fullhægur, sýrður og grautarkenndur fyrir minn smekk. Raunar hljómuðu flest lögin eins og langdregin intró að tónverki sem aldrei hófst. Skemmtilegasta innlegg Borkós í kvöldstundina var þeirra útgáfa af fyrsta laginu á prógrammi Morðingjanna. Þá heyrði maður að tónsmíðin var óbrjáluð og textinn skondinn („Eiturlyfjafíklar í joggingbuxum með skítugt hár, / það hefur ekki verið þvegið í ár.“), en hvort tveggja hafði farið fram hjá mér þegar ég heyrði lagið í upprunalegri útgáfu. Borkó hljómaði vel á köflum, einkum ljáði trompetið tónlistinni oft tignarlegan blæ, en þegar á heildina er litið var prógramm þeirra allt of langt og langdregið. Hafi þetta átt að vera brandari var hann ekki nógu hnitmiðaður.
Loks, um miðnættið, sté Benni Hemm Hemm á svið. Auðvitað er þar langbesta hljómsveitin af þessum fjórum á ferðinni, um það er einfaldlega engum blöðum að fletta. Benni Hemm Hemm hefur að undanförnu getið sér gott orð fyrir frumlegar og reffilegar lagasmíðar, sem er sérkennilegt í ljósi þess hve hann sjálfur er allur leþargískur fyrir mann að sjá og gufukenndur í framkomu. Lögin eru að vísu hvert öðru lík, flest eins byggð upp: Fyrst raular hann sjálfur og glamrar á kassagítar og svo kemur millikafli leikinn á lúðra. Taktpælingar hans, þessir endalausu samsettu ryþmar, eru oft flottar. En stundum finnst manni eins og þær þjóni litlum öðrum tilgangi en að vera til staðar, þær séu frekar eins og kækur tónskáldsins en að þeim sé beitt markvisst og útpælt. Kannski er hann bara að stríða fólki sem asnast til að reyna að dansa við þessa tónlist, en það er hægara sagt en gert við lag þar sem annar hver taktur í er í þremur fjórðu en hinn í fimm áttundu. Benni Hemm Hemm skar sig líka úr að því leyti að maður heyrði textana. Gallinn er að í tilfelli hans er það alls ekki kostur. Þeir textar hans sem ekki valda aulahrolli („Allt í góðu lagi uppi á fjalli í Afganistan ...“ eða e.þ.h.) valda ógleði („We're whaling in the North Atlantic ...“ endurtekið sautjánhundruð sinnum). Í sjálfu sér hef ég lítið um tónlistina að segja, annað en að kvarta yfir því að hljómsveitin byrjaði of seint og spilaði of stutt, miðað við hinar. Já, og svo ætti hann að ráða textahöfund, það munar ekki mikið um einn í viðbót í níu manna bandi.
Að flestu leyti voru tónleikarnir til fyrirmyndar og Baldri, föðurbróður konunnar minnar til mikils sóma. Ég sá ekki betur en að fólk skemmti sér vel og sjálfur undi ég mér ágætlega þótt ég væri kannski vandræðalega hátt yfir meðalaldrinum í húsinu og ekki í markhópi tónleikahaldaranna. Skemmtiatriðin voru hæfilega hallærisleg og „þýskusýningin“ það fyndnasta sem ég hef heyrt í háa herrans tíð, en ég verð að kvarta yfir hagyrðingakeppninni. Seinniparturinn sem vann var ekki bara dónaskapur sem þarf að vera tólf ára til að finnast fyndinn, heldur var hann líka vitlaust kveðinn.
Fyrir löngu var ég hvattur til þess hér á þessari síðu að láta til mín taka á vettvangi tónlistargagnrýni. Hef ég nú ákveðið að verða við þeirri bón, þótt seint sé, og fjalla eilítið um tónleika sem undarleg atburðarás olli því að ég fór á í gær. Svo er nefnilega mál með vexti að föðurbróðir konu minnar, sem er bóndi austur á Héraði, hringir öðru hverju í útvarpsstöðvar, svona til að stytta sér stundir þar sem hann þýtur fram og til baka um túnin hjá sér aleinn í traktornum yfir hábjargræðistímann. Í gær vann hann tvo miða á tónleika í Reykjavík og þar sem hann var ekki á leiðinni í bæinn setti hann þá á nafn bróðurdóttur sinnar og bauð henni. Reyndar sagði hann að þetta væri eitthvað með Benna Hemm Hemm á Nasa, sem ætti að byrja klukkan átta.
Það varð því úr að við hjónaleysin tygjuðum okkur af stað á það sem við héldum að yrði tónleikar með Benna Hemm Hemm sem myndu byrja klukkan átta. Stundvíslega kl. 19:50 mættum við og brá dálítið við að sjá ekki kjaft á svæðinu. Þá var okkur tilkynnt að húsið opnaði klukkan átta, tónleikarnir byrjuðu hálfníu. Við fengum okkur því kaffi og komum aftur hálftíma síðar. Þegar klukkan var farin að ganga tíu birtist síðan maður á sviðinu og bauð okkur velkomin á Sumargleði Kimi Records og kynnti hljómsveitina Reykjavík! á sviðið. Þetta var ekki það sem við komum til að sjá, en við ákváðum að láta það ekki á okkur fá og njóta kvöldstundarinnar.
Hljómsveitin Reykjavík! spilar mjög hevví tónlist. Tvennt þótti mér einkum áhugavert. Annað var að annar gítarleikarinn var sífellt að stilla hljóðfærið, rétt eins og einhver hefði veitt því athygli að gítarinn, sem hljómaði eins og vélsög allan tímann, hefði verið eilítið falskur. Hitt var að söngvarinn kvartaði yfir því að hann heyrði ekki nógu hátt í sér í mónítorunum, sem mér fannst hljóta að vera óþarfi vegna þess að ég heyrði ekki betur en að það eina sem hann hefði til málanna að leggja væri að æpa „grwark“ í sífellu fullum hálsi, að vísu misoft og í mismunandi hrynjandi eftir því hvaða lag var verið að spila. Svo sanngirni sé gætt þá fannst mér reyndar eins og stundum færi að örla á laglínum eftir því sem líða tók á prógrammið hjá þeim og á tíma fannst mér næstum eins og ég væri kominn u. þ. b. tuttugu ár aftur í tímann og væri á tónleikum með þeirri frábæru, en vanmetnu hljómsveit, Bodies. Spilagleði og húmor Reykjavíkur! gerðu það að verkum að hægt var að hafa gaman að þeim, jafnvel þótt á köflum hljómaði tónlistin eins og paródía af því sem hún sennilega átti að fyrirstilla.
Næst stigu Morðingjarnir á stokk. Morðingjarnir spila líka tónlist sem í gamla daga hefði verið kölluð pönk, en heitir eflaust eitthvað annað nú á dögum. Morðingjarnir hljóma dálítið eins og Fræbbblarnir hefðu gert í gamla daga ef þeir hefðu verið pínulítið betri hljóðfæraleikarar – pínulítið, ekki mikið. Kannski urðu þessi hugrenningatengsl aðallega til vegna þess að þeir syngja á íslensku, en kannski líka vegna þess að trommuleikarinn minnti mig óhugnanlega mikið á Stebba í Fræbbblunum. Það var alltaf eins og hann væri við það að gefast upp á þessu, þetta væri allt aðeins og hratt og erfitt fyrir hann, öll breik einhvern veginn stórskemmtilega hálfspastísk og líkamsbeitingin eins og hann væri sárkvalinn að reyna að hrista einhverja hræðilega pöddu af hægri olnboganum á sér. Þegar við bættist að í einu laginu heyrði ég ekki betur en að hann væri hálfum takti á eftir hinum þegar laginu lauk og svo þurfti hann að gera hlé til að laga bassafótinn einu sinni, var líkingin fullkomnuð. Morðingjarnir voru stórskemmtilegir, einkum vegna þess að þeir voru langt frá því að taka sig alvarlega sjálfir og svo lítur bassaleikarinn út eins og ungur John Cleese í rokkaragervi.
Þriðja hljómsveitin hét Borkó. Hljóðfæraskipan Borkós er sérkennileg en þar er leikið á víbrafón, synthersizer og trompet auk hefðbundinna rokkhljóðfæra. Tónlistin er löturhægur sýrugrautur sem var bæði fullhægur, sýrður og grautarkenndur fyrir minn smekk. Raunar hljómuðu flest lögin eins og langdregin intró að tónverki sem aldrei hófst. Skemmtilegasta innlegg Borkós í kvöldstundina var þeirra útgáfa af fyrsta laginu á prógrammi Morðingjanna. Þá heyrði maður að tónsmíðin var óbrjáluð og textinn skondinn („Eiturlyfjafíklar í joggingbuxum með skítugt hár, / það hefur ekki verið þvegið í ár.“), en hvort tveggja hafði farið fram hjá mér þegar ég heyrði lagið í upprunalegri útgáfu. Borkó hljómaði vel á köflum, einkum ljáði trompetið tónlistinni oft tignarlegan blæ, en þegar á heildina er litið var prógramm þeirra allt of langt og langdregið. Hafi þetta átt að vera brandari var hann ekki nógu hnitmiðaður.
Loks, um miðnættið, sté Benni Hemm Hemm á svið. Auðvitað er þar langbesta hljómsveitin af þessum fjórum á ferðinni, um það er einfaldlega engum blöðum að fletta. Benni Hemm Hemm hefur að undanförnu getið sér gott orð fyrir frumlegar og reffilegar lagasmíðar, sem er sérkennilegt í ljósi þess hve hann sjálfur er allur leþargískur fyrir mann að sjá og gufukenndur í framkomu. Lögin eru að vísu hvert öðru lík, flest eins byggð upp: Fyrst raular hann sjálfur og glamrar á kassagítar og svo kemur millikafli leikinn á lúðra. Taktpælingar hans, þessir endalausu samsettu ryþmar, eru oft flottar. En stundum finnst manni eins og þær þjóni litlum öðrum tilgangi en að vera til staðar, þær séu frekar eins og kækur tónskáldsins en að þeim sé beitt markvisst og útpælt. Kannski er hann bara að stríða fólki sem asnast til að reyna að dansa við þessa tónlist, en það er hægara sagt en gert við lag þar sem annar hver taktur í er í þremur fjórðu en hinn í fimm áttundu. Benni Hemm Hemm skar sig líka úr að því leyti að maður heyrði textana. Gallinn er að í tilfelli hans er það alls ekki kostur. Þeir textar hans sem ekki valda aulahrolli („Allt í góðu lagi uppi á fjalli í Afganistan ...“ eða e.þ.h.) valda ógleði („We're whaling in the North Atlantic ...“ endurtekið sautjánhundruð sinnum). Í sjálfu sér hef ég lítið um tónlistina að segja, annað en að kvarta yfir því að hljómsveitin byrjaði of seint og spilaði of stutt, miðað við hinar. Já, og svo ætti hann að ráða textahöfund, það munar ekki mikið um einn í viðbót í níu manna bandi.
Að flestu leyti voru tónleikarnir til fyrirmyndar og Baldri, föðurbróður konunnar minnar til mikils sóma. Ég sá ekki betur en að fólk skemmti sér vel og sjálfur undi ég mér ágætlega þótt ég væri kannski vandræðalega hátt yfir meðalaldrinum í húsinu og ekki í markhópi tónleikahaldaranna. Skemmtiatriðin voru hæfilega hallærisleg og „þýskusýningin“ það fyndnasta sem ég hef heyrt í háa herrans tíð, en ég verð að kvarta yfir hagyrðingakeppninni. Seinniparturinn sem vann var ekki bara dónaskapur sem þarf að vera tólf ára til að finnast fyndinn, heldur var hann líka vitlaust kveðinn.
þriðjudagur, júlí 22, 2008
Minni frumleika, meiri hæfileika
Á síðustu öld gerðu listamenn í stórum stíl uppreisn gegn formi og reglum sem þeim fannst sníða sköpun sinni of þröngan stakk. Skáldin sprengdu utan af sér formið og sögðu hefðbundinni bragfræði stríð á hendur. Myndlistarmenn lögðu pensla og striga til hliðar og unnu með öðrum verkfærum. Jafnvel gat listin verið í því einu fólgin að setja gamlan hlut í nýtt samhengi. Fyrir þetta uppgjör standa allir sæmilega listhneigðir menn í þakkarskuld við þá enn þann dag í dag.
Þeir sem fylgdu í kjölfarið virðast hins vegar upp til hópa algerlega hafa misskilið um hvað uppreisnin snerist, gegn hverju andófið beindist. Uppreisnin var nefnilega ekki gegn forminu sem slíku, heldur gegn list sem þjónaði engum tilgangi öðrum en forminu, list sem var ekki um neitt annað en uppskriftina að sjálfri sér. Þannig er það vandræðalega augljóst að ástæða þess að langflest skáld yrkja formlaus ljóð nú á dögum er ekki að þau hafi sprengt formið utan af sér, heldur að þau gætu ekki fyllt upp í það þótt þau reyndu.
Einu sinni sagði leikstjóri við leikhóp sem ég var í að við ættum alls ekki að hafa gaman af þessu. Það væri ekki tilgangurinn, tilgangurinn væri að áhorfendur hefðu gaman af þessu. Það tókst. Áhorfendur höfðu gaman af sýningunni og viti menn: Það veitti okkur aðstandendum hennar ánægju. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn vegna þess að ég varð vitni að listsköpun ungmenna. Þau spiluðu ekki óhljóð af bandi í sal með flöktandi ljósum eða héngu hreyfingarlaus í neti eins og nú tíðkast aðallega, heldur stilltu þau sér upp á almannafæri og sungu rammfalskt. Gjörningurinn var sennilega í því fólginn hvað þau voru í bjánalegum búningum og með asnalega andlitsmálningu. Eflaust höfðu þau sjálf mjög gaman af þessu. En ef þau hefðu lagt einhverja vinnu í að æfa sönginn hefði ánægja áheyrenda af uppákomunni hugsanlega orðið einhver. Fyrir vikið hefði ánægja þeirra sjálfra af henni kannski rist dýpra.
Þess vegna langar mig að frábiðja mér allan þennan frumleika og óska eftir því að fá að sjá einhverja hæfileika. Það er ólíkt skemmtilegra að heyra gamalt lag leikið vel en að heyra glænýtt glamur. Mér finnst nefnilega mun merkilegra að kunna á hljóðfæri en að geta misþyrmt því á áður óþekktan hátt.
Þeir sem fylgdu í kjölfarið virðast hins vegar upp til hópa algerlega hafa misskilið um hvað uppreisnin snerist, gegn hverju andófið beindist. Uppreisnin var nefnilega ekki gegn forminu sem slíku, heldur gegn list sem þjónaði engum tilgangi öðrum en forminu, list sem var ekki um neitt annað en uppskriftina að sjálfri sér. Þannig er það vandræðalega augljóst að ástæða þess að langflest skáld yrkja formlaus ljóð nú á dögum er ekki að þau hafi sprengt formið utan af sér, heldur að þau gætu ekki fyllt upp í það þótt þau reyndu.
Einu sinni sagði leikstjóri við leikhóp sem ég var í að við ættum alls ekki að hafa gaman af þessu. Það væri ekki tilgangurinn, tilgangurinn væri að áhorfendur hefðu gaman af þessu. Það tókst. Áhorfendur höfðu gaman af sýningunni og viti menn: Það veitti okkur aðstandendum hennar ánægju. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn vegna þess að ég varð vitni að listsköpun ungmenna. Þau spiluðu ekki óhljóð af bandi í sal með flöktandi ljósum eða héngu hreyfingarlaus í neti eins og nú tíðkast aðallega, heldur stilltu þau sér upp á almannafæri og sungu rammfalskt. Gjörningurinn var sennilega í því fólginn hvað þau voru í bjánalegum búningum og með asnalega andlitsmálningu. Eflaust höfðu þau sjálf mjög gaman af þessu. En ef þau hefðu lagt einhverja vinnu í að æfa sönginn hefði ánægja áheyrenda af uppákomunni hugsanlega orðið einhver. Fyrir vikið hefði ánægja þeirra sjálfra af henni kannski rist dýpra.
Þess vegna langar mig að frábiðja mér allan þennan frumleika og óska eftir því að fá að sjá einhverja hæfileika. Það er ólíkt skemmtilegra að heyra gamalt lag leikið vel en að heyra glænýtt glamur. Mér finnst nefnilega mun merkilegra að kunna á hljóðfæri en að geta misþyrmt því á áður óþekktan hátt.
Bakþankar í Fréttablaðinu 20. júlí 2008
fimmtudagur, júlí 10, 2008
Um Paul Ramses, Edmund Burke, Niles Crane og Pontíus Pílatus
Mál Keníamannsins Pauls Ramsesar hefur verið áberandi að undanförnu og með réttu. Ástæðulaust er að fara ítarlega í smáatriðin varðandi afgreiðslu máls hans, nógu mikið hefur verið um þau fjallað á flestum öðrum vettvangi.
En svo stiklað sé á stóru þá mátu íslensk stjórnvöld það þannig að réttur þeirra, sem tryggður er í Dyflinnarsamningnum, til að senda hann úr landi vægi þyngra en réttur nýfædds sonar hans til að njóta umönnunar beggja foreldra sé þess nokkur kostur, sem tryggður er í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Ísland er aðili að. Það ákvæði Dyflinnarsamningsins um að forðast beri í lengstu lög að sundra fjölskyldum var algerlega hundsað af Útlendingastofnun. Stofnunin hefur gengist við því að hafa ekki kynnt sér aðbúnað hælisleitanda á Ítalíu áður en Paul Ramses var sendur þangað, en fyrir liggur að þar eru mannréttindi þverbrotin á hælisleitendum sem þurfa að bíða mánuðum saman, sjaldnast skemur en í eitt ár, eftir að mál þeirra séu tekin fyrir. Á meðan Paul Ramses bíður upp á von og óvon við ómannúðlegar kringumstæður fjærri ástvinum sínum missir hann af frumbernsku sonar síns. Útlendingastofnun hefur ennfremur viðurkennt að hafa ekki haft neina tryggingu fyrir því að ítölsk stjórnvöld myndu ekki senda Paul Ramses beint til Kenía þar sem hann er á dauðalista. Loks játar hún að hafa ekki tekið neitt tillit til sérstakra tengsla Pauls Ramsesar við Ísland og Íslendinga eða þeirrar staðreyndar að fjölskylda hans er stödd hér á landi – með lögmætum hætti. Fullyrðingar sem heyrst hafa um annað eru ósannar.
Heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn Edmund Burke sagði eitt sinn: „The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing.“ (Það eina sem hið illa þarf til að sigra er að gott fólk geri ekkert.) Þetta eru orð að sönnu. Ekki þarf að hlú sérstaklega að illskunni eða greiða götu hennar, hún ryðst fram af eigin rammleik. Það eina sem hún þarf sér til viðgangs er skeytingarleysi. Aðdáendur Fraziers Crane kannast vel við þessa tilvitnun. Bróðir hans, Niles, var afar hrifinn af henni. Hann var með hana innrammaða ofan í skrifborðsskúffunni hjá sér, hafði aldrei komið því í verk að hengja hana upp á vegg.
Tveir íslenskir stjórnmálamenn hafa orðið sér til ævarandi skammar með orðum sínum um mál Pauls Ramsesar. Annar þeirra, Jón Magnússon, sagði að hann sæi ekkert í málinu sem kallaði á að af mannúðarástæðum væri tekið öðruvísi á því en gert var. Maður hlýtur að stórefa að hann hafi kynnt sér svo mikið sem einn stafkrók um málið fyrst hann lætur annað eins rugl út úr sér, eða öðrum kosti að hann leggi einhverja afar brenglaða merkingu í hugtakið mannúð.
Hinn er Sigurjón Þórðarson sem vogar sér að líkja máli eiturlyfjasmyglarans Kios Alexanders Briggs við mál Pauls Ramsesar. Heimskan og mannvonskan er slík að mann setur hljóðan. Hugsaði hann með sér: „Ég fer til helvítis hvort sem er, því verður ekki breytt. Hvað get ég gert til að tryggja að ég verði tekinn fram fyrir í röðinni?“
Illskan og heimskan vaða uppi í íslensku samfélagi og eiga a.m.k tvo fulltrúa á Alþingi. Góðu fréttirnar eru þær að þeir eru í stjórnarandstöðu. Það er skylda allra annarra kjörinna fulltrúa okkar á Alþingi að sjá til þess að þessir siðferðilegu sorphaugar verði það að eilífu. Gott fólk má ekki gera ekki neitt, annars sigrar hið illa.
Það er vandræðalega auðvelt að koma auga á einhvers konar Niles Crane-heilkenni í framferði íslenskra stjórnvalda. Að ramma hið fallega inn án þess að hafa nokkra döngun í sér til að praktísera það sem þar er prédikað.
En svo stiklað sé á stóru þá mátu íslensk stjórnvöld það þannig að réttur þeirra, sem tryggður er í Dyflinnarsamningnum, til að senda hann úr landi vægi þyngra en réttur nýfædds sonar hans til að njóta umönnunar beggja foreldra sé þess nokkur kostur, sem tryggður er í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Ísland er aðili að. Það ákvæði Dyflinnarsamningsins um að forðast beri í lengstu lög að sundra fjölskyldum var algerlega hundsað af Útlendingastofnun. Stofnunin hefur gengist við því að hafa ekki kynnt sér aðbúnað hælisleitanda á Ítalíu áður en Paul Ramses var sendur þangað, en fyrir liggur að þar eru mannréttindi þverbrotin á hælisleitendum sem þurfa að bíða mánuðum saman, sjaldnast skemur en í eitt ár, eftir að mál þeirra séu tekin fyrir. Á meðan Paul Ramses bíður upp á von og óvon við ómannúðlegar kringumstæður fjærri ástvinum sínum missir hann af frumbernsku sonar síns. Útlendingastofnun hefur ennfremur viðurkennt að hafa ekki haft neina tryggingu fyrir því að ítölsk stjórnvöld myndu ekki senda Paul Ramses beint til Kenía þar sem hann er á dauðalista. Loks játar hún að hafa ekki tekið neitt tillit til sérstakra tengsla Pauls Ramsesar við Ísland og Íslendinga eða þeirrar staðreyndar að fjölskylda hans er stödd hér á landi – með lögmætum hætti. Fullyrðingar sem heyrst hafa um annað eru ósannar.
Heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn Edmund Burke sagði eitt sinn: „The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing.“ (Það eina sem hið illa þarf til að sigra er að gott fólk geri ekkert.) Þetta eru orð að sönnu. Ekki þarf að hlú sérstaklega að illskunni eða greiða götu hennar, hún ryðst fram af eigin rammleik. Það eina sem hún þarf sér til viðgangs er skeytingarleysi. Aðdáendur Fraziers Crane kannast vel við þessa tilvitnun. Bróðir hans, Niles, var afar hrifinn af henni. Hann var með hana innrammaða ofan í skrifborðsskúffunni hjá sér, hafði aldrei komið því í verk að hengja hana upp á vegg.
Tveir íslenskir stjórnmálamenn hafa orðið sér til ævarandi skammar með orðum sínum um mál Pauls Ramsesar. Annar þeirra, Jón Magnússon, sagði að hann sæi ekkert í málinu sem kallaði á að af mannúðarástæðum væri tekið öðruvísi á því en gert var. Maður hlýtur að stórefa að hann hafi kynnt sér svo mikið sem einn stafkrók um málið fyrst hann lætur annað eins rugl út úr sér, eða öðrum kosti að hann leggi einhverja afar brenglaða merkingu í hugtakið mannúð.
Hinn er Sigurjón Þórðarson sem vogar sér að líkja máli eiturlyfjasmyglarans Kios Alexanders Briggs við mál Pauls Ramsesar. Heimskan og mannvonskan er slík að mann setur hljóðan. Hugsaði hann með sér: „Ég fer til helvítis hvort sem er, því verður ekki breytt. Hvað get ég gert til að tryggja að ég verði tekinn fram fyrir í röðinni?“
Illskan og heimskan vaða uppi í íslensku samfélagi og eiga a.m.k tvo fulltrúa á Alþingi. Góðu fréttirnar eru þær að þeir eru í stjórnarandstöðu. Það er skylda allra annarra kjörinna fulltrúa okkar á Alþingi að sjá til þess að þessir siðferðilegu sorphaugar verði það að eilífu. Gott fólk má ekki gera ekki neitt, annars sigrar hið illa.
Það er vandræðalega auðvelt að koma auga á einhvers konar Niles Crane-heilkenni í framferði íslenskra stjórnvalda. Að ramma hið fallega inn án þess að hafa nokkra döngun í sér til að praktísera það sem þar er prédikað.
Í vetur var nefnilega mikið fjasað um hugtakið „kristilegt siðgæði“ á þingi og í þjóðfélaginu í tilefni nýrra grunnskólalaga. Sitt sýndist hverjum. Ég hef í sjálfu sér enga skoðun á niðurstöðunni. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að orðasambandið „kristilegt siðgæði“ í lögum sé ekki skíts virði þegar ljóst er að þeir sem um lögin fjalla hafa greinilega enga glóru um hvað í hugtakinu felst. Kristið siðgæði er nefnilega ekki í því fógið að „nugga sér utan í Krist“ heldur því að ganga fram í kærleika. Þegar Kristur er spurður hvað beri að gera til að öðlast eilíft líf stillir hann eilífa lífinu ekki upp sem verðlaunum og svarar: „Allt þetta skal ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ Nei, hann svarar með dæmisögunni af miskunnsama Samverjanum. Það er ekki kristilegt siðgæði að traðka á þeim sem minna mega sín á leið sinni í sparifötunum til kirkju svo aðrir sjái hvað maður er trúaður. Það er siðgæði faríseanna. Það er ekki kristilegt siðgæði að þvo hendur sínar af vandræðamálum, jafnvel þótt maður sé með Dyflinnarsamning upp á vasann sem heimilar manni það. Það er siðgæði Pontíusar Pílatusar. „Það sem þið gerið einum minna minnstu bræðra gerið þið mér,“ (Mt. 25:40) er kristilegt siðgæði.
Mikið skelfingar ósköp væri nú gott að heyra minna mas um kristilegt siðgæði og sjá einhverja framgöngu í kristilegu siðgæði í staðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Mikið skelfingar ósköp væri nú gott að heyra minna mas um kristilegt siðgæði og sjá einhverja framgöngu í kristilegu siðgæði í staðinn.
Guð blessi ykkur öll.
þriðjudagur, júlí 08, 2008
Álvitar
Íslendingar skipa sér ekki í flokka eða fylkingar eftir afstöðu sinni til einstakra mála, eins og tíðkast hjá siðuðum þjóðum, heldur skipa þeir sér í skotgrafir í eitt skipti fyrir öll og taka þaðan afstöðu til alls mögulegs og ómögulegs. Og vei þeim sem er með manni í skotgröf en rýfur samstöðuna með því að hafa sjálfstæða skoðun á einhverju. Nú verða menn til dæmis annað hvort að vera með áli og á móti túristum eða öfugt. Þriðji kosturinn er ekki í boði. Að vera á móti báðu kemur ekki til greina og að vera hlynntur skynsamlegri blöndu af hvoru tvegga er aðeins til þess fallið að hlegið sé að manni.
Um daginn var frétt í sjónvarpi þar sem tekjur af áli voru bornar saman við tekjur af túristum og var sá samanburður túristunum vægast sagt í óhag. Gott ef ekki þurfti einn og hálfan túrista til að dekka eitt tonn af áli. Síðan var því bætt við, rétt eins og um væri að ræða stærðfræði sem ekki væri á valdi sex ára barna, að samkvæmt útreikningum fréttastofunnar þyrfti fjöldi túrista að margfaldast til að halda í horfinu ef tekjur okkar af áli margfölduðust. Fréttin var að á áli væri miklu meira að græða en túrisma.
Af einhverjum ástæðum var álið ekki borið saman við sjávarafurðir, svona til að benda á að sjómenn ættu nú bara að leggja döllunum, loka loðnubræðslunni og skella sér í álbræðsluna. Ekki var heldur minnst á það hve margar lopapeysur þyrfti að selja útlendingum til að vega upp á móti álinu, til að íslenskar prjónakerlingar sæju nú villu síns vegar, legðu prjónana á hilluna og sæktu um hjá Alcoa. Nei, túrisminn einn var algjör óþarfi í efnahagslífinu.
Í lok fréttarinnar var reyndar tekið fram að ekki væri miðað við eyðslu túrista hér á Íslandi. Það var m. o. ö. miðað við að hver einasti túristi kæmi með allan sinn mat með sér, færi allra sinna ferða fótgangandi og svæfi á víðavangi allar nætur. Hins vegar var ekki tekið fram hvort hvort álgróðinn sem rennur í vasa erlendra auðhringa væri inni í tölum fréttastofunnar eða hvort þær tækju aðeins til tekna þjóðarinnar af áli.
Ekki kom fram hvað átti að vera fréttnæmt við þetta. Það sem vakti athygli mína var hins vegar að Íslendingum skyldi vera boðið upp á þvætting sem þennan undir yfirvarpi fréttamennsku.
Um daginn var frétt í sjónvarpi þar sem tekjur af áli voru bornar saman við tekjur af túristum og var sá samanburður túristunum vægast sagt í óhag. Gott ef ekki þurfti einn og hálfan túrista til að dekka eitt tonn af áli. Síðan var því bætt við, rétt eins og um væri að ræða stærðfræði sem ekki væri á valdi sex ára barna, að samkvæmt útreikningum fréttastofunnar þyrfti fjöldi túrista að margfaldast til að halda í horfinu ef tekjur okkar af áli margfölduðust. Fréttin var að á áli væri miklu meira að græða en túrisma.
Af einhverjum ástæðum var álið ekki borið saman við sjávarafurðir, svona til að benda á að sjómenn ættu nú bara að leggja döllunum, loka loðnubræðslunni og skella sér í álbræðsluna. Ekki var heldur minnst á það hve margar lopapeysur þyrfti að selja útlendingum til að vega upp á móti álinu, til að íslenskar prjónakerlingar sæju nú villu síns vegar, legðu prjónana á hilluna og sæktu um hjá Alcoa. Nei, túrisminn einn var algjör óþarfi í efnahagslífinu.
Í lok fréttarinnar var reyndar tekið fram að ekki væri miðað við eyðslu túrista hér á Íslandi. Það var m. o. ö. miðað við að hver einasti túristi kæmi með allan sinn mat með sér, færi allra sinna ferða fótgangandi og svæfi á víðavangi allar nætur. Hins vegar var ekki tekið fram hvort hvort álgróðinn sem rennur í vasa erlendra auðhringa væri inni í tölum fréttastofunnar eða hvort þær tækju aðeins til tekna þjóðarinnar af áli.
Ekki kom fram hvað átti að vera fréttnæmt við þetta. Það sem vakti athygli mína var hins vegar að Íslendingum skyldi vera boðið upp á þvætting sem þennan undir yfirvarpi fréttamennsku.
Bakþankar í Fréttablaðinu 6. júlí 2008
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Einum af tveimur ...
... fréttamönnum á Ísafirði og einum af þremur á Egilsstöðum sagt upp á RÚV.
Svona hljómar fyrirsögn í Tuttuguogfjórum stundum í dag. Hér bráðvantar málfarsaðstoð. Væri ekki hægt að láta krakkana í unglingavinnunni fara yfir babl mállausra blaðamanna áður en það fer í prentun?
Svona hljómar fyrirsögn í Tuttuguogfjórum stundum í dag. Hér bráðvantar málfarsaðstoð. Væri ekki hægt að láta krakkana í unglingavinnunni fara yfir babl mállausra blaðamanna áður en það fer í prentun?
miðvikudagur, júní 25, 2008
Niður með lýðræðið
Lýðræði er rugl. Það er dýrt í rekstri, seinvirkt og skilar sjaldnast gáfulegri niðurstöðu en þeirri sem hvort sem er hefði verið komist að með öðrum aðferðum. Það gengur yfirleitt út á að láta hóp fólks, sem annars gæti orðið að gagni, fjasa og þusa klukkustundum saman til að ákveða það sem allan tímann var augljóst að væri það eina sem kæmi til greina og einn maður með vit í kollinum hefði getað afgreitt á hálfri mínútu og notað restina af tímanum í eitthvað skynsamlegra.
Alþingi Íslendinga er eitt skýrasta dæmið um þá tíma- og mannauðssóun sem í lýðræði felst. Þar eyða tugir hæfileikaríkra og dugandi Íslendinga ævinni í eitthvað sem einn kontóristi með stimpil gæti annast í hlutastarfi; að samþykkja lög frá ríkisstjórn. Að vísu kæmist hann ekki upp með að ákveða sjálfur kjör sín, en það er líka eini munurinn. Þarna eru listamenn, fræðimenn, viðskiptamenn og aflaskipstjórar, sem gætu verið að auðga menningar-, lista- og atvinnulíf þjóðarinnar og draga björg í þjóðarbúið, að vinna þjóðinni minna gagn með kjaftæði og vaðli en þeir myndu gera þegjandi með skóflu úti í skurði. Þeir eru hins vegar á miklu hærra kaupi, sem þeir eiga grunsamlega auðvelt með að koma sér saman um að sé eðlilegt, einkum miðað við hvernig samkomulagið er að öðru leyti.
Satt að segja skilar lýðræðið oftast lökustu hugsanlegu niðurstöðunni. Miðjumoð og málamiðlanir eru megineinkenni þess. Þegar annar segir A og hinn B verður málamiðlunin eitthvað afskræmi mitt á milli A og B, sem er hvorugt og því aðeins eitthvað merkingarlaust og ónothæft pár. Enda er þannig komið fyrir lýðræðinu hér á landi að fulltrúar okkar verja starfsævinni í að þrátta sín á milli um það nákvæmlega hvar á miðakrein hins gullna meðalvegar sé best að halda sig og láta það líta út eins og himinn og haf skilji að heimsmynd þeirra, lífssýn og hugsjónir.
Þess vegna er þessi gagnrýnislausa lotning fyrir lýðræðinu, sem okkur er innrætt frá blautu barnsbeini, gjörsamlega ofvaxin skilningi mínum. Orðið „lýðræðislegt“ er oftast notað sem samheiti fyrir „gott og heiðarlegt“, jafnvel þótt sagan sýni að leikreglur lýðræðisins séu síður en svo neins konar endanleg trygging alþýðunnar gegn óhæfum leiðtogum.
Bakþankar í Fréttablaðinu 22. júní 2008
Alþingi Íslendinga er eitt skýrasta dæmið um þá tíma- og mannauðssóun sem í lýðræði felst. Þar eyða tugir hæfileikaríkra og dugandi Íslendinga ævinni í eitthvað sem einn kontóristi með stimpil gæti annast í hlutastarfi; að samþykkja lög frá ríkisstjórn. Að vísu kæmist hann ekki upp með að ákveða sjálfur kjör sín, en það er líka eini munurinn. Þarna eru listamenn, fræðimenn, viðskiptamenn og aflaskipstjórar, sem gætu verið að auðga menningar-, lista- og atvinnulíf þjóðarinnar og draga björg í þjóðarbúið, að vinna þjóðinni minna gagn með kjaftæði og vaðli en þeir myndu gera þegjandi með skóflu úti í skurði. Þeir eru hins vegar á miklu hærra kaupi, sem þeir eiga grunsamlega auðvelt með að koma sér saman um að sé eðlilegt, einkum miðað við hvernig samkomulagið er að öðru leyti.
Satt að segja skilar lýðræðið oftast lökustu hugsanlegu niðurstöðunni. Miðjumoð og málamiðlanir eru megineinkenni þess. Þegar annar segir A og hinn B verður málamiðlunin eitthvað afskræmi mitt á milli A og B, sem er hvorugt og því aðeins eitthvað merkingarlaust og ónothæft pár. Enda er þannig komið fyrir lýðræðinu hér á landi að fulltrúar okkar verja starfsævinni í að þrátta sín á milli um það nákvæmlega hvar á miðakrein hins gullna meðalvegar sé best að halda sig og láta það líta út eins og himinn og haf skilji að heimsmynd þeirra, lífssýn og hugsjónir.
Þess vegna er þessi gagnrýnislausa lotning fyrir lýðræðinu, sem okkur er innrætt frá blautu barnsbeini, gjörsamlega ofvaxin skilningi mínum. Orðið „lýðræðislegt“ er oftast notað sem samheiti fyrir „gott og heiðarlegt“, jafnvel þótt sagan sýni að leikreglur lýðræðisins séu síður en svo neins konar endanleg trygging alþýðunnar gegn óhæfum leiðtogum.
Bakþankar í Fréttablaðinu 22. júní 2008
laugardagur, maí 31, 2008
Krafin svars
Í vetur spjallaði ég við leikskólakennara sem tjáði mér að hún ætti stundum í stökustu vandræðum með að svara spurningum barnanna þegar eilífðarmálin bæri á góma. Henni fannst hún ekki hafa neinn rétt til að segja börnunum frá afstöðu sinni í þeim efnum, í því fælist trúarleg innræting sem hún mætti alls ekki gerast sek um. Sjálf missti hún móður sína þegar hún var barn. Þegar börnin spyrja hana hvar móðir hennar sé nú finnst henni hún ekki geta svarað þeim samkvæmt sannfæringu sinni að hún sé engill á himnum og bíði hennar þar.
Þegar við erum spurð svörum við, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Það er svarað með þögninni og því að fara undan í flæmingi. Það eru kannski verstu svörin sem börnin geta fengið. Í því felast þau skilaboð að spurningin hafi verið óviðurkvæmileg, börnin hafi gert eitthvað af sér án þess að þau hafi neinar forsendur til að vita hvað. Er betra að innræta þeim það?
Börn búa nefnilega yfir þrákelkni í ríkum mæli. Þau finna svör við spurningunum sem leita á þau. Ef þau fá ekki svörin hjá foreldrum sínum eða kennurum leita þau þeirra annars staðar, hjá jafnöldrum eða fólki sem hikar ekki við að deila skoðunum sínum með hverjum sem er. Oft vegna þess að í huga þess eru skoðanir þess ekki skoðanir heldur staðreyndir. Ég held að börn hafi gott af því að vita að það eru ekki allir á einu máli um þetta, að þau sjái að þótt pabba og mömmu finnist eitt, kennaranum annað og foreldrum félaganna jafnvel enn annað, þá komi öllu þessu fólki vel saman og sýni hvert örðu virðingu.
Börn eru einlæg og heiðarleg. Þau eiga heimtingu á að vera svarað jafnheiðarlega og af sömu einlægni, óháð því hverjar hugmyndir okkar um framhaldslíf eða skort á því eru. Hvort sem við trúum því að látnir ástvinir okkar bíði okkar í einhvers konar handantilveru, þeir séu endurfæddir í nýjum líkama eða jafndauðir og síld í tunnu og horfnir að eilífu, þá ættum við að vera óhrædd að ræða þá trú okkar, við börn vitaskuld af þeirri nærgætni sem sýna ber þeim.
Hins vegar er líka nauðsynlegt að bæta við: „En þetta er bara það sem ég trúi. Um þetta verður ekkert vitað með vissu. Þú verður sjálf(ur) að ákveða hverju þú vilt trúa – og hvers vegna.“
Þegar við erum spurð svörum við, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Það er svarað með þögninni og því að fara undan í flæmingi. Það eru kannski verstu svörin sem börnin geta fengið. Í því felast þau skilaboð að spurningin hafi verið óviðurkvæmileg, börnin hafi gert eitthvað af sér án þess að þau hafi neinar forsendur til að vita hvað. Er betra að innræta þeim það?
Börn búa nefnilega yfir þrákelkni í ríkum mæli. Þau finna svör við spurningunum sem leita á þau. Ef þau fá ekki svörin hjá foreldrum sínum eða kennurum leita þau þeirra annars staðar, hjá jafnöldrum eða fólki sem hikar ekki við að deila skoðunum sínum með hverjum sem er. Oft vegna þess að í huga þess eru skoðanir þess ekki skoðanir heldur staðreyndir. Ég held að börn hafi gott af því að vita að það eru ekki allir á einu máli um þetta, að þau sjái að þótt pabba og mömmu finnist eitt, kennaranum annað og foreldrum félaganna jafnvel enn annað, þá komi öllu þessu fólki vel saman og sýni hvert örðu virðingu.
Börn eru einlæg og heiðarleg. Þau eiga heimtingu á að vera svarað jafnheiðarlega og af sömu einlægni, óháð því hverjar hugmyndir okkar um framhaldslíf eða skort á því eru. Hvort sem við trúum því að látnir ástvinir okkar bíði okkar í einhvers konar handantilveru, þeir séu endurfæddir í nýjum líkama eða jafndauðir og síld í tunnu og horfnir að eilífu, þá ættum við að vera óhrædd að ræða þá trú okkar, við börn vitaskuld af þeirri nærgætni sem sýna ber þeim.
Hins vegar er líka nauðsynlegt að bæta við: „En þetta er bara það sem ég trúi. Um þetta verður ekkert vitað með vissu. Þú verður sjálf(ur) að ákveða hverju þú vilt trúa – og hvers vegna.“
Bakþankar í Fréttablaðinu 30. maí 2008
þriðjudagur, maí 27, 2008
Skömm Skagans
Ég er alinn upp við að þar sem sé hjartarúm sé húsrúm. Að okkur beri að hjálpa hvert öðru. Að enginn sé svo aumur að hann geti ekki hjálpað þeim sem eru enn aumari og að öllum beri að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að aðeins betri stað fyrir alla menn. Hvers vegna ég er alinn upp við þessi gildi veit ég ekki. Mig rekur nefnilega ekki minni til þess að hafa hlotið sérlega kristilegt uppeldi, alltjent ekki með miklu guðsorðahjali eða kirkjurækni. Sennilega var bara alin upp í mér virðing við mannúð og náungakærleik. Margir aðhyllast þessi sjónarmið í verki án þess að kalla sig kristna menn.
Aðrir aðhyllast þessi sjónarmið í orði og segjast ekki myndu vera í vafa um það hvernig þeir ættu að bregðast við ef svo ólíklega myndi vilja til að þeir stæðu nú einhvern tímann frammi fyrir siðferðilegu álitamáli. Það hvarflar hins vegar ekki að þeim að þessi sjónarmið geti átt við í dagsins önn, að daglegar ákvarðanir þeirra og framferði sýni afstöðu þeirra í siðferðilegum efnum. Þeim dettur ekki í hug að mannúð og náungakærleikur geti komið pólitík eða hagfræði við, ekki frekar en að hugtök eins „ást“ og „fegurð“ séu nothæfur mælikvarði í akademískum raunvísindum. Við praktískar ákvarðanir hljóti auðvitað einu viðmiðin að vera hagnaður og arðsemi. Andlega talið sé gott og blessað svo langt sem það nær, en auðvitað eigi það aðeins við um innra líf manneskjunnar.
Þeir eru allir af vilja gerðir að reynast náunganum vel, nema náttúrlega ef það kostar þá eitthvað eða ómakar á nokkurn hátt. Þeir nota skort á húsrúmi sem afsökun fyrir skorti á hjartarúmi. Þannig hýsa þeir til dæmis ekki flóttamenn, af því að sumir hafa það ekki sem best í plássinu þeirra, rétt eins og staða þeirra sé sambærileg við aðstæður landflótta palestínskra ekkna. Þannig efast ég ekki um að margir þeirra Skagamanna sem skrifað hafa nafn sitt á lista til að mótmæla komu erlends flóttafólks í bæinn telji sig til kristinna manna. Orð Krists, „það sem þér gerið einum mínum minnstu bræðra gerið þér mér“, hafi í huga þeirra enga skírskotun til úrlausnarefna líðandi stundar heldur séu bara fallegt orðagjálfur til skrauts á sunnudögum.
Til er gott, rammíslenkst orð yfir þannig fólk. „Hræsnarar“.
Bakþankar í Fréttablaðinu 25. maí 2008
Aðrir aðhyllast þessi sjónarmið í orði og segjast ekki myndu vera í vafa um það hvernig þeir ættu að bregðast við ef svo ólíklega myndi vilja til að þeir stæðu nú einhvern tímann frammi fyrir siðferðilegu álitamáli. Það hvarflar hins vegar ekki að þeim að þessi sjónarmið geti átt við í dagsins önn, að daglegar ákvarðanir þeirra og framferði sýni afstöðu þeirra í siðferðilegum efnum. Þeim dettur ekki í hug að mannúð og náungakærleikur geti komið pólitík eða hagfræði við, ekki frekar en að hugtök eins „ást“ og „fegurð“ séu nothæfur mælikvarði í akademískum raunvísindum. Við praktískar ákvarðanir hljóti auðvitað einu viðmiðin að vera hagnaður og arðsemi. Andlega talið sé gott og blessað svo langt sem það nær, en auðvitað eigi það aðeins við um innra líf manneskjunnar.
Þeir eru allir af vilja gerðir að reynast náunganum vel, nema náttúrlega ef það kostar þá eitthvað eða ómakar á nokkurn hátt. Þeir nota skort á húsrúmi sem afsökun fyrir skorti á hjartarúmi. Þannig hýsa þeir til dæmis ekki flóttamenn, af því að sumir hafa það ekki sem best í plássinu þeirra, rétt eins og staða þeirra sé sambærileg við aðstæður landflótta palestínskra ekkna. Þannig efast ég ekki um að margir þeirra Skagamanna sem skrifað hafa nafn sitt á lista til að mótmæla komu erlends flóttafólks í bæinn telji sig til kristinna manna. Orð Krists, „það sem þér gerið einum mínum minnstu bræðra gerið þér mér“, hafi í huga þeirra enga skírskotun til úrlausnarefna líðandi stundar heldur séu bara fallegt orðagjálfur til skrauts á sunnudögum.
Til er gott, rammíslenkst orð yfir þannig fólk. „Hræsnarar“.
Bakþankar í Fréttablaðinu 25. maí 2008
þriðjudagur, maí 20, 2008
Prédikun
Fyrr í vetur kom Sr. Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju, að máli við mig og bað mig að prédika hjá sér í kirkjunni við tækifæri. Ég þakkaði boðið, en ýtti því á undan mér vegna anna.
Nú þegar ég var búinn í prófum og farið var að hægjast um hjá mér hafði ég enga afsökun lengur og sl. sunnudag steig ég því í prédikunarstólinn í Laugarneskirkju. Fyrir þá sem hafa áhuga er prédikunin mín nú komin á vefinn. Hana má finna hér.
laugardagur, maí 03, 2008
Dans um stræti og torg
(Ivy Jo Hunter/William Stevenson/Marvin Gaye – ísl. þýð.: Davíð Þór Jónsson)
Hrópum allan heiminn á:
„Viltu heyra alveg nýjan brag?“
Um stræti'og götur glymur þá
tær gleði nótt og dag.
Látum borgarbúa
bæði'og dreifara
bökum saman snúa.
Ljúfir ómar líða mjög víða,
um laut og dal og fjörð.
Nú skal þeyta skífur, skaka bífur,
skrall um alla jörð. Ó!
Í spjarir þeirra spáð ei er
sem í sprellið skila sér.
Og því skal halur hver hrífa sprund
um heimsins alla koppagrund.
Enda dunar
dans um stræti'og torg.
Og í hófið kalla skal heimsbyggð alla
svo hljómi borg úr borg.
Látum hamingjuna fossa, funa
og flæða'um stræti'og torg.
Austur á Egilsstöðum,
á Ólafsvík og á Hlöðum,
í Keflavík og Kópavogi
kyndill stuðsins logi,
á Bíldu- og Búðardal
brjála lýðinn skal.
Ljúfir ómar líða mjög víða,
um laut og dal og fjörð.
Nú skal þeyta skífur, skaka bífur,
skrall um alla jörð. Ó!
Í spjarir þeirra spáð ei er
sem í sprellið skila sér.
Og því skal halur hver hrífa sprund
um heimsins alla koppagrund.
Enda dunar
dans um stræti'og torg.
Hrópum allan heiminn á:
„Viltu heyra alveg nýjan brag?“
Um stræti'og götur glymur þá
tær gleði nótt og dag.
Látum borgarbúa
bæði'og dreifara
bökum saman snúa.
Ljúfir ómar líða mjög víða,
um laut og dal og fjörð.
Nú skal þeyta skífur, skaka bífur,
skrall um alla jörð. Ó!
Í spjarir þeirra spáð ei er
sem í sprellið skila sér.
Og því skal halur hver hrífa sprund
um heimsins alla koppagrund.
Enda dunar
dans um stræti'og torg.
Og í hófið kalla skal heimsbyggð alla
svo hljómi borg úr borg.
Látum hamingjuna fossa, funa
og flæða'um stræti'og torg.
Austur á Egilsstöðum,
á Ólafsvík og á Hlöðum,
í Keflavík og Kópavogi
kyndill stuðsins logi,
á Bíldu- og Búðardal
brjála lýðinn skal.
Ljúfir ómar líða mjög víða,
um laut og dal og fjörð.
Nú skal þeyta skífur, skaka bífur,
skrall um alla jörð. Ó!
Í spjarir þeirra spáð ei er
sem í sprellið skila sér.
Og því skal halur hver hrífa sprund
um heimsins alla koppagrund.
Enda dunar
dans um stræti'og torg.
þriðjudagur, apríl 29, 2008
Alþjóðaólög
Þegar allt kemur til alls erum við Íslendingar býsna heppnir. Við búum við tiltölulega siðlegt lýðræði. Þrátt fyrir að öðru hverju verði vart vægrar spillingar í stjórnkerfinu þurfum við ekki að hafa áhyggjur af mjög víðtækri valdníðslu eða handahófskenndri frelsisviptingu borgaranna. Við njótum þrátt fyrir allt nokkuð áreiðanlegs réttaröryggis. Svona er þetta ekki alls staðar. Sorglega víða á lýðræðið í vök að verjast og ráðamenn svífast einskis í valdabrölti sínu.
Alþjóðleg samvinna eykst sífellt og alþjóðalög og reglugerðir verða stöðugt umfangsmeiri. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum sem varða hryðjuverk. Með því er stefnt að því að uppfylla skilyrði til að unnt sé að fullgilda Evrópuráðssamning um varnir gegn hryðjuverkum. Þar segir m. a. að fyrir hryðjuverk „skuli refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að ... þvinga með ólögmætum hætti íslensk ... stjórnvöld ... til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert ...“ fremur ákveðin brot. Lagamál er mikið torf og ég hef tekið út aukasetningar til að draga fram þennan kjarna málsins. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa látið í ljós efasemdir um að orðalag þessa Evrópuráðssamnings standist alþjóðlegar mannréttindakröfur og tryggi rétt fólks til lögmætrar andstöðu við stjórnvöld sem er varin af alþjóðlega viðurkenndum mannréttindareglum. Nýlegir atburðir hérlendis sýna hve brýnt það er að ráða bót á þessu, en lög hafa einmitt verið brotin í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að „gera eitthvað“ (að lækka álögur á eldsneyti) eða „láta eitthvað ógert“ (að virkja fljót).
Við Íslendingar erum heppnir. Við þurfum sennilega ekki að hafa áhyggjur af því að stjórnvöld misbeiti þessum lagabókstaf, skilgreini vörubílstjóra og umhverfisverndarsinna sem hryðjuverkamenn og hafi þá á bak við lás og slá eins lengi og þeim sýnist án dóms og laga, án þess að birta þeim kæru eða gefa þeim kost á málsvörn, eins og sums staðar væri gert. En hvað með rússnesk, georgísk, aserbaídsjönsk eða moldavísk stjórnvöld, svo ég nefni fjögur aðildarríki Evrópuráðsins þar sem lýðræðishefðin er veik, en hefðin fyrir valdníðslu og pólitískri spillingu þeim mun sterkari?
Alþjóðleg samvinna eykst sífellt og alþjóðalög og reglugerðir verða stöðugt umfangsmeiri. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum sem varða hryðjuverk. Með því er stefnt að því að uppfylla skilyrði til að unnt sé að fullgilda Evrópuráðssamning um varnir gegn hryðjuverkum. Þar segir m. a. að fyrir hryðjuverk „skuli refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að ... þvinga með ólögmætum hætti íslensk ... stjórnvöld ... til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert ...“ fremur ákveðin brot. Lagamál er mikið torf og ég hef tekið út aukasetningar til að draga fram þennan kjarna málsins. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa látið í ljós efasemdir um að orðalag þessa Evrópuráðssamnings standist alþjóðlegar mannréttindakröfur og tryggi rétt fólks til lögmætrar andstöðu við stjórnvöld sem er varin af alþjóðlega viðurkenndum mannréttindareglum. Nýlegir atburðir hérlendis sýna hve brýnt það er að ráða bót á þessu, en lög hafa einmitt verið brotin í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að „gera eitthvað“ (að lækka álögur á eldsneyti) eða „láta eitthvað ógert“ (að virkja fljót).
Við Íslendingar erum heppnir. Við þurfum sennilega ekki að hafa áhyggjur af því að stjórnvöld misbeiti þessum lagabókstaf, skilgreini vörubílstjóra og umhverfisverndarsinna sem hryðjuverkamenn og hafi þá á bak við lás og slá eins lengi og þeim sýnist án dóms og laga, án þess að birta þeim kæru eða gefa þeim kost á málsvörn, eins og sums staðar væri gert. En hvað með rússnesk, georgísk, aserbaídsjönsk eða moldavísk stjórnvöld, svo ég nefni fjögur aðildarríki Evrópuráðsins þar sem lýðræðishefðin er veik, en hefðin fyrir valdníðslu og pólitískri spillingu þeim mun sterkari?
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Níðst á Irni?
„Verða þættir þeirra með óbreyttu sniði frá því sem verið hefur og hvíla á herðum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar og Örns Árnasonar.“
Fréttablaðið, 22. apríl 2008, bls. 30.
Fréttablaðið, 22. apríl 2008, bls. 30.
mánudagur, apríl 21, 2008
Í svefnrofunum
Mér finnst ég oft á einhverju skemmtilega undarlegu vitundarsviði þegar ég er á milli svefns og vöku. Þessi hugmynd að glæpasögu eða spennumynd kom til mín í svefnrofunum í morgun:
HÚÐFLÚRRÆNINGINN
Hann rændi konum og skildi þær eftir á víðavangi. En áður hafði hann húðflúrað þær svo að þær féllu saman við umhverfið. Þannig að enginn sá þær framar.
(Ykkur er frjálst að nota hana, ekki mun ég gera neitt úr henni.)
HÚÐFLÚRRÆNINGINN
Hann rændi konum og skildi þær eftir á víðavangi. En áður hafði hann húðflúrað þær svo að þær féllu saman við umhverfið. Þannig að enginn sá þær framar.
(Ykkur er frjálst að nota hana, ekki mun ég gera neitt úr henni.)
þriðjudagur, apríl 15, 2008
2020
Árið er 2020. Ég átti erindi austur á land og er á leiðinni heim til höfuðborgarinnar með flugi. Ég geng frá borði í Vatnsmýrinni um rana beint inn í nýlega, glæsilega flugstöð sem af einhverjum ástæðum gengur ekki undir nafninu flugstöð heldur „samgöngumiðstöð“. Það er vegna þess að héðan er hægt að taka strætó og leigubíl, rétt eins og það gildi ekki um flugstöðvar almennt.
Það er vissulega lúxus að hafa flugstöð svona nálægt gamla miðbænum. Hún er í göngufjarlægð frá honum – ef gengið er þvert yfir flugbrautina. Vegna staðsetningar stöðvarinnar austan fluvallarins tekur fólk hins vegar undantekningarlaust leigubíl niður í gamla miðbæinn. Mun fleiri eiga þó auðvitað erindi í nýju miðborgina í Smáranum. Þannig að í raun er flugstöðin ekki í göngufjarlægð frá neinu nema Hótel Loftleiðum. Flugvöllurinn er reyndar í útjaðri byggðarinnar, þungamiðja hennar er í Mjóddinni.
Á Reykjavíkurflugvelli er fólk á fleygiferð, enda er hann stór vinnustaður. Hér er flugþjónusta fyrir alls konar hópa ferðafólks og kaupsýslumanna, flugskólar og einkaþotuskýli. Fyrir rúmum áratug þótti nefnilega ljóst að hvergi á láglendi á suðvesturhorni landsins væri hægt að æfa snertilendingar nema einmitt í hjarta miðborgarinnar.
Ég sest upp í bílinn minn og keyri heim til mín, upp á Kjalarnes eða í Úlfarsárdal eða Kjós, sem er eini staðurinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt var að koma fyrir nýrri byggð. Ferðin tekur óratíma, enda umferðin þung og aðeins um tvær samgönguæðar að ræða milli vesturhluta borgarinnar og austurhluta hennar. Lega flugvallarins kemur í veg fyrir fleiri. Umferðin er líka þung vegna þess að dreifing byggðarinnar upp á heiðarnar umhverfis borgarlandið lengir allar vegalendir borgarbúa á milli heimilis, vinnu og annarrar þjónustu. Flugvallarsvæðið hefði getað orðið heimili 15000 Reykvíkinga.
Af hverju er þetta svona? Jú, skipulag borgarinnar tók ekki mið af þörfum borgarbúa heldur þægindum flugkennara og kröfum þeirra 20% landsmanna sem eru háðir flugsamgöngum með ferðir til höfuðborgarinnar. Á sama tíma og annars staðar í álfunni var unnið að því að minnka ægivald einkabílsins í miðborgunum var ákveðið að í miðborg Reykjavíkur skyldi fólkið víkja fyrir einkaþotunni.
Bakþankar í Fréttablaðinu 13. 4. 2008
Það er vissulega lúxus að hafa flugstöð svona nálægt gamla miðbænum. Hún er í göngufjarlægð frá honum – ef gengið er þvert yfir flugbrautina. Vegna staðsetningar stöðvarinnar austan fluvallarins tekur fólk hins vegar undantekningarlaust leigubíl niður í gamla miðbæinn. Mun fleiri eiga þó auðvitað erindi í nýju miðborgina í Smáranum. Þannig að í raun er flugstöðin ekki í göngufjarlægð frá neinu nema Hótel Loftleiðum. Flugvöllurinn er reyndar í útjaðri byggðarinnar, þungamiðja hennar er í Mjóddinni.
Á Reykjavíkurflugvelli er fólk á fleygiferð, enda er hann stór vinnustaður. Hér er flugþjónusta fyrir alls konar hópa ferðafólks og kaupsýslumanna, flugskólar og einkaþotuskýli. Fyrir rúmum áratug þótti nefnilega ljóst að hvergi á láglendi á suðvesturhorni landsins væri hægt að æfa snertilendingar nema einmitt í hjarta miðborgarinnar.
Ég sest upp í bílinn minn og keyri heim til mín, upp á Kjalarnes eða í Úlfarsárdal eða Kjós, sem er eini staðurinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt var að koma fyrir nýrri byggð. Ferðin tekur óratíma, enda umferðin þung og aðeins um tvær samgönguæðar að ræða milli vesturhluta borgarinnar og austurhluta hennar. Lega flugvallarins kemur í veg fyrir fleiri. Umferðin er líka þung vegna þess að dreifing byggðarinnar upp á heiðarnar umhverfis borgarlandið lengir allar vegalendir borgarbúa á milli heimilis, vinnu og annarrar þjónustu. Flugvallarsvæðið hefði getað orðið heimili 15000 Reykvíkinga.
Af hverju er þetta svona? Jú, skipulag borgarinnar tók ekki mið af þörfum borgarbúa heldur þægindum flugkennara og kröfum þeirra 20% landsmanna sem eru háðir flugsamgöngum með ferðir til höfuðborgarinnar. Á sama tíma og annars staðar í álfunni var unnið að því að minnka ægivald einkabílsins í miðborgunum var ákveðið að í miðborg Reykjavíkur skyldi fólkið víkja fyrir einkaþotunni.
Bakþankar í Fréttablaðinu 13. 4. 2008
þriðjudagur, apríl 01, 2008
Salernishreinsiefnaauglýsingafárið
Konan mín vann einu sinni á spítala. Af þeim sökum virðast því lítil takmörk sett hve ítarlega samræðurnar við kvöldverðarborðið geta fjallað um síðari stigu meltingarkerfisins, iðrastarfsemi og líkamsvessa án þess að hún missi matarlystina. Ég er viðkvæmari. Sem betur fer sýnir hún mér þó tillitssemi í þessum efnum þegar ég fer þess á leit við hana. Þessi viðkvæmni háir mér stundum, einkum þegar vinnudagurinn hefur dregist á langinn og ég freistast til að snæða kvöldverðinn fyrir framan sjónvarpið. Sjónvarpsauglýsingarnar sýna mér nefnilega alls ekki sömu tillitssemi og betri helmingurinn.
Þegar umræðan um það hvort leyfa ætti áfengisauglýsingar eða ekki blossaði upp hér um árið, heyrði ég fullyrt að áfengisauglýsingar stuðluðu ekki að aukinni áfengisneyslu heldur færðu þær fyrst og fremst neysluna á milli tegunda. Þetta finnst mér sennilegt. Þetta kemur nefnilega heim og saman við kynni mín af drykkjuskap. Umhverfið hafði lítil áhrif á það hvort ég drakk – hins vegar gat það haft úrslitaáhrif á það hvað ég drakk. Ég held að þessu hljóti að vera svipað farið með ýmsan annan varning. Til dæmis dömubindi.
Ég á erfitt með að ímynda mér að annað hafi áhrif á sölu dömubinda en fjöldi kvenna sem hefur á klæðum. Þetta ætti þó að mega staðfesta með tölfræði, því fyrir nokkrum árum dundi á þjóðinni slík bylgja dömubindaauglýsinga að engu var líkara en að þau væru orðin helsta neysluvara landsmanna. Þennan varning hafði ég aldrei séð auglýstan fyrr, þeir sem á honum þurftu að halda vissu einfaldlega hvar hann var að finna. Einhver einn framleiðandi reið hins vegar á vaðið og auglýsti sitt vörumerki með þeim afleiðingum að allir aðrir þurftu að fylgja í kjölfarið til að halda velli.
Og nú er komið að salernishreinsiefnum. Það mætti hreinlega halda að einhver hvimleiður meltingarfaraldur hafi laggst á hálfa þjóðina. Önnur hver auglýsing sýnir manni ofan í viðbjóðslegt skítaklósett. Ekki gott áhorf yfir kjötbollum í brúnni sósu!
Ég sá í sjónvarpinu um daginn að það er víst afar óhollt að borða kvöldmat yfir sjónvarpinu. Það hvarflar því að mér að lýðheilsustöð standi á bak við þessar auglýsingar. Þær hafa nefnilega gert það að verkum að ég er nánast steinhættur þeim ósið.
Þegar umræðan um það hvort leyfa ætti áfengisauglýsingar eða ekki blossaði upp hér um árið, heyrði ég fullyrt að áfengisauglýsingar stuðluðu ekki að aukinni áfengisneyslu heldur færðu þær fyrst og fremst neysluna á milli tegunda. Þetta finnst mér sennilegt. Þetta kemur nefnilega heim og saman við kynni mín af drykkjuskap. Umhverfið hafði lítil áhrif á það hvort ég drakk – hins vegar gat það haft úrslitaáhrif á það hvað ég drakk. Ég held að þessu hljóti að vera svipað farið með ýmsan annan varning. Til dæmis dömubindi.
Ég á erfitt með að ímynda mér að annað hafi áhrif á sölu dömubinda en fjöldi kvenna sem hefur á klæðum. Þetta ætti þó að mega staðfesta með tölfræði, því fyrir nokkrum árum dundi á þjóðinni slík bylgja dömubindaauglýsinga að engu var líkara en að þau væru orðin helsta neysluvara landsmanna. Þennan varning hafði ég aldrei séð auglýstan fyrr, þeir sem á honum þurftu að halda vissu einfaldlega hvar hann var að finna. Einhver einn framleiðandi reið hins vegar á vaðið og auglýsti sitt vörumerki með þeim afleiðingum að allir aðrir þurftu að fylgja í kjölfarið til að halda velli.
Og nú er komið að salernishreinsiefnum. Það mætti hreinlega halda að einhver hvimleiður meltingarfaraldur hafi laggst á hálfa þjóðina. Önnur hver auglýsing sýnir manni ofan í viðbjóðslegt skítaklósett. Ekki gott áhorf yfir kjötbollum í brúnni sósu!
Ég sá í sjónvarpinu um daginn að það er víst afar óhollt að borða kvöldmat yfir sjónvarpinu. Það hvarflar því að mér að lýðheilsustöð standi á bak við þessar auglýsingar. Þær hafa nefnilega gert það að verkum að ég er nánast steinhættur þeim ósið.
Bakþankar í Fréttablaðinu 30. mars 2008.
miðvikudagur, mars 26, 2008
mánudagur, mars 24, 2008
Oddi: Þar sem loforð um trúnað eru ekki pappírsins virði sem þau eru prentuð á - Reynslusaga
Um þessar mundir er prentsmiðjan Oddi í einhverri ímyndarherferð í auglýsingatímum sjónvarpsins þar sem meðal annars er gert mikið úr því hve mikla áherslu þeir hjá Odda leggi á trúnað gagnvart verkkaupa. Ég get ekki að því gert að í ljósi reynslu minnar af því að skipta við prentsmiðjuna Odda blöskrar mér ófyrirleitnin. Hvernig voga þeir sér að halda þessu fram?
Ég ritstýrði einu sinni tímariti sem prentað var hjá prentsmiðjunni Odda. Það var gefið út af tímaritaútgáfunni Fróða. Tímaritið var í andarslitrunum þegar ég tók við því en mér tókst með mínum hætti að auka söluna á því og ... smám saman ... fjármagnið sem varið var í að afla efnis í blaðið og prenta það. Efnistök blaðsins og umfjöllunarsvið eru aukaatriði í þessu samhengi. Einhverjum kann að hafa „fundist“ eitt og annað, en sem betur fer stjórnast prentfrelsið ekki enn af því sem fólki úti í bæ „finnst“ heldur lögum og reglum. Tímaritið varðaði aldrei við lög. Í tvígang rannsökuðu yfirvöld hvort ástæða væri til að leggja fram kæru á hendur blaðinu fyrir lögbrot og í bæði skiptin var fallið frá því þar sem ljóst þótti að slíkar ásakanir fengju ekki staðist.
Hvað um það. Einu sinni var grein í blaðinu um ljósmyndafalsara sem þá höfðu tiltölulega nýlega náð þeirri leikni í list sinni, með aðstoð fótósjopps, að blekkja jafnvel færustu sérfræðinga. Einhverjar Hollywoodstjörnur höfðu orðið fyrir barðinu á þessari iðju og þurft að sverja af sér að hafa setið fyrir á vafasömum ljósmyndum. Til að sýna í hverju þetta væri fólgið falsaði umbrotsmaður blaðsins nektarmyndir af tíu íslenskum konum. Konurnar sem urðu fyrir valinu voru þær sem skipað höfðu sér í tíu efstu sætin skömmu áður í vali Rásar tvö á kynþokkafyllstu konum landsins, opinberar persónur orðlagðar fyrir kynþokka. Aldrei var ýjað að því að myndirnar væru ekta, þvert á móti voru þær beinlínis settar fram sem dæmi um falsanir. Þvert yfir síðuna stóð jafnvel stórum stöfum að um falsaðar ljósmyndir væri að ræða. Auðvitað vissi ég að þetta kynni að verða viðkvæmt og valdi því sérlega smekklegar og lítið afhjúpandi myndir úr dagatali Playboy og setti íslensku andlitin á þær. Eftir að hafa haft samráð við lögfræðing fyrirtækisins komst ég að því að um myndir af þessu tagi gilda sömu reglur og hverjar aðrar skopmyndir. Hvað sem hverjum kann að „finnast“ um þessa ritstjórn stóðst hún bæði lög og sínar eigin forsendur.
Blaðið fór í prentun, það tók alla jafna nokkra daga að prenta blaðið og koma því í dreifingu, þannig að ég beið bara eins og ég var vanur eftir símtali um að verkinu væri lokið. Hins vegar fékk ég næst hringingu frá framkvæmdastjóra útgáfunnar sem bar sig aumlega eftir að hafa fengið símtal frá löfræðingi einnar kvennanna á þessum myndum, þáverandi umhverfisráðherra. Lögfræðingurinn var með eintak af blaðinu í höndunum var ekki ánægður. Trúnaður Odda risti semsagt svo djúpt að lögfræðingur umhverfisráðherra fékk blaðið í hendurnar á undan ritstjóra þess. Engar skýringar fékk ég á því hverju þetta sætti. Ég hafði reyndar rekið augun í einhverja innrammaða yfirlýsingu um trúnað uppi á vegg í prentsmiðjunni, en hún reyndist greinilega ekki pappírsins virði sem hún var prentuð á.
Eftirmáli þessa atviks varð fréttamatur. Upplaginu var eytt, umbrotinu breytt og allt prentað upp á nýtt. Jafnvel þótt við hefðum lögin á okkar bandi þótti útgefandanum ekki rétt að standa í illdeilum við ríkisstjórnina. Jafnvel þótt trúnaður Odda við okkur sem verkkaupa hefði verið svívirtur þótti ekki rétt að standa í illindum við þá heldur. Útgáfan var háð prentsmiðjunni með alla þjónustu og síðar komst ég reyndar að því að útgáfan skuldaði prentsmiðjunni svo mikið að það var aðeins fyrir náð og miskunn (og viðskiptavit) að prenstmiðjan var ekki búin að taka útgáfuna upp í skuld.
Þannig að þið sem ætlið að kaupa ykkur prentþjónustu hjá Odda sem útheimtir trúnað: Gætið þess að prentefnið ykkar sé ekki eitthvað sem einhverjum, sem kemur að verkinu á einhverjum tíma prentvinnslunnar, gæti dottið í hug að einhver einhvers staðar úti í bæ myndi vilja sjá.
Hvað um það. Einu sinni var grein í blaðinu um ljósmyndafalsara sem þá höfðu tiltölulega nýlega náð þeirri leikni í list sinni, með aðstoð fótósjopps, að blekkja jafnvel færustu sérfræðinga. Einhverjar Hollywoodstjörnur höfðu orðið fyrir barðinu á þessari iðju og þurft að sverja af sér að hafa setið fyrir á vafasömum ljósmyndum. Til að sýna í hverju þetta væri fólgið falsaði umbrotsmaður blaðsins nektarmyndir af tíu íslenskum konum. Konurnar sem urðu fyrir valinu voru þær sem skipað höfðu sér í tíu efstu sætin skömmu áður í vali Rásar tvö á kynþokkafyllstu konum landsins, opinberar persónur orðlagðar fyrir kynþokka. Aldrei var ýjað að því að myndirnar væru ekta, þvert á móti voru þær beinlínis settar fram sem dæmi um falsanir. Þvert yfir síðuna stóð jafnvel stórum stöfum að um falsaðar ljósmyndir væri að ræða. Auðvitað vissi ég að þetta kynni að verða viðkvæmt og valdi því sérlega smekklegar og lítið afhjúpandi myndir úr dagatali Playboy og setti íslensku andlitin á þær. Eftir að hafa haft samráð við lögfræðing fyrirtækisins komst ég að því að um myndir af þessu tagi gilda sömu reglur og hverjar aðrar skopmyndir. Hvað sem hverjum kann að „finnast“ um þessa ritstjórn stóðst hún bæði lög og sínar eigin forsendur.
Blaðið fór í prentun, það tók alla jafna nokkra daga að prenta blaðið og koma því í dreifingu, þannig að ég beið bara eins og ég var vanur eftir símtali um að verkinu væri lokið. Hins vegar fékk ég næst hringingu frá framkvæmdastjóra útgáfunnar sem bar sig aumlega eftir að hafa fengið símtal frá löfræðingi einnar kvennanna á þessum myndum, þáverandi umhverfisráðherra. Lögfræðingurinn var með eintak af blaðinu í höndunum var ekki ánægður. Trúnaður Odda risti semsagt svo djúpt að lögfræðingur umhverfisráðherra fékk blaðið í hendurnar á undan ritstjóra þess. Engar skýringar fékk ég á því hverju þetta sætti. Ég hafði reyndar rekið augun í einhverja innrammaða yfirlýsingu um trúnað uppi á vegg í prentsmiðjunni, en hún reyndist greinilega ekki pappírsins virði sem hún var prentuð á.
Eftirmáli þessa atviks varð fréttamatur. Upplaginu var eytt, umbrotinu breytt og allt prentað upp á nýtt. Jafnvel þótt við hefðum lögin á okkar bandi þótti útgefandanum ekki rétt að standa í illdeilum við ríkisstjórnina. Jafnvel þótt trúnaður Odda við okkur sem verkkaupa hefði verið svívirtur þótti ekki rétt að standa í illindum við þá heldur. Útgáfan var háð prentsmiðjunni með alla þjónustu og síðar komst ég reyndar að því að útgáfan skuldaði prentsmiðjunni svo mikið að það var aðeins fyrir náð og miskunn (og viðskiptavit) að prenstmiðjan var ekki búin að taka útgáfuna upp í skuld.
Þannig að þið sem ætlið að kaupa ykkur prentþjónustu hjá Odda sem útheimtir trúnað: Gætið þess að prentefnið ykkar sé ekki eitthvað sem einhverjum, sem kemur að verkinu á einhverjum tíma prentvinnslunnar, gæti dottið í hug að einhver einhvers staðar úti í bæ myndi vilja sjá.
þriðjudagur, mars 18, 2008
Xenófób kemst í feitt
Nýlega var Gaukur Úlfarsson var dæmdur til fjársekta fyrir að kalla Ómar R. Valdimarsson „aðalrasista bloggheima“. Dómurinn er að mínu mati gersamlega fráleitur. Ekki aðeins vegna þess að Ómar er langt frá því að vera aðalrasisti bloggheima (í þeim efnum kemst hann ekki með tærnar þar sem svæsnustu rotþrærnar á netinu eru með hælana), heldur vegna þess að ef dómurinn er fordæmisgefandi, sem hann hlýtur að vera, er enginn endir fyrirsjáanlegur á þeim málaferlum sem framundan eru. Íslenskir femínistar gætu upp til hópa sest í helgan stein og lifað í vellystingum praktuglega á kostnað bloggandi pungrottna, stjórnmálamenn fyndu nýja tekjulind og þannig mætti lengi telja. Jafnvel Gilzenegger væri vís með að koma út í plús ef allt væri tínt til.
Í mínum huga réttlæta þau óhefluðu skrif Ómars, sem urðu tilefni þess að umrædd orð féllu, alls ekki ásakanir um rasisma. Þvert á móti þá er barnalegt að vilja engu illu trúa upp á útlendinga, bara vegna þess að þeir eru útlendingar og maður hefur andúð á útlendingahatri. Ómar er alls ekki einn um að telja útskýringar ákveðins útlendings á þeim ávirðingum sem á hann hafa verið bornar langsóttar og ósannfærandi. Þessar ásakanir hafa verið settar fram á mun rökfastari, yfirvegaðri og trúverðugri hátt en Ómar gerði í geipi sínu. Slóðin er icelandweatherreport.com (leitið að „jadetree“).
Gauki til afsökunar verður að taka fram að Ómar þessi hefur reyndar orðið uppvís að fordómum í garð útlendinga og því er erfitt að komast hjá því að lesa skrif hans með þeim fyrirvara. Sem almanntengslafulltrúi Impregilo lýsti hann því yfir að víðtæk matareitrun meðal starfmanna fyrirtækisins stafaði af því að þeir kynnu ekki að þvo sér um hendurnar. Samkvæmt mínum skilningi felst rasismi hins vegar í fordómum í garð fólks af öðrum kynþætti en manns eigin, óháð uppruna þess. Ómar hefur fremur látið í ljós fordóma í garð erlends vinnuafls en annarra kynþátta og því nær að tala um xenófóbíu en rasisma í hans tilfelli.
Það er semsagt mín skoðun að Ómar sé sekur um fordóma gegn útlendingum, Gaukur um barnaskap og héraðsdómur Reykjavíkur um heimsku. Sekt hinna síðastnefndu er að mínu mati sýnu alvarlegust. Hún veldur mestum skaða.
Í mínum huga réttlæta þau óhefluðu skrif Ómars, sem urðu tilefni þess að umrædd orð féllu, alls ekki ásakanir um rasisma. Þvert á móti þá er barnalegt að vilja engu illu trúa upp á útlendinga, bara vegna þess að þeir eru útlendingar og maður hefur andúð á útlendingahatri. Ómar er alls ekki einn um að telja útskýringar ákveðins útlendings á þeim ávirðingum sem á hann hafa verið bornar langsóttar og ósannfærandi. Þessar ásakanir hafa verið settar fram á mun rökfastari, yfirvegaðri og trúverðugri hátt en Ómar gerði í geipi sínu. Slóðin er icelandweatherreport.com (leitið að „jadetree“).
Gauki til afsökunar verður að taka fram að Ómar þessi hefur reyndar orðið uppvís að fordómum í garð útlendinga og því er erfitt að komast hjá því að lesa skrif hans með þeim fyrirvara. Sem almanntengslafulltrúi Impregilo lýsti hann því yfir að víðtæk matareitrun meðal starfmanna fyrirtækisins stafaði af því að þeir kynnu ekki að þvo sér um hendurnar. Samkvæmt mínum skilningi felst rasismi hins vegar í fordómum í garð fólks af öðrum kynþætti en manns eigin, óháð uppruna þess. Ómar hefur fremur látið í ljós fordóma í garð erlends vinnuafls en annarra kynþátta og því nær að tala um xenófóbíu en rasisma í hans tilfelli.
Það er semsagt mín skoðun að Ómar sé sekur um fordóma gegn útlendingum, Gaukur um barnaskap og héraðsdómur Reykjavíkur um heimsku. Sekt hinna síðastnefndu er að mínu mati sýnu alvarlegust. Hún veldur mestum skaða.
Bakþankar í Fréttablaðinu 16. mars 2008
þriðjudagur, mars 04, 2008
Sókn í Vatnsmýri
Þær hugmyndir um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar sem nú liggja fyrir eru dásamlegar. Ég öfunda afkomendur mína af því að fá að njóta þeirrar byggðar sem þar mun rísa, því sjálfum mun mér varla endast aldur til að sjá hana fullkláraða. Þarna verður blönduð miðborgarbyggð, svipuð eftirsóttustu hverfunum í Reykjavík um þessar mundir, Þingholtunum og Vesturbænum. Ég varð ótrúlega feginn að sjá að skipulagið gerði ekki ráð fyrir eintómum botnlöngum út frá steingeldum verslunar- og þjónustukjarna, heldur eðlilegri framlengingu af byggðinni sem fyrir er í nágrenninu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu háskóla, útivistarsvæðum, blandaði íbúðabyggð, verslunum, leikskólum, grunnskólum og framhaldsskóla. Þarna verður allt til alls. Nema kirkja.
Nú hef ég í sjálfu sér engar áhyggjur af því að á venjulegum sunnudegi verði ekki pláss fyrir kirkjurækna Vatnsmýringa framtíðarinnar í kirkjunum í nágrenninu, Neskirkju, Hallgrímskirkju og Dómkirkjunni. Í Vatnsmýri er hins vegar gert ráð fyrir 10 – 15 þúsund manna íbúabyggð. Það er um það bil tvöfaldur íbúafjöldi meðalsóknar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Af þessu fólki má reikna með að 8 – 12 þúsund, varlega áætlað, vilji skíra börnin sín og ferma, gifta sig í kirkju og hljóta kirkjulega útför. Af eðlilegum ástæðum eru því takmörk sett hve margar athafnir geta farið fram í einni kirkju á einum degi. Þrátt fyrir að þessi tölfræði sé fyrirliggjandi gerir engin tillagnanna ráð fyrir því að þessi þjónusta verði í boði í hverfinu. Jafnvel tillagan, þar sem búið er að ákveða hvar McDonald's og IKEA eiga að vera, gerir ekki ráð fyrir kirkju.
Freistandi væri að draga af þessu einhverjar ályktanir um stöðu kirkjunnar í nútímasamfélagi eða geistlegar áherslur skipulagsfræðinga, en ég ætla láta það ógert. Ég held að þetta sé bara vanhugsað. Allir hljóta að sjá, óháð sinni persónulegu trúarafstöðu, að óskað verður eftir þessari þjónustu í hverfinu. Af þeim sökum efast ég ekki um að í Vatnsmýri rísi kirkja með fjölgun íbúanna. Hennar verður einfaldlega þörf. Ég held bara að það væri sniðugra að skipulagið gerði ráð fyrir því frá byrjun.
Bakþankar í Fréttablaðinu 2. 3. 2008
Nú hef ég í sjálfu sér engar áhyggjur af því að á venjulegum sunnudegi verði ekki pláss fyrir kirkjurækna Vatnsmýringa framtíðarinnar í kirkjunum í nágrenninu, Neskirkju, Hallgrímskirkju og Dómkirkjunni. Í Vatnsmýri er hins vegar gert ráð fyrir 10 – 15 þúsund manna íbúabyggð. Það er um það bil tvöfaldur íbúafjöldi meðalsóknar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Af þessu fólki má reikna með að 8 – 12 þúsund, varlega áætlað, vilji skíra börnin sín og ferma, gifta sig í kirkju og hljóta kirkjulega útför. Af eðlilegum ástæðum eru því takmörk sett hve margar athafnir geta farið fram í einni kirkju á einum degi. Þrátt fyrir að þessi tölfræði sé fyrirliggjandi gerir engin tillagnanna ráð fyrir því að þessi þjónusta verði í boði í hverfinu. Jafnvel tillagan, þar sem búið er að ákveða hvar McDonald's og IKEA eiga að vera, gerir ekki ráð fyrir kirkju.
Freistandi væri að draga af þessu einhverjar ályktanir um stöðu kirkjunnar í nútímasamfélagi eða geistlegar áherslur skipulagsfræðinga, en ég ætla láta það ógert. Ég held að þetta sé bara vanhugsað. Allir hljóta að sjá, óháð sinni persónulegu trúarafstöðu, að óskað verður eftir þessari þjónustu í hverfinu. Af þeim sökum efast ég ekki um að í Vatnsmýri rísi kirkja með fjölgun íbúanna. Hennar verður einfaldlega þörf. Ég held bara að það væri sniðugra að skipulagið gerði ráð fyrir því frá byrjun.
Bakþankar í Fréttablaðinu 2. 3. 2008
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
föstudagur, febrúar 22, 2008
Þankar um þanka
Fyrstu Bakþankar mínir í Fréttablaðinu birtust 30. apríl 2006. Síðan hafa birst pistlar eftir mig á baksíðu þess hálfsmánaðarlega, með einhverjum undantekningum vegna helgidaga. Ég hef algerlega frjálsar hendur varðandi umfjöllunarefni og efnistök, aldrei hefur verið gerð tilraun til að hafa nein áhrif á skrif mín. Ég hef skrifað um það sem mér hefur verið efst í huga hverju sinni, þjóðfélagsmál, pólítík, skipulagsmál, pælingar um lífið og tilveruna og ... trúmál. Síðastnefndu skrifin virðast einatt vekja mesta athygli. Einhver spurði mig hvers vegna ég væri alltaf að skrifa um trúmál, hvort ég hefði ekki áhuga á neinu öðru.
Þetta fékk dálítið á mig, því víst hef ég áhuga á öðru, svo ég fletti í gegn um Bakþankana mína og komst að því að 10 – 13 þeirra 46 pistla sem ég hef skrifað fjalla um trúmál. Nákvæmlegur fjöldi fer eftir því hvernig hugtakið er skilgreint. Eru öll andleg málefni trúarleg? Eru pælingar um lit jólaskreytinga trúarlegar? Ef við förum milliveginn og segjum að 11,5 Bakþanka minna hafi snúist um trúmál er hlutfallið nákvæmlega 25%. Ég er kristinn guðfræðinemi. Ég hef áhuga á trúmálum. Myndi pólitískur sjórnmálafræðinemi skrifa minna um pólitík en ég geri um trúmál? Myndi rithöfundur eða bókmenntafræðingur skrifa minna um bókmenntir? Myndi leikhúsfræðingur, leiklistarnemi eða leikari skrifa minna um leikhús? Ég leyfi mér að stórefa það, a. m. k. í síðastnefnda tilvikinu (ég þekki slatta af leikhúsfólki).
Síðustu bakþankar mínir hafa orðið tilefni til umfjöllunar. Hún byggir á því að mér finnist helvíti fallegt fyrst ég leyfi mér að vera þeirrar skoðunar að það sé fallegur boðskapur að öllum standi til boða eilíft líf fyrir náð Guðs. Þetta er auðvitað ekki svaravert. Höfundurinn skýtur af sér hausinn í þriðju málsgrein og liggur eftir örendur í guðlausu blóði sínu, svo ég beiti fyrir mig stíl sem er vinsæll (en umdeildur) um þessar mundir.
Aðrir lesa út úr þessum þönkum að ég sé að boða réttlætingu fyrir verkin, sem sé í andstöðu við grundvallarkenningu vorrar evangelísk-lúthersku kirkju sem boðar réttlætingu af trú. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið mjög spenntur fyrir akkúrat þessari trúfræðilegu pælingu, því ég hef það á tilfinningunni að aðspurður hefði Jesús ekki svarað spurningunni um réttlætingu af trú eða réttlætingu fyrir verk með því að segja afdráttarlaust annað hvort eða. Flestar dæmisögur hans fjalla nefnilega um verk. Eða minnist hann einu orði á trú miskunnsama Samverjans? Sjálfur segir hann meira að segja: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Páll postuli segir að Guð muni „gjalda sérhverjum eftir verkum hans: Þeim eilíft líf, sem með staðfestu í góðu verki leita vegsemdar, heiðurs og ódauðleika, en þeim reiði og óvild, sem leiðast af eigingirni og óhlýðnast sannleikanum, en hlýðnast ranglætinu“ (Róm. 2:6-8). Í Jakobsbréfi 2:14-17 segir ennfremur: „Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann? Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og einhver yðar segði við þau: "Farið í friði, vermið yður og mettið!" en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin.“ Ég held að kjarninn í kenningu Lúthers sé þessi. Okkur ber að gera góðverk, ekki til að vinna okkur inn náð Guðs heldur einmitt vegna þess að við njótum náðar Guðs.
En fyrst vikið var að miskunnsama Samverjanum er einmitt áhugavert að Jesús skuli velja Samverja í dæmisöguna en ekki gyðing. Reyndar ganga tveir gyðingar, prestur og levíti, fram hjá fórnarlambinu og sinna því ekki. Strangt til tekið hegðuðu þér sér með því óaðfinnanlega samkvæmt lögmálinu, en þar voru skýr ákvæði um að prestar mættu ekki snerta lík. Presturinn hætti semsagt á að saurga sjálfan sig og brjóta lögmál Móse með því að sýna kærleik í verki og taka sénsinn á því að maðurinn væri á lífi. Þannig segir Jesús kærleikann æðri lögmálinu. Sagan endar ekki á því að Samverjanum er kastað til eyðingar (þ. e. í eldsofninn) til eilífrar refsingar (sem felst í því að vera eytt að eilífu) fyrir að hafa ekki verið kristinn. Þvert á móti er erfitt að skilja söguna öðruvísi en sem dæmisögu um rétta breytni samkvæmt kenningu Jesú. En af hvaða tilefni sagði Jesús annars söguna um miskunnsama Samverjann? Jú, hann var einmitt að svara spurningunni: „Hvað þarf ég að gera til að öðlast eilíft líf?“ Sagan hlýtur að útiloka það sem kristna afstöðu að allir sem ekki játi Jesú sem sinn persónulega frelsara kveljist í helvíti að eilífu, eins og sumir halda fram, því það gerði miskunnsami Samerjinn sannarlega ekki.
Jesús kenndi í mörgum dæmisögum. Hins vegar virðist guðleysingjum vera meinilla við að tal Jesú um helvíti sé skoðað allegorískt. Jafnvel þótt hann segi „Guðs ríki er innra með yður“ (Lúk. 17:21) má alls ekki líta svo á að það gildi líka um andstæðu þess. Reyndar talar Jesús ekki um „helvíti“ heldur „Gehenna“, sem er Hinnómsdalur suður af Jerúsalem þar sem úrgangi frá borginni var brennt. (Þannig mætti hugsanlega færa rök fyrir því að „Sorpa“ væri betri þýðing en „helvíti“.)
Bakþankar eru mjög stuttir, um 350 orð. Þessi færsla er þrisvar sinnum lengri. Frá 30. apríl 2005 eru nákvæmlega 664 dagar. Það þýðir að sl. tæp tvö ár hafa pistlar um trúmál eftir mig að jafnaði birst á 58 daga fresti. Það hlægir mig að 350 orð um trúmál á 58 daga fresti geti gert einhvern „þreyttan á svona prédikunum á baksíðum“. Viðkomandi er greinilega haldinn erfiðari þráhyggju gagnvart trú en ég.
Það sem ég hef gert hér í þessari færslu er að nota grísku- og söguþekkingu mína til að reyna að skilja orð Jesú í samhengi. Þetta er stundum kallað guðfræði og er kennt í háskóla. Sumum finnst þessi þekking mannskemmandi. Getur þekking verið mannskemmandi? Ég held ekki. Hins vegar veit ég af eigin reynslu að þráhyggja getur verið það.
Þetta fékk dálítið á mig, því víst hef ég áhuga á öðru, svo ég fletti í gegn um Bakþankana mína og komst að því að 10 – 13 þeirra 46 pistla sem ég hef skrifað fjalla um trúmál. Nákvæmlegur fjöldi fer eftir því hvernig hugtakið er skilgreint. Eru öll andleg málefni trúarleg? Eru pælingar um lit jólaskreytinga trúarlegar? Ef við förum milliveginn og segjum að 11,5 Bakþanka minna hafi snúist um trúmál er hlutfallið nákvæmlega 25%. Ég er kristinn guðfræðinemi. Ég hef áhuga á trúmálum. Myndi pólitískur sjórnmálafræðinemi skrifa minna um pólitík en ég geri um trúmál? Myndi rithöfundur eða bókmenntafræðingur skrifa minna um bókmenntir? Myndi leikhúsfræðingur, leiklistarnemi eða leikari skrifa minna um leikhús? Ég leyfi mér að stórefa það, a. m. k. í síðastnefnda tilvikinu (ég þekki slatta af leikhúsfólki).
Síðustu bakþankar mínir hafa orðið tilefni til umfjöllunar. Hún byggir á því að mér finnist helvíti fallegt fyrst ég leyfi mér að vera þeirrar skoðunar að það sé fallegur boðskapur að öllum standi til boða eilíft líf fyrir náð Guðs. Þetta er auðvitað ekki svaravert. Höfundurinn skýtur af sér hausinn í þriðju málsgrein og liggur eftir örendur í guðlausu blóði sínu, svo ég beiti fyrir mig stíl sem er vinsæll (en umdeildur) um þessar mundir.
Aðrir lesa út úr þessum þönkum að ég sé að boða réttlætingu fyrir verkin, sem sé í andstöðu við grundvallarkenningu vorrar evangelísk-lúthersku kirkju sem boðar réttlætingu af trú. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið mjög spenntur fyrir akkúrat þessari trúfræðilegu pælingu, því ég hef það á tilfinningunni að aðspurður hefði Jesús ekki svarað spurningunni um réttlætingu af trú eða réttlætingu fyrir verk með því að segja afdráttarlaust annað hvort eða. Flestar dæmisögur hans fjalla nefnilega um verk. Eða minnist hann einu orði á trú miskunnsama Samverjans? Sjálfur segir hann meira að segja: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Páll postuli segir að Guð muni „gjalda sérhverjum eftir verkum hans: Þeim eilíft líf, sem með staðfestu í góðu verki leita vegsemdar, heiðurs og ódauðleika, en þeim reiði og óvild, sem leiðast af eigingirni og óhlýðnast sannleikanum, en hlýðnast ranglætinu“ (Róm. 2:6-8). Í Jakobsbréfi 2:14-17 segir ennfremur: „Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann? Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og einhver yðar segði við þau: "Farið í friði, vermið yður og mettið!" en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin.“ Ég held að kjarninn í kenningu Lúthers sé þessi. Okkur ber að gera góðverk, ekki til að vinna okkur inn náð Guðs heldur einmitt vegna þess að við njótum náðar Guðs.
En fyrst vikið var að miskunnsama Samverjanum er einmitt áhugavert að Jesús skuli velja Samverja í dæmisöguna en ekki gyðing. Reyndar ganga tveir gyðingar, prestur og levíti, fram hjá fórnarlambinu og sinna því ekki. Strangt til tekið hegðuðu þér sér með því óaðfinnanlega samkvæmt lögmálinu, en þar voru skýr ákvæði um að prestar mættu ekki snerta lík. Presturinn hætti semsagt á að saurga sjálfan sig og brjóta lögmál Móse með því að sýna kærleik í verki og taka sénsinn á því að maðurinn væri á lífi. Þannig segir Jesús kærleikann æðri lögmálinu. Sagan endar ekki á því að Samverjanum er kastað til eyðingar (þ. e. í eldsofninn) til eilífrar refsingar (sem felst í því að vera eytt að eilífu) fyrir að hafa ekki verið kristinn. Þvert á móti er erfitt að skilja söguna öðruvísi en sem dæmisögu um rétta breytni samkvæmt kenningu Jesú. En af hvaða tilefni sagði Jesús annars söguna um miskunnsama Samverjann? Jú, hann var einmitt að svara spurningunni: „Hvað þarf ég að gera til að öðlast eilíft líf?“ Sagan hlýtur að útiloka það sem kristna afstöðu að allir sem ekki játi Jesú sem sinn persónulega frelsara kveljist í helvíti að eilífu, eins og sumir halda fram, því það gerði miskunnsami Samerjinn sannarlega ekki.
Jesús kenndi í mörgum dæmisögum. Hins vegar virðist guðleysingjum vera meinilla við að tal Jesú um helvíti sé skoðað allegorískt. Jafnvel þótt hann segi „Guðs ríki er innra með yður“ (Lúk. 17:21) má alls ekki líta svo á að það gildi líka um andstæðu þess. Reyndar talar Jesús ekki um „helvíti“ heldur „Gehenna“, sem er Hinnómsdalur suður af Jerúsalem þar sem úrgangi frá borginni var brennt. (Þannig mætti hugsanlega færa rök fyrir því að „Sorpa“ væri betri þýðing en „helvíti“.)
Bakþankar eru mjög stuttir, um 350 orð. Þessi færsla er þrisvar sinnum lengri. Frá 30. apríl 2005 eru nákvæmlega 664 dagar. Það þýðir að sl. tæp tvö ár hafa pistlar um trúmál eftir mig að jafnaði birst á 58 daga fresti. Það hlægir mig að 350 orð um trúmál á 58 daga fresti geti gert einhvern „þreyttan á svona prédikunum á baksíðum“. Viðkomandi er greinilega haldinn erfiðari þráhyggju gagnvart trú en ég.
Það sem ég hef gert hér í þessari færslu er að nota grísku- og söguþekkingu mína til að reyna að skilja orð Jesú í samhengi. Þetta er stundum kallað guðfræði og er kennt í háskóla. Sumum finnst þessi þekking mannskemmandi. Getur þekking verið mannskemmandi? Ég held ekki. Hins vegar veit ég af eigin reynslu að þráhyggja getur verið það.
þriðjudagur, febrúar 19, 2008
Fallegur boðskapur
Summa jarðar virðist hafa verið furðu jöfn í gegn um aldirnar. Fjöldi atómanna, sem hér eru á sveimi og mynda reikistjörnuna með öllu sem á henni er, hefur víst sveiflast sáralítið síðastliðin árþúsund. Þetta þýðir auðvitað að ekki er hægt að búa neitt nýtt til nema eyðileggja eitthvað sem var fyrir. Hráefnið er takmarkað. En hvernig er það valið hvað eyðist og hvað lifir?
Í Matteusarguðspjalli 7:19 segir Jesús: „Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.“ Þetta finnst mér fallegur boðskapur, þótt einhverjir megi ekki til þess hugsa að alheiminum sé þannig fyrir komið að einhverju verði að eyða. Sú skoðun er víst ekki í tísku um þessar mundir að það skipti einhverju máli hvaða ávexti maður ber í lífi sínu hérna megin grafar.
Það sem mér finnst fallegt við þennan boðskap er tvennt. Í fyrsta lagi er það engum duttlungum háð hvað lifir áfram og hvað deyr. Það sem ber góðan ávöxt lifir, svo einfalt er það. Hitt er brennt, það rennur saman við sköpunarverkið og verður að hráefni í nýja sköpun. Þetta er í raun náttúruvalskenning.
Hitt sem er fallegt við þessa speki er að engum er áskapað að vera kastað í eld. Hver maður hefur frjálsan vilja til að ákveða breytni sína sjálfur. Öll eigum við val, við ráðum því sjálf hvaða ávexti við kjósum að bera, því Jesús er hér auðvitað að tala um ávexti andans en ekki frjósemi holdsins.
En hverjir eru ávextir andans? Jesús talar um að gera öðrum mönnum það sem maður vill að þeir geri manni. Þetta finnst sumum ógeðfellt. Þeim finnst ósanngjarnt að ekki dugi til sáluhjálpar að passa sig að vera ekki beinlínis vondur við aðra, að gera þeim ekki það sem maður vill ekki að þeir geri manni. Jesús gengur lengra. Hann leggur beinar verknaðarskyldur á herðar okkar, enda vissi hann sem er, að það er hægðarleikur að valda öðrum óbætanlegu tjóni með aðgerðarleysinu einu saman.
Nú á dögum er ekki vinsælt að fjasa um eld og eyðileggingu. Það er eins og það sé einhver miðaldakeimur af því. Nútímamaðurinn vill vera látinn í friði, engar skyldur eða skuldadægur – bara skilyrðislausan kærleik og fyrirgefningu. Gallinn er bara sá að kærleikur getur aldrei birst sem sinnuleysi.
Bakþankar í Fréttablaðinu 17. 2. 2008
*Af einhverjum ástæðum varð mér það á að fara ekki rétt með ritningarstaðinn í Fréttablaðinu. Ég biðst velvirðingar á þeirri handvömm, sem hefur verið leiðrétt hér.
Í Matteusarguðspjalli 7:19 segir Jesús: „Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.“ Þetta finnst mér fallegur boðskapur, þótt einhverjir megi ekki til þess hugsa að alheiminum sé þannig fyrir komið að einhverju verði að eyða. Sú skoðun er víst ekki í tísku um þessar mundir að það skipti einhverju máli hvaða ávexti maður ber í lífi sínu hérna megin grafar.
Það sem mér finnst fallegt við þennan boðskap er tvennt. Í fyrsta lagi er það engum duttlungum háð hvað lifir áfram og hvað deyr. Það sem ber góðan ávöxt lifir, svo einfalt er það. Hitt er brennt, það rennur saman við sköpunarverkið og verður að hráefni í nýja sköpun. Þetta er í raun náttúruvalskenning.
Hitt sem er fallegt við þessa speki er að engum er áskapað að vera kastað í eld. Hver maður hefur frjálsan vilja til að ákveða breytni sína sjálfur. Öll eigum við val, við ráðum því sjálf hvaða ávexti við kjósum að bera, því Jesús er hér auðvitað að tala um ávexti andans en ekki frjósemi holdsins.
En hverjir eru ávextir andans? Jesús talar um að gera öðrum mönnum það sem maður vill að þeir geri manni. Þetta finnst sumum ógeðfellt. Þeim finnst ósanngjarnt að ekki dugi til sáluhjálpar að passa sig að vera ekki beinlínis vondur við aðra, að gera þeim ekki það sem maður vill ekki að þeir geri manni. Jesús gengur lengra. Hann leggur beinar verknaðarskyldur á herðar okkar, enda vissi hann sem er, að það er hægðarleikur að valda öðrum óbætanlegu tjóni með aðgerðarleysinu einu saman.
Nú á dögum er ekki vinsælt að fjasa um eld og eyðileggingu. Það er eins og það sé einhver miðaldakeimur af því. Nútímamaðurinn vill vera látinn í friði, engar skyldur eða skuldadægur – bara skilyrðislausan kærleik og fyrirgefningu. Gallinn er bara sá að kærleikur getur aldrei birst sem sinnuleysi.
Bakþankar í Fréttablaðinu 17. 2. 2008
*Af einhverjum ástæðum varð mér það á að fara ekki rétt með ritningarstaðinn í Fréttablaðinu. Ég biðst velvirðingar á þeirri handvömm, sem hefur verið leiðrétt hér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)