miðvikudagur, mars 26, 2008
mánudagur, mars 24, 2008
Oddi: Þar sem loforð um trúnað eru ekki pappírsins virði sem þau eru prentuð á - Reynslusaga
Um þessar mundir er prentsmiðjan Oddi í einhverri ímyndarherferð í auglýsingatímum sjónvarpsins þar sem meðal annars er gert mikið úr því hve mikla áherslu þeir hjá Odda leggi á trúnað gagnvart verkkaupa. Ég get ekki að því gert að í ljósi reynslu minnar af því að skipta við prentsmiðjuna Odda blöskrar mér ófyrirleitnin. Hvernig voga þeir sér að halda þessu fram?
Ég ritstýrði einu sinni tímariti sem prentað var hjá prentsmiðjunni Odda. Það var gefið út af tímaritaútgáfunni Fróða. Tímaritið var í andarslitrunum þegar ég tók við því en mér tókst með mínum hætti að auka söluna á því og ... smám saman ... fjármagnið sem varið var í að afla efnis í blaðið og prenta það. Efnistök blaðsins og umfjöllunarsvið eru aukaatriði í þessu samhengi. Einhverjum kann að hafa „fundist“ eitt og annað, en sem betur fer stjórnast prentfrelsið ekki enn af því sem fólki úti í bæ „finnst“ heldur lögum og reglum. Tímaritið varðaði aldrei við lög. Í tvígang rannsökuðu yfirvöld hvort ástæða væri til að leggja fram kæru á hendur blaðinu fyrir lögbrot og í bæði skiptin var fallið frá því þar sem ljóst þótti að slíkar ásakanir fengju ekki staðist.
Hvað um það. Einu sinni var grein í blaðinu um ljósmyndafalsara sem þá höfðu tiltölulega nýlega náð þeirri leikni í list sinni, með aðstoð fótósjopps, að blekkja jafnvel færustu sérfræðinga. Einhverjar Hollywoodstjörnur höfðu orðið fyrir barðinu á þessari iðju og þurft að sverja af sér að hafa setið fyrir á vafasömum ljósmyndum. Til að sýna í hverju þetta væri fólgið falsaði umbrotsmaður blaðsins nektarmyndir af tíu íslenskum konum. Konurnar sem urðu fyrir valinu voru þær sem skipað höfðu sér í tíu efstu sætin skömmu áður í vali Rásar tvö á kynþokkafyllstu konum landsins, opinberar persónur orðlagðar fyrir kynþokka. Aldrei var ýjað að því að myndirnar væru ekta, þvert á móti voru þær beinlínis settar fram sem dæmi um falsanir. Þvert yfir síðuna stóð jafnvel stórum stöfum að um falsaðar ljósmyndir væri að ræða. Auðvitað vissi ég að þetta kynni að verða viðkvæmt og valdi því sérlega smekklegar og lítið afhjúpandi myndir úr dagatali Playboy og setti íslensku andlitin á þær. Eftir að hafa haft samráð við lögfræðing fyrirtækisins komst ég að því að um myndir af þessu tagi gilda sömu reglur og hverjar aðrar skopmyndir. Hvað sem hverjum kann að „finnast“ um þessa ritstjórn stóðst hún bæði lög og sínar eigin forsendur.
Blaðið fór í prentun, það tók alla jafna nokkra daga að prenta blaðið og koma því í dreifingu, þannig að ég beið bara eins og ég var vanur eftir símtali um að verkinu væri lokið. Hins vegar fékk ég næst hringingu frá framkvæmdastjóra útgáfunnar sem bar sig aumlega eftir að hafa fengið símtal frá löfræðingi einnar kvennanna á þessum myndum, þáverandi umhverfisráðherra. Lögfræðingurinn var með eintak af blaðinu í höndunum var ekki ánægður. Trúnaður Odda risti semsagt svo djúpt að lögfræðingur umhverfisráðherra fékk blaðið í hendurnar á undan ritstjóra þess. Engar skýringar fékk ég á því hverju þetta sætti. Ég hafði reyndar rekið augun í einhverja innrammaða yfirlýsingu um trúnað uppi á vegg í prentsmiðjunni, en hún reyndist greinilega ekki pappírsins virði sem hún var prentuð á.
Eftirmáli þessa atviks varð fréttamatur. Upplaginu var eytt, umbrotinu breytt og allt prentað upp á nýtt. Jafnvel þótt við hefðum lögin á okkar bandi þótti útgefandanum ekki rétt að standa í illdeilum við ríkisstjórnina. Jafnvel þótt trúnaður Odda við okkur sem verkkaupa hefði verið svívirtur þótti ekki rétt að standa í illindum við þá heldur. Útgáfan var háð prentsmiðjunni með alla þjónustu og síðar komst ég reyndar að því að útgáfan skuldaði prentsmiðjunni svo mikið að það var aðeins fyrir náð og miskunn (og viðskiptavit) að prenstmiðjan var ekki búin að taka útgáfuna upp í skuld.
Þannig að þið sem ætlið að kaupa ykkur prentþjónustu hjá Odda sem útheimtir trúnað: Gætið þess að prentefnið ykkar sé ekki eitthvað sem einhverjum, sem kemur að verkinu á einhverjum tíma prentvinnslunnar, gæti dottið í hug að einhver einhvers staðar úti í bæ myndi vilja sjá.
Hvað um það. Einu sinni var grein í blaðinu um ljósmyndafalsara sem þá höfðu tiltölulega nýlega náð þeirri leikni í list sinni, með aðstoð fótósjopps, að blekkja jafnvel færustu sérfræðinga. Einhverjar Hollywoodstjörnur höfðu orðið fyrir barðinu á þessari iðju og þurft að sverja af sér að hafa setið fyrir á vafasömum ljósmyndum. Til að sýna í hverju þetta væri fólgið falsaði umbrotsmaður blaðsins nektarmyndir af tíu íslenskum konum. Konurnar sem urðu fyrir valinu voru þær sem skipað höfðu sér í tíu efstu sætin skömmu áður í vali Rásar tvö á kynþokkafyllstu konum landsins, opinberar persónur orðlagðar fyrir kynþokka. Aldrei var ýjað að því að myndirnar væru ekta, þvert á móti voru þær beinlínis settar fram sem dæmi um falsanir. Þvert yfir síðuna stóð jafnvel stórum stöfum að um falsaðar ljósmyndir væri að ræða. Auðvitað vissi ég að þetta kynni að verða viðkvæmt og valdi því sérlega smekklegar og lítið afhjúpandi myndir úr dagatali Playboy og setti íslensku andlitin á þær. Eftir að hafa haft samráð við lögfræðing fyrirtækisins komst ég að því að um myndir af þessu tagi gilda sömu reglur og hverjar aðrar skopmyndir. Hvað sem hverjum kann að „finnast“ um þessa ritstjórn stóðst hún bæði lög og sínar eigin forsendur.
Blaðið fór í prentun, það tók alla jafna nokkra daga að prenta blaðið og koma því í dreifingu, þannig að ég beið bara eins og ég var vanur eftir símtali um að verkinu væri lokið. Hins vegar fékk ég næst hringingu frá framkvæmdastjóra útgáfunnar sem bar sig aumlega eftir að hafa fengið símtal frá löfræðingi einnar kvennanna á þessum myndum, þáverandi umhverfisráðherra. Lögfræðingurinn var með eintak af blaðinu í höndunum var ekki ánægður. Trúnaður Odda risti semsagt svo djúpt að lögfræðingur umhverfisráðherra fékk blaðið í hendurnar á undan ritstjóra þess. Engar skýringar fékk ég á því hverju þetta sætti. Ég hafði reyndar rekið augun í einhverja innrammaða yfirlýsingu um trúnað uppi á vegg í prentsmiðjunni, en hún reyndist greinilega ekki pappírsins virði sem hún var prentuð á.
Eftirmáli þessa atviks varð fréttamatur. Upplaginu var eytt, umbrotinu breytt og allt prentað upp á nýtt. Jafnvel þótt við hefðum lögin á okkar bandi þótti útgefandanum ekki rétt að standa í illdeilum við ríkisstjórnina. Jafnvel þótt trúnaður Odda við okkur sem verkkaupa hefði verið svívirtur þótti ekki rétt að standa í illindum við þá heldur. Útgáfan var háð prentsmiðjunni með alla þjónustu og síðar komst ég reyndar að því að útgáfan skuldaði prentsmiðjunni svo mikið að það var aðeins fyrir náð og miskunn (og viðskiptavit) að prenstmiðjan var ekki búin að taka útgáfuna upp í skuld.
Þannig að þið sem ætlið að kaupa ykkur prentþjónustu hjá Odda sem útheimtir trúnað: Gætið þess að prentefnið ykkar sé ekki eitthvað sem einhverjum, sem kemur að verkinu á einhverjum tíma prentvinnslunnar, gæti dottið í hug að einhver einhvers staðar úti í bæ myndi vilja sjá.
þriðjudagur, mars 18, 2008
Xenófób kemst í feitt
Nýlega var Gaukur Úlfarsson var dæmdur til fjársekta fyrir að kalla Ómar R. Valdimarsson „aðalrasista bloggheima“. Dómurinn er að mínu mati gersamlega fráleitur. Ekki aðeins vegna þess að Ómar er langt frá því að vera aðalrasisti bloggheima (í þeim efnum kemst hann ekki með tærnar þar sem svæsnustu rotþrærnar á netinu eru með hælana), heldur vegna þess að ef dómurinn er fordæmisgefandi, sem hann hlýtur að vera, er enginn endir fyrirsjáanlegur á þeim málaferlum sem framundan eru. Íslenskir femínistar gætu upp til hópa sest í helgan stein og lifað í vellystingum praktuglega á kostnað bloggandi pungrottna, stjórnmálamenn fyndu nýja tekjulind og þannig mætti lengi telja. Jafnvel Gilzenegger væri vís með að koma út í plús ef allt væri tínt til.
Í mínum huga réttlæta þau óhefluðu skrif Ómars, sem urðu tilefni þess að umrædd orð féllu, alls ekki ásakanir um rasisma. Þvert á móti þá er barnalegt að vilja engu illu trúa upp á útlendinga, bara vegna þess að þeir eru útlendingar og maður hefur andúð á útlendingahatri. Ómar er alls ekki einn um að telja útskýringar ákveðins útlendings á þeim ávirðingum sem á hann hafa verið bornar langsóttar og ósannfærandi. Þessar ásakanir hafa verið settar fram á mun rökfastari, yfirvegaðri og trúverðugri hátt en Ómar gerði í geipi sínu. Slóðin er icelandweatherreport.com (leitið að „jadetree“).
Gauki til afsökunar verður að taka fram að Ómar þessi hefur reyndar orðið uppvís að fordómum í garð útlendinga og því er erfitt að komast hjá því að lesa skrif hans með þeim fyrirvara. Sem almanntengslafulltrúi Impregilo lýsti hann því yfir að víðtæk matareitrun meðal starfmanna fyrirtækisins stafaði af því að þeir kynnu ekki að þvo sér um hendurnar. Samkvæmt mínum skilningi felst rasismi hins vegar í fordómum í garð fólks af öðrum kynþætti en manns eigin, óháð uppruna þess. Ómar hefur fremur látið í ljós fordóma í garð erlends vinnuafls en annarra kynþátta og því nær að tala um xenófóbíu en rasisma í hans tilfelli.
Það er semsagt mín skoðun að Ómar sé sekur um fordóma gegn útlendingum, Gaukur um barnaskap og héraðsdómur Reykjavíkur um heimsku. Sekt hinna síðastnefndu er að mínu mati sýnu alvarlegust. Hún veldur mestum skaða.
Í mínum huga réttlæta þau óhefluðu skrif Ómars, sem urðu tilefni þess að umrædd orð féllu, alls ekki ásakanir um rasisma. Þvert á móti þá er barnalegt að vilja engu illu trúa upp á útlendinga, bara vegna þess að þeir eru útlendingar og maður hefur andúð á útlendingahatri. Ómar er alls ekki einn um að telja útskýringar ákveðins útlendings á þeim ávirðingum sem á hann hafa verið bornar langsóttar og ósannfærandi. Þessar ásakanir hafa verið settar fram á mun rökfastari, yfirvegaðri og trúverðugri hátt en Ómar gerði í geipi sínu. Slóðin er icelandweatherreport.com (leitið að „jadetree“).
Gauki til afsökunar verður að taka fram að Ómar þessi hefur reyndar orðið uppvís að fordómum í garð útlendinga og því er erfitt að komast hjá því að lesa skrif hans með þeim fyrirvara. Sem almanntengslafulltrúi Impregilo lýsti hann því yfir að víðtæk matareitrun meðal starfmanna fyrirtækisins stafaði af því að þeir kynnu ekki að þvo sér um hendurnar. Samkvæmt mínum skilningi felst rasismi hins vegar í fordómum í garð fólks af öðrum kynþætti en manns eigin, óháð uppruna þess. Ómar hefur fremur látið í ljós fordóma í garð erlends vinnuafls en annarra kynþátta og því nær að tala um xenófóbíu en rasisma í hans tilfelli.
Það er semsagt mín skoðun að Ómar sé sekur um fordóma gegn útlendingum, Gaukur um barnaskap og héraðsdómur Reykjavíkur um heimsku. Sekt hinna síðastnefndu er að mínu mati sýnu alvarlegust. Hún veldur mestum skaða.
Bakþankar í Fréttablaðinu 16. mars 2008
þriðjudagur, mars 04, 2008
Sókn í Vatnsmýri
Þær hugmyndir um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar sem nú liggja fyrir eru dásamlegar. Ég öfunda afkomendur mína af því að fá að njóta þeirrar byggðar sem þar mun rísa, því sjálfum mun mér varla endast aldur til að sjá hana fullkláraða. Þarna verður blönduð miðborgarbyggð, svipuð eftirsóttustu hverfunum í Reykjavík um þessar mundir, Þingholtunum og Vesturbænum. Ég varð ótrúlega feginn að sjá að skipulagið gerði ekki ráð fyrir eintómum botnlöngum út frá steingeldum verslunar- og þjónustukjarna, heldur eðlilegri framlengingu af byggðinni sem fyrir er í nágrenninu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu háskóla, útivistarsvæðum, blandaði íbúðabyggð, verslunum, leikskólum, grunnskólum og framhaldsskóla. Þarna verður allt til alls. Nema kirkja.
Nú hef ég í sjálfu sér engar áhyggjur af því að á venjulegum sunnudegi verði ekki pláss fyrir kirkjurækna Vatnsmýringa framtíðarinnar í kirkjunum í nágrenninu, Neskirkju, Hallgrímskirkju og Dómkirkjunni. Í Vatnsmýri er hins vegar gert ráð fyrir 10 – 15 þúsund manna íbúabyggð. Það er um það bil tvöfaldur íbúafjöldi meðalsóknar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Af þessu fólki má reikna með að 8 – 12 þúsund, varlega áætlað, vilji skíra börnin sín og ferma, gifta sig í kirkju og hljóta kirkjulega útför. Af eðlilegum ástæðum eru því takmörk sett hve margar athafnir geta farið fram í einni kirkju á einum degi. Þrátt fyrir að þessi tölfræði sé fyrirliggjandi gerir engin tillagnanna ráð fyrir því að þessi þjónusta verði í boði í hverfinu. Jafnvel tillagan, þar sem búið er að ákveða hvar McDonald's og IKEA eiga að vera, gerir ekki ráð fyrir kirkju.
Freistandi væri að draga af þessu einhverjar ályktanir um stöðu kirkjunnar í nútímasamfélagi eða geistlegar áherslur skipulagsfræðinga, en ég ætla láta það ógert. Ég held að þetta sé bara vanhugsað. Allir hljóta að sjá, óháð sinni persónulegu trúarafstöðu, að óskað verður eftir þessari þjónustu í hverfinu. Af þeim sökum efast ég ekki um að í Vatnsmýri rísi kirkja með fjölgun íbúanna. Hennar verður einfaldlega þörf. Ég held bara að það væri sniðugra að skipulagið gerði ráð fyrir því frá byrjun.
Bakþankar í Fréttablaðinu 2. 3. 2008
Nú hef ég í sjálfu sér engar áhyggjur af því að á venjulegum sunnudegi verði ekki pláss fyrir kirkjurækna Vatnsmýringa framtíðarinnar í kirkjunum í nágrenninu, Neskirkju, Hallgrímskirkju og Dómkirkjunni. Í Vatnsmýri er hins vegar gert ráð fyrir 10 – 15 þúsund manna íbúabyggð. Það er um það bil tvöfaldur íbúafjöldi meðalsóknar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Af þessu fólki má reikna með að 8 – 12 þúsund, varlega áætlað, vilji skíra börnin sín og ferma, gifta sig í kirkju og hljóta kirkjulega útför. Af eðlilegum ástæðum eru því takmörk sett hve margar athafnir geta farið fram í einni kirkju á einum degi. Þrátt fyrir að þessi tölfræði sé fyrirliggjandi gerir engin tillagnanna ráð fyrir því að þessi þjónusta verði í boði í hverfinu. Jafnvel tillagan, þar sem búið er að ákveða hvar McDonald's og IKEA eiga að vera, gerir ekki ráð fyrir kirkju.
Freistandi væri að draga af þessu einhverjar ályktanir um stöðu kirkjunnar í nútímasamfélagi eða geistlegar áherslur skipulagsfræðinga, en ég ætla láta það ógert. Ég held að þetta sé bara vanhugsað. Allir hljóta að sjá, óháð sinni persónulegu trúarafstöðu, að óskað verður eftir þessari þjónustu í hverfinu. Af þeim sökum efast ég ekki um að í Vatnsmýri rísi kirkja með fjölgun íbúanna. Hennar verður einfaldlega þörf. Ég held bara að það væri sniðugra að skipulagið gerði ráð fyrir því frá byrjun.
Bakþankar í Fréttablaðinu 2. 3. 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)