Það er fallegt af Rússum að hafa samúð með sjálfstæðistilburðum Abkasa og S-Osseta í Georgíu og viðurkenna sjálfstæði þeirra. Hins vegar er vandræðalegt hvað þeir eiga erfitt með að hafa viðlíka samúð með uppreisnarhópum og sjálfstæðistilburðum þjóðarbrota innan sinna eigin landamæra. Sagði einhver Téténía? Sömuleiðis er fallegt af Vesturveldunum að hafa samúð með Kósóvó-Albönum og viðurkenna héraðið sem sjálfstætt ríki. Hins vegar er það vandræðalegt hvað þeir eiga erfitt með að sýna Abkösum og Ossetum viðlíka samúð. Hver er munurinn á Abkasíu, Kósóvó, S-Ossetíu og Téténíu? Í raun er eini munurinn í því fólginn hverra hagsmunum sjálfstæði hvers og eins þeirra þjónar, hvort héröðin heyra undir Rússa og lagsmenn þeirra eða lagsmenn Vesturlanda. Það er deginum ljósara að afstaða bæði Vesturveldanna og Rússa til hvers og eins tilfellis byggir að engu leyti á prinsippatriðum og öllu leyti á þeirra eigin hagsmunum. Það er erfitt að fylgjast með alþjóðapólitíkinni um þessar mundir án þess að fyllast viðurstyggð á öllum deiluaðilum.
Á sama tíma ...
... hafa íslenskir fjölmiðlar einna mestar áhyggjur af 72.000 kalli sem eytt er í vinnuhelgi fyrir sjö manna nefnd, rétt eins og það sé höfuðatriði hvar á landinu hún hafi verið haldin. Hvað þarf að vera forpokaður sófasossi til að nenna að gera veður út af því? Það er ekki eins og um sé að ræða milljónir til að fara með einn ráðherra og hennar nánustu á einn kappleik, henni sjálfri til ánægju og einskis annars nema allmikils vinnutaps hjá ráðuneytinu? Vera hennar á vellinum skipti nákvæmlega engu máli. Hún hefur reynt að halda öðru fram, en hafi hún rétt fyrir sér hefði hún að mínu mati átt að hafa vit á að þegja um það. Þeir fóru ekki að tapa fyrr en hún dúkkaði upp.
Fjölmiðlamenn sem leggja þetta tvennt að jöfnu eru að bera saman kettling og tígrisdýr. Þeir stjórnast greinilega frekar af moldviðrisfíkn en sannleiksleit.
föstudagur, ágúst 29, 2008
föstudagur, ágúst 22, 2008
Í dag var ekki bara stór dagur ...
... í íþróttasögu þjóðarinnar og jafnvel sögu lýðveldisins, eins og bent hefur verið á. Þetta var ekki síður stór dagur í sögu íslenskrar tungu, því í dag fæddist „langefsta stig“ lýsingarorða sem forsetfrúin á allan heiður að. Langefsta stig lýsingarorða er aðeins notað við afar hátíðleg tækifæri, eins og í dag. Til hamingju.
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
Stjörnum prýdd veifa
(Francis Scott Key – íslensk þýðing: D. Þ. J.)
Ó, sérðu í sýn
gegn um sorta og ský
tákn um dirfsku og dug
meðan dagurinn rennur?
Yfir veraldar vél
blaktir vindinum í
merki ofsa og elds
sem í æðum oss brennur.
Þó að taki vort blóð
Ó, sérðu í sýn
gegn um sorta og ský
tákn um dirfsku og dug
meðan dagurinn rennur?
Yfir veraldar vél
blaktir vindinum í
merki ofsa og elds
sem í æðum oss brennur.
Þó að taki vort blóð
sprengjublossanna glóð
þá berjumst vér enn fyrir fullvalda þjóð.
Ó, blaktir enn fáni vor fagur og hýr
fyrir heimaland frjálst þar sem hugprýði býr?
Fyrir nokkrum árum fékk ég það verkefni að þýða til talsetningar kvikmynd sem hét Racing Stripes. Hún fjallaði um sebrahestinn Stripes, sem á íslensku hét Brandur, en hann átti sér þann draum æðstan að verða veðhlaupahestur. Auðvitað fékk myndin því nafnið Eldi-Brandur á íslensku. Þegar stóra uppgjörið verður í myndinni, veðhlaupið þar sem Brandur sýnir hvað í honum býr, rísa allir á skeiðvellinum á fætur og syngja þjóðsöng Bandaríkjanna, eins og tíðkast víst á allflestum íþróttaviðburðum þarna vestanhafs. Þetta gerði það að verkum að ég þurfti að finna íslenskan texta við lagið. Hófst nú æðisgengin leit að honum, en þótt ég nyti aðstoðar menningarfulltrúa bandaríska sendiráðsins við hana bar hún engan árangur. Það varð því úr að ég neyddist til að hnoða sjálfur saman einhverri þýðingu. Þannig varð textinn hér að ofan til. Sennilega er þetta þekktasti söngtexti sem ég hef gert tilraun til að snara. Um daginn var ég að taka til í þýðingamöppunni hjá mér og rak augun í þetta skjal. Þá datt mér í hug að leyfa lesendum mínum að njóta kveðskaparins með mér, ef í hópi þeirra skyldu leynast íslenskumælandi Bandaríkjamenn sem saknað hafa þess að geta ekki sungið þjóðsönginn sinn á því ylhýra. Það vandamál heyrir þar með sögunni til. En ef einhverjir sem álpast til að lesa þetta vita um aðra (og sennilega skárri) þýðingu eru ábendingar þegnar.
þá berjumst vér enn fyrir fullvalda þjóð.
Ó, blaktir enn fáni vor fagur og hýr
fyrir heimaland frjálst þar sem hugprýði býr?
Fyrir nokkrum árum fékk ég það verkefni að þýða til talsetningar kvikmynd sem hét Racing Stripes. Hún fjallaði um sebrahestinn Stripes, sem á íslensku hét Brandur, en hann átti sér þann draum æðstan að verða veðhlaupahestur. Auðvitað fékk myndin því nafnið Eldi-Brandur á íslensku. Þegar stóra uppgjörið verður í myndinni, veðhlaupið þar sem Brandur sýnir hvað í honum býr, rísa allir á skeiðvellinum á fætur og syngja þjóðsöng Bandaríkjanna, eins og tíðkast víst á allflestum íþróttaviðburðum þarna vestanhafs. Þetta gerði það að verkum að ég þurfti að finna íslenskan texta við lagið. Hófst nú æðisgengin leit að honum, en þótt ég nyti aðstoðar menningarfulltrúa bandaríska sendiráðsins við hana bar hún engan árangur. Það varð því úr að ég neyddist til að hnoða sjálfur saman einhverri þýðingu. Þannig varð textinn hér að ofan til. Sennilega er þetta þekktasti söngtexti sem ég hef gert tilraun til að snara. Um daginn var ég að taka til í þýðingamöppunni hjá mér og rak augun í þetta skjal. Þá datt mér í hug að leyfa lesendum mínum að njóta kveðskaparins með mér, ef í hópi þeirra skyldu leynast íslenskumælandi Bandaríkjamenn sem saknað hafa þess að geta ekki sungið þjóðsönginn sinn á því ylhýra. Það vandamál heyrir þar með sögunni til. En ef einhverjir sem álpast til að lesa þetta vita um aðra (og sennilega skárri) þýðingu eru ábendingar þegnar.
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Óréttlæti heimsins
Í seinni tíð hef ég tekið eftir því að samúð mín með fólki sem vorkennir sjálfu sér og finnst heimurinn leika það ósköp grátt, hefur minnkað jafnt og þétt. Það er nefnilega grátlega augljóst að þetta fólk er yfirleitt ekki að bera sig aumlega yfir óréttlæti heimsins sem slíku, heldur því að heimurinn skuli aldrei þessu vant vera óréttláttur því sjálfu í óhag. Ég heyri þetta fólk nefnilega aldrei býsnast yfir því þegar aðrir verða fyrir barðinu á óréttlæti heimsins. Sjálfsvorkunnin er í raun ekkert annað en illa dulbúin eigingirni og heimtufrekja.
Það er ekkert eðlilegt við að vera alltaf hamingjusamur. Lífið virkar einfaldlega ekki þannig. Fólk verður fyrir skakkaföllum. Fólk eldist, veikist og deyr. Slys og náttúruhamfarir eiga sér stað. Heimurinn er ósanngjarn, það er of augljóst til að um það þurfi að hafa mörg orð eða verja miklum tíma í að svekkja sig á því. Enginn kemst í gegn um heilt líf án þess að verða fyrir harmi og missi.
Sá sem upplifir heiminn sem eintómt sólskin og sleikipinna allt sitt líf er í besta falli verulega raunveruleikafirrtur, í versta falli gersamlega siðblindur. Hvernig dettur fólki í hug að gera þá kröfu á lífið að því eigi alltaf að líða voðalega vel? Hvað gaf því þá hugmynd til að byrja með að slíkar væntingar væru raunhæfar? Hvað fékk það til að halda að slíkt viðhorf væri eitthvað annað en óbrigðul uppskrift að vonbrigðum?
Er þá engum vorkunn? Jú, auðvitað. Það er einmitt á sorgarstundum sem maðurinn hefur þá dásamlegu tilhneigingu að sýna sínar fegurstu hliðar; samhygð og kærleika, bróðurþel og umhyggju. Þá berum við hvert annað. Að gera út á þessi göfugu viðbrögð til að koma sér undan því að standa sjálfur í lappirnar er hins vegar bara ljótt.
Við eigum enga heimtingu á því að líða alltaf vel. Við getum aðeins vænst þess að líða eins vel og eðlilegt er miðað við kringumstæður. Því fyrr sem við sættum okkur við það, þeim mun meiri gremju spörum við okkur á lífsleiðinni. Þess vegna er skynsamlegra að vera þakklátur fyrir það sem er í lagi, en að vera á bömmer yfir því sem er ekki lagi. Og ef við sjálf erum í lagi eru allar líkur á því að við njótum kærleika þegar lífið leikur okkur þannig að okkur líður ekki sem best.
Það er ekkert eðlilegt við að vera alltaf hamingjusamur. Lífið virkar einfaldlega ekki þannig. Fólk verður fyrir skakkaföllum. Fólk eldist, veikist og deyr. Slys og náttúruhamfarir eiga sér stað. Heimurinn er ósanngjarn, það er of augljóst til að um það þurfi að hafa mörg orð eða verja miklum tíma í að svekkja sig á því. Enginn kemst í gegn um heilt líf án þess að verða fyrir harmi og missi.
Sá sem upplifir heiminn sem eintómt sólskin og sleikipinna allt sitt líf er í besta falli verulega raunveruleikafirrtur, í versta falli gersamlega siðblindur. Hvernig dettur fólki í hug að gera þá kröfu á lífið að því eigi alltaf að líða voðalega vel? Hvað gaf því þá hugmynd til að byrja með að slíkar væntingar væru raunhæfar? Hvað fékk það til að halda að slíkt viðhorf væri eitthvað annað en óbrigðul uppskrift að vonbrigðum?
Er þá engum vorkunn? Jú, auðvitað. Það er einmitt á sorgarstundum sem maðurinn hefur þá dásamlegu tilhneigingu að sýna sínar fegurstu hliðar; samhygð og kærleika, bróðurþel og umhyggju. Þá berum við hvert annað. Að gera út á þessi göfugu viðbrögð til að koma sér undan því að standa sjálfur í lappirnar er hins vegar bara ljótt.
Við eigum enga heimtingu á því að líða alltaf vel. Við getum aðeins vænst þess að líða eins vel og eðlilegt er miðað við kringumstæður. Því fyrr sem við sættum okkur við það, þeim mun meiri gremju spörum við okkur á lífsleiðinni. Þess vegna er skynsamlegra að vera þakklátur fyrir það sem er í lagi, en að vera á bömmer yfir því sem er ekki lagi. Og ef við sjálf erum í lagi eru allar líkur á því að við njótum kærleika þegar lífið leikur okkur þannig að okkur líður ekki sem best.
föstudagur, ágúst 01, 2008
Fyrirsögn dagsins:
Íkveikja í Nauthólsvík
Talið að kveikt hafi verið í
(24 stundir í dag, bls. 4)
Takið eftir því að aðeins er „talið“ að kveikt hafi verið í. Það er eins og enn sé ekki hafið yfir allan vafa að íkveikjan hafi orðið með þeim hætti, enn sem komið er sé það aðeins líklegasta skýringin á íkveikjunni. Það er sem sagt ekki loku fyrir það skotið að íkveikjan hafi hugsanlega orsakast af öðru en því að kveikt hafi verið í. Ég bíð spenntur eftir endanlegri niðurstöðu úr rannsókn málsins.
Talið að kveikt hafi verið í
(24 stundir í dag, bls. 4)
Takið eftir því að aðeins er „talið“ að kveikt hafi verið í. Það er eins og enn sé ekki hafið yfir allan vafa að íkveikjan hafi orðið með þeim hætti, enn sem komið er sé það aðeins líklegasta skýringin á íkveikjunni. Það er sem sagt ekki loku fyrir það skotið að íkveikjan hafi hugsanlega orsakast af öðru en því að kveikt hafi verið í. Ég bíð spenntur eftir endanlegri niðurstöðu úr rannsókn málsins.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)