föstudagur, september 28, 2007

Til allra

Vinsamlegast sendið þennan texta eða einhvern álíka, kurteislegan en ákveðinn:

Dear Minister

I am deeply concerned by the reports that hundreds of monks and other peaceful protesters, including well-known comedian Zargana and member of parliament Paik Ko have been detained.

I strongly urge the Myanmar authorities to release them immediately and unconditionally, unless they are to be charged with recognizably criminal offences. I call on the authorities to ensure that, while they remain in custody, all the detainees are held only in official places of detention, and are given immediate access to lawyers, their families and any medical treatment they may require. I also call on the authorities to ensure that the detainees are not subjected to torture or any other ill-treatment.

I call on the authorities to ensure that all people in Myanmar are able to peacefully exercise the rights to freedom of expression, association and assembly without fear of harassment, intimidation or arbitrary detention, in line with international human rights standards.

Yours Sincerely

Utanáskriftin er

Foreign Minister Nyan Win
Ministry of Foreign Affairs
Naypyitaw
Union of Myanmar

Fax: +95 1 222 950 OR +95 1 221 719

E-mail: mofa.aung@mptmail.net.mm

Reynslan hefur sýnt að venjulegt fólk getur haft áhrif!

þriðjudagur, september 18, 2007

Veldi tilfinninganna

Í síðustu viku heyrði ég mætan mann fullyrða að vitræn umræða um trúmál sé í skötulíki á Íslandi, fólk geri ekki annað en að „skiptast á tilfinningum“. Mér þóttu þetta stór orð, því í mínum huga er trú fyrst og fremst tilfinning en ekki niðurstaða fræðilegrar rökleiðslu. Hvernig er hægt að gera lítið úr mikilvægi trúartilfinningarinnar?
Þetta kvöld var ný auglýsing fyrir þriðju kynslóð farsíma frumsýnd – eins og eftir pöntun – og þá áttaði ég mig á því hvað átt var við. Í kjölfarið kepptust menn nefnilega við að lýsa því hvað þeim „fannst“ um auglýsinguna, hvort hún særði „trúartilfinningu“ þeirra eða ekki. Jafnvel fulltrúar kirkjunnar tjáðu sig um auglýsinguna út frá tilfinningum sínum, en engri þeirra fjölmörgu áhugaverðu pælinga sem hún býður upp á, nánast eins og þeir hafi útskrifast úr Háskóla Íslands sem tilfinningaverur en ekki sem fræðimenn.
Það gildir nefnilega einu hvað séra eða herra Pétri eða Páli „finnst“. Á Íslandi rúmast 300.000 misólíkar tilfinningar til trúar og kristni. Sem betur fer búum við í landi þar sem hver og einn hefur rétt til að finnast það sem honum sýnist. Það er jafnfráleitt að miða tjáningarfrelsið við tilfinningalíf kirkjunnar manna og að miða það við mitt, mömmu eða Jóa í hinum endanum. Þeirra tilfinningar eru hvorki réttmætari né merkilegri en mínar, mömmu eða Jóa. Tilfinningar þeirra gefa þeim enga sérstöðu. Hins vegar eiga þeir að búa yfir þekkingu sem hvorki ég, mamma né Jói í hinum endanum höfum. Hvernig væri að miðla okkur frekar af henni?
Hverju hefði símtalið breytt? Vissi Jesús þetta ekki fyrir? Langaði hann til að ganga út í opinn dauðann? Af hverju er hann reiðubúinn til þess? Fyrir hvað fórnaði hann sér? Sannleikann? Mannkynið? Af hverju er Júdas að segja brandara? Svíkur hann Jesú fyrir peningana eða til að koma sér í mjúkinn hjá þotuliðinu? Var það guðleg forsjón að Síminn skyldi líka fara flatt á því að skipta við Júdas og auglýsa Krist sem viðskiptavin samkeppnisaðilans? Hverju ert þú reiðubúinn til að fórna fyrir sannleikann? En fyrir vinsældir? Hverja ert þú reiðubúinn til að svíkja fyrir velþóknun yfirvaldsins?
Mikill guðfræðingur er Jón Gnarr.
Hvar eru hinir?
Bakþankar í Fréttablaðinu 16. 9. 2007

fimmtudagur, september 06, 2007

Áhugavert persónuleikapróf

You scored as Emergent/Postmodern,You are Emergent/Postmodern in your theology. You feel alienated from older forms of church, you don't think they connect to modern culture very well. No one knows the whole truth about God, and we have much to learn from each other, and so learning takes place in dialogue. Evangelism should take place in relationships rather than through crusades and altar-calls. People are interested in spirituality and want to ask questions, so the church should help them to do this.

What's your theological worldview?
created with QuizFarm.com

mánudagur, september 03, 2007

Góðir Stakkfirðingar

Örnefni eru vandmeðfarin því fólk tekur við þau ástfóstri, eins og dæmin sanna. Ekki er langt síðan lá við borgarastyrjöld norður í landi vegna ágreinings um heiti á fjalli. Við sameiningu íslenskra sveitarfélaga komu upp svipuð vandamál. Sumir Keflvíkingar harðneituðu að vera annað en Keflvíkingar áfram og Njarðvíkingar tóku í svipaðan streng. Niðurstaðan var hið afleita nafn Reykjanesbær.
Nafnið er í fyrsta lagi afleitt vegna hrokans sem það lýsir. Þessu má líkja við að Ísafjörður héti skyndilega Vestfjarðabær – af fullkomnu tillitsleysi við Bolvíkinga, Þingeyringa, Tálknfirðinga og aðra Vestfirðinga.
Í öðru lagi er það afleitt vegna þess hve óþjált og tilgerðarlegt það er. Enginn tekur ástfóstri við svona örnefni, sem er í raun aðeins pólítísk þrautalending án tengsla við sögu, land eða lýð. Enda hafa Keflvíkingar purkunarlaust haldið áfram að vera Keflvíkingar og Njarðvíkingar Njarðvíkingar. Þannig skila orðin „Keflvíkingur“ og „Keflvíkingar“ 13.460 niðurstöðum séu þau „gúgluð“, „Njarðvíkingur“ og „Njarðvíkingar“ 5.250 niðurstöðum en „Reykjanesbæingur“ og „Reykjanesbæingar“ samtals 27. Nafnið er ónothæft. Fyrir vikið er sungið „Ó, Keflavík“ á Ljósanótt, en ekki „Ó, Njarðvík“ eða „Ó, Reykjanesbær“. (Hvernig skyldu Siglfirðingar taka því ef Fjallabyggðarlagið héti „Ó, Ólafsfjörður“?)
Loks er það ekki annað en hvimleið meinloka og lýti á landakortum að sveitarfélög verði að heita „bær“ eða „byggð“. Um árabil hefur verið hægt að segjast vera í Hafnarfirði án þess að nokkur vaði í þeirri villu að ekki sé átt við bæinn heldur fjörðinn sem bærinn er kenndur við.
Stakksfjörður er fallegt örnefni með merkilega sögu. Þetta er breiður og djúpur fjörður sem gengur suður úr Faxaflóa og afmarkast að austan af Keilisnesi en af Stakksnípu í Hólmsbergi á Rosmhvalanesi að vestan. Hann dregur nafn sitt af stökum klettadrangi, Stakki, sem er undan Hólmsbergi. Inn úr Stakksfirði ganga tvær víkur, Keflavík og Njarðvík. Því má færa rök fyrir því að bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar séu Stakkfirðingar. Það gerir þá ekki að minni Keflvíkingum eða Njarðvíkingum.
Ég óska öllum Stakkfirðingum til hamingju með hátíðahöld helgarinnar og byggð í Stakksfirði blómlegra daga um alla framtíð.
Bakþankar í Fréttablaðinu 1. 9. 2007