fimmtudagur, september 06, 2007

Áhugavert persónuleikapróf

You scored as Emergent/Postmodern,You are Emergent/Postmodern in your theology. You feel alienated from older forms of church, you don't think they connect to modern culture very well. No one knows the whole truth about God, and we have much to learn from each other, and so learning takes place in dialogue. Evangelism should take place in relationships rather than through crusades and altar-calls. People are interested in spirituality and want to ask questions, so the church should help them to do this.

What's your theological worldview?
created with QuizFarm.com

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt. Ég tók þetta líka upp á grínið og fékk sömu niðurstöðu og þú (þ.e.a.s. ef ég væri kristinn). Ætli það sé ekki samdóma álit okkar um að Biblían sé kjaftæði og siðfræði Ésúsar spillt og úrelt sem veldur að við komum eins út. ;-)
Daníel

Davíð Þór sagði...

Ég gaf nú siðfræði Jesú hæstu einkunn í minni úrlausn, en gaf hins vegar minna út á bókstafstrú á Biblíuna og dogmatík hinna ýmsu kirkna. Hins vegar ert þú allt of vel upplýstur, kæri Daníel, til að láta hafa það eftir þér að Biblían sé kjaftæði, þótt auðvitað sé afar vafasamt, svona akademískt séð, að álíta hana áreiðanlega sagnfræði (þótt Síminn virðist gera það). Það er meira í lífinu en sagnfræði. Hvernig siðfræði aðhyllist annars sá sem telur siðfræði Jesú spillta og úrelta, að RANGT sé að koma eins fram við aðra og maður vill að þeir komi fram við sig? Er ekki nær að kalla þá afstöðu siðblindu frekar en siðfræði?

Gunnlaugur Þór Briem sagði...

Það er óþarft að láta eins og Daníel hafi meint „að RANGT sé að koma eins fram við aðra og maður vill að þeir komi fram við sig.“
Siðferðisviðmið Jesúsar birtast víðar (og öðruvísi) en í Matteusi 7:12.

Í Matteusi 15:4 vitnar hann til dæmis í þessi gæskuríku orð Guðs: „Hver sem formælir föður eða móður, skal dauða deyja“ ... og verður ekki annað séð en að honum þyki sú dómharka fullgild.

Nokkrum versum síðar leitar kona ásjár hans vegna veikrar (andsetinnar) dóttur sinnar ... og hann gefur skít í hana vegna þess að hún er af þjóð sem hann líkir við hunda.

Og í Matteusi 19:29: „Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf.“

Að yfirgefa börnin sín ... ríkulega verðlaunað!

Þessi margtuggnu dæmi þekkir þú líklega betur en við flest (og sjálfsagt einhverja bætifláka sem reynt er að bera í fyrir þau). Lá ekki beint við að Daníel vísaði til þessara dæma frekar en til gullnu reglunnar? Var þá andsvar þitt eitthvað annað en --- fyrirgefðu hreinskilnina --- ódýr og ósanngjörn retorík?

Gunnlaugur Þór Briem sagði...

(... en um leið sanngjarnt að hafa í huga að Daníel var fyrri til að pota! ☺ )

Nafnlaus sagði...

Ég á að vera Emergent/Postmodern 86% og er það vel. En ég á að vera líka Evangelical Holiness/Wesleyan 79%.

Nafnlaus sagði...

Sæll, bróðir. Mér sýnist Ggunnlaugur Briem hafa svarað fyrir mig. Auðvitað er ekki allt sem Ésús sagði bull en margar skoðanir hans virka siðferðilega vafasamar í nútímanum. Þegar ég sagði að Biblían væri kjaftæði átti ég ekki við að hún væri ekki merkileg og að í henni væru engar gildar hugmyndir. Það er bara ekki jafn sterkt að segja 80% Biblíunnar er kjaftæði. Hafðu það annars gott.
Daníel

Nafnlaus sagði...

Btw. þá er það hluti af Konfúsíisma, að gera ekki öðrum það sem þú vilt ekki að þeir geri þér og á að vera haft eftir Konfúsíusi sjálfum. Þetta finnst mér siðferðilega betra en komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig, því hjá Konfúsíusi fær maður að vera í friði en Kristur vill þröngva sínum skoðunum upp á aðra. Gullna reglan er því mun eldri en Kristni.
-Daníel-

Davíð Þór sagði...

Það er rétt, kæri bróðir, að Konfúsíus gengur ekki eins langt og Kristur. Konfúsíus segir: Ekki vera vondur. Kristur segir: Vertu góður. Ég vil nú ekki þröngva skoðunum mínum upp á aðra, en mér finnst speki Krists ólíkt gullnari. Og ef þau orð Krists, sem í bókstaflegri merkingu virðast vera á skjön við gullnu regluna, ógilda hana - hvað er þá svona gullið við hana? Auðvitað verður að skoða önnur ummæli Krists í gegn um hana og æðsta boðorðið - kærleiksboðorðið (silfruðu regluna?). Þegar Kristur virðist andmæla þeim hlýtur hann að eiga við eitthvað annað en bókstaflega merkingu orðanna eins og hún birtist vestrænum 21. aldar lesenda, enda þau ekki mælt til hans eða með hans menningarlega bakgrunn og heimsmynd í huga.
Kannski að Konfúsíus fengi bronsið - á góðum degi.
Ástarkveðja.

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt test Davíð, gaman að prófa sig í þessu.

Kannski við ættum bara að stofna eina kirkjuna enn? he he.

Held annars að svarið mitt passi vel við að sækja Laugarneskirkju, Bjarni Karls. er ansi hrint á minni línu og margir þar með.