Í jólamánuðinum las ég einhvers staðar að litur jólanna í ár væri svartur. Ég man að ég brosti með sjálfum mér og hugsaði eitthvað á þá leið að enginn væri nú svo leiðitamur leiksoppur hippsins og kúlsins að hann léti telja sér trú um svoleiðis fásinnu. En svo fór ég í bankann.
Þar vakti það athygli mína að neðan úr loftinu hjá gjaldkeranum hékk eitthvað kolsvart, oddhvasst og andstyggilegt flykki. Ég þurfti að virða það fyrir mér alllengi áður en mér varð ljóst að þetta átti að vera stjarna. Hún líktist nefnilega engri stjörnu, heldur mun frekar pyntingatóli úr einhvers konar sadómasókískri kynlífsdýflissu. Þegar ég litaðist betur um í bankanum sá ég líka á miðju gólfi grenitré sem engu var líkara en kviknað hefði í. Það var biksvart.
Nú hef ég svosem enga sérstaka skoðun á því hver litur jólanna á að vera, þeir koma flestir til greina. Kertin standa á grænum greinum, gul og rauð og blá – þegar fellur hvít logndrífa á grund. Eini liturinn sem að mínu mati kemur alls ekki til greina er svartur, teljist hann yfirhöfuð til lita.
Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Á jólunum er því fagnað að daginn tekur að lengja, að myrkrið tekur að víkja fyrir birtu. Margir, sem aðhyllast dýpri og andlegri sannleik í lífi sínu en þann einan sem varðar möndulhalla og snúning jarðar, tengja þessi tímamót ennfremur trú sinni á sigur lífsins á dauðanum, kærleikans á hatrinu og almennt alls þess sem ljós getur verið tákn fyrir á öllu því sem myrkur getur verið tákn fyrir. Jólastjarnan skín, hún rýfur myrkrið. Þess vegna er ekki bara táknfræðilega heldur beinlínis eðlisfræðilega rangt að hún geti verið svört. Myrkrið er svart. Það lýsir því einstaklega yfirgripsmikilli vanþekkingu á eðli jólanna, jafnt sem ljósa- og sólstöðuhátíðar og sem fæðingarhátíðar Krists, að láta sér detta í hug að litur þeirra geti verið svartur.
Því virðast afar lítil takmörk sett hve fólk getur verið reiðubúið til að varpa fyrir róða öllu sem telja mætti til sjálfstæðrar hugsunar til að elta tískustrauma af fullkominni hlýðni. Ég vil því beina þeim tilmælum til tískulögga þjóðarinnar að þær láti jólin í friði. Hina 352 daga ársins mega þær mín vegna leika lausum hala. Er það ekki nóg?
Þar vakti það athygli mína að neðan úr loftinu hjá gjaldkeranum hékk eitthvað kolsvart, oddhvasst og andstyggilegt flykki. Ég þurfti að virða það fyrir mér alllengi áður en mér varð ljóst að þetta átti að vera stjarna. Hún líktist nefnilega engri stjörnu, heldur mun frekar pyntingatóli úr einhvers konar sadómasókískri kynlífsdýflissu. Þegar ég litaðist betur um í bankanum sá ég líka á miðju gólfi grenitré sem engu var líkara en kviknað hefði í. Það var biksvart.
Nú hef ég svosem enga sérstaka skoðun á því hver litur jólanna á að vera, þeir koma flestir til greina. Kertin standa á grænum greinum, gul og rauð og blá – þegar fellur hvít logndrífa á grund. Eini liturinn sem að mínu mati kemur alls ekki til greina er svartur, teljist hann yfirhöfuð til lita.
Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Á jólunum er því fagnað að daginn tekur að lengja, að myrkrið tekur að víkja fyrir birtu. Margir, sem aðhyllast dýpri og andlegri sannleik í lífi sínu en þann einan sem varðar möndulhalla og snúning jarðar, tengja þessi tímamót ennfremur trú sinni á sigur lífsins á dauðanum, kærleikans á hatrinu og almennt alls þess sem ljós getur verið tákn fyrir á öllu því sem myrkur getur verið tákn fyrir. Jólastjarnan skín, hún rýfur myrkrið. Þess vegna er ekki bara táknfræðilega heldur beinlínis eðlisfræðilega rangt að hún geti verið svört. Myrkrið er svart. Það lýsir því einstaklega yfirgripsmikilli vanþekkingu á eðli jólanna, jafnt sem ljósa- og sólstöðuhátíðar og sem fæðingarhátíðar Krists, að láta sér detta í hug að litur þeirra geti verið svartur.
Því virðast afar lítil takmörk sett hve fólk getur verið reiðubúið til að varpa fyrir róða öllu sem telja mætti til sjálfstæðrar hugsunar til að elta tískustrauma af fullkominni hlýðni. Ég vil því beina þeim tilmælum til tískulögga þjóðarinnar að þær láti jólin í friði. Hina 352 daga ársins mega þær mín vegna leika lausum hala. Er það ekki nóg?
Bakþankar í Fréttablaðinu 7. janúar 2007
16 ummæli:
Ótrúlegt. Ótrúlegt.
Fyrir nokkrum árum voru mér gefnar einhverjar tískujólakúlur. Hver það var er mér hulin ráðgáta í dag, en viðkomandi getur ekki hafa þekkt mig vel, því ég er frekar þekktur meðal minna vina og kunningja fyrir það að skreyta ekki um jólin. Ekki það að ég hafi neitt á móti jólunum, frekar skruminu í kringum þau. Þessar tískukúlur þóttu mér með eindæmum ljótar, enda á jólaskraut að vera hallærislegt, er það ekki? Helst sem litríkast, og það er asnalegt þegar litirnir eru of samstæðir. Þetta voru hins vegar ljósgráar og glærar kúlur. Þetta hélt ég að væri hámark smekkleysunnar - þangað til ég fór að sjá svart jólaskraut um jólin sem voru að líða. Hvað kemur næst? Handsprengjur?
Verð að fá að benda á það þér urðu á mistök í Gettu Betur í gærkveldi. Lagið Whiter Shade of Pale er alls ekki eftir Bach. Einungis Hammond línan var innblásin af tónsmíðum Bachs, en lagið sjálft er samið af meðlimum Procol Harum. Þetta hefur verið staðfest fyrir dómstólum í Bretlandi þar sem Matthew Fiesher fór í mál við fyrrum félaga sinn í sveitinni og vildi fá sinn skerf af ágóða lagsins, þar sem hann var einn af höfundum þess.
Kv.
HÖF
Sannleikurinn er afar teygjanlegt hugtak. Vera má að þetta sé rétt. Hins vegar gefa flytjendurnir (Hundur í óskilum) Bach upp sem höfund og ég kaus að líta á þá sem áreiðanlega heimild auk þess sem sambýliskona mín, sem er með klassíska tónlistarmenntun og er sérstakur Bach-aðdáandi, samsinnti þessu. Ég skal leiðrétta þetta berist flóðbylgja kvartana. Annars læt ég duga að höfundurinn sé á reiki, en Bach sé "alla jafna" nefndur höfundurinn.
Ef þú gætir látið það fljóta hér með á síðunni hvenær Gettu betur er á dagskrá væri það vel þegið. Fóbía mín gagnvart sjónvarpi og fjölmiðlum (utan bloggsíðna)öðrum kemur niður á því að muna að fylgjast með því sem vert er að horfa/hlusta á. Nokk er mér sama þó ég hafi ekki verið í tísku um jólin. Tek undir með þér... látið jólin í friði!
Víst samdi Bach þetta lag, eða verk. Það heitir Air á G streng og ég hef oft spilað það. Hljómsveitin hefur kannski bætt eigin músík ofan á en verkið er samt eftir Bach.
Verra er kanski með blómið.
Annars mjög skemmtilegar spurningar.
Hmmm... það er auðveldlega hægt að rökstyðja svarta litinn þó.
Þar sem flestir sæmilega vel gefnir einstaklingar gera sér grein fyrir því að Jólahátíðin er ekki í uppruna kristin heldur komin af hinum fjölmörgu heiðnu trúum sem áður ríktu á jörðinni (ég hef það eftir Jörmundi Inga að Jól sé dregið af Jólni sem var eitt nafna Óðins, og ég tek það sem talsvert sennilega skýringu) getum við litið á nærtækt dæmi úr Völuspá þar sem segir um Ragnarök; 'Svört verða sólskin.'
Sumir hinna fjölmörgu heiðnu manna sem nú lifa líta á Ragnarakaspána sem myndlíkingu fyrir hvarf Sólarinnar þegar líða tekur á veturinn, en að uppúr Ragnarökum stígi nýr dagur, ný sól, og nýr heimur vorsins.
Einnig geta sólir / stjörnur orðið svartar, þá nefnast þær svarthol og búa yfir ægilegum eyðingamætti... Þannig að þar fýkur eðlisfræðineitunin.
Hinsvegar er ég á því að ljósahátíðin eigi ekki að vera hátíð tískulögga, markaðsetningar eða stress... Það er svo fjarri mér að skilja hversvegna fólk vill taka þátt í rottuhlaupi í þau fáu skipti sem þeim býðst tækifæri til afslöppunar.
Vissulega er forleikurinn að laginu algerlega tekinn upp úr Air on a G string en lagið sjálft er ekki tekið beint frá Bach. Veit ekki hvers vegna breskur dómstóll ætti að dæma Fisher höfundarrétt að lagi eftir Bach, þar sem óumdeilt er að hann samdi ekkert í textanum? Kannski er það bara vitleysa í þeim eða ég er að túlka dóminn vitlaust. Tek það fram að ég er enginn sérfræðingur í klassískri tónlist eða tónfræði, en hef hins vegar mikinn áhuga á Procol Harum.
Vil einnig þakka Davíð Þór fyrir skemmtileg efnistök í spurningum, ekki hægt að segja annað en að Gettu betur fari vel af stað þetta árið, allavega spurningalega séð.
KV.
HÖF
Kannski ég bæti aðeins við þetta. Á wikipedia, sem er kannski öruggast heimild í heim þó, segir skýrum stöfum að lagið sé ekki eftir Bach, heldur séð það "inspired" af tónlist Bach og þá sérstaklega Hammond línan sem hljómar eins og Air on the G string. Legg ég málið nú í dóm og haf ekki fleir orð um það. Endurtek hrós mitt til Davíðs fyrir góðar spurningar í keppninni og einnig fyrir besserwiss hans. Ég hlakka til að fylgjast áfram með henni.
KV.
HÖF
Þetta með blómið - já, mér fannst það ekki gott. Reyndar skil ég að villur geti slæðst inn í svona þætti og spurningar en þetta með blómið er þó óumdeilt (gagnstætt því með lag Procul Bachs)
vgunn
Ætla ekki að tjá mig um Gettu betur enda finnst mér bara gaman að horfa á lokaumferðina í sjónvarpinu (taugaspenna annarra er áhugaverð)
Er aftur á móti alveg innilega sammála bakþönkum þeim sem birtust í Fréttablaðinu og uppskáru mikið klapp þeirra sem viðstaddir voru upplestur þeirra, sem voru þónokkuð margir.
Takk kærlega fyrir að koma þessu á framfæri. Vonandi fá jólin að vera í friði fyrir "tískulöggum" framvegis.
Tek undir með pitlinum hér rétt að ofan. Almaty var höfuðborg Kasakstans til 1998 þegar hún var flutt til Astana. Annars fín keppni.
Jón Sigurður
Æ, ekki tókst að hafa fjórða kvöldið villulaust. Maine er nefnilega ekki austasta fylki Bandaríkjanna, heldur er það Alaska.
Ja hérna hér !!
Bassalínan, sem "Whiter shade of Pale" byggir á, er að hluta til eins og sú sem myndar grunninn í "air on a G string" sem heitir reyndar ekki það í raun heldur svíta í D, (B.W.V.1068), og þá er aðeins um að ræða 36 takta í öðrum þætti verksins. (Uppnefnið kom til þegar fiðluleikari nokkur þurfti að merkja sér sinn sólópart í útsetningu.)
Vissulega minnir "hammond" stefið í intrói og millispili Procol Harum á hina undurfallegu línu Jóhanns Sebastians, en það þarf að seilast ansi langt til að halda því fram að um sé að ræða eitt og sama stefið. Bæði verkin, hið rétt 300 ára gamla og hið yngra, eru til á nótum hér í borg svo lítað mál er fyrir hvern og einn að bera saman.
Svo er það sem er kannski kjarni málsins; spurningin "hver samdi "LAGIÐ" Whiter Shade of Pale"?
Bach gerði það sannarlega EKKI enda var hann löngu dauður þegar þetta ágæta lag glumdi í eyrum fyrsta sinni. Félagarnir í Procol Harum sömdu "LAGIÐ" sem hefst á söngtextanum "We skipped the light fandango....."! En þeir byggðu hljómaganginn á svítunni fyrrnefndu og þá aðeins að hluta.
(Hér"http://www.randomhouse.com/wotd/index.pperl?date=20010320" má finna fróðleik um upphafslínu ljóðsins).
(Og hér"http://www.procolharum.com/w/w9901.htm" ljóðið allt).
Og er hér "http://www.bachcentral.com/suites/air.html" hægt að hlusta á annan þátt svítu númer 3.
Wikipedia er líklega allra óáreiðanlegasta heimild veraldar um nokkurn skapaðan hlut enda hverjum og einum frjálst að rugla þar með staðreyndir út í hið óendanlega.
Á þessari slóð "http://www.lasr.cs.ucla.edu/geoff/prognotes/bach/airGstring.html" er smá fróðleikur um svítuna hans Bachs.
Og að lokum er rétt að benda á að höfuðáttirnar breytast ekki eftir geðþótta manna. Sá sem staddur er í miðjum Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur Main sér til austurs og Alaska sér til vesturs, hvort sem viðkomandi horfir í norður eða suður. Austurströndin er austanmegin og vesturströndin vestanmegin.
Að sönnu sagði Grettir: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, en það sagði Kári Sölmundarson líka þegar hann var að lýsa afrekum Bjarnar úr Mörk. Og Kári var eldri en Grettir þannig að mér finnst eðlilegt að hann hafi höfundarrétt á þessum ummælum. Kv Þorvaldur
Það er rétt hjá Hirti að höfuðáttirnar breytist ekki eftir geðþótta manna. Hins vegar þarf einhvers staðar að draga mörkin á milli austurs og vesturs og er það gert við 180. lengdarbaug. Aleutian eyjarnar liggja beggja megin við þennan lengdarbaug og eru þessar eyjar því bæði austasti og vestasti punktur Bandaríkjanna. Svipuð spurning var reyndar í GB fyrir 2 árum þar sem sagt var að Hawaii væri syðsta fylkið en spurt hvaða fylki væri nyrst, austast og vestast. Svarið við því var Alaska.
Wikipedia er líklega allra óáreiðanlegasta heimild veraldar um nokkurn skapaðan hlut enda hverjum og einum frjálst að rugla þar með staðreyndir út í hið óendanlega.
en ef þú setur "Internetið" í stað Wikipedíu?
... þú vitnaðir sjálfur í síðurnar
randomhouse.com,
procolharum.com og
bachcentral.com
hverra höfundar gætu allt eins verið þú og mamma þín. ekki illa meint.
gæðakerfi Wikipedíu:
http://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Consensus
=> það er ekki jafn auðvelt að breyta efni á WP eins og Steven Colbert lætur upp með.
að því ógleymdu að ég er óáreiðanlegasta heimild veraldar um alla skapaða hluti, ekki Wpedía.
treystu engum Howser, engum!
Skrifa ummæli