miðvikudagur, nóvember 29, 2006
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Að kippa lýðræðinu úr sambandi
Íslenskan er yndislega gegnsætt mál. Við búum í lýðveldi af því að lýðurinn hefur völdin. Hér er lýðræði af því að lýðurinn ræður. Að vísu hefur lýðurinn svo margt annað að gera að hann hefur komið sér upp fulltrúalýðræði þar sem lýðurinn velur fulltrúa til að ráða fyrir sig. Þetta væri hreint fyrirtak ef fyrirkomulagið á því hvernig lýðurinn velur fulltrúana væri ekki svona ólýðræðislegt.
Margir flokkanna hafa nefnilega komið sér upp prófkjörum. Þar raðar lítið brot af væntanlegum kjósendum flokksins upp listanum sem boðinn verður fram. Þannig getur tiltölulega fámennur hópur með samanteknum ráðum komið fullkomlega óhæfum frambjóðanda, jafnvel forhertum glæpamanni, í eitt efstu sætanna þvert á vilja alls meirihluta kjósenda.
Fjölmiðlar taka síðan þátt í því að kippa lýðræðinu úr sambandi á þennan hátt með því að hamra stögugt á því að þessi eða hinn sé í „öruggu“ sæti. Í lýðræði sem stendur undir nafni, en er ekki skrípamynd af hugtakinu, á enginn að vera „öruggur“ um eitt einasta atkvæði fyrr en það hefur verið greitt honum. Ef þjófóttur mútuþegi kemst á þing má það ekki vera af því að nokkrir siðblindingjar sem meta dugnað meira en heiðarleika komu honum í „öruggt“ sæti í prófkjöri. Það á að vera af því að kjósendur í flokksins í kjördæminu völdu hann sem fulltrúa sinn.
Prófkjör hafa einfaldlega gengið sér gjörsamlega til húðar. Það vekur manni beinlínis ugg að vongóð þingmannsefni skuli jafnvel kosta jafnmiklu til að komast á þing og þau geta vænst að fá í kaup á kjörtímabilinu. Annað hvort er það alveg himinhrópandi augljóslega vondur bisnes eða eitthvað er í gangi sem maður veit ekki um en ætti að vera á allra vitorði í lýðræðisþjóðfélagi.
Það er löngu orðið tímabært að leggja prófkjör og forvöl niður og sameina þau kosningum. Það er ekki mikið mál og auðvelt í framkvæmd að kjósendur númeri, segjum tíu manns frá einum og upp í tíu, um leið og þeir kjósa flokkinn sem þeir bjóða sig fram fyrir. Þannig ráða þeir sem sannarlega kjósa hvern flokk hverjir fulltrúar hans eru en ekki fáeinir einstaklingar sem stjórnast kunna af annarlegum forsendum.
Vonandi verður eitthvað í þessum kosningum og aðdraganda þeirra til þess að lýðræðinu verði stungið í samband aftur.
Margir flokkanna hafa nefnilega komið sér upp prófkjörum. Þar raðar lítið brot af væntanlegum kjósendum flokksins upp listanum sem boðinn verður fram. Þannig getur tiltölulega fámennur hópur með samanteknum ráðum komið fullkomlega óhæfum frambjóðanda, jafnvel forhertum glæpamanni, í eitt efstu sætanna þvert á vilja alls meirihluta kjósenda.
Fjölmiðlar taka síðan þátt í því að kippa lýðræðinu úr sambandi á þennan hátt með því að hamra stögugt á því að þessi eða hinn sé í „öruggu“ sæti. Í lýðræði sem stendur undir nafni, en er ekki skrípamynd af hugtakinu, á enginn að vera „öruggur“ um eitt einasta atkvæði fyrr en það hefur verið greitt honum. Ef þjófóttur mútuþegi kemst á þing má það ekki vera af því að nokkrir siðblindingjar sem meta dugnað meira en heiðarleika komu honum í „öruggt“ sæti í prófkjöri. Það á að vera af því að kjósendur í flokksins í kjördæminu völdu hann sem fulltrúa sinn.
Prófkjör hafa einfaldlega gengið sér gjörsamlega til húðar. Það vekur manni beinlínis ugg að vongóð þingmannsefni skuli jafnvel kosta jafnmiklu til að komast á þing og þau geta vænst að fá í kaup á kjörtímabilinu. Annað hvort er það alveg himinhrópandi augljóslega vondur bisnes eða eitthvað er í gangi sem maður veit ekki um en ætti að vera á allra vitorði í lýðræðisþjóðfélagi.
Það er löngu orðið tímabært að leggja prófkjör og forvöl niður og sameina þau kosningum. Það er ekki mikið mál og auðvelt í framkvæmd að kjósendur númeri, segjum tíu manns frá einum og upp í tíu, um leið og þeir kjósa flokkinn sem þeir bjóða sig fram fyrir. Þannig ráða þeir sem sannarlega kjósa hvern flokk hverjir fulltrúar hans eru en ekki fáeinir einstaklingar sem stjórnast kunna af annarlegum forsendum.
Vonandi verður eitthvað í þessum kosningum og aðdraganda þeirra til þess að lýðræðinu verði stungið í samband aftur.
Bakþankar í Fréttablaðinu 26. nóvember 2006
mánudagur, nóvember 27, 2006
Vestmannaeyjar internetsins
Ekki skil ég þessa almennu óánægju með bloggerinn sem ég sé hist og her. Síðan ég hóf að blogga fyrir rúmu ári hefur engan skugga borið á viðmót bloggersins míns gagnvart mér og er ég þó ekki sá flinkasti á netinu, ég viðurkenni það. Hvernig er hægt að eiga í erfiðleikum með að kommentera? Þessi óskiljanlega óánægja ristir meira að segja svo djúpt að margir bloggarar eru búnir að flytjast búferlum, s. s. Sigmar, Danni bróðir og Tóta paunk. Ég get ekki séð að viðmót nýju síðnanna sé betra en þeirra gömlu - nema síður sé. Letrið er smærra og síðurnar eru lengur að hlaðast inn. Að vísu er nýja síðan hennar Tótu meintöff, það skal viðurkennt, en að henni undanskilinni eru nýju síðurnar meira að segja ljótari en þær gömlu - að mínu mati.
Og hvað er málið með bloggumhverfi þar sem maður er skikkaður til að auglýsa hinn og þennan andskotann - jafnvel frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins!?
Það tilkynnist því hér með að ég er hæstánægður með bloggerinn minn. Ég blogga í besta bloggi allra hugsanlegra blogga og er ekki að fara neitt.
Og svo legg ég til að kaninka.net verði útnefnd Vestmannaeyjar internetsins - það er bara hipsum haps hvort sé fært þangað.
sunnudagur, nóvember 19, 2006
„Kellingar töpuðu …“
… var sagt hátt og skýrt í útvarpsfréttum í gær. Ég undraðist að helsta niðurstaða nýjustu prófkjöra skyldi dregin saman í svona brútal setningu, þótt vissulega væri ekki hægt að þræta fyrir sannleiksgildi hennar. Einnig vakti það athygli mína að Hörður Magnússon skyldi vera farinn að segja fréttir af pólitík. Þó fannst mér það á ákveðinn hátt við hæfi fyrst kvenfyrirlitningin sem frá öndverðu hefur einkennt íþróttahreyfinguna skuli vera orðin jafnáberandi meðal hægra- og miðjufólks og nýyfirstaðin prófkjör bera vitni um. Mér fannst þetta þó afar slæmt, hvernig sem á það var litið.
Þá lagði ég við hlustir og komst að því að Hörður var alls ekki að fræða mig um að kellingar hefðu tapað einu né neinu heldur hefðu Keflvíkingar tapað körfuboltaleik. Það fannst mér eiginlega verra en hitt. Ef einhver vill segja að Keflvíkingar séu kellingar ætti hann að mínu mati að gera það af sannfæringu, ekki óskýrmælgi.
Þá lagði ég við hlustir og komst að því að Hörður var alls ekki að fræða mig um að kellingar hefðu tapað einu né neinu heldur hefðu Keflvíkingar tapað körfuboltaleik. Það fannst mér eiginlega verra en hitt. Ef einhver vill segja að Keflvíkingar séu kellingar ætti hann að mínu mati að gera það af sannfæringu, ekki óskýrmælgi.
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Sýrður rjómi, súpukjöt, strætóskýli og málkennd mín
Ég tók strætó í vinnuna í morgun. Það varð mér tilefni til þessara vangaveltna. Það er nefnilega orðið kalt.
Upp á síðkastið hef ég séð sýrðan rjóma auglýstan í sjónvarpinu. Ég efast ekki um að þetta sé ágætur sýrður rjómi, ég veit það ekki ég hef ekki smakkað hann. En hann er víst sérlega fitulítill og sá fituminnsti er 4%. Þetta finnst mér merkilegt. Á súrmjólkurfernum (sem ég les á hverjum morgni) stendur nefnilega að í hverjum hundrað grömmum af súrmjólk séu 3,9 grömm af fitu. Spurningin er því: Hvenær verður mjólk að rjóma? Ef súrmjólkin mín væri 0,1 prósenti feitari væri hún þá orðin rjómi? Samkvæmt minni málkennd er mjólkurafurð sem er 4% fita því ekki fitulítill rjómi heldur feit mjólk. Ég er auðvitað enginn mjólkurfræðingur, en sem neytanda finnst mér einhver ólykt af þessu. Það sem hlutirnir eru kallaðir verður að vera í einhverju samræmi við það hvernig þeir eru í raun, ekki hvað er best að kalla þá til að ég í fáfræði minni kaupi þá.
Sama gildir um súpukjöt. Mér finnst að til þess að leyfilegt megi vera að selja vöru sem kjöt verði að vera eitthvað lágmarksmagn af kjöti í henni. Væri súpukjöt selt sem „súpufita, -sinar og –bein“ myndi ég ekki gera neina athugasemd við það. Ég er auðvitað enginn kjötiðnaðarmaður, en sem neytanda finnst mér eitthvað athugavert við þetta.
Og þá er komið að strætóskýlinu. Ég er enginn verkfræðingur, en ég veit að orðið „skýli“ er skrifað með ufsiloni af því að það er skylt orðinu „skjól“. Þannig finnst mér strætóskýli svolítið eins og súpukjöt, það er álíka mikið skjól í strætóskýli og það er kjöt í súpukjöti. Til að hægt sé að selja og markaðssetja mannvirki sem skýli finnst mér að það verði að vera hægt að sýna fram á að eitthvað mælanlegt skjól sé af því.
Eða er ég bara að misskilja? Er málkennd mín á villigötum? Er „skýli“ í raun bara einhvers konar annars flokks eða afmyndað skjól, samanber „maður/menni“, „kona/kvendi“, „þvottur/þvætti“? Skjól/skýli? Hvað skyldi Mörður segja?
Upp á síðkastið hef ég séð sýrðan rjóma auglýstan í sjónvarpinu. Ég efast ekki um að þetta sé ágætur sýrður rjómi, ég veit það ekki ég hef ekki smakkað hann. En hann er víst sérlega fitulítill og sá fituminnsti er 4%. Þetta finnst mér merkilegt. Á súrmjólkurfernum (sem ég les á hverjum morgni) stendur nefnilega að í hverjum hundrað grömmum af súrmjólk séu 3,9 grömm af fitu. Spurningin er því: Hvenær verður mjólk að rjóma? Ef súrmjólkin mín væri 0,1 prósenti feitari væri hún þá orðin rjómi? Samkvæmt minni málkennd er mjólkurafurð sem er 4% fita því ekki fitulítill rjómi heldur feit mjólk. Ég er auðvitað enginn mjólkurfræðingur, en sem neytanda finnst mér einhver ólykt af þessu. Það sem hlutirnir eru kallaðir verður að vera í einhverju samræmi við það hvernig þeir eru í raun, ekki hvað er best að kalla þá til að ég í fáfræði minni kaupi þá.
Sama gildir um súpukjöt. Mér finnst að til þess að leyfilegt megi vera að selja vöru sem kjöt verði að vera eitthvað lágmarksmagn af kjöti í henni. Væri súpukjöt selt sem „súpufita, -sinar og –bein“ myndi ég ekki gera neina athugasemd við það. Ég er auðvitað enginn kjötiðnaðarmaður, en sem neytanda finnst mér eitthvað athugavert við þetta.
Og þá er komið að strætóskýlinu. Ég er enginn verkfræðingur, en ég veit að orðið „skýli“ er skrifað með ufsiloni af því að það er skylt orðinu „skjól“. Þannig finnst mér strætóskýli svolítið eins og súpukjöt, það er álíka mikið skjól í strætóskýli og það er kjöt í súpukjöti. Til að hægt sé að selja og markaðssetja mannvirki sem skýli finnst mér að það verði að vera hægt að sýna fram á að eitthvað mælanlegt skjól sé af því.
Eða er ég bara að misskilja? Er málkennd mín á villigötum? Er „skýli“ í raun bara einhvers konar annars flokks eða afmyndað skjól, samanber „maður/menni“, „kona/kvendi“, „þvottur/þvætti“? Skjól/skýli? Hvað skyldi Mörður segja?
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Fjall sannleikans
Einu sinni var ég þeirrar skoðunar að sannleikurinn væri nokkuð klipptur og skorinn, hann væri aðeins einn, hann væri stór og mikill og óbreytanlegur. Ef tveir menn voru ósammála hélt ég að annar þeirra hlyti að hafa rangt fyrir sér eða að minnsta kosti rangara fyrir sér en hinn. Ég hélt að þegar maður hefði loksins höndlað sannleikann myndi enginn reyna að klekkja á manni með hárbeittum athugasemdum og rökfimi, andstæðingum manns hlytu að fallast hendur gagnvart ógnarmætti sannleikans, hann myndi slá vopnin úr höndum þeirra, rangar skoðanir út úr hausnum á þeim og gera málflutning þeirra að hjómi.
Ég hafði rangt fyrir mér ... eða að minnsta kosti ekki eins rétt og ég hélt.
Að vísu er ég enn þeirrar skoðunar að sannleikurinn sé einn, stór og mikill og óbreytanlegur. Ég er hins vegar löngu hættur að telja mér trú um að einn maður geti höndlað hann og haft með honum sigur á öðrum. Ég lít ekki lengur á sannleikann sem einhvern Suðurpól andans sem við mennirnir, heimskautafarar hugans dúðaðir í heimspekikenningar með mannbrodda rökfræðinnar undir fótum, séum að keppast um að komast á fyrstir allra. Einkum er ég þó hættur að ímynda mér að tveir ólíkir einstaklingar geti séð sannleikann sömu augum. Ég hef nefnilega kynnst mörgu ágætisfólki um dagana, flestu prýðilega vel gefnu, en enn hef ég ekki hitt neinn sem ég hef ekki getað verið ósammála um eitthvað, sem ekki hefur séð sannleikann á einhvern hátt pínulítið öðruvísi en ég, ef ekki hreinlega allverulega mikið öðruvísi.
Núorðið er ég ekki frá því að það fari algerlega eftir því hvar maður er staddur sjálfur hvernig fjall sannleikans kemur manni fyrir sjónir. Menn sem standa sitt hvorum megin við fjall eru auðvitað ekki sammála um hvernig það lítur út. Fjöll eru líka þannig í laginu að það er ekki hægt að sjá þau öll í einu. Sú mynd af fjalli, sem sá sem hreykir sér á tindi þess hefur fyrir augunum, er síðan gerólík allra annarra. Og svo ég klári nú líkinguna þá geta menn orðið úti á fjöllum.
Eflaust gerir sannleikurinn okkur frjáls. En hann frelsar okkur ekki frá öðrum og áreiti þeirra, aðeins okkur sjálfum og viðbrögðum okkar. Og svo sagði líka aldrei neinn að sannleikurinn myndi gera okkur að frelsurum.
Ég hafði rangt fyrir mér ... eða að minnsta kosti ekki eins rétt og ég hélt.
Að vísu er ég enn þeirrar skoðunar að sannleikurinn sé einn, stór og mikill og óbreytanlegur. Ég er hins vegar löngu hættur að telja mér trú um að einn maður geti höndlað hann og haft með honum sigur á öðrum. Ég lít ekki lengur á sannleikann sem einhvern Suðurpól andans sem við mennirnir, heimskautafarar hugans dúðaðir í heimspekikenningar með mannbrodda rökfræðinnar undir fótum, séum að keppast um að komast á fyrstir allra. Einkum er ég þó hættur að ímynda mér að tveir ólíkir einstaklingar geti séð sannleikann sömu augum. Ég hef nefnilega kynnst mörgu ágætisfólki um dagana, flestu prýðilega vel gefnu, en enn hef ég ekki hitt neinn sem ég hef ekki getað verið ósammála um eitthvað, sem ekki hefur séð sannleikann á einhvern hátt pínulítið öðruvísi en ég, ef ekki hreinlega allverulega mikið öðruvísi.
Núorðið er ég ekki frá því að það fari algerlega eftir því hvar maður er staddur sjálfur hvernig fjall sannleikans kemur manni fyrir sjónir. Menn sem standa sitt hvorum megin við fjall eru auðvitað ekki sammála um hvernig það lítur út. Fjöll eru líka þannig í laginu að það er ekki hægt að sjá þau öll í einu. Sú mynd af fjalli, sem sá sem hreykir sér á tindi þess hefur fyrir augunum, er síðan gerólík allra annarra. Og svo ég klári nú líkinguna þá geta menn orðið úti á fjöllum.
Eflaust gerir sannleikurinn okkur frjáls. En hann frelsar okkur ekki frá öðrum og áreiti þeirra, aðeins okkur sjálfum og viðbrögðum okkar. Og svo sagði líka aldrei neinn að sannleikurinn myndi gera okkur að frelsurum.
Bakþankar í Fréttablaðinu 12. nóvember 2006
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Skoðanir mánaðarins
Um daginn hitti ég mann niðri í bæ sem ég hef alltaf borið talsverða virðingu fyrir þótt ég hafi oft staðið mig að því að vera ósammála honum. Talið barst að orðasennunni um trúmál sem ég tók þátt í fyrir rúmum mánuði og hann tjáði mér að einhvern tímann hefði honum orðið það á að bera blak af biskupi, að verja einhver umdeild ummæli hans. Maður þessi sagði mér að afleiðingar þess væru þær að ef hann gúglar nafnið sitt í dag þá er helmingur þess sem upp kemur árásir á hann því tengdar.
Þetta varð til þess að ég kannaði sjálfan mig á sama hátt og varð pínulítið niðurdreginn og upptekinn af existensíalískum efasemdum um sjálfan mig í kjölfarið. Ég komst nefnilega að því að það skiptir engu máli hvaða skoðun maður hefur, það eina sem maður getur gefið sér er að einhver verður ósammála. Hvort sem maður er með eða á móti sjálfhjálparbók, költi, tímariti, nethrottaskap eða einhverju allt, allt öðru þá er það eina sem er gefið að einhvers staðar fær maður einhvern upp á móti sér. Ég fann fólk sem er sjaldan, stundum, oft, yfirleitt og alltaf ósammála mér. Eina manneskjan sem ég fann ekki er sú sem er alltaf sammála mér.
Maður tilheyrir hópi. Svo tjáir maður skoðun og það fækkar í hópnum sem maður tilheyrir. Maður tjáir aðra skoðun og enn fækkar. Ég hef orðið uppvís að svo mörgum skoðunum að ég er fyrir löngu orðinn aleinn úti á berangri og hef því engu að tapa lengur með því að hafa skoðanir. Því ætti ég þá ekki að tjá þær fyrst þær skipta engu máli?
Hér koma því skoðanir mínar á dægur- og hitamálum síðastliðins mánaðar allar á einu bretti:
1. Stóra Hjartar Howser-málið
Ég hlusta lítið á útvarp og hefði ekki komist að því að Hjörtur Howser væri með útvarpsþátt næstum því svona fljótt ef hann hefði ekki verið rekinn. Ég hefði aldrei heyrt þessara ummæla Hjartar getið ef hann hefði ekki verið rekinn fyrir þau. Brottrekstur Hjartar er því að mínu mati annað hvort lævíst plott af hálfu doktors Sigrúnar Stefánsdóttur til að allir fái að heyra það sem hann sagði eða það heimskulegasta sem hægt var að gera í stöðunni. Þar sem ég veit ekki til þess að doktor Sigrún hafi einhverja sérstaka ástæðu til að vera í nöp við Gus Gus og vilja að allir heyri hvernig Hjörtur dissaði þá í útvarpinu hallast ég að því síðarnefnda.
Síðan er það spurning A af hverju doktor Sigrún er í þesari stöðu og B af hverju hún er norður á Akureyri. Ég er þakklátur fyrir að hún var ekki orðin dagskrárlögga ríkisins þegar ég var dagskrárgerðarmaður á RÚV, ég hefði ekki orðið langlífur í starfi. Hins vegar efast ég um að atvinnulífið í Eyjafirði sé svo illa statt að þetta hálfa stöðugildi doktors Sigrúnar reddi því. Ég veit ekki til þess að hafi gefist vel í neinu tilfelli að hafa verkstjórann í öðrum landshluta en restina af staffinu. Er það rétt skilið hjá mér að ef kona með doktorspróf sæki um starf hjá hinu opinbera sé það brot á landslögum að ráða hann ekki, óháð karakter hennar?
2. Stóra hvalveiðimálið
Við höfum rétt til að veiða hval. Það þýðir hins vegar ekki að rétt sé að veiða hval. Einu rökin gegn hvalveiðum eru hin fjölþjólega andstaða gegn þeim. Því miður eru þau bara veigameiri en öll rökin með þeim. Þetta er ekki lengur spurning um rétt og rangt heldur gáfulegt og heimskulegt. Í þessu tilviki tel ég heimskulegt að stjórnast af stolti og því sem maður hefur rétt á að gera og gáfulegt að vægja þótt maður viti betur en sefasjúki múgurinn. Testósterón er hormón, ekki stjórnmálaskoðun.
Hins vegar er ég ekki frá því að hugsanlega hafi verið gott að hefja hvalveiðar, þótt ekki sé nema til þess að fá það á hreint í eitt skipti fyrir öll að ekki sé fjárhagslegur grundvöllur fyrir þeim. Því þegar upp er staðið er þetta bara spurning um það hvort Kristján Loftsson fer hlæjandi eða grátandi í bankann. Ég neita að trúa að það eigi að fara að niðurgreiða hvalveiðar til að halda þeim gangandi.
Ég skil sjómenn vel að vilja fá að veiða. Ég legg til að þeir veiði frekar þá sem tóku af þeim réttinn til að veiða og gáfu Samherjabræðrum hann.
3. Stóra pissumálið
Ég er listnemum óendanlega þakklátur fyrir að pissa hver á annan. Ef þeir hefðu ekki gert það hefðum við aldrei fengið að sjá hina ódauðlegu sjónvarpsfrétt um persónulegar og listrænar forsendur þess að pissa á annað fólk. Þannig tel ég afleiðingar gjörningsins mun meira og merkilegra listaverk en gjörninginn sjálfan, sem ég hlýt að skilja sem einhvern symbólisma fyrir það hvernig migið er á konur (í óeiginlegri merkingu) í þjóðfélaginu.
Sorglegastur þótti mér femínistinn sem leit á þetta sem dæmi um klámvæðinguna. Jújú, eins manns þvaglát er annars manns klám og allt það, en markmið kláms hlýtur að vera kynörvun. Að það sé það fyrsta sem manni dettur í hug í þessu samhengi er bara dapurlegt.
4. Stóra Russel Crowe-málið
Æ, var ekki hægt að geyma þennan brandara fyrir árshátíð auglýsingastofunnar? Hins vegar vaknar spurningin um það hvor sé siðblindari:
A: Sá sem er dæmdur í fangelsi fyrir mútuþægni og þjófnað og neitar að skammast sín, iðrast og biðjast afsökunar heldur kýs að líta á sig sem fórnarlamb.
B: Pólitískir stuðningsmenn A.
Þetta varð til þess að ég kannaði sjálfan mig á sama hátt og varð pínulítið niðurdreginn og upptekinn af existensíalískum efasemdum um sjálfan mig í kjölfarið. Ég komst nefnilega að því að það skiptir engu máli hvaða skoðun maður hefur, það eina sem maður getur gefið sér er að einhver verður ósammála. Hvort sem maður er með eða á móti sjálfhjálparbók, költi, tímariti, nethrottaskap eða einhverju allt, allt öðru þá er það eina sem er gefið að einhvers staðar fær maður einhvern upp á móti sér. Ég fann fólk sem er sjaldan, stundum, oft, yfirleitt og alltaf ósammála mér. Eina manneskjan sem ég fann ekki er sú sem er alltaf sammála mér.
Maður tilheyrir hópi. Svo tjáir maður skoðun og það fækkar í hópnum sem maður tilheyrir. Maður tjáir aðra skoðun og enn fækkar. Ég hef orðið uppvís að svo mörgum skoðunum að ég er fyrir löngu orðinn aleinn úti á berangri og hef því engu að tapa lengur með því að hafa skoðanir. Því ætti ég þá ekki að tjá þær fyrst þær skipta engu máli?
Hér koma því skoðanir mínar á dægur- og hitamálum síðastliðins mánaðar allar á einu bretti:
1. Stóra Hjartar Howser-málið
Ég hlusta lítið á útvarp og hefði ekki komist að því að Hjörtur Howser væri með útvarpsþátt næstum því svona fljótt ef hann hefði ekki verið rekinn. Ég hefði aldrei heyrt þessara ummæla Hjartar getið ef hann hefði ekki verið rekinn fyrir þau. Brottrekstur Hjartar er því að mínu mati annað hvort lævíst plott af hálfu doktors Sigrúnar Stefánsdóttur til að allir fái að heyra það sem hann sagði eða það heimskulegasta sem hægt var að gera í stöðunni. Þar sem ég veit ekki til þess að doktor Sigrún hafi einhverja sérstaka ástæðu til að vera í nöp við Gus Gus og vilja að allir heyri hvernig Hjörtur dissaði þá í útvarpinu hallast ég að því síðarnefnda.
Síðan er það spurning A af hverju doktor Sigrún er í þesari stöðu og B af hverju hún er norður á Akureyri. Ég er þakklátur fyrir að hún var ekki orðin dagskrárlögga ríkisins þegar ég var dagskrárgerðarmaður á RÚV, ég hefði ekki orðið langlífur í starfi. Hins vegar efast ég um að atvinnulífið í Eyjafirði sé svo illa statt að þetta hálfa stöðugildi doktors Sigrúnar reddi því. Ég veit ekki til þess að hafi gefist vel í neinu tilfelli að hafa verkstjórann í öðrum landshluta en restina af staffinu. Er það rétt skilið hjá mér að ef kona með doktorspróf sæki um starf hjá hinu opinbera sé það brot á landslögum að ráða hann ekki, óháð karakter hennar?
2. Stóra hvalveiðimálið
Við höfum rétt til að veiða hval. Það þýðir hins vegar ekki að rétt sé að veiða hval. Einu rökin gegn hvalveiðum eru hin fjölþjólega andstaða gegn þeim. Því miður eru þau bara veigameiri en öll rökin með þeim. Þetta er ekki lengur spurning um rétt og rangt heldur gáfulegt og heimskulegt. Í þessu tilviki tel ég heimskulegt að stjórnast af stolti og því sem maður hefur rétt á að gera og gáfulegt að vægja þótt maður viti betur en sefasjúki múgurinn. Testósterón er hormón, ekki stjórnmálaskoðun.
Hins vegar er ég ekki frá því að hugsanlega hafi verið gott að hefja hvalveiðar, þótt ekki sé nema til þess að fá það á hreint í eitt skipti fyrir öll að ekki sé fjárhagslegur grundvöllur fyrir þeim. Því þegar upp er staðið er þetta bara spurning um það hvort Kristján Loftsson fer hlæjandi eða grátandi í bankann. Ég neita að trúa að það eigi að fara að niðurgreiða hvalveiðar til að halda þeim gangandi.
Ég skil sjómenn vel að vilja fá að veiða. Ég legg til að þeir veiði frekar þá sem tóku af þeim réttinn til að veiða og gáfu Samherjabræðrum hann.
3. Stóra pissumálið
Ég er listnemum óendanlega þakklátur fyrir að pissa hver á annan. Ef þeir hefðu ekki gert það hefðum við aldrei fengið að sjá hina ódauðlegu sjónvarpsfrétt um persónulegar og listrænar forsendur þess að pissa á annað fólk. Þannig tel ég afleiðingar gjörningsins mun meira og merkilegra listaverk en gjörninginn sjálfan, sem ég hlýt að skilja sem einhvern symbólisma fyrir það hvernig migið er á konur (í óeiginlegri merkingu) í þjóðfélaginu.
Sorglegastur þótti mér femínistinn sem leit á þetta sem dæmi um klámvæðinguna. Jújú, eins manns þvaglát er annars manns klám og allt það, en markmið kláms hlýtur að vera kynörvun. Að það sé það fyrsta sem manni dettur í hug í þessu samhengi er bara dapurlegt.
4. Stóra Russel Crowe-málið
Æ, var ekki hægt að geyma þennan brandara fyrir árshátíð auglýsingastofunnar? Hins vegar vaknar spurningin um það hvor sé siðblindari:
A: Sá sem er dæmdur í fangelsi fyrir mútuþægni og þjófnað og neitar að skammast sín, iðrast og biðjast afsökunar heldur kýs að líta á sig sem fórnarlamb.
B: Pólitískir stuðningsmenn A.
Stjórnmálaflokkur þar sem B eru nógu margir til að koma A í annað sætið á framboðslista er síðan kapítuli út af fyrir sig.
Orðabelgurinn er opinn fyrir vangaveltum.
5. Stóra útlendingahatursmálið
Mér finnst við, þetta frjálslynda og umburðarlynda fólk, hafa verið einum snögg að æpa "rasismi, útlendingahatur" í þessari umræðu og skellt skollaeyrum við kjarna málsins. Jú, vissulega hafa allir rasistar landsins hoppað á vagninn og fimmfaldað fylgi hins ógeðfellda málshefjenda. En horfum á staðreyndir málsins og áhyggjurnar sem verið er að tjá frekar en pakkið sem vill kynda undir áhyggjunum og magna þær úr hófi.
Asnar hrína. Það er í eðli þeirra og ekki hægt að gera neitt til að koma í veg fyrir það. Við megum hins vegar ekki láta hrínið stjórna umræðunni, ráða viðbrögðum okkar. Þá höfum við leyft ösnunum að gera okkur að leiksoppum sínum.
Þar sem er hjartarúm er húsrúm. Hingað eiga allir að vera velkomnir sem reiðubúnir eru að undirgangast þær reglur sem hér gilda. Við erum aðilar að alþjóðlegum sáttmálum og verðum að axla þær skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar. Og við verðum að reyna að gera það án þess að til árekstra komi.
Það þarf ekki að vera rasismi og útlendingahatur að finnast óeðlilegt að geta ekki talað móðurmál sitt þegar maður fer út í bakarí að kaupa sér brauð eða að finnast verra að þeir sem annast aldraða ömmu manns á elliheimilinu skilji hana ekki. Það þarf ekki endilega að vera rasismi að finnast uggvænlegt að um eða yfir helmingur nemenda í bekk í grunnskóla eigi sér annað móðurmál en íslensku. Maður hefur á tilfinningunni að það þýði að nýbúar séu ekki dreifðir jafnt um byggðir landsins heldur sé byggð þeirra samþjöppuð á fáum stöðum. Að vísu á þetta ekki að þurfa að vera vandamál ef rétt er brugðist við, en er þá ekki ósköp eðlilegt að spurt sé: "Hvernig er brugðist við?" og að þeirri spurningu sé svarað öðruvísi en með upphrópunum um rasisma og útlendingahatur?
Við stöndum frammi fyrir drastískum breytingum á þjóðfélaginu og breytingar vekja alltaf ugg, hvort sem þær eru til góðs eða hins verra. Ávörpum ugginn í stað þess að fordæma hann og hrekja hann í felur.
Og gleymum því aldrei að vandamálið er ekki útlendingarnir. Þeir eru upp til hópa harðduglegt fólk sem óskar aðeins eftir því að fá að virka í þjóðfélaginu.
Vandamálið er þjóðfélag sem gerir kröfu um að nýbúar læri málið, en refsar þeim samt fjárhagslega fyrir að leggja slíkt nám á sig.
Vandamálið er þjóðfélag þar sem er svo mikil þensla að þjóðin kemst ekki yfir allt sem þarf að vinna þannig að flytja þarf inn mannskap ... en bara í lægst launuðu djobbinn.
Vandamálið er þjóðfélag þar sem lægst launuðu djobbin eru umönnunar- og þjónustustörf.
Vandamálið er verkalýðshreyfing sem er of vanmáttug til að gera neitt í því að útlendingar séu fluttir inn í stórum stíl til að vinna skítverk fyrir miklu minna en lágmarkslaun.
Vandamálið er fólk sem er ekki fært um að taka ábyrgð á sínu eigin lífi heldur finnst þægilega að kenna "hinum" um allt sem miður fer og stjórnmálamenn sem eru reiðubúnir til að taka undir þau sjónarmið í skiptum fyrir atkvæði.
Verum vinir. Búum ekki til vandamál. Leysum þau.
Orðabelgurinn er opinn fyrir vangaveltum.
5. Stóra útlendingahatursmálið
Mér finnst við, þetta frjálslynda og umburðarlynda fólk, hafa verið einum snögg að æpa "rasismi, útlendingahatur" í þessari umræðu og skellt skollaeyrum við kjarna málsins. Jú, vissulega hafa allir rasistar landsins hoppað á vagninn og fimmfaldað fylgi hins ógeðfellda málshefjenda. En horfum á staðreyndir málsins og áhyggjurnar sem verið er að tjá frekar en pakkið sem vill kynda undir áhyggjunum og magna þær úr hófi.
Asnar hrína. Það er í eðli þeirra og ekki hægt að gera neitt til að koma í veg fyrir það. Við megum hins vegar ekki láta hrínið stjórna umræðunni, ráða viðbrögðum okkar. Þá höfum við leyft ösnunum að gera okkur að leiksoppum sínum.
Þar sem er hjartarúm er húsrúm. Hingað eiga allir að vera velkomnir sem reiðubúnir eru að undirgangast þær reglur sem hér gilda. Við erum aðilar að alþjóðlegum sáttmálum og verðum að axla þær skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar. Og við verðum að reyna að gera það án þess að til árekstra komi.
Það þarf ekki að vera rasismi og útlendingahatur að finnast óeðlilegt að geta ekki talað móðurmál sitt þegar maður fer út í bakarí að kaupa sér brauð eða að finnast verra að þeir sem annast aldraða ömmu manns á elliheimilinu skilji hana ekki. Það þarf ekki endilega að vera rasismi að finnast uggvænlegt að um eða yfir helmingur nemenda í bekk í grunnskóla eigi sér annað móðurmál en íslensku. Maður hefur á tilfinningunni að það þýði að nýbúar séu ekki dreifðir jafnt um byggðir landsins heldur sé byggð þeirra samþjöppuð á fáum stöðum. Að vísu á þetta ekki að þurfa að vera vandamál ef rétt er brugðist við, en er þá ekki ósköp eðlilegt að spurt sé: "Hvernig er brugðist við?" og að þeirri spurningu sé svarað öðruvísi en með upphrópunum um rasisma og útlendingahatur?
Við stöndum frammi fyrir drastískum breytingum á þjóðfélaginu og breytingar vekja alltaf ugg, hvort sem þær eru til góðs eða hins verra. Ávörpum ugginn í stað þess að fordæma hann og hrekja hann í felur.
Og gleymum því aldrei að vandamálið er ekki útlendingarnir. Þeir eru upp til hópa harðduglegt fólk sem óskar aðeins eftir því að fá að virka í þjóðfélaginu.
Vandamálið er þjóðfélag sem gerir kröfu um að nýbúar læri málið, en refsar þeim samt fjárhagslega fyrir að leggja slíkt nám á sig.
Vandamálið er þjóðfélag þar sem er svo mikil þensla að þjóðin kemst ekki yfir allt sem þarf að vinna þannig að flytja þarf inn mannskap ... en bara í lægst launuðu djobbinn.
Vandamálið er þjóðfélag þar sem lægst launuðu djobbin eru umönnunar- og þjónustustörf.
Vandamálið er verkalýðshreyfing sem er of vanmáttug til að gera neitt í því að útlendingar séu fluttir inn í stórum stíl til að vinna skítverk fyrir miklu minna en lágmarkslaun.
Vandamálið er fólk sem er ekki fært um að taka ábyrgð á sínu eigin lífi heldur finnst þægilega að kenna "hinum" um allt sem miður fer og stjórnmálamenn sem eru reiðubúnir til að taka undir þau sjónarmið í skiptum fyrir atkvæði.
Verum vinir. Búum ekki til vandamál. Leysum þau.
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Átta örsamtöl við asna
(svo það fari ekki á milli mála hvað ég átti við í síðasta bloggi, jafnvel þótt með þessu sé ég að virða að vettugi gáfulegustu ráðlegginguna sem ég hef fengið á bloggferlinum)
D = ég, A = asni
1.
D: Ég stend mig stundum að því að vera haldinn fordómum gagnvart ýmsu mjög nálægu, t. d. Laugvetningum, þótt ég þykist mjög umburðarlyndur náungi. Í þessu er ég að reyna að vinna.
A: Ég hata þig fyrir að tala svona um Laugvetninga.
2.
D: Mér finnst þetta blað orðið neikvætt og leiðinlegt aflestrar.
A: Þú ert semsagt á móti prentfrelsinu?
3.
D: Mér finnst þið dónalegir.
A: Hvernig dettur þér í hug að halda því fram að þú sért yfir gagnrýni hafinn?
4.
D: Ástin, fegurðin og trúin eru handan rökhugsunar mannsins.
A: Hvaða vitleysa. Það er mjög rökrétt að biðja til Guðs ef það lætur manni líða betur, bara ef maður passar sig að trúa ekki á hann.
5.
D: Ástin, fegurðin og trúin eru handan rökhugsunar mannsins.
A: Hvernig dettur þér í hug að halda því fram að hinn mælanlegi sannleikur skipti engu máli?
6.
D: Ástin, fegurðin og trúin eru handan rökhugsunar mannsins.
A: Þú þykist semsagt yfir það hafinn að þurfa að rökstyðja nokkurn skapaðan hlut sem þú segir?
7.
D: Mikið er nú gott að geta stundum slappað af.
A: Svo þú þykist of góður til að vinna fyrir þér eins og aðrir?
8.
D: Það er gott fyrir sálina að lifa góðu kynlífi.
A: Best að loka dóttur sína inni.
P. S. Rétt er að taka fram að samtöl sjö og átta eru skáldskapur, en ég reikna fastlega með því að ég myndi fá þessi viðbrögð ef ég léti þessar skoðanir í ljós.
P. S. P. S. Öllum asnaskap verður eytt úr orðabelgnum af fullkomnu miskunnarleysi.
D = ég, A = asni
1.
D: Ég stend mig stundum að því að vera haldinn fordómum gagnvart ýmsu mjög nálægu, t. d. Laugvetningum, þótt ég þykist mjög umburðarlyndur náungi. Í þessu er ég að reyna að vinna.
A: Ég hata þig fyrir að tala svona um Laugvetninga.
2.
D: Mér finnst þetta blað orðið neikvætt og leiðinlegt aflestrar.
A: Þú ert semsagt á móti prentfrelsinu?
3.
D: Mér finnst þið dónalegir.
A: Hvernig dettur þér í hug að halda því fram að þú sért yfir gagnrýni hafinn?
4.
D: Ástin, fegurðin og trúin eru handan rökhugsunar mannsins.
A: Hvaða vitleysa. Það er mjög rökrétt að biðja til Guðs ef það lætur manni líða betur, bara ef maður passar sig að trúa ekki á hann.
5.
D: Ástin, fegurðin og trúin eru handan rökhugsunar mannsins.
A: Hvernig dettur þér í hug að halda því fram að hinn mælanlegi sannleikur skipti engu máli?
6.
D: Ástin, fegurðin og trúin eru handan rökhugsunar mannsins.
A: Þú þykist semsagt yfir það hafinn að þurfa að rökstyðja nokkurn skapaðan hlut sem þú segir?
7.
D: Mikið er nú gott að geta stundum slappað af.
A: Svo þú þykist of góður til að vinna fyrir þér eins og aðrir?
8.
D: Það er gott fyrir sálina að lifa góðu kynlífi.
A: Best að loka dóttur sína inni.
P. S. Rétt er að taka fram að samtöl sjö og átta eru skáldskapur, en ég reikna fastlega með því að ég myndi fá þessi viðbrögð ef ég léti þessar skoðanir í ljós.
P. S. P. S. Öllum asnaskap verður eytt úr orðabelgnum af fullkomnu miskunnarleysi.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Sá sem vill láta snúa út úr fyrir sér, rangtúlka sig, vera lögð orð í munn og gerðar upp skoðanir ...
... þarf ekki að gera annað en að láta í ljós skoðun. Asnarnir sjá um afganginn.
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Mikilmennin sem sagan gleymdi 1: Thedore Q. Television
Theodore Quincy Television fæddist 23. september árið 1898 í smábænum Urbandale, skammt frá Des Moines í Iowa í Bandaríkjunum. Roger faðir hans var bifvélavirki og rak varahlutaverslun í þorpinu, en móðir hans, Shirley, var heimavinnandi eins og flestar konur á þeim tíma. Theodore átti einn bróður, Roger Jr, sem var þremur árum eldri en hann. Alla tíð var náinn vinskapur með þeim bræðrum.
Ted litli var með endemum ódæll í æsku, þótt snemma þætti ljóst að ekki væri það vegna greindarskorts. Honum gekk vel í skóla þótt ekki væri hann vinsæll meðal skólasystkina sinna, enda einfari að upplagi. Einkum þótti bagalegt hve eirðarlaus Ted litli var á samverustundum fjölskyldunnar á kvöldin, en í upphafi aldarinnar var það sem kunnugt er alsiða hjá bandarískum millistéttarfjölskyldum að sitja saman í betri stofunni og horfa á húsgögnin. Of þurfti að grípa til þess ráðs að senda Ted litla til móðurafa síns, Teds eldri, sem orðinn var ekkill og bjó einn skammt frá heimili fjölskyldunnar, til að aðrir fjölskyldumeðlmir hefðu næði til að horfa á kommóðuna, sem var langáhugaverðasta húsgagnið á heimili foreldra hans og horft var á flest síðkvöld. Til gamans má geta þess að kommóða þessi er nú álitin langverðmætasti safngripurinn á byggðasafninu í Urbandale og talið er að ár hvert leggi vel á sjöunda þúsund ferðalanga leið sína þangað, gagngert þeirra erinda að líta kommóðu þessa augum.
Næsta víst er að Ted litli varð fyrir miklum áhrifum af speki og visku móðurafa síns, sem hann hét í höfuðið á, en sá var lífsreyndur grúskari og sjálfmenntaður heimspekingur. Verk Chaucers voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum og varð Ted yngri fljótt vel að sér í þeim. Ekki leið á löngu uns til þess var tekið sérstaklega í Urbandale og nágrenni hve sérkennilegur í háttum og orðfæri Theodore litli væri orðinn.
Sá atburður sem tvímælalaust setti mest mark á unga manninn og mótaði þá stefnu sem hann átti eftir að taka í lífinu átti sér stað í ágúst 1911, þegar hann var þrettán ára, en þá var Roger bróður hans, sem orðinn var fimmtán ára, boðið í dagsferð til Des Moines í tilefni af sextán ára afmæli skólabróður síns og nágranna, Pauls Bogles. Ted litli lét í ljós eindreginn vilja til að fá að fara með og linnti ekki látum fyrr en látið var undan þrákelkni hans. Geta má nærri um hvort ekki hafi verið mikil lífsreynsla fyrir ævintýragjarnan og öran ungling eins og Theodore Quincy Television, sem aldrei hafði séð annað af heiminum en sinn litla heimabæ og næsta nágrenni hans, að heimsækja stórborg, iðandi af mannlífi, eins og Des Moines var á þessu mikla hagvaxtarskeiði í bandarískri sögu.
Meðal þess sem gert var sér til skemmtunar í Des Moines var að fara í kvikmyndahús. Kvikmyndin var Ramona með Mae Marsh í aðalkvenhlutverkinu. Theodore Quincy sagði síðar frá því að þarna hefði heimsmynd hans breyst, þarna hefði hann ákveðið hvað hann skyldi taka sér fyrir hendur í lífinu. Kvalræðinu, sem öll börn á þeim tíma þekktu, að vera pínd til að horfa á skápa og hillur, borð og stóla, skatthol og kommóður, kvöld eftir kvöld, skyldi linna. Theodore Q. Television einsetti sér að finna upp húsgagn sem hægt væri að horfa á tímunum saman án þess að fá aðkenningu að banvænum lífsleiða.
Allir vita nú hvernig fór. Árum saman lagði Theodore nótt við dag til að fullkomna hugmynd sína, lítinn skáp með skjá þar sem síkvikar myndir myndu birtast með dáleiðandi áhrifum á nærstadda. Þótt gríðarmikil þróun hafi átt sér stað á þeim tíma sem liðinn er frá því að frumgerð húsgagnsins loks leit dagsins ljós til vorra daga byggir útfærslan enn á grunnhugmyndinni sem Ted litla flaug í hug þennan mikla örlagadag í kvikmyndahúsinu í Des Moines fyrir rétt tæpri öld.
Telvision drukknaði í sundlauginni við heimili sitt í Malibu Beach í Kaliforníu árið 1979, áttræður að aldri. Talið er að hann hafi orðið bráðkvaddur við sundiðkun. Hann var ókvæntur og barnlaus, enda að eigin sögn kvæntur ævistarfi sínu. Við útför hans minntist Edwin Clarke, samstarfsmaður hans til margra ára, lífsspeki hans og sagði meðal annars: "I seriously doubt that anyone has affected an entire hemisphere the way he did with his marvellous invention," sem útlagst gæti á íslensku: "Ég stórefa að nokkur maður hafi haft viðlíka áhrif á heilan heimshluta og hann hafði með sinni stórkostlegu uppfinningu."
Þetta eru óneitanlega orð að sönnu, enda má heita að það heyri til algerra undantekninga að vestrænar fjölskyldur eyði samverustundum sínum nú á dögum í að horfa tímunum saman á önnur húsgögn en hina mögnuðu uppfinningu Theodores Q. Televisions sem á erlendum tungum ber einmitt nafn hans og er til á nánast hverju heimili í hinum siðmenntaða heimi.
Ted litli var með endemum ódæll í æsku, þótt snemma þætti ljóst að ekki væri það vegna greindarskorts. Honum gekk vel í skóla þótt ekki væri hann vinsæll meðal skólasystkina sinna, enda einfari að upplagi. Einkum þótti bagalegt hve eirðarlaus Ted litli var á samverustundum fjölskyldunnar á kvöldin, en í upphafi aldarinnar var það sem kunnugt er alsiða hjá bandarískum millistéttarfjölskyldum að sitja saman í betri stofunni og horfa á húsgögnin. Of þurfti að grípa til þess ráðs að senda Ted litla til móðurafa síns, Teds eldri, sem orðinn var ekkill og bjó einn skammt frá heimili fjölskyldunnar, til að aðrir fjölskyldumeðlmir hefðu næði til að horfa á kommóðuna, sem var langáhugaverðasta húsgagnið á heimili foreldra hans og horft var á flest síðkvöld. Til gamans má geta þess að kommóða þessi er nú álitin langverðmætasti safngripurinn á byggðasafninu í Urbandale og talið er að ár hvert leggi vel á sjöunda þúsund ferðalanga leið sína þangað, gagngert þeirra erinda að líta kommóðu þessa augum.
Næsta víst er að Ted litli varð fyrir miklum áhrifum af speki og visku móðurafa síns, sem hann hét í höfuðið á, en sá var lífsreyndur grúskari og sjálfmenntaður heimspekingur. Verk Chaucers voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum og varð Ted yngri fljótt vel að sér í þeim. Ekki leið á löngu uns til þess var tekið sérstaklega í Urbandale og nágrenni hve sérkennilegur í háttum og orðfæri Theodore litli væri orðinn.
Sá atburður sem tvímælalaust setti mest mark á unga manninn og mótaði þá stefnu sem hann átti eftir að taka í lífinu átti sér stað í ágúst 1911, þegar hann var þrettán ára, en þá var Roger bróður hans, sem orðinn var fimmtán ára, boðið í dagsferð til Des Moines í tilefni af sextán ára afmæli skólabróður síns og nágranna, Pauls Bogles. Ted litli lét í ljós eindreginn vilja til að fá að fara með og linnti ekki látum fyrr en látið var undan þrákelkni hans. Geta má nærri um hvort ekki hafi verið mikil lífsreynsla fyrir ævintýragjarnan og öran ungling eins og Theodore Quincy Television, sem aldrei hafði séð annað af heiminum en sinn litla heimabæ og næsta nágrenni hans, að heimsækja stórborg, iðandi af mannlífi, eins og Des Moines var á þessu mikla hagvaxtarskeiði í bandarískri sögu.
Meðal þess sem gert var sér til skemmtunar í Des Moines var að fara í kvikmyndahús. Kvikmyndin var Ramona með Mae Marsh í aðalkvenhlutverkinu. Theodore Quincy sagði síðar frá því að þarna hefði heimsmynd hans breyst, þarna hefði hann ákveðið hvað hann skyldi taka sér fyrir hendur í lífinu. Kvalræðinu, sem öll börn á þeim tíma þekktu, að vera pínd til að horfa á skápa og hillur, borð og stóla, skatthol og kommóður, kvöld eftir kvöld, skyldi linna. Theodore Q. Television einsetti sér að finna upp húsgagn sem hægt væri að horfa á tímunum saman án þess að fá aðkenningu að banvænum lífsleiða.
Allir vita nú hvernig fór. Árum saman lagði Theodore nótt við dag til að fullkomna hugmynd sína, lítinn skáp með skjá þar sem síkvikar myndir myndu birtast með dáleiðandi áhrifum á nærstadda. Þótt gríðarmikil þróun hafi átt sér stað á þeim tíma sem liðinn er frá því að frumgerð húsgagnsins loks leit dagsins ljós til vorra daga byggir útfærslan enn á grunnhugmyndinni sem Ted litla flaug í hug þennan mikla örlagadag í kvikmyndahúsinu í Des Moines fyrir rétt tæpri öld.
Telvision drukknaði í sundlauginni við heimili sitt í Malibu Beach í Kaliforníu árið 1979, áttræður að aldri. Talið er að hann hafi orðið bráðkvaddur við sundiðkun. Hann var ókvæntur og barnlaus, enda að eigin sögn kvæntur ævistarfi sínu. Við útför hans minntist Edwin Clarke, samstarfsmaður hans til margra ára, lífsspeki hans og sagði meðal annars: "I seriously doubt that anyone has affected an entire hemisphere the way he did with his marvellous invention," sem útlagst gæti á íslensku: "Ég stórefa að nokkur maður hafi haft viðlíka áhrif á heilan heimshluta og hann hafði með sinni stórkostlegu uppfinningu."
Þetta eru óneitanlega orð að sönnu, enda má heita að það heyri til algerra undantekninga að vestrænar fjölskyldur eyði samverustundum sínum nú á dögum í að horfa tímunum saman á önnur húsgögn en hina mögnuðu uppfinningu Theodores Q. Televisions sem á erlendum tungum ber einmitt nafn hans og er til á nánast hverju heimili í hinum siðmenntaða heimi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)