mánudagur, nóvember 27, 2006

Vestmannaeyjar internetsins

Ekki skil ég þessa almennu óánægju með bloggerinn sem ég sé hist og her. Síðan ég hóf að blogga fyrir rúmu ári hefur engan skugga borið á viðmót bloggersins míns gagnvart mér og er ég þó ekki sá flinkasti á netinu, ég viðurkenni það. Hvernig er hægt að eiga í erfiðleikum með að kommentera? Þessi óskiljanlega óánægja ristir meira að segja svo djúpt að margir bloggarar eru búnir að flytjast búferlum, s. s. Sigmar, Danni bróðir og Tóta paunk. Ég get ekki séð að viðmót nýju síðnanna sé betra en þeirra gömlu - nema síður sé. Letrið er smærra og síðurnar eru lengur að hlaðast inn. Að vísu er nýja síðan hennar Tótu meintöff, það skal viðurkennt, en að henni undanskilinni eru nýju síðurnar meira að segja ljótari en þær gömlu - að mínu mati.
Og hvað er málið með bloggumhverfi þar sem maður er skikkaður til að auglýsa hinn og þennan andskotann - jafnvel frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins!?
Það tilkynnist því hér með að ég er hæstánægður með bloggerinn minn. Ég blogga í besta bloggi allra hugsanlegra blogga og er ekki að fara neitt.
Og svo legg ég til að kaninka.net verði útnefnd Vestmannaeyjar internetsins - það er bara hipsum haps hvort sé fært þangað.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki tala illa um kaninkuna. Allir vita að þó hún sé með hrjúft ytra borð, þá slær innra hjarta úr gulli. Enda bakkar hún bangsímon alltaf upp ef með þarf.

Tek hins vegar heils hugar undir athugasemdir um auglýsingar. Það er hippsumhapps hvort ég nenni að fara aftur á bloggsíður sem ég sé að eru með auglýsingar. Að vísu er ég kverúlant, en þegar ég er að kynna skoðanir fólks sem mér finnst af einhverjum sökkum athyglisvert, þá vil ég gera það ótruflaður af markaðsdeildum stórfyrirtækja.

Nafnlaus sagði...

Taktu þetta til baka!!!

Mammaþín!!!

Daníel Freyr sagði...

Ég lenti nú bara ítrekað í því að færslur sem ég skrifaði hurfu eða að ekki var hægt að senda þær, þær birtust ekki eða var hægt að ná sambandi við bloggerinn. Ég held að vandamálin með kommentin hafi verið hjá Haloscan í mínu tilfelli en mjög oft þá datt sambandið við þá niður og kommentin einfaldlega birtust ekki. Þessu hef ég ekki lent í í nýja kerfinu. Líklega er hægt að fá betra útlit það er satt en leturstærðina getur þú stillt sjálfur með þartilgerðum hnappi í vafranum þínum.

Davíð Þór sagði...

Mér dettur ekki í hug að tala illa um Kaninku, hún hefur gjarnan reynst Bangsímoni vel. Hins vegar lendi ég ítrekað í því að tölvan mín spólar þegar ég reyni að fara inn á kaninkusíður og ég kemst ekki neitt. Í allan dag hef ég, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki komist inn á eina einustu þeirra (fyrr en núna til Palla í annarri tilraun (og nú loksins til Stefáns)). Vera má að sökin sé mín megin. Þessu með Vestmannaeyjarnar á ekki að taka alvarlega. Ef þetta er of meiðandi líking skal ég taka hana aftur og kalla kaninku í staðinn Regnboga internetsins - maður ræður engu um það sjálfur hvenær hann birtist manni og hvenær ekki.

Leturstærðin er smærri og maður þarf að fara upp í stjórntækin sérstaklega til að stækka letrið til að gera það jafnlæsilegt og það var á gömlu síðunum.

Nú er Anna Kristjáns búin að taka bleika litinn af síðunni sinni! Er heimur minn á netinu að hrynja? Hvað næst? Opnar Ármann Jakobsson kannski kommentakerfi? Neeeiii!!!

Hildigunnur sagði...

ég er líka hæstánægð á Blogger og er ekki að fara neitt. Veit ekki til þess að færslur hafi horfið nema einu sinni. Mér finnst reyndar blogger kommentakerfið hundleiðinlegt og dettur ekki í hug að nota það.

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Ég hefi aldrei lent í að færslurnar mínar hverfi án míns leyfis. Sömuleiðis er ég sammála Davíð hvað kaninku snertir. Hinsvegar mætti blogspot bjóða upp á fleiri möguleika á útliti síðunnar.
Ég gafst upp á blog.central þegar auglýsingin eina sem átti að borga reksturinn var orðinn að fjórum og einstöku fylgihlutir komnir út nema fyrir peninga. Nú sit ég uppi með upplitaða vintrigræna síðu sem svar við mótmælum fólks við beibýkúkabrúna útlitið sem kom í stað þess smástelpubleika.

Nafnlaus sagði...

Ég vil nú bara benda á að enginn liðsmanna kaninkunnar hefur "flust búferlum" þaðan. Það segir e.t.v. meira en mörg orð um það magnað setur...

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki rétt, Birkir. Sjálft flaggskip Kaninkunnar, Óli Gneisti, flúði yfir á truflun.net

Hildigunnur sagði...

Anna, mér finnst það einmitt einn aðalkosturinn við blogspot að maður getur haft síðuna sína nákvæmlega eins og manni sýnist. Þú finnur ekki útlit minnar síðu sem neitt default í blogger, ég notaði reyndar default síðu sem grunn en hrærði slatta í henni og hannaði litasamsetninguna að vild. Það er ekkert svo mikið mál (ég kann voða lítið í html)

Og tek undir með Kaninkuna, það er stundum hrikalega erfitt að komast þar inn.

Nafnlaus sagði...

Afhverju ekki Reykjavík internetsins? Eru þið ekki alveg að kafna í snjó? Heyrði það fyrir stuttu í fréttum að það hefði snjóað hjá ykkur höfuðborgarbúum.

Nafnlaus sagði...

RÖKVILLA! STRÁMAÐUR! ÞÚ ERT ÓMERKILEGUR LYGARI OG FERÐ VÍSVITANDI MEÐ RANGT MÁL!

Pallih er Árni Johnsen internetsins.

Nafnlaus sagði...

Ég hef alltaf verið massasáttur við Kanínkuna og söfnun Palla á menningarverðmætunum, sem eru tónlistarþættirnir Marzípan, Karate og Dr. Gunni (að ógleymdum hádegisfréttunum, hehe)...

...ÞANGAÐ TIL NÚNA!!! Palli: Hvar í andsk$%&$& eru Marzípan og Dr. Gunni frá síðustu helgi?!?

Karna Sigurðardóttir sagði...

Svo ánægður að þú ert nýbúinn að taka til og alles :) dásamlegt!

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki rétt, Birkir. Sjálft flaggskip Kaninkunnar, Óli Gneisti, flúði yfir á truflun.net

Tja... ef flaggskipið var Titanic