miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Er þetta ekki fallegasti bíll í heimi?


10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neibb.

Jimy Maack sagði...

Jú, þetta er með þeim fallegri, sérstaklega rauði liturinn á innréttinguni.

Alda sagði...

Ekki jafn fallegur og nýja Beta bloggsíðan þín...

Hjörtur Howser sagði...

Virkilega smekkleg og tímalaus hönnun.

En Davíð, ertu viss um að dagsetningin á tónleikum Sviðinnar Jarðar sé rétt ???

Kv.
HH..

Davíð Þór sagði...

Já, þessi breyting á síðunni kom nú eins og hálfgert sjokk, ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Það hefur farið allt of mikill tími í að læra á þetta og finna það sem týndist úr mátinu við umskiptin og margt er ófundið enn.

Dagsetningin á tónleikunum í kvöld er rétt, en stóru ÚTGÁFUTÓNLEIKARNIR verða hins vegar ÞRIÐJUDAGINN 5. DESEMBER.

Þekkir enginn lesenda minna Litlu, gulu hænuna á myndinni, bifreiðina sem var megnið af ímynd minni á aldrinum 17 - 20 ára?

Nafnlaus sagði...

er þetta ekki yugo eða eins og við myndum bera það fram á okkar tungu Júgó

Nafnlaus sagði...

Ég gleymdi nú að svara spurningunni. Held að það sé best að nota orð Baggalúts og segi: Nei ég held að ég sé ekki nógu mikill hampreykjandi listamannapakk til þess að finnast þessi fallegastur en huggulegur er hann þó

Davíð Þór sagði...

Nei, Autobianchi Elegant. Ég verð greinilega að skrifa minningargrein.

Nafnlaus sagði...

Ég hefði getað svarið að þetta væri Simca

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þessi bíll algert æði. Sjálfur átti ég einu sinni '73 árgerðina af Sunbeam, málaðan í felulitum. Keypti hann á 7000 krónur. Nokkrir flipparar á fylleríi buðu tíu þúsund kall í hann, en ég tímdi ekki að selja.