sunnudagur, september 03, 2006

Umhverfisvitund Samfylkingarinnar

Það rann upp fyrir mér ljós. Auðvitað hefur Samfylkingin komið sér upp umhverfisvitund daginn sem hún las það í blöðunum að Draumalandið hans Andra Snæs væri að seljast í bílförmum og því væri það sennilega líklegt til vinsælda að hafa svoleiðis. Nú verður Gallup bara að gera skoðanakönnun strax um tilboðið hans Steingríms svo Samfylkingin geti komið sér upp afstöðu til þess.
Tilvitnun dagsins: "Fyrstu viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar eru þau að kalla tillögu Steingríms fjölmiðlaleikrit. Það hlýtur að vera særandi fyrir Steingrím að fá þessa einkunn frá leiðtoga Samfylkingarinnar, þetta er svona eins og að vera sakaður um ofleik af Glanna glæp."
Illugi Gunnarsson í Fréttablaðinu í dag

Engin ummæli: