fimmtudagur, september 21, 2006

Hvítrússneska biblíufélagið ...

... heitir BSRB (Biblical Society of the Republic of Belarus). Þetta þótti mér jafnvel enn merkilegra en að Ástralska Biblíurannsóknastofnunin í Sydney skuli heita SÍBS (Sydney Institute for Biblical Studies). Þegar maður er farinn að eyða tíma sínum á netinu í að gera svona uppgötvanir ætti maður kannski að fara að hugsa sinn gang.

5 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Þú átt við að nafnið á hvít-rússneska biblíufélaginu sé skammstafað BSRB þegar það er þýtt yfir á ensku? Og HRBF upp á íslensku (og guðmávitahvað uppá rússnesku)...

Sorrí, stóðst ekki besservissið...

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Ég held líka að þú þurfir að hugsa þinn gang hehehe

Alda sagði...

Heheh. Besti acronym í heimi er samt SAD.
[Seasonal Affective Disorder]
[Skammdegisþunglyndi]

Nafnlaus sagði...

Er það þetta sem guðfræðingar dunda sér við?
Ég er greinilega á hárréttri hillu í lífinu.

Hjörtur Howser sagði...

Manstu eftir SATT, Samtökum Alþýðu tónskálda- og Tónlistarmanna. Stóðu fyrir skemmtikvöldum, svokölluðum SATT-kvöldum, hér í den.
SATT er líka flutningafyrirtæki; Shipping Association of Trinidad & Tobago og skotklúbbur; Small Arms Training Team. Lífið er ekki bara auðvelt heldur líka skemmtilegt... stundum...