laugardagur, september 02, 2006

Netið er komið

Nú er ég kominn með internet inn á heimilið og þarf því ekki lengur að stóla á heita reiti á kaffihúsum borgarinnar. Þetta þýðir að hvenær sem mér dettur eitthvað í hug get ég sett það beint á netið. Kannski gerist ég örbloggari og set allt sem ég hugsa beint á netið um leið og mér dettur það í hug án nokkurs samhengis við neitt þannig að enginn skilur bofs.

Kúlukerti

Já, meðan ég man. Hvar finn ég kúlukerti, þ. e. kerti sem eru kúlulaga? Ég á nefnilega svo flottan kertastjaka fyrir stórt, kúlulaga kerti og kertið sem fylgdi er niðurbrunnið.

8 ummæli:

Hildigunnur sagði...

Fást eiginlega úti um allt. Keypti mér kúlukerti í Krónunni um daginn.

Davíð Þór sagði...

Ekki í Hagkaupum í Kringlunni og ekki í Tiger ... en það má reyna.

Hildigunnur sagði...

Pottþétt í Krónunni uppi í Húsgagnahöll, þar voru til bæði lítil og stór.

Nafnlaus sagði...

Svo er nóg til af þeim í skápum og skúmaskotum hjá mér. Ef ég man rétt, í ýmsum litum. Visitera um helgina, eftir skúmaskotahreinsun.
Kveðja,
Anna Guðný

Davíð Þór sagði...

Fann það loks í Melabúðinni ... auðvitað. Vöruúrval er greinilega ekki spurning um fermetra.

Hjörtur Howser sagði...

Vatnsblönduð pöbulkerti má fá víða, í hinum ýmsu pöbulbúðum. Alvöru kúlukerti (sem eru, eðli málsins samkvæmt, miklu meira hipp og kúl) færðu hinsvegar bara í alvöru-kertabúðum.

Hildigunnur sagði...

örugglega fín í Melabúðinni, það er allt gott í Melabúðinni. Þessi sem ég keypti voru reyndar ágæt.

Anna Sigga sagði...

Svo má alltaf athuga í Blómavali eða Europris. Þar leinist eitt og annað! Eða þá í Ótrúlegu búðinni í Kringlunni :-)