þriðjudagur, janúar 05, 2010

Ást fær af þér óorð

(Lag og ljóð: Jon Bon Jovi, Richard S. Sambora og Desmond Child.
Íslenskur texti: D. Þ. J.)

Þú framdir á sál mér siðlaust morð.
Vina, ást fær af þér óorð.

Jafn engilfríð er ekki nein
með eld í hjartanu og brennistein.
Í ástríðuhlekki ég hnepptur er.
Úr helsi því ekkert fær bjargað mér.
Ó, ó, þú ert ör á streng,
ó, ó, sem hvern ungan dreng
til ólífis særir, þinn rándýra feng.

Þú framdir á sál mér siðlaust morð.
Ást fær af þér óorð,
því allt var tál sem þú barst á borð.
Ást fær af þér óorð.

Þú laðar menn að með ljúfum róm
og læsir í þá blóðrauðum klóm.
Þú þykist feimin, fegurst hnoss,
en fyrsta ástin þín var júdasarkoss.
Ó, ó, þú ert ör á streng,
ó, ó, sem hvern ungan dreng
til ólífis særir, þinn rándýra feng.

Þú framdir á sál mér siðlaust morð.
Ást fær af þér óorð,
því allt var tál sem þú barst á borð.
Ást fær af þér óorð.

1 ummæli:

Gunnar sagði...

-Þetta er merkilegt, en um leið alveg hræðilegt; -finnst mér.