(Lag og ljóð: Bob Dylan/íslenskur texti: D. Þ. J.)
Áður varstu fín og flott í sýn,
þá flæddi kampavín og gæfa þín var ógurleg.
Þig allir voru að fjalla um og skjalla,
undan fæti halla myndi varla á nokkurn veg.
Þú hlóst bæði hátt og snjallt
að hinum sem var ekki gefið allt.
En drambið nú þú deyða skalt,
það dugar skammt ef manni er kalt
og þarf að sníkja bæði brauð og næturstað.
Hvernig er það?
Hvernig er það
að vera ein og snauð,
að vera öllum dauð,
að hafa misst sinn auð,
minna á týndan sauð?
Alltaf vel til fara með aðdáendaskara,
eftirsótt vara, þú þekktir bara gleði og glaum.
Svo brugðust loks þinn eiginn máttur og megin,
nú máttu felmtri slegin þrauka einhvern veginn ein og aum.
Þú sórst þess eið í allmörg sinn
aldrei að fara milliveginn,
en nú er afslátturinn útrunninn.
Enginn er lengur vinur þinn,
nema fyrir greiða í greiða stað.
Hvernig er það?
Hvernig er það
að vera ein og snauð,
að vera öllum dauð,
að hafa misst sinn auð,
minna á týndan sauð?
Aldrei nokkurn tíma í brjálæðisins bríma
þú baksviðs máttir híma né leggja þig í líma, því er ver.
Í innantómum dofa hver draumur fékk að sofa
og daga uppi vofa, því aðrir höfðu ofan af fyrir þér.
Þó að þú umgengist þotulið,
þvælt væri og lúið gullkortið,
nú tekur ómæld einsemd við,
enginn sem stendur þér við hlið,
horfnir þeir sem þú taldir þig eiga að.
Hvernig er það?
Hvernig er það
að vera ein og snauð,
að vera öllum dauð,
að hafa misst sinn auð,
minna á týndan sauð?
Að rista svona grunnt er ekki mörgum unnt,
egósentrísk trunta, bara upp á punt að skemmta sér.
Þú hafðir skotið rótum á heldrimanna mótum
hjá harðsvíruðum þrjótum, en lukkan kippti fótunum undan þér.
Þú gerðir endalaust grín að því
ef gagnrýndu einhver nóboddí
þá gerviveröld sem varstu í.
Þú vissir ekki um neitt svínarí
og hafðir jú ekkert að fela, eða hvað?
Hvernig er það?
Hvernig er það
að vera ein og snauð,
að vera öllum dauð,
að hafa misst sinn auð,
minna á týndan sauð?
Þetta er nýjasta afurð Þorsteins Eggertssonar-heilkennisins míns, áráttukenndrar þráhyggju að þýða erlenda söngtexta.
Like a Rolling Stone hefur verið valið besta rokklag allra tíma. Það hefur lengi verið eitt af mínum eftirlætislögum í heiminum, svo mjög að mér hraus hálfpartinn hugur við að reyna að snara því – mér fannst það jafnvel jaðra við helgispjöll. Auðvitað er þó ekki um eiginlega þýðingu að ræða, heldur aðeins tilraun til að miðla þeim hughrifum sem ég sjálfur verð fyrir af textanum. Ég byrjaði á þessu í haust, en gafst upp í miðju kafi. Í síðustu viku kom andinn yfir mig aftur og ég kláraði þetta.
Bragfræði Dylans er afar sundurleit og handahófskennd. Fjöldi atkvæða í línu virðist varla fylgja neinni reglu, heldur aðeins því hve mörg orð skáldið þurfti til að segja það sem það vildi koma til skila. Þess vegna elti ég ekki heldur ólar við að hafa öll erindin nákvæmlega eins í hrynjandinni.
Í fyrstu fjórum línunum er hins vegar ekki bara hrynjandin út og suður hjá Dylan heldur sjálft bragmynstrið líka. Mér finnst það aftur á móti lýti á íslenskum kveðskap. Þess vegna held ég rímformi Dylans úr fyrsta erindinu (inn- og endaríminu A-A/A-A-B/C-C/C-C-B) til streitu í gegn um öll fjögur erindin. Það kann að virðast mjög anal, en sama er mér. Hitt lítur að mínu mati út eins og höndum hafi verið kastað til við verkið.
Upphaflegi textinn hefur sögulega skírskotun til einstaklinga í áhangendahópi Andys Warhols. Dylan mun hafa fundist ein vinkona sín fara illa út úr veru sinni í honum og ort lagið um það. Sú skírskotun á að mínu mati ekkert erindi í dag, þótt áhugaverð sé. Lagið er einfaldlega löngu vaxið upp úr sögulegum bakgrunni sínum.
Kannski má finna vísun í nýlegri og nærtækari atburði í mínum texta, ég veit það ekki. En finnist einhverjum þessi texti fjalla um einhverja raunverulega persónu, lífs eða liðna, gerir hann það algerlega á eigin ábyrgð – ég sá bara fyrir mér einhverja nafnlausa meikdollu sem sápukúlan sprakk utan af.
Auðvitað er þetta misstirt hjá mér, en ég held að hægt eigi að vera að syngja þetta án mikilla harmkvæla. Langi einhvern að flytja þennan texta við eitthvert tækifæri er honum það frjálst hvar og hvenær sem er, ef hann aðeins getur höfundar.
Áður varstu fín og flott í sýn,
þá flæddi kampavín og gæfa þín var ógurleg.
Þig allir voru að fjalla um og skjalla,
undan fæti halla myndi varla á nokkurn veg.
Þú hlóst bæði hátt og snjallt
að hinum sem var ekki gefið allt.
En drambið nú þú deyða skalt,
það dugar skammt ef manni er kalt
og þarf að sníkja bæði brauð og næturstað.
Hvernig er það?
Hvernig er það
að vera ein og snauð,
að vera öllum dauð,
að hafa misst sinn auð,
minna á týndan sauð?
Alltaf vel til fara með aðdáendaskara,
eftirsótt vara, þú þekktir bara gleði og glaum.
Svo brugðust loks þinn eiginn máttur og megin,
nú máttu felmtri slegin þrauka einhvern veginn ein og aum.
Þú sórst þess eið í allmörg sinn
aldrei að fara milliveginn,
en nú er afslátturinn útrunninn.
Enginn er lengur vinur þinn,
nema fyrir greiða í greiða stað.
Hvernig er það?
Hvernig er það
að vera ein og snauð,
að vera öllum dauð,
að hafa misst sinn auð,
minna á týndan sauð?
Aldrei nokkurn tíma í brjálæðisins bríma
þú baksviðs máttir híma né leggja þig í líma, því er ver.
Í innantómum dofa hver draumur fékk að sofa
og daga uppi vofa, því aðrir höfðu ofan af fyrir þér.
Þó að þú umgengist þotulið,
þvælt væri og lúið gullkortið,
nú tekur ómæld einsemd við,
enginn sem stendur þér við hlið,
horfnir þeir sem þú taldir þig eiga að.
Hvernig er það?
Hvernig er það
að vera ein og snauð,
að vera öllum dauð,
að hafa misst sinn auð,
minna á týndan sauð?
Að rista svona grunnt er ekki mörgum unnt,
egósentrísk trunta, bara upp á punt að skemmta sér.
Þú hafðir skotið rótum á heldrimanna mótum
hjá harðsvíruðum þrjótum, en lukkan kippti fótunum undan þér.
Þú gerðir endalaust grín að því
ef gagnrýndu einhver nóboddí
þá gerviveröld sem varstu í.
Þú vissir ekki um neitt svínarí
og hafðir jú ekkert að fela, eða hvað?
Hvernig er það?
Hvernig er það
að vera ein og snauð,
að vera öllum dauð,
að hafa misst sinn auð,
minna á týndan sauð?
Þetta er nýjasta afurð Þorsteins Eggertssonar-heilkennisins míns, áráttukenndrar þráhyggju að þýða erlenda söngtexta.
Like a Rolling Stone hefur verið valið besta rokklag allra tíma. Það hefur lengi verið eitt af mínum eftirlætislögum í heiminum, svo mjög að mér hraus hálfpartinn hugur við að reyna að snara því – mér fannst það jafnvel jaðra við helgispjöll. Auðvitað er þó ekki um eiginlega þýðingu að ræða, heldur aðeins tilraun til að miðla þeim hughrifum sem ég sjálfur verð fyrir af textanum. Ég byrjaði á þessu í haust, en gafst upp í miðju kafi. Í síðustu viku kom andinn yfir mig aftur og ég kláraði þetta.
Bragfræði Dylans er afar sundurleit og handahófskennd. Fjöldi atkvæða í línu virðist varla fylgja neinni reglu, heldur aðeins því hve mörg orð skáldið þurfti til að segja það sem það vildi koma til skila. Þess vegna elti ég ekki heldur ólar við að hafa öll erindin nákvæmlega eins í hrynjandinni.
Í fyrstu fjórum línunum er hins vegar ekki bara hrynjandin út og suður hjá Dylan heldur sjálft bragmynstrið líka. Mér finnst það aftur á móti lýti á íslenskum kveðskap. Þess vegna held ég rímformi Dylans úr fyrsta erindinu (inn- og endaríminu A-A/A-A-B/C-C/C-C-B) til streitu í gegn um öll fjögur erindin. Það kann að virðast mjög anal, en sama er mér. Hitt lítur að mínu mati út eins og höndum hafi verið kastað til við verkið.
Upphaflegi textinn hefur sögulega skírskotun til einstaklinga í áhangendahópi Andys Warhols. Dylan mun hafa fundist ein vinkona sín fara illa út úr veru sinni í honum og ort lagið um það. Sú skírskotun á að mínu mati ekkert erindi í dag, þótt áhugaverð sé. Lagið er einfaldlega löngu vaxið upp úr sögulegum bakgrunni sínum.
Kannski má finna vísun í nýlegri og nærtækari atburði í mínum texta, ég veit það ekki. En finnist einhverjum þessi texti fjalla um einhverja raunverulega persónu, lífs eða liðna, gerir hann það algerlega á eigin ábyrgð – ég sá bara fyrir mér einhverja nafnlausa meikdollu sem sápukúlan sprakk utan af.
Auðvitað er þetta misstirt hjá mér, en ég held að hægt eigi að vera að syngja þetta án mikilla harmkvæla. Langi einhvern að flytja þennan texta við eitthvert tækifæri er honum það frjálst hvar og hvenær sem er, ef hann aðeins getur höfundar.