fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Staka

Þessa vísu heyrði ég um daginn. Hún var eignuð Jóni Thor Haraldssyni, en með fyrirvara. Ég sel faðernið því ekki dýrara en ég keypi það. Viti einhver betur skal ég leiðrétta það með glöðu geði.

Menning vor á samhenginu sést.
Hin sanna ritlist hún mun áfram lifa.
Nóbelsskáldið Halldór Laxness lést
um leið og Davíð Oddsson fór að skrifa.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Algerlega ótengt þessu þá vill ég bara segja takk fyrir diskinn Villikettirnir! Besti barnadiskur ever, góð tilbreyting að hafa barnadisk sem foreldrar geta haft gaman af :)

Unknown sagði...

Algerlega tengt þessu... og svosem stöku laugardagsins var einnig; en þessa heyrði ég um daginn:

Landsmenn Davíð allir dá,
dýrka, lof'og prísa...
Þetta er einsog allir sjá
öfug-mæla vísa.

Hef á tilfinningunni að þetta sé skrumskæling, en næ ekki að negla það niður úr minni mínu (n.b. hef ekki farið útí neina athugun á því) en finnst sem ég hafi heyrt eitthvað svipað frá þér, Davíð Þór, í hinum ómissandi þætti Orð skulu standa.

Annars getur faðir minn, blessaður, bent mér á höfundinn. Get jafnvel komið því hér inn á morgun.. á kristilegum tíma..

Þökk fyrir þitt..
Kv. Sverrir

Hildigunnur sagði...

hahaha, ég sá titilinn og hélt þið hefðuð farið á tónleika Stöku í kvöld :D

Unknown sagði...

Stakan sem ég henti hingað inn í gær ku vera eftir Jakob Jónsson frá Varmalæk í Bæjarsveit.

Nafni þinn Oddsson, hefur aldrei verið allra - því Jakob lést fyrir um 4-5 árum og eftir hann liggur margur skemmtilegur og vel ígrundaður kveðskapur.

Kv. Sverrir U.