þriðjudagur, janúar 20, 2009

Afi án bakþanka

Dyggir lesendur hafa tekið eftir því að nokkuð er síðan ég setti síðast færslu hingað inn, en þær hafa nánast einskorðast við hálfsmánaðarlega Bakþanka. Ástæða þessa eru sviptingar í fjölmiðlaheiminum. Eins og allir ættu að vita var nefnilega ákveðið að hætta að gefa út blaðið sem ég skrifa bakþankana í, Sunnudagsfréttablaðið. Mér var boðin staða bakþankahöfundar í laugardagsblaðinu og þáði ég hana. Það kostar pínulitlar tilfæringar sem reyndar útvega mér kærkomna pásu frá bakþankaskrifum í miðju Gettu betur fári. Næstu Bakþankar mínir ættu að birtast laugardaginn 31. janúar.
Annars er það helst í fréttum að Hulda dóttir mín gerði mig að afa í síðustu viku. Henni fæddist þá hraustur og heilbrigður myndarsonur með há kinnbein og mikið ljóst hár. Móður og syni heilsast vel. Þetta er eintóm hamingja, pabbinn er ágætispiltur úr Hafnarfirði. Ég þekki pabba hans. Ég er enn að átta mig á mínu nýja hlutverki, en hlakka mikið til að takast á við það. Góðar stundir.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með nýja hlutverkið. Það er geysilega þýðingarmikið.

spritti sagði...

Innilega til hamingju.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju, yndislegt :)

NN sagði...

Innilega til hamingju:)