mánudagur, nóvember 12, 2007

Fimmtán mínútur fyrir Kisu

Kisa er að slá í gegn á netinu. Hún hefur fengið mynd sína birta á hinni vinsælu vefsíðu catsthatlooklikehitler.com og er sem stendur með einkunnina 9 (af 10). Við erum öll voða spennt fyrir hennar loppu, en sjálf er hún með alla fætur á jörðinni og tekur velgengninni af stakri yfirvegun.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahaahhahaha þetta er SNILLD! :)

Nafnlaus sagði...

Við Kolgríma vorum að skoða þetta í gærkvöldi. Við erum vantrúaðar á að þetta sé mikill sómi fyrir Kisu :(