þriðjudagur, desember 12, 2006

Aukasetningar ...

... geta verið vandmeðfarnar í íslensku. Þannig fékk ég þessa tilkynningu netleiðis í dag: „Það má segja að engin vandamál hafi komið upp, sem við erum þakklát fyrir."
Hvað með vandamál sem þið eruð ekki þakklát fyrir?

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Innan um lausnir að flóknum vandamálum og aðstæðum er alltaf til ein lausn sem er einföld og augljós - en yfirleitt vitlaus"
(höf óþekktur)

Nafnlaus sagði...

Nú til eru þeir sem hafa óendanlega gaman að því að leysa vandamál. Þau vandmál sem þeir leysa hljóta þeir að vera þakklátir fyrir. Þau sem þeir ekki geta leyst eru kannski alveg jafn þakklætisverð.

Nafnlaus sagði...

Bíddu.. skrifaðir þú ekki sjálfur að lífið væri auðvelt þegar maður hætti að gera það sér erfitt og færi að sjá vandamálin sem tækifæri...? Er maður ekki þakklátur fyrir tækifæri?

Nafnlaus sagði...

Ég er að vinna með manni með eina löpp sem heitir Einar. Ég hef ekki enn kunnað við að spyrja hvað hin löppin heitir...

Nafnlaus sagði...

Ég þekki eimmitt mann sem er með vinstra hné sem heitir Einar. Mjög gaman að því. Sá Einar var eimmitt ástfanginn af fatlaðri gæs í Lundúnum sem hét Kryppa. Mjög falleg saga.

Nafnlaus sagði...

Mig langar til að koma með smá spurningu um íslenskt mál. Málið er að ég sá auglýsingu um sölu á jólatrjám hjá BYKO. Tvö skilti með u.þ.b. 30 metra millibili sýndu annarsvegar "Jólatréssala" og hinsvegar "Jólatrésala". Hvort er rétt? Eða eru báðar útgáfur rangar (sbr. bílasala/bílssala fasteignasala/fasteignarsala)?

Nafnlaus sagði...

Jólatrjáasala hefði ég haldið? Hvað segir snillingurinn?

Nafnlaus sagði...

Ótækar setningar geta líka verið afskaplega skemmtilegar.
Fyrir árafjöld vorum við systur að rífast að gelgjusið og hún hvæsti á mig:
Reynd'ekki að viðurkenna'ða ekki!

Ég veit ekki ekki enn hvað það á að þýða.

Hildigunnur sagði...

jólatrjáa- ekki spurning. Myndi kaupa mitt tré hjá Flugbjörgunarsveitinni bara fyrir skiltið, ef ég fengi ekki tré úr Einarsstaðaskógi í jólagjöf

Hildigunnur sagði...

tja, nema þeir ætli bara að selja eitt jólatré, þá jólatréssala, efast um að jólatrésala meiki nokkurn sens whatsoever.

Hildigunnur sagði...

og Einar löpp, það er að minnsta kosti auðveldara að hoppa á honum en Ingvari...