þriðjudagur, október 24, 2006

Sköpun eða þróun?

Sköpun mannsins

Alfaðir í Eden fann
apa, sem um greinar rann,
ætlaði að gera úr honum mann
sem elskaði guð og náungann.

Sat hann við með sveittar brár
sextán hundruð þúsund ár.
Apinn reyndist þrjózkur, þrár,
þykkjukaldur og hyggjuflár.

Að hálfu leyti api enn,
eðlin geymir tvenn og þrenn,
lítil von hann lagist senn.
Lengi er guð að skapa menn.

Örn Arnarson

18 ummæli:

Jimy Maack sagði...

Hehe. Minnir mig á orð Bill Hicks: Ever notice how creationists look unevolved? Whoo! Looks like God did a rush-job there!

Nafnlaus sagði...

Man ekki eftir að hafa séð þessa snilld Arnar áður.

Bill Hicks,another dead hero!

Hildigunnur sagði...

Þetta er búið að vera lengi í uppáhaldi. Frábært kvæði. Samdi við það lag fyrir Drengjakór Reykjavíkur en stjórnandanum þótti það svo mikið guðlast að það hefur ekki verið flutt enn...

Nafnlaus sagði...

„I believe that God created me in one day.“
„Whoa, looks like he rushed it.“

Svona svo tilvitnunin sé nú kórrétt hjá þér, Jimy minn.

Bill Hicks mun rísa upp frá dauðum fyrr en seinna... Hann getur ekki legið rólegur í gröfinni eins og heimurinn er orðinn.

Nafnlaus sagði...

Þessi texti er algerlega frábær! Og algerlega sannur. Mikið langar mig til að heyra hann fluttann í guðsþjónustu. Hvað segirðu um það, Hildigunnur?

Hildigunnur sagði...

til er ég, spurning um kór.

Davíð Þór sagði...

Ég krefst þess að vera boðið fyrst ég leiddi ykkur saman.

Nafnlaus sagði...

Eyvindur ætti að þekkja til verka herra Hicks, enda notar hann mikið af efni snillingsins í eigin uppistönd án þess að geta upprunans.

Nafnlaus sagði...

Magnús Stefánsson, hét hann það ekki réttu nafni. Og var hann ekki kennari í Flensborg á sínum tíma, jú gott ef ekki.

Jimy Maack sagði...

úff Tinna. Ouch.

Það eru geðveikt margir sem stela frá Hicks.

Davíð Þór sagði...

Guði sé lof að Billy Connolly kom aldrei á Radíuskvöld.

Hildigunnur sagði...

jújú, bjóðum Davíð í messu :-D

Nafnlaus sagði...

Eitt er að nappa einum og einum punkti, en þegar heilu prógrömmin eru höfð nánast orðrétt eftir öðrum...tja...

Annars ætla ég mér ekki að vera með nein leiðindi, geri víst nóg af því annarsstaðar.

Nafnlaus sagði...

Hann hefur meira að segja viðurkennt þetta sjálfur í ágætri grein á heimasíðu sinni.

Nafnlaus sagði...

Líst vel á það, Hildigunnur. Spurning um hve margar raddir ... Davíð, þér er hér með formlega boðið, hvað segirðu um að þú prédikir daginn sem við flytjum verkið?

Davíð Þór sagði...

Díll!!! (Má ég velja ritningartextann sjálfur?)

Nafnlaus sagði...

Já. Það eru sjálfsögð réttindi prédikara, að hann velji textann sjálfur. Þá vantar bara Hildigunni ... já og messudag.

Hildigunnur sagði...

þriggjaradda, barnakór, píanó.