sunnudagur, október 08, 2006

Þ.R.A.U.K. 6: Ísland

Ísland er glæsihöllin mín háa
og heim þangað glaður ég sný.
Ísland er kotið mitt kalda og lága
sem kúldrast ég dapur í.

Ísland er ferskt eins og angan úr grasi
og ylhýrt sem vorsins þeyr.
Ísland er gamall og úreltur frasi
sem enginn skilur meir.

Ísland er sigrar og ánægjustundir,
afrek og hetjudáð.
Ísland er byrði sem bogna ég undir
er brestur mig þrek og ráð.

Ísland er sanna ástin mín stóra,
ástríðna logandi bál.
Ísland er gömul og útjöskuð hóra,
örmagna á líkama og sál.

Birt á "Lífið er auðvelt" 6. febrúar 2006 (hefur verið breytt örlítið)