sunnudagur, október 01, 2006

Dæmd til dauða án dóms og laga

Tímarit eitt heitir Orðlaus og er kvenkyns. Það fylgir Blaðinu. Í síðasta tölublaði þess var stórfróðleg grein. Hún er svona:
"Sawney Beane, kona hans, synir, sex dætur og 32 barnabörn sem höfðu öll komið undir með sifjaspelli1, voru fjölskylda sem stundaði morð og mannát. Hópurinn hélt til í hellum nálægt bænum Galloway í Skotlandi í byrjun 17. aldar. Talið er að fjölskyldan hafi myrt hátt í þúsund manns á 25 ára tímabili áður en þau náðust og voru dæmd til dauða án dóms og laga."
Þetta þykir mér merkilegt. Saga þessarar óvenjulegu fjölskyldu er tvímælalaust efni í athyglisverða kvikmynd, nema endalok hennar, þegar þau voru "dæmd án dóms", sem eru sennilega frekar efni í lagaheimspekilegar þrætur.
Annars segir Wikipedia að þetta sé að öllum líkindum bara skáldskapur.
1. Líklega ætti að standa "sifjaspellum". Ég hef ekki heyrt þetta orð notað í eintölu áður og finnst ólíklegt að heil 32 barnabörn geti orðið til með einu spelli.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það væri þá spell í lagi!

http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/no/hk/sb/sifjaspell.html

Nafnlaus sagði...

Eru þetta ekki eiginlega sifjaspellvirki?

Mig langar að sjá dómslausan dómstól.

Karna Sigurðardóttir sagði...

þetta hefur sennilega átta að vera "spjalli" - ég hef vitað börn koma undir við spjall.

Nafnlaus sagði...

Er það þá fyrst og fremst ótæpilega trúað fólk sem getur börn þannig? Svona fólk sem er líka bara með 7 mánaða meðgöngutíma?

Fljótur leið til að endurreisa þig með elskhuga þínum sagði...



Galdramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér templeofanswer@hotmail.co.uk eða Whatsapp (+2348155425481)