Stundum heyrist talað um að Íslendingar séu trúlausir upp til hópa. Helstu fulltrúar ofstækisfulls guðleysis á Íslandi hafa m.a. orðið uppvísir að því að fullyrða að aðeins 51% þjóðarinnar segist trúa. Þetta er úr lausu lofti gripið og eftir því sem næst verður komist hreinlega rangt. Gaman væri að sjá þá vísa í einhverja könnun til að úskýra þá niðustöðu sína.
Árið 2004 var nefnilega gerð Gallup-könnun á trúarlífi Íslendinga sem leiddi meðal annars í ljós:
- að 91% þjóðarinnar telja kristnifræðikennslu í grunnskólum ekki of mikla
- að börn 83% þjóðarinnar hafa tekið þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar
- að 69% þjóðarinnar telja sig trúaða
- að 65% þjóðarinnar biðja bæna með börnum sínum vikulega eða oftar
- að 62% þjóðarinnar fara með Faðirvorið nokkrum sinnum í mánuði (þar af helmingurinn daglega)
og loksins:
- að 19% þjóðarinnar telja sig ekki trúaða.
Þeir eru m.ö.o. ekki talsmenn 49% þjóðarinnar eins og þeir telja sér trú um heldur þrýstihóps sem í mesta lagi inniheldur 19% þjóðarinnar (þá er nefnilega ekki tekið tillit til þess að stór hluti fólks sem enga trú játar hefur megnustu andúð á þráhyggjukenndu trúar- og kirkjuhatri þeirra).
12 ummæli:
Davíð, ekki ljúga.
Við höfum ítrekað sagt að trúleysi sé á milli 20-30% á meðal Íslendinga eftir því hvaða skilgreining er notuð. Það kemur fram í þessari könnun sem þú vísar í.
Við höfum líka bent á að í þessari könnun kemur fram að 51% þjóðarinnar segist játa kristna trú.
Ég veit ekki hvar þú færð út þá tölu að 1,2% þjóðarinnar játi enga trú. Endilega vísaðu á þá spurningu þar sem þetta kemur fram, þær eru númeraðar.
Ofstækisfullir? Fyrirgefðu meðan ég ...! Ofstækisfullir trúmenn myrða fólk, fremja sjálfsvígsárásir, kúga konur og grýta jafnvel til dauða o.s.frv. o.s.frv. En ef einhver leyfir sér að gagnrýna Ríkis-þjófakirkjuna þína, benda á tvískinnungin, hræsnina, viðbjóðinn og yfirskynið, þá er sá hinn sami orðinn ofstækisfullur?! Af hverju? Af því að hann í geðshræringa þess sem er búinn að fá yfir sig nóg af hugsanakúgun helgislepjuvaðals leyfir sér að nota svolítið sterk orð?
Kæri bróðir reyndu nú að rífa hausinn út úr rassgatinu á þér og sjá heiminn eins og hann raunverulega er!
Með ástarkveðju, þinn bróðir, Daníel.
Af þeim 671 sem svöruðu fyrstu spurningunni sögðust 127 vera ekki trúaðir. Það eru tæp 19 prósent. Ég held þú ættir að klippa fyrstu tvö orðin af titlinum á þessari grein.
Það er líklega spurning 14 sem er að rugla þig. Við hliðina á henni á blaðsíðu 28 stendur: "Þeir sem telja sig vera trúaða (sp. 13) voru
spurðir þessarar spurningar." 19.1% sögðust ekki trúðair í spurningu 13.
Þakka ábendinguna, Sindri. Mér yfirsást smáa letrið. 19% eru ekki trúaðir. Ég biðst velvirðingar og leiðrétti það.
P.S. Hvað 51% varðar þá segjast 69% telja sig trúaða. Samkvæmt mínum útreikningum standa þá 31% eftir - eða eru herskáir trúleysingjar kannski talsmenn alls annars en kristindóms?
Þegar þú tjáir þig um kristni Davíð hvað ertu þá að tjá þig fyrir hönd margra? Hvað eru margir sem eru nákvæmlega sammála þér?
Ég tjái mig fyrir mína eigin hönd og engra annarra. Ég tel mínar skoanir vera réttari eða rangari eftir því hve margir eru sammála mér. Ég læt rökin duga.
En já, aftur að efni færslunnar. Þú ert sumsé að vísa í spurningu sem bara þeir sem töldu sig trúaða fengu? Þarna vantar alla sem sögðust ekki trúaðir eða sögðust ekki geta sagt til um það. Þetta eru skrýtin mistök miðað við að þú vitnar einmitt í þá spurningu þegar þú segir að 69% þjóðarinnar telji sig trúaða. Hvað hélstu eiginlega um alla hina?
Það er alltaf rétt að leggja áherslu á, eins og Gallup gerði á sínum tíma, að könnunin er án efa skekkt í hag trúar.
Það er líka rangt hjá þér að börn 83% þjóðarinnar hafi tekið þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Spurt var hvort "þú eða börn þín..." sem er allt annað.
Ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara þegar þú segir að: "91% þjóðarinnar telja kristnifræðikennslu í grunnskólum ekki of mikla". Vantrú til dæmis er hlynnt kennslu í kristinfræði en hefur gagnrýnt það að oft er þetta trúboð en ekki fræðsla. Þetta er punktur sem sr. og dr. Sigurður Pálsson hefur tekið undir (ég átti við hann mjög ánægjulegt spjall fyrir nokkru eftir fyrirlestur hans).
Það er hins vegar gagnrýnisvert að taka og leggja saman þá sem segja kennsluna "hæfilega" við þá sem segja hana of litla því við vitum margir velja hlutlausa möguleikann þegar þeir eru í raun að segja að þeir hafi ekkert álit. Þetta er spurning sem hefði þurft valmöguleikann "þekki ekki til" enda þekkja fæstir í raun til þess hvernig kennslan er. Það sem er áhugaverðara við þessa spurningu er að miklu mun færri telja þarna að kristinfræðikennsla sé of lítil en gerði það 86-87.
Að lokum er rétt að ítreka að þessar tölur skipta voðalega litlu máli. Það skiptir ekki máli hve minnihlutahópurinn er lítill, það er alltaf rangt að níðast á honum.
Geturðu skýrt aðeins og nefnt dæmi um hvernig ofstæki hefur birst hjá guðleysingjum? Finnst þér ofstækisfullt að vilja aðskilnað ríkis og kirkju? Eða að vilja halda trúboði úr skólum?
Mér finnst þessi varnarræða ekkert sérstaklega oftækisfull hjá þér Davíð, ekki frekar en málflutningur trúleysingja almennt. Hún virðist hins vegar byggð á mannlegum misskilningi og þú ert heppinn að eiga lesendur sem leiðrétta þig á stundum sem þessum.
Reyndar finnst mér munnsöfnuður Davíðs, Óla og Daníels full ljótur. Orð á borð við rassgat á lítið erindi í umræður fullorðinna manna og það er óþarfi að biðja menn um að ljúga ekki þegar þeir eru greinilega bara að misskilja. Eins finnst mér alhæfingar Davíðs um að ónefndir fulltrúar oftækis hafi á ótilgreindum tíma og stað orðið uppvísir að einhverju sem greinilega sé rangt mjög óvandað og höfundi ekki til sóma. Hreinlega dónalegt.
Ég er afar forvitinn hvað í munnsöfnuði mínum gekk fram af Kristjáni.
En já, Davíð er búinn að breyta færslunni sinni en sér sér hins vegar ekki fært að svara einföldum spurningum í athugasemdakerfinu.
Ég er hlynnt trúarbragðafræðslu í grunnskólum og vil ekki segja hvort kristinfræðikennsla á að vera meiri eða minni, um það verður ekki deilt að hún er ríkur þáttur í mannkynssögunni en ég hef ofurlítið séð af því sem sonardóttir mín hefur átt að læra í fimmta bekk og mér blöskraði gersamlega. Þetta námsefni kalla ég ekki fræðslu heldur trúboð.
Án þess að fara að toga til tölur tel ég þetta alveg ljóst:
*Minnihluti íslendinga játar bókstaflega grunnatriði kristindómsins (og flestum bregður í brún þegar þeir heyra um hugmyndir Lúters).
*Meirihluti er að mestu sáttur við þjóðkirkjuna
*Ekkert af þessu kemur því við hvort kenna eigi kristin fræði eða ekki. Þetta er einfalt principp: skólinn á að vera laus við trúarlega innrætingu hvað sem öllu meirihlutatali líður.
*Það sem meira er, það er EKKERT mál að koma með lausn sem hentar öllum - þetta hef ég bent á í blaðagreinum en áhuginn er augljóslega enginn.
Hvernig? Jú: Almenn trúarbragðafræði á veraldlegum grunni hug- og félagsvísinda. Hvað með menningarlega sérstöðu? Jú: kirkjusagan getur farið í íslandssögukennslu, Biblían í móðurmálskennslu, o.s.frv.
Annars er ég löngu búinn að gefast upp á þessu öllu og læt mér nægja að koma vitinu fyrir börnin þegar þau koma heim eftir kristinfræðitíma. Það breytir því ekki að þetta fyrirkomulega fer þvert fyrir brjóstið á mér.
Skrifa ummæli