þriðjudagur, maí 20, 2008

Prédikun


Fyrr í vetur kom Sr. Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju, að máli við mig og bað mig að prédika hjá sér í kirkjunni við tækifæri. Ég þakkaði boðið, en ýtti því á undan mér vegna anna.
Nú þegar ég var búinn í prófum og farið var að hægjast um hjá mér hafði ég enga afsökun lengur og sl. sunnudag steig ég því í prédikunarstólinn í Laugarneskirkju. Fyrir þá sem hafa áhuga er prédikunin mín nú komin á vefinn. Hana má finna hér.

3 ummæli:

Hildur Ýr sagði...

Falleg og góð predikun, til hamingju með hana.
Hins vegar villtist ég á leiðinni hingað, sökum innsláttarvillu og lenti á www.deetheejay.blogpot.com :) Vissirðu af þessu?

spritti sagði...

Já fín kirkjuræða.(las hana ekki alla samt). Það hlítur að vera gefandi að predika.

kerling í koti sagði...

Gott hjá þér. Skemmtileg tilviljun að mér hlotnaðist eitt sinn sá heiður að stíga í stólinn og notaði þá einmitt þessa sömu líkingu, að afhenda Guði prókúruna.
Margt er líkt með skyldum.