sunnudagur, júní 10, 2007

Enda bryti það í bága við kristinn hjónabandsskilning ... eða hvað?

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins í kvöld var sagt frá hannyrðakonu sem aldrei kvæntist.

5 ummæli:

Svanur Már Snorrason sagði...

En var hún máske góð hannyrðakona af þeirri ástæðu að hún kvæntist aldrei? Ja, ég spyr. Kveðja úr Hafnarfirði.

Nafnlaus sagði...

Svanur minn. Ég held að hann Davíð hafi viljað benda á þessa meinlegu málvillu, sem því miður er alltof algeng. Málið er nefnilega að þeir sem taka sér konur kvænast, en þeir sem ganga að eiga karlmenn giftast. Hefði hannyrðakonan ætla sér að kvænast, hefði hún því þurft að taka sér konu, en svoleiðis útúrsnúningum er kirkjan víst á móti.

Nafnlaus sagði...

Var þetta ekki bara samkynhneigð hannyrðakona?

Svanur Már Snorrason sagði...

Æi, ég er svo lélegur í málfræði. En ég er góður í mannfræði - eða var það. Kirkjan er ekki góð. Ég vil ekki taka mér konu og ekki vil ég að neinn maður gangi að eiga mig. Kannski hitti Eyvindur naglann á höfuðið. Ég er skráður í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Einar er minn prestur.

Sigga sagði...

Nema náttúrulega hannyrði/-r, sé nýyrði, ef til vill pétríska fyrir einhverja ónáttúru.