... sagði Einar vinur minn fyrir margt löngu og eftir því sem ég kynnist þjóð minni nánar sannfærist ég betur og betur um sannleiksgildi þessara orða. Það er nefnilega hreint ekki einleikið að þjóð sem hefur jafnmikla ástæðu til hógværðar og lítillætis og sú íslenska skuli vera jafnófær um að sýna þá eiginleika og raun ber vitni. Nokkur helstu einkenni hins dæmigerða vitleysings eiga það nefnilega til að loða við meinta vitræna orðræðu Íslendinga eins og skítur við sóða.
Vitleysingar óttast allt sem þeir þekkja ekki. Þannig er ein uppáhalds rökvillan mín þessi séríslenska speki: Það sem ekki hefur virkað til þessa fer ekki allt í einu að virka núna. Hvar er rökvillan í henni? Jú, það sem aldrei hefur verið prófað hefur eðli málsins samkvæmt aldrei virkað. Niðurstaðan er semsagt: Það sem aldrei hefur verið prófað áður mun ekki virka. Þetta eru kjörorð flestra þeirra sem hafa eitthvað að segja um menningar- og afþreyingarframleiðslu þjóðarinnar. Þó sem betur fer ekki allra.
Einu sinni langaði mig að vera með útvarpsþátt. Ég og Jakob vinur minn bjuggum til grind að þætti sem okkur langaði að búa til. Við sýndum útvarpsstöðinni þáttinn og þar á bæ var hváð: "Svona hefur aldrei verið gert áður. Þetta virkar ekki. Hver er eiginlega markhópurinn?"
Það var fátt um svör hjá okkur Jakobi. Markhópurinn? Við höfðum aldrei spáð í neinn markhóp. Við höfðum einfaldlega velt því fyrir okkur hvernig þátt við sjálfir myndum nenna að hlusta á og gerðum uppkast að slíkum þætti.
Fyrir rest var áhættan tekin og útvarpsþættinum hleypt af stokkunum. Það var vegna þess að annar útvarpsþáttur sem ég hafði komið að hafði notið hylli, en hann hafði bara komist á dagskrá stöðvarinnar fyrir frændsemis sakir Bjössa basta við eigandann. Hann hét Radíus.
Þessi nýi þáttur hét Górilla og sló í gegn (svo ég sýni nú þjóðerni mitt og varpi hógværð og lítillæti fyrir róða). Hann mældist með eilítið meiri hlustun en hádegisfréttirnar í Ríkisútvarpinu og talsvert meiri hlustun en Jón og Gulli sem voru með þátt á annarri stöð á sama tíma og við (með tífalt hærra kaup eins og síðar kom í ljós í úttekt í einhverju blaði). Þeirra þáttur var byggður á formúlu sem var búin að margsanna sig og var beint að skýrt skilgreindum markhópi. Þátturinn okkar Jakobs var ekki líkur neinu sem gert hafði verið áður og markhópurinn var við Jakob.
Meðalíslendingurinn er ekki til. Allir eru frábrugðnir öðrum einhverju leyti. Það sem er ætlað fyrir alla eða einhvern meðaltalsvísitöluhlustanda endar á því að vera ekki fyrir neinn. Það er ekki til neins að spyrja fólk hvað það vilji heyra því það nefnir aðeins eitthvað sem það hefur heyrt áður. Eins mætti spyrja fólk að því hvert sé uppáhaldslagið þeirra eða uppáhaldsbókin þeirra og draga af svörunum þá ályktun að óhætt sé að hætta að semja tónlist og skrifa bækur því enginn hafi nefnt ósamið lag eða óskrifaða bók.
Annað sem einkennir vitleysinga er að þeir halda að þeir séu miklu klárari en þeir eru. Maður hefur heyrt það fullyrt svo oft að Íslendingar séu svo góðir í ensku að maður er nánast farinn að trúa því umhugsunarlaust. En málið er auðvitað aðeins flóknara. Um leið og Íslendingur er farinn að geta bablað ensku þokkalega skiljanlega með málþroska og orðaforða fjögurra ára enskumælandi barns telur hann sig nefnilega orðinn altalandi á tunguna. Fjöldi Íslendinga sem ekki myndi treysta sér til að lesa skáldsögu eða fræðirit á miðlungsþungri ensku hikar ekki við að segjast tala tungumálið reiprennandi.
Útlendingar eru ekki jafnblindir á eigin getu og segjast oft ekki tala ensku nógu vel, af því að þeir vilja ekki verða sér til minnkunar með því að tala eins og óvitar, jafnvel þótt þeir tali jafngóða ensku og kokhraustur Íslendingur sem segist tala lýtalausa ensku þótt eina nafnorðið sem hann hafi á valdi sínu sé "thing" og hann noti orðasambandið "you know" sem nafnorðsígildi sem geti merkt það sem hentar honum hverju sinni. Hann hefur nefnilega glápt svo mikið á CSI að hann er með framburðinn á hreinu.
Fyndnast er að Íslendingar skuli telja sig hafa lært "svona góða ensku" af sjónvarpsglápi. Ekkert bendir til þess að þjóðir sem góna minna á fjöldaframleitt, bandarískt skjádrasl tali verri ensku en Íslendingar. Eða hefur enskukunnáttu íslenskra barna kannski hrakað þennan áratug sem nánast allt barnaefni hefur verið talsett? Ég stórefa það.
Þriðja einkennið á vitleysingi er að hann heldur að hann sé farinn að skilja allt um leið og hann getur klórað sig fram úr meginatriðunum og hlegið að augljósasta slapstickinu. Ég hef horft tvisvar á nýju Simpsons myndina og fattaði strax söguþráðinn. Ég hló líka að því hvað Hómer var vitlaus og leiðinlegur og Bart dónalegur og stjórnlaus. Mér finnst líka fyndið þegar þeir segja Flanders að halda kjafti.
Ég er búinn að lesa handritið. Það er með leiðbeiningum fyrir þýðendur, þar sem vísanir eru útskýrðar og þeir hvattir til að staðfæra þær. Helmingur þeirra hafði farið fram hjá mér við áhorfið og þykist ég þó þokkalega vel að mér í enskri tungu og sæmilega fróður um sögu og menningu Bandaríkjanna. Handritið er einfaldlega morandi í skírskotunum og tilvitnunum í bandaríska dægurmenningu og pólitíska umræðu, skírskotunum sem óhjákvæmilega fara fram hjá hverjum þeim sem ekki er rækilega með á nótunum og mjög sennilega fjölmörgum Bandaríkjamönnum. Ég get því miður ekki nefnt dæmi vegna trúnaðar sem sem ég er bundinn varðandi handritið.
Samt eru Íslendingar strax tilbúnir til að fullyrða að það sé skemmdarverk að þýða myndina, þeir séu svo klárir og kúl og fatti þetta allt svo vel og séu svo rosalega vel inni í þessu að þýðing eyðileggi fyrir þeim ánægjuna af myndinni. Jafnvel ganga sumir svo langt að fullyrða að talsetningin eigi hreinlega ekki rétt á sér.
Vel má vera að íslenskur leikari nái ekki að segja "dóh!" á jafnfyndin hátt og Dan Castellaneta, en þeir sem halda að húmorinn í Simpsons sé í því fólginn hvað Hómer sé vitlaus og Bart mikill prakkari eru á sama plani og Queen-aðdáendur sem finnst Radio Gaga besta lagið með þeim.
Sjálfsagt var sagt við Helga Hálfdanar þegar hann hóf sitt verk: "Þeir sem hafa áhuga á Shakespeare vilja sjá hann á ensku. Þú ert ekki bara að vinna óþarft verk, heldur beinlínis verk sem á ekki rétt á sér." Sagði ekki páfinn líka við Martein Lúther á sínum tíma að þeir sem þyrftu að geta lesið Nýja-Testamentið kynnu allir grísku? Þess vegna gef ég ekki mikið fyrir yfirlýsingar eins og að "vísindaskáldsögur og fantasíur eigi almennt erfitt uppdráttar þýddar, langstærstur hluti markhópsins vill þær frekar á ensku."
Ég hef lesið greinar um Discworld bækurnar þar sem vísanir og skírskotanir eru útskýrðar á svipaðan hátt og í Simpsons handritinu. Ég hef verið aðdáandi þessara bóka í 20 ár, en samt hafði stór hluti þessara vísana og orðaleikja farið fram hjá mér. Discworld bækur Terrys Pratchetts hafa verið þýddar á búlgörsku, dönsku, eistnesku, finnsku, frönsku, grísku, hebresku, hollensku, ítölsku, kóresku, litháísku, norsku, portúgölsku, pólsku, rúmensku, rússnesku, serbnesku, slóvakísku, slóvensku, spænsku, sænsku, tékknesku, tyrknesku, ungversku og þýsku. Íslenska virðist vera eina tungumálið í heiminum sem fantasíuskáldskapur virkar ekki á.
Það hefði verið erfitt að finna "markhóp" fyrir Draumalandið. LoveStar hefði verið dauðadæmd hefði henni verið lýst fyrir dæmigerðum vitleysingi. "Svona skáldsaga hefur aldrei verið skrifuð áður og þar af leiðandi aldrei selst, hver heldurðu að vilji gefa út skáldsögu sem aldrei selst?"
Markhópar eru einfaldlega ekki til. Þar sem boðlegt efni er í boði myndast um það hópur þeirra sem kunna að meta það. Mér hefur reynst ágætlega til þessa að reyna að búa eitthvað til sem ég sjálfur myndi nenna að hlusta á, sjá eða lesa. Sem betur fer hafa nógu margir reynst hafa svipaðan smekk og ég til að ég hafi getað haft það að lifibrauði.
Kannski bendir það til þess að Íslendingum sé ekki alveg alls varnað þrátt fyrir allt.
Vitleysingar óttast allt sem þeir þekkja ekki. Þannig er ein uppáhalds rökvillan mín þessi séríslenska speki: Það sem ekki hefur virkað til þessa fer ekki allt í einu að virka núna. Hvar er rökvillan í henni? Jú, það sem aldrei hefur verið prófað hefur eðli málsins samkvæmt aldrei virkað. Niðurstaðan er semsagt: Það sem aldrei hefur verið prófað áður mun ekki virka. Þetta eru kjörorð flestra þeirra sem hafa eitthvað að segja um menningar- og afþreyingarframleiðslu þjóðarinnar. Þó sem betur fer ekki allra.
Einu sinni langaði mig að vera með útvarpsþátt. Ég og Jakob vinur minn bjuggum til grind að þætti sem okkur langaði að búa til. Við sýndum útvarpsstöðinni þáttinn og þar á bæ var hváð: "Svona hefur aldrei verið gert áður. Þetta virkar ekki. Hver er eiginlega markhópurinn?"
Það var fátt um svör hjá okkur Jakobi. Markhópurinn? Við höfðum aldrei spáð í neinn markhóp. Við höfðum einfaldlega velt því fyrir okkur hvernig þátt við sjálfir myndum nenna að hlusta á og gerðum uppkast að slíkum þætti.
Fyrir rest var áhættan tekin og útvarpsþættinum hleypt af stokkunum. Það var vegna þess að annar útvarpsþáttur sem ég hafði komið að hafði notið hylli, en hann hafði bara komist á dagskrá stöðvarinnar fyrir frændsemis sakir Bjössa basta við eigandann. Hann hét Radíus.
Þessi nýi þáttur hét Górilla og sló í gegn (svo ég sýni nú þjóðerni mitt og varpi hógværð og lítillæti fyrir róða). Hann mældist með eilítið meiri hlustun en hádegisfréttirnar í Ríkisútvarpinu og talsvert meiri hlustun en Jón og Gulli sem voru með þátt á annarri stöð á sama tíma og við (með tífalt hærra kaup eins og síðar kom í ljós í úttekt í einhverju blaði). Þeirra þáttur var byggður á formúlu sem var búin að margsanna sig og var beint að skýrt skilgreindum markhópi. Þátturinn okkar Jakobs var ekki líkur neinu sem gert hafði verið áður og markhópurinn var við Jakob.
Meðalíslendingurinn er ekki til. Allir eru frábrugðnir öðrum einhverju leyti. Það sem er ætlað fyrir alla eða einhvern meðaltalsvísitöluhlustanda endar á því að vera ekki fyrir neinn. Það er ekki til neins að spyrja fólk hvað það vilji heyra því það nefnir aðeins eitthvað sem það hefur heyrt áður. Eins mætti spyrja fólk að því hvert sé uppáhaldslagið þeirra eða uppáhaldsbókin þeirra og draga af svörunum þá ályktun að óhætt sé að hætta að semja tónlist og skrifa bækur því enginn hafi nefnt ósamið lag eða óskrifaða bók.
Annað sem einkennir vitleysinga er að þeir halda að þeir séu miklu klárari en þeir eru. Maður hefur heyrt það fullyrt svo oft að Íslendingar séu svo góðir í ensku að maður er nánast farinn að trúa því umhugsunarlaust. En málið er auðvitað aðeins flóknara. Um leið og Íslendingur er farinn að geta bablað ensku þokkalega skiljanlega með málþroska og orðaforða fjögurra ára enskumælandi barns telur hann sig nefnilega orðinn altalandi á tunguna. Fjöldi Íslendinga sem ekki myndi treysta sér til að lesa skáldsögu eða fræðirit á miðlungsþungri ensku hikar ekki við að segjast tala tungumálið reiprennandi.
Útlendingar eru ekki jafnblindir á eigin getu og segjast oft ekki tala ensku nógu vel, af því að þeir vilja ekki verða sér til minnkunar með því að tala eins og óvitar, jafnvel þótt þeir tali jafngóða ensku og kokhraustur Íslendingur sem segist tala lýtalausa ensku þótt eina nafnorðið sem hann hafi á valdi sínu sé "thing" og hann noti orðasambandið "you know" sem nafnorðsígildi sem geti merkt það sem hentar honum hverju sinni. Hann hefur nefnilega glápt svo mikið á CSI að hann er með framburðinn á hreinu.
Fyndnast er að Íslendingar skuli telja sig hafa lært "svona góða ensku" af sjónvarpsglápi. Ekkert bendir til þess að þjóðir sem góna minna á fjöldaframleitt, bandarískt skjádrasl tali verri ensku en Íslendingar. Eða hefur enskukunnáttu íslenskra barna kannski hrakað þennan áratug sem nánast allt barnaefni hefur verið talsett? Ég stórefa það.
Þriðja einkennið á vitleysingi er að hann heldur að hann sé farinn að skilja allt um leið og hann getur klórað sig fram úr meginatriðunum og hlegið að augljósasta slapstickinu. Ég hef horft tvisvar á nýju Simpsons myndina og fattaði strax söguþráðinn. Ég hló líka að því hvað Hómer var vitlaus og leiðinlegur og Bart dónalegur og stjórnlaus. Mér finnst líka fyndið þegar þeir segja Flanders að halda kjafti.
Ég er búinn að lesa handritið. Það er með leiðbeiningum fyrir þýðendur, þar sem vísanir eru útskýrðar og þeir hvattir til að staðfæra þær. Helmingur þeirra hafði farið fram hjá mér við áhorfið og þykist ég þó þokkalega vel að mér í enskri tungu og sæmilega fróður um sögu og menningu Bandaríkjanna. Handritið er einfaldlega morandi í skírskotunum og tilvitnunum í bandaríska dægurmenningu og pólitíska umræðu, skírskotunum sem óhjákvæmilega fara fram hjá hverjum þeim sem ekki er rækilega með á nótunum og mjög sennilega fjölmörgum Bandaríkjamönnum. Ég get því miður ekki nefnt dæmi vegna trúnaðar sem sem ég er bundinn varðandi handritið.
Samt eru Íslendingar strax tilbúnir til að fullyrða að það sé skemmdarverk að þýða myndina, þeir séu svo klárir og kúl og fatti þetta allt svo vel og séu svo rosalega vel inni í þessu að þýðing eyðileggi fyrir þeim ánægjuna af myndinni. Jafnvel ganga sumir svo langt að fullyrða að talsetningin eigi hreinlega ekki rétt á sér.
Vel má vera að íslenskur leikari nái ekki að segja "dóh!" á jafnfyndin hátt og Dan Castellaneta, en þeir sem halda að húmorinn í Simpsons sé í því fólginn hvað Hómer sé vitlaus og Bart mikill prakkari eru á sama plani og Queen-aðdáendur sem finnst Radio Gaga besta lagið með þeim.
Sjálfsagt var sagt við Helga Hálfdanar þegar hann hóf sitt verk: "Þeir sem hafa áhuga á Shakespeare vilja sjá hann á ensku. Þú ert ekki bara að vinna óþarft verk, heldur beinlínis verk sem á ekki rétt á sér." Sagði ekki páfinn líka við Martein Lúther á sínum tíma að þeir sem þyrftu að geta lesið Nýja-Testamentið kynnu allir grísku? Þess vegna gef ég ekki mikið fyrir yfirlýsingar eins og að "vísindaskáldsögur og fantasíur eigi almennt erfitt uppdráttar þýddar, langstærstur hluti markhópsins vill þær frekar á ensku."
Ég hef lesið greinar um Discworld bækurnar þar sem vísanir og skírskotanir eru útskýrðar á svipaðan hátt og í Simpsons handritinu. Ég hef verið aðdáandi þessara bóka í 20 ár, en samt hafði stór hluti þessara vísana og orðaleikja farið fram hjá mér. Discworld bækur Terrys Pratchetts hafa verið þýddar á búlgörsku, dönsku, eistnesku, finnsku, frönsku, grísku, hebresku, hollensku, ítölsku, kóresku, litháísku, norsku, portúgölsku, pólsku, rúmensku, rússnesku, serbnesku, slóvakísku, slóvensku, spænsku, sænsku, tékknesku, tyrknesku, ungversku og þýsku. Íslenska virðist vera eina tungumálið í heiminum sem fantasíuskáldskapur virkar ekki á.
Það hefði verið erfitt að finna "markhóp" fyrir Draumalandið. LoveStar hefði verið dauðadæmd hefði henni verið lýst fyrir dæmigerðum vitleysingi. "Svona skáldsaga hefur aldrei verið skrifuð áður og þar af leiðandi aldrei selst, hver heldurðu að vilji gefa út skáldsögu sem aldrei selst?"
Markhópar eru einfaldlega ekki til. Þar sem boðlegt efni er í boði myndast um það hópur þeirra sem kunna að meta það. Mér hefur reynst ágætlega til þessa að reyna að búa eitthvað til sem ég sjálfur myndi nenna að hlusta á, sjá eða lesa. Sem betur fer hafa nógu margir reynst hafa svipaðan smekk og ég til að ég hafi getað haft það að lifibrauði.
Kannski bendir það til þess að Íslendingum sé ekki alveg alls varnað þrátt fyrir allt.