sunnudagur, mars 12, 2006

Gremja eða skemmtun?

Ég veit ekki alveg hvort ég á að fyllast gremju eða vera skemmt þegar mér er boðið upp á himinhrópandi innbyrðis mótsagnir og ætlast til þess að ég taki þær trúanlegar, eins og til dæmis frasann: framsækinn miðjuflokkur. Halló? Hvernig er það hægt?

2 ummæli:

Davíð Þór sagði...

Hljómar þetta ekkert eins og afdráttarlaust afstöðuleysi eða hófsöm róttækni eða jafnvel kvæntur piparsveinn?

Nafnlaus sagði...

Ég sat nú nokkra borgarstjórnarfundi þar sem minnihlutinn talaði fjálglega um afdráttarlausa afstöðu sína gegn aðgerðum meirihlutans í mörgum málum. Þegar kom að atkvæðagreiðslu sátu þeir hins vegar hjá. Er það ekki dæmi um afdráttarlaust afstöðuleysi?