miðvikudagur, desember 07, 2005

Kitl

Rétt áður en ég byrjaði að blogga reið eitthvað æði yfir netheima sem kallað var klukk og var í því fólgið að fólk þurfti að greina frá einhverju persónulegu. Ég slapp við það. Nú er hins vegar ný bylgja að ganga yfir sem nefnist "kitl". Sá sem er "kitlaður" þarf að gera sjö lista með sjö atriðum. Þórunn Gréta kitlaði mig í síðustu viku og hér eru listarnir mínir:

7 frægar sem ég hef (einhvern tímann) verið skotinn í:
1. Jodie Foster (í Bugsy Malone)
2. Olivia Newton-John (í Grease)
3. Agnetha Fältskog, söngkona
4. Vigdís Gunnarsdóttir, leikkona
5. Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning
6. Katrín Jakobsdóttir, stjórnmálamaður
7. Cameron Diaz, Íslandsvinur
7 hlutir sem ég get:
1. Ort
2. Eldað mat
3. Skipt um dekk á bíl
4. Smíðað millivegg
5. Sagt brandara
6. Tengt rafmagnsklær
7. Talið upp það sem ég get
7 hlutir sem ég get alls ekki (þetta var erfitt):
1. Haldið bókhald
2. Haldið lagi
3. Haldist á peningum
4. Kosið Sjálfstæðisflokkinn
5. Horft á dagskrárkynningar fyrir Fólk með Sirrý án þess að fá aulahroll
6. Náð meira en 475% í Civilization II (hættur að reyna, kominn með Civ III)
7. Orðið skotinn í heimskum stelpum (mér finnst það alltaf svo mikið "turnoff" þegar stelpurnar í Girls of the Playboy Mansion opna á sér munninn)
7 atriði sem ég segi oft:
1. Mig langar, ekki mér langar! (við börnin mín)
2. Ég hlakka til, ekki mig hlakkar til! (sömuleiðis við börnin mín)
3. Barþjónn, einn kaffi! (miklu oftar nú en áður)
4. … eða þannig. (þetta bentu börnin mín mér á)
5. Hvar er fjarstýringin?
6. Og það er slæmt af því að … ?
7. Stveláetta. (eina orðið í íslensku sem byrjar á stv)
7 gallar í fari mínu sem ég á erfitt með að forðast (þetta var enn erfiðara):
1. Besserwiss
2. Hroki/Stolt
3. Leti/Frestunarárátta
4. Kvíði/Áhyggjur
5. Gremja
6. Að svara einfaldri spurningu með löngum fyrirlestri
7. Að skítnýta snooze takkann á útvarpsvekjaraklukkunni minni
7 hljómsveitir sem ég hef séð live og einkenna mig sem manneskju:
1. Babatunde Tony Ellis
2. Human League
3. Utangarðsmenn
4. Purrkur Pilnikk
5. Stuðmenn
6. Sviðin jörð
7. Geirfuglarnir
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey (þetta var erfiðast):
1. Verða skuldlaus
2. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu
3. Verða gráhærður
4. Verða gráskeggjaður
5. Nota gleraugu
6. Hafa farið suður fyrir miðbaug
7. Verða afi (reyndar er það mál ekki lengur í mínum höndum, ég hef nú þegar lagt allt sem í mínu valdi stendur af mörkum til þess að svo geti orðið)

Að lokum á að kitla sjö manns í viðbót. Ég kitla Huldu, Ísold, Núma, Mömmu, Danna, Jakob og Pétur.

Engin ummæli: