Ég var búinn að lofa að setja fjölskyldumyndir hér inn um leið og það væri orðið tímabært. Það er reyndar löngu orðið tímabært en sakir leti og dugleysis hefur ekki orðið af því fyrr en nú.
Hér eru fjórir kurteisir og kassavanir, sjö vikna kettlingar. Einn þeirra er búinn að fá gott heimili og á eftir að gleðja lítinn dreng á aðfangadag. Hinir þrír óska allir eftir heimili.
Hér eru fjórir kurteisir og kassavanir, sjö vikna kettlingar. Einn þeirra er búinn að fá gott heimili og á eftir að gleðja lítinn dreng á aðfangadag. Hinir þrír óska allir eftir heimili.
Kisa (mamman) á góðum degi í sumar.
Systkinahópurinn allur.
Móri (einlitur grár högni) snyrtir sig fyrir myndatöku ...
... og núna er maður orðinn sætur.
Zorró (einlitur kolsvartur högni) óskar eftir góðu heimili.
Jólakötturinn í ár, Gustur (grár og hvítur högni), hefur þegar fengið heimili.
Er Læða fallegasti köttur í heimi?
Það skal tekið fram að þótt þetta séu einkar vel upp aldir og þægir kettlingar þá gegna þeir ekki nafni þótt þeir hafi fengið eins konar "vinnuheiti" hjá mennskum fjölskyldumeðlimum. Þeir sem hafa áhuga á að deila heimili með einhverjum þeirra þriggja sem enn er óráðstafað geta haft samband við mig hér á þessari síðu eða í heimasímann minn – 551 6302.