Þessa vísu heyrði ég um daginn. Hún var eignuð Jóni Thor Haraldssyni, en með fyrirvara. Ég sel faðernið því ekki dýrara en ég keypi það. Viti einhver betur skal ég leiðrétta það með glöðu geði.
Menning vor á samhenginu sést.
Hin sanna ritlist hún mun áfram lifa.
Nóbelsskáldið Halldór Laxness lést
um leið og Davíð Oddsson fór að skrifa.
fimmtudagur, febrúar 19, 2009
mánudagur, febrúar 16, 2009
„These are not bankers, they are wankers!“
Að undanförnu hef ég átt bágt með að trúa mínum eigin eyrum þegar Sjálfstæðismenn tjá sig í fjölmiðlum. Hugsunin sem oftast skýtur upp kollinum þegar það gerist er: „Á hvaða reikistjörnu hefur þetta fólk haldið sig upp á síðkastið?“ Þannig er það beinlínis absúrd að heyra Árna Mathiesen tala af vandlætingu um pólitíska misbeitingu bankakerfisins.
Nú efast ég ekki um að Árni sé ágætlega gefinn og sæmilega innrættur. Þess vegna trúi ég líka að hann sjái sjálfur einlæglega ekki þá himinhrópandi mótsögn sem er í slíkum orðum þegar þau hrjóta af vörum hans. Hann er bara ekki það góður leikari að hann gæti gert það án þess að bregða svip.
Ég held líka að Sjálfstæðismenn trúi því sjálfir að allt sem nýja ríkisstjórnin er að gera hafi verið það sem þeir ætluðu að gera sjálfir. Sjálfsagt stóð til hjá þeim að breyta lögum um Seðlabankann og skipta þar um yfirstjórn til að umheimurinn sæi að Íslendingar hygðust taka á vandanum af alvöru. Þeir sögu bara engum frá því. Ég held nefnilega að það hafi ekki enn síast inn í vitund þeirra að hagstjórn þeirra skellti skuld á þjóðina sem jafnast á við að hvert einasta hús á eyjunni hafi brunnið til kaldra kola.
Þess vegna trúi ég því líka að Sigurði Kára Kristjánssyni hafi verið alvara þegar hann fullyrti að ekki væri hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokkinn. Að hans mati er með öðrum orðum ekki hægt að gera flokk, sem haft hefur stjórn efnahagsmála á sinni könnu í tæpa tvo áratugi, ábyrgan fyrir afleiðingum gjörða sinna. Maður hlýtur að spyrja sig hvað þessir menn hafi verið að gera í vinnunni síðastliðin átján ár ef ástandið er ekki á þeirra ábyrgð. Er ekki skárra, af tvennu illu, að játa á sig mistök en að viðurkenna að hafa verið fjarverandi allan þennan tíma?
Auðvitað gerir fólk sér grein fyrir því að ef ekki er hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokkinn þá er það af sömu ástæðu og ekki er hægt að klína skít á svín í stíu; það er hvergi auður blettur til að klína honum á! Þetta verður vonandi úrskýrt umbúðalaust fyrir þingmanninum í lok apríl.
PS. Fyrirsögn þessa pistils er tilvitnun í fyrrum bankastjóra Lloyd's bankans í London, úr spjalli sem hann átti við kunningja minn fyrir skömmu um „Íslenska efnahagsundrið“.
Nú efast ég ekki um að Árni sé ágætlega gefinn og sæmilega innrættur. Þess vegna trúi ég líka að hann sjái sjálfur einlæglega ekki þá himinhrópandi mótsögn sem er í slíkum orðum þegar þau hrjóta af vörum hans. Hann er bara ekki það góður leikari að hann gæti gert það án þess að bregða svip.
Ég held líka að Sjálfstæðismenn trúi því sjálfir að allt sem nýja ríkisstjórnin er að gera hafi verið það sem þeir ætluðu að gera sjálfir. Sjálfsagt stóð til hjá þeim að breyta lögum um Seðlabankann og skipta þar um yfirstjórn til að umheimurinn sæi að Íslendingar hygðust taka á vandanum af alvöru. Þeir sögu bara engum frá því. Ég held nefnilega að það hafi ekki enn síast inn í vitund þeirra að hagstjórn þeirra skellti skuld á þjóðina sem jafnast á við að hvert einasta hús á eyjunni hafi brunnið til kaldra kola.
Þess vegna trúi ég því líka að Sigurði Kára Kristjánssyni hafi verið alvara þegar hann fullyrti að ekki væri hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokkinn. Að hans mati er með öðrum orðum ekki hægt að gera flokk, sem haft hefur stjórn efnahagsmála á sinni könnu í tæpa tvo áratugi, ábyrgan fyrir afleiðingum gjörða sinna. Maður hlýtur að spyrja sig hvað þessir menn hafi verið að gera í vinnunni síðastliðin átján ár ef ástandið er ekki á þeirra ábyrgð. Er ekki skárra, af tvennu illu, að játa á sig mistök en að viðurkenna að hafa verið fjarverandi allan þennan tíma?
Auðvitað gerir fólk sér grein fyrir því að ef ekki er hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokkinn þá er það af sömu ástæðu og ekki er hægt að klína skít á svín í stíu; það er hvergi auður blettur til að klína honum á! Þetta verður vonandi úrskýrt umbúðalaust fyrir þingmanninum í lok apríl.
PS. Fyrirsögn þessa pistils er tilvitnun í fyrrum bankastjóra Lloyd's bankans í London, úr spjalli sem hann átti við kunningja minn fyrir skömmu um „Íslenska efnahagsundrið“.
laugardagur, febrúar 14, 2009
Staka
Þessa stöku heyrði ég í gær og vona að ég fari rétt með hana. Ég veit ekki hver höfundur hennar er. Hún er ort í orðastað Davíðs Oddssonar og dregur saman innihald bréfs hans til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.
Ég feginn yrði ef för mín út
frestaðist nokkra daga.
Mig langar að klára blýantsbút
sem ég byrjaður er að naga.
Ég feginn yrði ef för mín út
frestaðist nokkra daga.
Mig langar að klára blýantsbút
sem ég byrjaður er að naga.
þriðjudagur, febrúar 10, 2009
My Dysfunctional People
Ég var beðinn um að láta í ljós álit mitt á atburðum ársins 2008 á Íslandi í fyrsta tölublaði The Reykjavík Grapevine 2009. Ég brást ljúflega við því. Hér er það sem ég hafði um málið að segja:
You cannot answer the question “What happened in 2008?” in any brief terms. That question will not only be the subject of historians for untold years, but also police and other investigative authorities. Among what happened were cuts in the health sector, mental help for children outside of Reykjavík was eliminated and care for the elderly was downgraded.
It is a lot easier to answer the question: “What to expect?” I know this nation well enough, and have been a part of it long enough, to be able to foretell exactly what to expect. In one word. Nothing.
Countless times, the nation’s ruling class has offended its people by pure, unbridled corruption. The nation has always responded with a hearty dose of indignation and displayed a righteous anger that’s completely forgotten about in two weeks time.
If my friend grew ludicrously wealthy without sending a penny my way, I would be happy for him. If he then went bankrupt and it became apparent that he’d put my name as collateral for all of his shady business dealings, and that it was my responsibility to pay his creditors back, then I would no longer have a taste for his friendship. That our government would treat us exactly this way doesn’t seem to warrant even an apology. We thought the banks had been privatized. That was a misunderstanding. Their profits were privatized; their losses were still our responsibility.
We can already see signs of how this nation can be saved from facing that it has been taken advantage of, abused and defiled by the very people that were supposed to be looking out for it. “No one could foresee this,” they say. That is a lie. Plenty of people gave warning, but the government called them out for treason. “We all partook in the party”, they say. That is also a lie. The sick, disadvantaged children whose services have now been cut took no part. “We shouldn’t personify the problem,” they say. That is a lie. Persons got us into this mess, and not one of them has accepted responsibility. Not a single individual has resigned from his position, no one has been let go, nobody has apologized for anything or so much as admitted a mistake.
If anything similar had happened in a civilized country, their entire government would have resigned immediately. If this had happened in Japan, only a mass hara-kiri would have been enough for those in power to remain their dignity. Vikings, however, do not know how to commit hara-kiri. For that, you have to know how to feel shame.
You cannot answer the question “What happened in 2008?” in any brief terms. That question will not only be the subject of historians for untold years, but also police and other investigative authorities. Among what happened were cuts in the health sector, mental help for children outside of Reykjavík was eliminated and care for the elderly was downgraded.
It is a lot easier to answer the question: “What to expect?” I know this nation well enough, and have been a part of it long enough, to be able to foretell exactly what to expect. In one word. Nothing.
Countless times, the nation’s ruling class has offended its people by pure, unbridled corruption. The nation has always responded with a hearty dose of indignation and displayed a righteous anger that’s completely forgotten about in two weeks time.
If my friend grew ludicrously wealthy without sending a penny my way, I would be happy for him. If he then went bankrupt and it became apparent that he’d put my name as collateral for all of his shady business dealings, and that it was my responsibility to pay his creditors back, then I would no longer have a taste for his friendship. That our government would treat us exactly this way doesn’t seem to warrant even an apology. We thought the banks had been privatized. That was a misunderstanding. Their profits were privatized; their losses were still our responsibility.
We can already see signs of how this nation can be saved from facing that it has been taken advantage of, abused and defiled by the very people that were supposed to be looking out for it. “No one could foresee this,” they say. That is a lie. Plenty of people gave warning, but the government called them out for treason. “We all partook in the party”, they say. That is also a lie. The sick, disadvantaged children whose services have now been cut took no part. “We shouldn’t personify the problem,” they say. That is a lie. Persons got us into this mess, and not one of them has accepted responsibility. Not a single individual has resigned from his position, no one has been let go, nobody has apologized for anything or so much as admitted a mistake.
If anything similar had happened in a civilized country, their entire government would have resigned immediately. If this had happened in Japan, only a mass hara-kiri would have been enough for those in power to remain their dignity. Vikings, however, do not know how to commit hara-kiri. For that, you have to know how to feel shame.
mánudagur, febrúar 02, 2009
Þorgerður og þjóðarhagsmunirnir
Í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag var spjallað við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fráfarandi menntamálaráðherra. Þorgerður er glæsileg kona og í þessu örstutta viðtali held ég að hún hafi sett a.m.k. tvö glæsileg Íslandsmet, annað í blindri flokkshollustu og hitt í algerum skorti á raunveruleikaskyni.
Hún byrjaði á því að telja stjórnarkreppu standa í vegi fyrir þjóðþrifamálum. Stjórnarkreppan var þeir tæpu þrír sólarhringar sem liðnir voru síðan Geir Haarde baðst lausnar. Í Sjálfstæðisflokknum þykir nefnilega eðlilegt að mynda ríkisstjórn á einum eftirmiðdegi – enda er það eina sem þá er rætt skipting bitlinga. Að taka þrjá sólarhringa í að mynda nýja ríkisstjórn var að hennar mati hættulegra landi og þjóð en áframhaldandi seta trausti rúinnar ríkisstjórnar og æðstu stjórnenda íslensks fjármála- og viðskiptalífs – sem hagfræðiprófessorar virtustu háskóla veraldarinnar hafa ekki getað kallað annað en bjána.
Ennfremur leyfði hún sér að segja að ný ríkisstjórn myndi setja flokkshagsmuni framar þjóðarhagsmunum. Það er náttúrulega bara fyndið að heyra slíkt af vörum Sjálfstæðismanns. Hvað með það hvernig stjórn Seðlabankans var gerð að dvalarheimili fyrir afdankaða pólitíkusa? Heldur Þorgerður Katrín að þjóðin hafi ekki veitt því athygli í haust hvernig hörmungar lands og þjóðar jukust í réttu hlutfalli við geip Davíðs Oddssonar? Hvað með það hvernig syni hans og náfrænda var báðum þröngvað upp á dómskerfið í trássi við allt velsæmi? Voru það þjóðarhagsmunir?
Þorgerður Katrín klykkti út með lyginni sem Sjálfstæðismönnum virðist núorðið vera uppálagt að hafa yfir í hvert sinn sem þeir komast í tæri við fjölmiðil: Enginn trúði því að hér gæti neitt farið úrskeiðis. Hið rétta er að byrjað var að hringja viðvörunarbjöllum heilu ári fyrir hrunið. Sjálfstæðismenn brugðust hins vegar við með því að skella við skollaeyrum og væna viðkomandi um annarlegar hvatir ef ekki landráð.
Ég minnist þess ekki að skynvillan sem Sjálfstæðismenn kalla pólitík hafi nokkurn tímann verið dregin eins skýrum dráttum. Þarna sást glöggt hvílíkt þjóðþrifaverk það var að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og hve brýnt það er að halda honum frá öllu sem varðar hag lands og þjóðar héðan í frá.
Bakþankar í Fréttablaðinu 31. janúar 2009
Hún byrjaði á því að telja stjórnarkreppu standa í vegi fyrir þjóðþrifamálum. Stjórnarkreppan var þeir tæpu þrír sólarhringar sem liðnir voru síðan Geir Haarde baðst lausnar. Í Sjálfstæðisflokknum þykir nefnilega eðlilegt að mynda ríkisstjórn á einum eftirmiðdegi – enda er það eina sem þá er rætt skipting bitlinga. Að taka þrjá sólarhringa í að mynda nýja ríkisstjórn var að hennar mati hættulegra landi og þjóð en áframhaldandi seta trausti rúinnar ríkisstjórnar og æðstu stjórnenda íslensks fjármála- og viðskiptalífs – sem hagfræðiprófessorar virtustu háskóla veraldarinnar hafa ekki getað kallað annað en bjána.
Ennfremur leyfði hún sér að segja að ný ríkisstjórn myndi setja flokkshagsmuni framar þjóðarhagsmunum. Það er náttúrulega bara fyndið að heyra slíkt af vörum Sjálfstæðismanns. Hvað með það hvernig stjórn Seðlabankans var gerð að dvalarheimili fyrir afdankaða pólitíkusa? Heldur Þorgerður Katrín að þjóðin hafi ekki veitt því athygli í haust hvernig hörmungar lands og þjóðar jukust í réttu hlutfalli við geip Davíðs Oddssonar? Hvað með það hvernig syni hans og náfrænda var báðum þröngvað upp á dómskerfið í trássi við allt velsæmi? Voru það þjóðarhagsmunir?
Þorgerður Katrín klykkti út með lyginni sem Sjálfstæðismönnum virðist núorðið vera uppálagt að hafa yfir í hvert sinn sem þeir komast í tæri við fjölmiðil: Enginn trúði því að hér gæti neitt farið úrskeiðis. Hið rétta er að byrjað var að hringja viðvörunarbjöllum heilu ári fyrir hrunið. Sjálfstæðismenn brugðust hins vegar við með því að skella við skollaeyrum og væna viðkomandi um annarlegar hvatir ef ekki landráð.
Ég minnist þess ekki að skynvillan sem Sjálfstæðismenn kalla pólitík hafi nokkurn tímann verið dregin eins skýrum dráttum. Þarna sást glöggt hvílíkt þjóðþrifaverk það var að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og hve brýnt það er að halda honum frá öllu sem varðar hag lands og þjóðar héðan í frá.
Bakþankar í Fréttablaðinu 31. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)