Nýlega gerði ég tilraun til að lesa sjálfshjálparbók, mér datt í hug að það væri vit í henni því titillinn var hnyttinn og í henni átti austræn speki að blandast vestrænni á nýjan og frumlegan hátt. Þegar spurningin "hvernig getur þér þótt vænt um aðra ef þér þykir ekki vænt um sjálfan þig?" var sett fram eins og augljóst væri að enginn gæti gert öðrum gott nema hafa náð djúpri innri sátt við sjálfan sig með tilheyrandi sálarfriði, gafst ég upp. Samkvæmt þessari bók er trixið við að öðlast þennan frið og þessa sátt í því fólgið að fara til Indlands, dýrðarríkis fátæktar og barnaþrælkunar, og hugsa þar um sjálfan sig.
Mér finnst aftur á móti eðlilegra að spyrja: "Hvernig er hægt að þykja vænt um einhvern sem hugsar bara um sjálfan sig?"
Staðreyndin er auðvitað sú að eina manneskjan í heiminum sem ekki er skítsama um það hvernig þér líður með sjálfan þig ert þú. Til að geta hjálpað öðrum, lagt öðrum lið, reist einhvern við eða stutt á einhvern hátt er persónuleg innri sátt jafn nauðsynleg og vasaljós í björtu. Saga þín og samviska skipta engu máli þegar þú gefur svöngum manni brauð. Það hefur engin áhrif á næringargildi brauðsins hvort þú ert á bömmer yfir fortíðinni og átt erfitt með að horfast í augu við sjálfan þig í spegli eða hvort hver hugsun þín sé í óaðfinnanlegum samhljómi við nið almættisins. Brauð er brauð.
Þannig að ef þú átt í erfiðleikum með að sættast við sjálfan þig og það hjálpar þér ekki að loka þig af frá öðru fólki og einbeita þér að því að hugsa þig upp í sjálfsvæntumþykju af eigin rammleik inni í hausnum á þér, þá gætirðu prófað að hætta að hugsa bara um sjálfan þig og farið út og hjálpað öðrum – án þess að skeyta um það hvernig þér líður með það og þig og þitt á meðan.
Ef þú gerir það í dag er ég viss um þér finnst pínulítið auðveldara að bera virðingu fyrir manneskjunni sem þú sérð í speglinum í kvöld en þessari sem blasti við þér í honum í morgun. Þér kynni jafnvel að þykja agnarögn vænna um sjálfan þig í kjölfar þess að þín svarta fortíð hefur skánað um einn dag.
Það besta við þessa aðferð er að ef þú gerir þetta aftur á morgun hefur hún skánað um tvo.
Bakþankar í Fréttablaðinu 25. júní
Mér finnst aftur á móti eðlilegra að spyrja: "Hvernig er hægt að þykja vænt um einhvern sem hugsar bara um sjálfan sig?"
Staðreyndin er auðvitað sú að eina manneskjan í heiminum sem ekki er skítsama um það hvernig þér líður með sjálfan þig ert þú. Til að geta hjálpað öðrum, lagt öðrum lið, reist einhvern við eða stutt á einhvern hátt er persónuleg innri sátt jafn nauðsynleg og vasaljós í björtu. Saga þín og samviska skipta engu máli þegar þú gefur svöngum manni brauð. Það hefur engin áhrif á næringargildi brauðsins hvort þú ert á bömmer yfir fortíðinni og átt erfitt með að horfast í augu við sjálfan þig í spegli eða hvort hver hugsun þín sé í óaðfinnanlegum samhljómi við nið almættisins. Brauð er brauð.
Þannig að ef þú átt í erfiðleikum með að sættast við sjálfan þig og það hjálpar þér ekki að loka þig af frá öðru fólki og einbeita þér að því að hugsa þig upp í sjálfsvæntumþykju af eigin rammleik inni í hausnum á þér, þá gætirðu prófað að hætta að hugsa bara um sjálfan þig og farið út og hjálpað öðrum – án þess að skeyta um það hvernig þér líður með það og þig og þitt á meðan.
Ef þú gerir það í dag er ég viss um þér finnst pínulítið auðveldara að bera virðingu fyrir manneskjunni sem þú sérð í speglinum í kvöld en þessari sem blasti við þér í honum í morgun. Þér kynni jafnvel að þykja agnarögn vænna um sjálfan þig í kjölfar þess að þín svarta fortíð hefur skánað um einn dag.
Það besta við þessa aðferð er að ef þú gerir þetta aftur á morgun hefur hún skánað um tvo.
Bakþankar í Fréttablaðinu 25. júní