Nei, mig langar ekkert til agnúast út í það hvernig DV tekur á þjóðfélagsmálum og fjallar um þau, á Íslandi er töluvert meira en nóg til af siðprúðum kverúlöntum sem nenna því. Að kvarta yfir subbulegum efnistökum í DV er í mínum huga álíka gáfulegt og að kaupa sér Andrésblað og hneykslast á því að hann sé berrassaður. Ég hef nefnilega sjálfur stundum lúmskt gaman af subbulegum efnistökum og les DV auðvitað með þeim fyrirvara að ég sé með yfirlýstan senseisjonalisma í höndunum og tek því sem í blaðinu er þarafleiðandi sem slíku.
Þar sem þeir á Fréttablaðinu hafa fyrir allnokkru fengið þá snilldarhugmynd að bera blaðið ekki út til mín festi ég kaup á DV núna um helgina, svona til að hafa eitthvað að lesa annað en Tinna og verð að segja að ég varð sármóðgaður með það sem í blaðinu var.
Í fyrsta lagi er fyrirsögnin "Söru Birnu hlakkar til að sjá Sölku" (bls. 43) ófyrirgefanleg. Ég kaupi DV til að lesa subbuleg efnistök, ekki subbulega íslensku. Hafi þessi fyrirsögn átt að þjóna þeim tilgangi að ganga fram af fólki eins og mér með því sem hún segir tókst það. Hún segir nefnilega: "Fólk getur fengið vinnu sem blaðamenn á DV án þess að kunna íslensku."
Í öðru lagi er stór hluti blaðsins uppspuni frá rótum. Ég sá á forsíðu að í blaðinu er fjallað um það að Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvarinn knái, kynþokkafulli og vinstri-græni, þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur lengur. Þetta þóttu mér góðar fréttir. Verra þótti mér þó að helsta átórítetið um framtíðarhorfur Þóreyjar var spilastokkurinn hennar Ellýar Ármannsdóttur. Að stuttu viðtali við Þóreyju loknu eru birtar myndir af tarotspilum og út frá þeim endurtekið það helsta sem kom fram í viðtalinu; að hún sé meðvituð um líðan sína, að hún viti hver hún er í raun og veru, að henni er ráðlegast að halda fast í drauma sína og óskir um að allt fari eins og plön hennar segja til um, hún veit hvert hún ætlar sér í lífinu, jada jada jada ... m. ö. o. útjaskaðar vitaskuldir á útjaskaðar vitaskuldir ofan. Svo kemur heil opna um fræga fólkið, Védís Hervör, Guðlaugur Þór, Þorgerður Katrín og Rúni Júl eru líka tarotuð og stjörnuspekjuð sundur og saman.
Hver er útkoman? Jú. Védís Hervör getur tjáð tilfinningaorku sína bæði jákvætt og neikvætt. (Hver getur það ekki?) Þorgerður Katrín er siðfáguð, aðlaðandi, félagslynd og fjölmargt annað sem hver maður getur sagt sér sjálfur án þess að skoða stjörnukortið hennar. Rúni Júl elskar konuna sína. (Þessi fullyrðing væri auðvitað mjög vafasöm ef tarotspilin hennar Ellýar styddu hana ekki.) Bergþór Pálsson er fullur af lífi og vilja til að skara fram úr. (Þetta varð mér að vísu ljóst um leið og ég hitti hann, en Ellý þurfti þess ekki einu sinni – bara að vita afmælisdaginn hans.)
Það sem ég er sárhneykslaður á er þetta: Fyrst það er á annað borð verið að segja manni eitthvað um fræga fólkið sem ekki þarf að rökstyðja með öðru en spilastokki og himintunglunum hlýtur að vera hægt að láta sér detta eitthvað í hug sem ekki er himinhrópandi augljóst án þessara hjálpartækja, eitthvað aðeins áhugaverðara en þetta: "Þegar þú (Guðlaugur Þór) ákveður að byrja á að takast á við veröldina eins og hún er en ekki eins og þú vilt að hún sé þá nærðu áttum svo sannarlega." (bls. 38) – Ef þessi fullyrðing á ekki við um einhvern af tegundinni maður, vinsamlegast látið mig vita.
Nei. Ég skal segja ykkur sannleikann um allt þetta fólk samkvæmt þeim fræðum, spekjum, stúdíum og dulargáfum sem ég hef lagt ríka stund á undanfarin ár og kynnt mér í þaula og eru jafnmarktæk og þessi þvættingur. Innbyrðis afstaða sviptivinda í Grafarvogi bendir einfaldlega til þess að Guðlaugur Þór sé ekkert annað en drykkfelldur ofstopamaður. Skjálftavirkni á Reykjanesi tekur ennfremur af öll tvímæli um að Védís Hervör er þungt haldin af brókarsótt á háu stigi. Mynstrið sem droparnir mynduðu á baðherbergisgólfinu þegar ég pissaði í morgun sýna svo ekki verður um villst að Þorgerður Katrín svíkur undan skatti og hvað Rúna Júl og frú varðar bera fæst orð minnsta ábyrgð ef marka má kapalinn sem ég lagði í tölvunni minni áðan.
Væri ekki skemmtilegra að lesa eitthvað svona? Af hverju er ekki eitthvað svona skrifað í DV fyrst það byggir á alveg jafnáreiðanlegum heimildum? Fyrst þeir á DV hafa ekkert þarfara við síður blaðsins að gera en að leggja þær undir bull, af hverju finna þeir sér þá ekki bullara sem hefur ímyndunarafl til að bulla eitthvað sem hver maður getur ekki sagt sér sjálfur, eitthvað sem ekki er bara ömurlega óintressant sóun á pappír og prentsvertu?
Þar sem þeir á Fréttablaðinu hafa fyrir allnokkru fengið þá snilldarhugmynd að bera blaðið ekki út til mín festi ég kaup á DV núna um helgina, svona til að hafa eitthvað að lesa annað en Tinna og verð að segja að ég varð sármóðgaður með það sem í blaðinu var.
Í fyrsta lagi er fyrirsögnin "Söru Birnu hlakkar til að sjá Sölku" (bls. 43) ófyrirgefanleg. Ég kaupi DV til að lesa subbuleg efnistök, ekki subbulega íslensku. Hafi þessi fyrirsögn átt að þjóna þeim tilgangi að ganga fram af fólki eins og mér með því sem hún segir tókst það. Hún segir nefnilega: "Fólk getur fengið vinnu sem blaðamenn á DV án þess að kunna íslensku."
Í öðru lagi er stór hluti blaðsins uppspuni frá rótum. Ég sá á forsíðu að í blaðinu er fjallað um það að Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvarinn knái, kynþokkafulli og vinstri-græni, þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur lengur. Þetta þóttu mér góðar fréttir. Verra þótti mér þó að helsta átórítetið um framtíðarhorfur Þóreyjar var spilastokkurinn hennar Ellýar Ármannsdóttur. Að stuttu viðtali við Þóreyju loknu eru birtar myndir af tarotspilum og út frá þeim endurtekið það helsta sem kom fram í viðtalinu; að hún sé meðvituð um líðan sína, að hún viti hver hún er í raun og veru, að henni er ráðlegast að halda fast í drauma sína og óskir um að allt fari eins og plön hennar segja til um, hún veit hvert hún ætlar sér í lífinu, jada jada jada ... m. ö. o. útjaskaðar vitaskuldir á útjaskaðar vitaskuldir ofan. Svo kemur heil opna um fræga fólkið, Védís Hervör, Guðlaugur Þór, Þorgerður Katrín og Rúni Júl eru líka tarotuð og stjörnuspekjuð sundur og saman.
Hver er útkoman? Jú. Védís Hervör getur tjáð tilfinningaorku sína bæði jákvætt og neikvætt. (Hver getur það ekki?) Þorgerður Katrín er siðfáguð, aðlaðandi, félagslynd og fjölmargt annað sem hver maður getur sagt sér sjálfur án þess að skoða stjörnukortið hennar. Rúni Júl elskar konuna sína. (Þessi fullyrðing væri auðvitað mjög vafasöm ef tarotspilin hennar Ellýar styddu hana ekki.) Bergþór Pálsson er fullur af lífi og vilja til að skara fram úr. (Þetta varð mér að vísu ljóst um leið og ég hitti hann, en Ellý þurfti þess ekki einu sinni – bara að vita afmælisdaginn hans.)
Það sem ég er sárhneykslaður á er þetta: Fyrst það er á annað borð verið að segja manni eitthvað um fræga fólkið sem ekki þarf að rökstyðja með öðru en spilastokki og himintunglunum hlýtur að vera hægt að láta sér detta eitthvað í hug sem ekki er himinhrópandi augljóst án þessara hjálpartækja, eitthvað aðeins áhugaverðara en þetta: "Þegar þú (Guðlaugur Þór) ákveður að byrja á að takast á við veröldina eins og hún er en ekki eins og þú vilt að hún sé þá nærðu áttum svo sannarlega." (bls. 38) – Ef þessi fullyrðing á ekki við um einhvern af tegundinni maður, vinsamlegast látið mig vita.
Nei. Ég skal segja ykkur sannleikann um allt þetta fólk samkvæmt þeim fræðum, spekjum, stúdíum og dulargáfum sem ég hef lagt ríka stund á undanfarin ár og kynnt mér í þaula og eru jafnmarktæk og þessi þvættingur. Innbyrðis afstaða sviptivinda í Grafarvogi bendir einfaldlega til þess að Guðlaugur Þór sé ekkert annað en drykkfelldur ofstopamaður. Skjálftavirkni á Reykjanesi tekur ennfremur af öll tvímæli um að Védís Hervör er þungt haldin af brókarsótt á háu stigi. Mynstrið sem droparnir mynduðu á baðherbergisgólfinu þegar ég pissaði í morgun sýna svo ekki verður um villst að Þorgerður Katrín svíkur undan skatti og hvað Rúna Júl og frú varðar bera fæst orð minnsta ábyrgð ef marka má kapalinn sem ég lagði í tölvunni minni áðan.
Væri ekki skemmtilegra að lesa eitthvað svona? Af hverju er ekki eitthvað svona skrifað í DV fyrst það byggir á alveg jafnáreiðanlegum heimildum? Fyrst þeir á DV hafa ekkert þarfara við síður blaðsins að gera en að leggja þær undir bull, af hverju finna þeir sér þá ekki bullara sem hefur ímyndunarafl til að bulla eitthvað sem hver maður getur ekki sagt sér sjálfur, eitthvað sem ekki er bara ömurlega óintressant sóun á pappír og prentsvertu?
2 ummæli:
Þotuspeki. Eina spekin sem svínvirkar.
"Ég hef nefnilega sjálfur stundum lúmskt gaman af subbulegum efnistökum..."
Getur verið að sá sem svo skrifar sé sami maðurinn og ritstýrði Bleiku og bláu? Getur það verið? Þá er þetta understatement ársins -- "lúmskt gaman". Nei, þetta hlýtur að vera einhver vitleysa í mér.
Skrifa ummæli