fimmtudagur, október 13, 2005

Forvarnalimra

Mislukkaðasta ljóð sem ég hef ort er að öllum líkindum Fornvarnalimra sem ég orti í fyrra eða hitteðfyrra. Það fattaði hana enginn. Mér var bent á það að markhópurinn skildi alls ekki málfarið. Til að geta gert eitthvað við hana langar mig því að leyfa netlesendum mínum að skoða hana og dæma, hún verður víst ekki - úr því sem komið er - vopnið sem læknar æskulýðinn af ólifnaðinum eins og upphaflegur tilgangur hennar var.

Forvarnalimra

Að reykja og drekka og dópa
er della og sport fyrir glópa
og ennfremur er
það ávallt hjá mér
í samkvæmum sannkallað faux-pas.

2 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Ef hún hefur birst á prenti er það ekkert skrítið. Miðað við ritmálið rímar hún ekki einu sinni. Hver heldur þú að trúi því að faux-pas sé borið fram fó-pa? Hverjum dettur líka í hug að setja stafsetningarreglur sem ganga út á að skrifa 50 stafi og bera bara fram 3? Ekki mér. Chxsaflkmné Rwvklomnjjjjysxzlkpalmnxzrtwe lesist Café Royal með ástríðuþrungnum kokhljóðum. Kannski maður ætti að leggja fyrir sig stafsetningareglusetningar.

Karna Sigurðardóttir sagði...

Ég skil hana :) - ég skal ég fylgja boðskap hennar! Þar sem ég telst unglingaveik má segja að tilgangnum sé náð...