fimmtudagur, október 06, 2005

Skemmtilegar fréttir

Ég heyrði dálítið mjög skemmtilegt í fréttum í gær (nema það hafi verið í fyrradag). Svo virðist sem afkoma útflutningsfyrirtækja í sjávarútvegi sé óviðunandi. Það gladdi mig að heyra þetta. Ég hélt nefnilega að orðskrípin "ásættanlegt" og "óásættanlegt" væru alfarið búin að útrýma orðunum viðunandi og óviðunandi úr íslensku máli. Mér þótti gott að heyra þetta hljómfagra orð á öldum ljósvakans aftur, svolítið eins og að heimtan gamlan vin úr helju.

2 ummæli:

Daníel Freyr sagði...

Ég heyrði líka að ljóshærðu konunni sem segir stundum veðurfregnir á Stöð 2 fannst veðrið óviðunandi.

Davíð Þór sagði...

Helvíti er maður í vondum málum þegar ekki er hægt að una við veðrið!