miðvikudagur, október 19, 2005
Hvort er hann í Reykjarvík eða Hafnafirði?
Ég geri ekki mikið af því að lesa fasteignaauglýsingar, en ég hef þó hnotið um það nokkrum sinnum undanfarna daga að fasteignasali hér í borg hefur hvað eftir annað auglýst til sölu eign við Laugarveg. Ég veit ekki með ykkur, en ekki dytti mér í hug að kaupa fasteign af fasteignasala sem getur ekki einu sinni stafsett heiti götunnar sem fasteignin er við, einkum og sér í lagi ef hún er við sjálfan Laugaveginn. Er ég stafsetningarnörd og málfarsfasisti eða ætti svona lið ekki að fá sér vinnu við eitthvað annað?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það er eitt að eiga í vandræðum með að muna hvort veitingahúsið í Laugardalnum heiti Lauga-ás eða Laugar-ás - en þetta er sko tú möddsj!
Ég segi Hafnarfjörður! Húrra!!
Það er getur veið hin mesta skemmtun að lesa fasteignaauglýsingar og spá í málnotkun þar. Fjögurra herbergja íbúð með bílskúr á þriðju hæð var auglýst um daginn í einhverju blaði. Spurning hvað er á hinum tveimur hæðunum?
Skrifa ummæli