þriðjudagur, október 04, 2005

Vísindakaffi


Ég er að vinna ansi skemmtilegt verkefni þessa dagana. Ég var beðinn að vera kaffistjóri í Vísindakaffi sem er liður í verkefni sem Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands) stendur fyrir og nefnist Vísindin snerta þig. Markmið þess að er meðal annars að leiðrétta ímynd vísindamannsins, hann sé ekki endilega gamall, gráhærður karl með úfið hár sem man ekki hvar hann lagði frá sér gleraugun þegar hann er með þau á enninu. Líka að fá ungt fólk til að sjá það sem spennandi kost að leggja fyrir sig vísindi og rannsóknarstörf þegar það verður stórt. Þarna gera alls konar vísindamenn grein fyrir rannsóknum sínum á mannamáli og sitja fyrir svörum. Ekta afþreying fyrir alla sem hafa áhuga á vísindum. Ekki veit ég af hverju ég var fenginn í þetta, hvorki vísindamaður né fræðingur - sennilega er ég akkúrat nógu vitlaus til að vera sannfærandi fulltrúi fávíss almúgans sem ætlað er að höfða til.

1 ummæli:

Karna Sigurðardóttir sagði...

Ég ætla að verða uppfinningarmaður :)