miðvikudagur, október 05, 2005
Tónleikar gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
Mig langar að vekja athygli lesenda minna á tónleikum sem verða annað kvöld á Gauknum. Ég var beðinn að vera kynnir á þeim og gat auðvitað ekki skorast undan, málefnið er þess eðlis að aðeins hreinræktuð hrakmenni eru ekki reiðubúin til að leggja því lið. Maður verður stundum að minna sig á að það er forréttindi að geta gefið góðu málefni tíma sinn og vinnu. En hvað getur maður gert ef maður er ekki að kynna eða spila eða hafa sig á einhvern hátt í frammi? Svar: Mætt! - Auk þess eru tónlistaratriðin ekki af verri sortinni þannig að það er ekki einasta hægt að skemmta sér heldur gera gagn í leiðinni. Þessum málstað veitir ábyggilega ekki af hverri krónu. Fram koma: Ragnheiður Gröndal, Buff, Ske, Hera, Lokbrá, Hot Damn, Smack, Solid iv, Mínus, Dr. Spock og Ensími.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli