Undanfarin 147 ár, eða allt frá því að enski líffræðingurinn Charles Darwin (1809 – 1882) lagði fram kenningu sína um uppruna tegundanna, hefur nokkuð borið á ágreiningi og illindum á milli þeirra sem aðhyllast þá kenningu, svokallaðra þróunarsinna, og hinna, sem aðhyllast bókstafstrú á sköpunarsöguna eins og hún birtist í upphafi Fyrstu Mósebókar, svokallaðra sköpunarsinna.
Þar sem mér leiðast illdeilur og finnst best að allir séu vinir langar mig að leggja fram mína eigin kenningu í von um að sátt geti myndast um hana og sköpunarsinnar og þróunarsinnar geti sæst á milliveginn. Þessa kenningu bý ég til með því að sameina sköpun og þróun og út úr því fæ ég ... skóun. Þetta er með öðrum skóunarkenningin og sjálfur er ég orðinn gallharður skóunarsinni.
Einu sinni var ég nefnilega skólaus. Þá þurfti ég að hanga heima hjá mér. Ég komst ekki neitt og því var heimurinn í raun hvorki til fyrir mér né ég fyrir honum. En um leið og ég fékk skó komst ég hvert sem ég vildi og þá varð heimurinn til eins og ég skynja hann. Heimurinn varð sem sagt til fyrir skóun.
Fylgist spennt með í næstu viku þegar Davíð Bullustampur leggur fram skröpunarkenninguna.
Þar sem mér leiðast illdeilur og finnst best að allir séu vinir langar mig að leggja fram mína eigin kenningu í von um að sátt geti myndast um hana og sköpunarsinnar og þróunarsinnar geti sæst á milliveginn. Þessa kenningu bý ég til með því að sameina sköpun og þróun og út úr því fæ ég ... skóun. Þetta er með öðrum skóunarkenningin og sjálfur er ég orðinn gallharður skóunarsinni.
Einu sinni var ég nefnilega skólaus. Þá þurfti ég að hanga heima hjá mér. Ég komst ekki neitt og því var heimurinn í raun hvorki til fyrir mér né ég fyrir honum. En um leið og ég fékk skó komst ég hvert sem ég vildi og þá varð heimurinn til eins og ég skynja hann. Heimurinn varð sem sagt til fyrir skóun.
Fylgist spennt með í næstu viku þegar Davíð Bullustampur leggur fram skröpunarkenninguna.
5 ummæli:
Heill sé þér Bullustampur. Megi sól þín rísa til eilífðarinnar
Mér hafa alltaf þótt báðar kenningarnar ótrúlegar. Allir ættu að geta sameinast um skóunarkenninguna er allavega ekki ótrúlegri. Við getum fagnað því að nú sé komin fram ein bullkenningin enn sem hefur það fram yfir hinar að öll dýrin í skóginum geta verið vinir.
Þessi skóunarkenning er meira í áttina að vera sóunarkenning, ef eitthvað er.
Hvað varð um þröpunarkenninguna?
Þröpunakenningin, öpunarkenningin og skröpunarkenningin ásamt óunarkenningunni og sóunarkenningunni (fróunarkenningunni verður sleppt)eru allar í þróun ... nei, vinnslu og verða kynntar hér jafnóðum og ég hef skapað ... nei, búið þær til.
Skrifa ummæli