Ég veit þetta eitt: Að þú eldist, svo deyrðu.
Á endanum hverfurðu sýnum
og sést ekki framar í Séðu og heyrðu
í samkvæmisfötunum þínum.
Þú heldur að þá beygi alþýðan af
af því að þú sért svo dáður
og síðan farist himinn og haf.
En heimurinn snýst eins og áður.
Og þú verður gleymdur Pétri og Páli
og pöplinum horfinn úr minni
og allt það sem skipti þig einhverju máli
mun eyðast í gröfinni þinni.
Birt á "Lífið er auðvelt" 29. nóvember 2005
Engin ummæli:
Skrifa ummæli