fimmtudagur, október 12, 2006

Þennan dag í síðustu viku ...

... fór ég á Sinfóníutónleika í tilefni Norrænna músíkdaga. Það var áhugavert. Það sem einkum vakti áhuga minn var þó ekki tónlistin, heldur það sem stóð í prógramminu um eitt verkið, Unter himlen – Intermezzi, eftir Bent Sörensen: "Nú fá íslenskir tónleikagestir smjörþefinn af meistaraverki Sörensens ..." Ég fletti þessu upp í Orðabók Marðar, af því að ég trúði ekki mínum eigin augum, en komst að því að ég var með merkingu orðasambandsins "að finna smjörþefinn af e-u" á hreinu: "kenna á e-u, þola óþægilegar afleiðingar e-s".
Ég get semsagt ekki sagt að ég hafi ekki verið varaður við.