... las ég þetta á bls. 16 í Fréttablaðinu: "Vissir þú ... að auga ostrunnar er stærra en heilinn?"
Ekki fylgir sögunni hvaða heili. Sjálfum finnst mér nógu merkileg uppgötvun að ostrur (e. oyster) hafi auga til að ekki bætist við að þær hafi líka heila, jafnvel þótt hann reynist minni en augað. Eina skepnan sem ég vissi að væri með minni heila en auga er strúturinn (e. ostrich).
Er hugsanlegt að þeir sem vinna við að þýða gagnslausar upplýsingar af ensku fyrir Fréttablaðið kunni ekki ensku?