Ég fór í Kolaportið í dag, en það er ár og dagur síðan ég lagði síðast leið mína á þann ágæta stað. Þar keypti ég karöflu undir matarolíu (500 kr.) og slatta af vínylplötum (100 kr. – 200 kr. stk.), m. a. hina ódauðlegu „Látum sem ekkert C“ með þeim Halla, Ladda og Gísla Rúnari. Það var bráðnauðsynlegt að fá eintak af henni í hús, því ég hef rekið mig á það að kynslóðamunurinn á heimilinu birtist einkum í því að þegar ég vitna í perlur eins og „Ó, Guðfinna“ eða „Tygg-igg-úmmí“ þá lítur mín heittelskaða á mig eins og ég sé endanlega búinn að missa vitið. Ég lék snilldina fyrir hana í dag svo nú veit hún að næst þegar ég segi: „Hvað heldurðu? – Ég held það. – Það held ég. “ ... þá er ég að vitna í menningararfinn en ekki að steypa.
Hins vegar verð ég alltaf dapur alllengi eftir að hafa gengið um ganga Kolaportsins og virt fyrir mér varninginn, því fyrir utan mat og búsáhöld samanstendur hann mestanpart af bókum, kvikmyndum og hljómplötum. Þarna er þetta í kassavís upp um alla veggi og súlur á spottprís. Þarna svigna borð á borð ofan af bókmenntum á fimmtíukall, plötum á hundraðkall og DVD-diskum á litlu meira. Ég hef nefnilega verið að garfa við það sjálfur að semja tónlist, skrifa bækur og jafnvel að leika í kvikmyndum og ég get bara ekki varist ákveðinni tilgangsleysiskennd þegar ég sé allt magnið ... allt flóðið af þessu sem þarna er í stöflum á stafla ofan.
Á bak við hverja bók eru ótal vinnustundir einstaklings, allur hans metnaður og stolt, blóð, sviti og tár ... og svo týnist afurðin í hrúgum af öðru viðlíka og ókunnugt fólk gerir einhverjum prangara greiða með að kaupa þetta af honum á fimmtíukall. Á bak við hverja plötu er enn meiri vinna, svo ekki sé minnst á hverja kvikmynd.
Til hvers að legga sig fram við að pússa og slípa eitt sandkorn svo það verði fullkomið, nákvæmlega rétt, akkúrat eins og það verður best ... til þess að það endi svo á ströndinni? Og þegar maður horfir yfir ströndina með litla, fullkomna sandkornið sitt í hendinni ... er nema von að það þyrmi yfir mann? Til hvers er maður að þessu?
Hins vegar verð ég alltaf dapur alllengi eftir að hafa gengið um ganga Kolaportsins og virt fyrir mér varninginn, því fyrir utan mat og búsáhöld samanstendur hann mestanpart af bókum, kvikmyndum og hljómplötum. Þarna er þetta í kassavís upp um alla veggi og súlur á spottprís. Þarna svigna borð á borð ofan af bókmenntum á fimmtíukall, plötum á hundraðkall og DVD-diskum á litlu meira. Ég hef nefnilega verið að garfa við það sjálfur að semja tónlist, skrifa bækur og jafnvel að leika í kvikmyndum og ég get bara ekki varist ákveðinni tilgangsleysiskennd þegar ég sé allt magnið ... allt flóðið af þessu sem þarna er í stöflum á stafla ofan.
Á bak við hverja bók eru ótal vinnustundir einstaklings, allur hans metnaður og stolt, blóð, sviti og tár ... og svo týnist afurðin í hrúgum af öðru viðlíka og ókunnugt fólk gerir einhverjum prangara greiða með að kaupa þetta af honum á fimmtíukall. Á bak við hverja plötu er enn meiri vinna, svo ekki sé minnst á hverja kvikmynd.
Til hvers að legga sig fram við að pússa og slípa eitt sandkorn svo það verði fullkomið, nákvæmlega rétt, akkúrat eins og það verður best ... til þess að það endi svo á ströndinni? Og þegar maður horfir yfir ströndina með litla, fullkomna sandkornið sitt í hendinni ... er nema von að það þyrmi yfir mann? Til hvers er maður að þessu?
11 ummæli:
Til að eiga hlutdeild í ströndinni?
Spurning hvort nokkrir árgangar af bleiku og bláu hafi ekki verið þarna innanum á spottprís?
... eitt eilífðar smáblóm?
Munurinn á hakkara og listamanni er sá að hakkarinn getur kannski betur en nennir því ekki og listamaðurinn gengur aukamíluna. Ég man ennþá eftir kyssikonunni hræðilegu - þvílík snilld!
Hvaða, hvaða! Í fyrsta lagi er hæðsti tindur Kolaportabókafjallsins sjoppu-rómans-kiljur á ensku og dönsku. Varla skrifaðar með það í huga að auðga hugann! Í öðru lagi er hreint frábært að allir geti orðið sér út um fullt af lesefni án þess að þurfa að borða naglasúpu út mánuðinn! Ég hef keypt mér bækur þarna sem ég hefði aldrei annars lesið og reyndust vera algjörir gullmolar.
Þessi sandkorn eru þess eðlis að þau verða að perlum;) Hættu þessu vonleysistali og skrifaðu aðra bók :)
a) "Tyggigúmmí" er tímalaus snilld.
b) Allt er hégómi.
c) Voru einhverjar góðar myndir þarna?
Ef bók, hvaða bók sem er, veitir einhverjum gleði og hugarfrið, eða þá ævintýrakennd sem einungis góð bók getur veitt, er hún ekki skrifuð til einskis, alveg sama hver örlög nokkurra eintaka af henni verða :)
Það er að minnsta kosti mín skoðun. Svona sem lesanda sko.
Annars á ég tengdapabba sem stundar talsvert að kaupa bækur í kolaportinu og hann hefur talað mikið um hvað það er fáránlegt að selja þessa fjársjóði svona ódýrt :)
Er ekki bara málið að verða virtur snobbhöfundur og prenta afskaplega fá eintök af hverri bók. Þá tímir enginn að selja þær nema á uppsprengdu verði. Eintómar fyrstu útgáfur, og helst áritaðar.
Gera menn þetta ekki fyrir seðla og tæfur? Það hélt ég allavega.
Menn fá samt kannski ekki mjög marga seðla og enn færri tæfur ef bækurnar þeirra seljast helst í kolaportinu.
Þetta er rangur misskilningur hjá þér Davíð. Þetta er mannúðarstarf þarna er verið að gefa gömlum listaverkum annað tækifæri til að láta ljós sitt skína og gera menningarsnauðri alþýðunni kleift að njóta góðra listaverka á viðráðanlegu verði. Hér tölum við um listaverk sem annars söfnuðu bara ryki. "If you love sombody set him free" þetta á að mínu viti frekar við um listaverk en fólk.
Af hverju ekki?
Mun fleiri ljótir leiðinlegir hnullungar eru þarna en fín sandkorn, ekki gleyma því.
Fólk nennir ekki að ganga berfætt í hnullungum, en fólk sækist í fínan sand.
Haltu áfram að gefa út vandaða vinnu og þá verður þetta þess virði.
Mjög einfalt og laust við allt vonleysis rugl ;-)
Skrifa ummæli