Stundum finnst mér beinlínis sárt að sjá hvað það er augljóst að ég er í vitlausum bransa. Ég sá þetta til dæmis greinilega í morgun þegar ég flétti Séðu og heyrðu á kaffihúsi í Hafnarfirði. Fyrirsögnin: "Loksins bragðgott próteinduft" gat einhvern veginn ekki annað en fangað athygli mína, ekki síst af því að undirfyrirsögnin var: "Fengu hugmyndina á Nordica Spa." Greinin var skreytt myndum af gleiðbrosandi vaxatrræktarmönnum í faðmlögum.
Ég sé þá félaga alveg fyrir mér á Nordica Spa pína eitthvað ógeðslegt próteinduft ofan í sig þegar annar segir: "Af hverju er ekki til bragðgott próteinduft?" Og hinn segir: "Heyrðu! Þetta er brilljant hugmynd hjá þér! Af hverju skyldi engum hafa dottið þetta í hug áður?" Ég er nefnilega alveg viss um að ef ég væri próteinduftæta hefði ég fengið þessa hugmynd langt á undan þeim, hrint henni í framkvæmd, orðið ríkur og frægur og hlegið alla leið í bankann.
En svona er maður nú sjálfhverfur. Ef ég væri týpan sem hefði próteinduftát að aðaláhugamáli er alveg óvíst að ég hefði verið sá fyrsti í þeim hópi til að hafa hugmyndaflug í að láta mér detta eitthvað jafnfáránlega langsótt í hug og bragðgott próteinduft – þótt mér finnist, núna þegar ég veit að það er til, einkennilegt að það skuli ekki hafa komið fram fyrr. Auk þess er fullljóst að jafnvel þótt mér hefði tekist að hugsa svona langt út fyrir rammann, sem slíkur lífsstíll virðist af þessu að dæma sníða sér, hefði ég sennilega ekki haft döngun í mér til að gera eitthvað í málinu, heldur afgreitt þetta eins og hvert annað draumórarugl sem aðeins gæti ræst í mínum trylltustu fantasíum.
Auðvitað er ekki hægt annað en að taka ofan af fyrir svona mönnum. Málið er nefnilega ekki hvað maður getur heldur hvað maður gerir – hve óskiljanlegt sem manni kann að virðast að enginn skuli hafa gert það áður.
Ég sé þá félaga alveg fyrir mér á Nordica Spa pína eitthvað ógeðslegt próteinduft ofan í sig þegar annar segir: "Af hverju er ekki til bragðgott próteinduft?" Og hinn segir: "Heyrðu! Þetta er brilljant hugmynd hjá þér! Af hverju skyldi engum hafa dottið þetta í hug áður?" Ég er nefnilega alveg viss um að ef ég væri próteinduftæta hefði ég fengið þessa hugmynd langt á undan þeim, hrint henni í framkvæmd, orðið ríkur og frægur og hlegið alla leið í bankann.
En svona er maður nú sjálfhverfur. Ef ég væri týpan sem hefði próteinduftát að aðaláhugamáli er alveg óvíst að ég hefði verið sá fyrsti í þeim hópi til að hafa hugmyndaflug í að láta mér detta eitthvað jafnfáránlega langsótt í hug og bragðgott próteinduft – þótt mér finnist, núna þegar ég veit að það er til, einkennilegt að það skuli ekki hafa komið fram fyrr. Auk þess er fullljóst að jafnvel þótt mér hefði tekist að hugsa svona langt út fyrir rammann, sem slíkur lífsstíll virðist af þessu að dæma sníða sér, hefði ég sennilega ekki haft döngun í mér til að gera eitthvað í málinu, heldur afgreitt þetta eins og hvert annað draumórarugl sem aðeins gæti ræst í mínum trylltustu fantasíum.
Auðvitað er ekki hægt annað en að taka ofan af fyrir svona mönnum. Málið er nefnilega ekki hvað maður getur heldur hvað maður gerir – hve óskiljanlegt sem manni kann að virðast að enginn skuli hafa gert það áður.
9 ummæli:
Möguleikarnir eru óendalegir. Sársaukalausir tannlæknar, , lágvær hávaði, góð táfýla og svo framvegis
Ég sé ekki betur að allt þetta prótein duft eigi að vera bragðgott. Jarðaberjaþetta og súkkulaðiogbananahitt.
Spurningin er kannski ekki að engum hafi dottið það í hug og frekar að fólki gangi eitthvað hálfilla að gera þetta raunhæft.
Nokkrum sinnum hefur maður fyrir illkvittni örlaganna verið staddur þar sem verið er að kynna svona prótein-heilsu-viðbjóð. Þar eru alltaf nokkrar konur, í eilífri leit að einhverju sem getur gert þær grennri, og taka því hverri svona "nýjung" fagnandi. Þær smakka, segja "þetta er bara ansi gott!" og reyna þannig, og með ráðvilltu augnaráði, að sannfæra sjálfar sig og hver aðra um að þetta sé í alvörunni gott.
Aldrei, ég endurtek, aldrei hef ég smakkað svona töfradrykk sem ekki bragðast eins og blanda af ryki, elli, stöðnu vatni og svo viðeigandi bragðefni; súkkulaði, vanillu eða jarðarberja.
Megi ég hundur heita ef búið er að "finna upp" bragðgott próteinduft.
Bragðvond próteinduft eru vissulega mjög algeng, en góð próteinduft hafa verið til í 10 ár að minnsta kosti. Fólk sem ekki getur komið niður neinu sem bragðast pínulítið framandi hefur hinsvegar mun lengur verið til.
Hárrétt, gikkirnir eru fleiri en góðu hófi gegnir, og þeim fer sorglega hratt fjölgandi.
"Pínulítið framandi" er aftur á móti ákaflega varlega orðað þegar próteinduft eru annars vegar, og að gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég er nokkurn veginn alæta á mat og læt yfirleitt ekki eitthvað sem bragðast "pínulítið framandi" slá mig út af laginu.
Mér er sléttsama hvort fólk étur próteinduft eða ekki, þetta náttúrlega hlýtur að vera meinhollt. Mér bara finnst þetta algjör viðbjóður takk. Hér er rétt að staldra aðeins við og taka það fram að hér er bara um mína persónulegu skoðun að ræða, ekki alls mannkyns.
Hafið mig afsakaðan, ég þarf að fara að grenja.....
Mundi, Sumt duft er gott á bragðið. Þú ert bara með fordóma gagnvart þessu.
Kórrétt, flórsykur og neskvikk eru t.d ákaflega ljúffeng duft!
Tillögur að fleiri dufttegundum gott fólk?
Próteinduft eru bara sölutrix. Fáið ykkur skyr eftir æfingu og þið verðið jafn mössuð og ég.
Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn áður en ég treysti vaxtaræktunarfríkum til að búa til eitthvað bragðgott!! M.ö.o... When Hell freezes over ;)
Takk fyrir Davíð, oftar en ekki bráðskemmtilegar vangaveltur hérna
Skrifa ummæli