Sums staðar er samkennd nágranna mikil og félagslíf og dagleg samskipti þeirra á milli í miklum blóma. Annars staðar veit fólk varla af nágrönnum sínum og vill hafa það þannig. Svo getur þetta breyst. Núna virðist mér til dæmis að samvitund og samstaða íbúa við Njálsgötuna á milli Barónsstígs og Snorrabrautar sé talsvert meiri en hún var árin sem ég bjó á efstu hæðinni á Njálsgötu 74, húsi sem fyrirhugað er að gera að athvarfi fyrir heimilislausa.
Allan tímann sem ég bjó þar þurfti ég ekki í eitt einasta skipti að eiga samskipti við neinn nágrannanna. Nú virðist þarna hins vegar vera komið nátengt samfélag fólks um bætt og fegurra mannlíf akkúrat á þessum bletti höfuðborgarinnar, samfélag sem undanfarið hefur verið iðið við að benda á þá aðför borgaryfirvalda að hinu göfuga mannlífi, sem þarna virðist hafa myndast virkt íbúalýðræði um að rækta og styrkja, sem í því er fólgin að koma ógæfufólki fyrir í einu húsanna.
Það er reyndar ekki alveg rétt að ég hafi ekki átt nein samskipti við neinn nágrannanna. Á jarðhæð þessa húss bjó nefnilega um tíma fíkniefnasali sem ég deildi stigagangi með og varð fljótt málkunnugur. Um þessar mundir reykti hann sig skakkan á Austurvelli í Íslandi í dag undir vökulum augum Jóns Ársæls, þannig að það er ekki beinlínis eins og hann hafi farið leynt með neyslu sína. Ekki varð ég var við mikil mótmæli gegn búsetu hans þarna þótt hver maður með sjónvarp, augu í hausnum og lágmarksraunveruleikatengingu hefði átt að geta áttað sig á því hvað þarna væri á seyði, enda gestagangurinn hjá honum ekkert venjulegur.
Ekki rekur mig minni til þess að nokkurn tímann hafi hlotist af því ónæði á leikskólanum Barónsborg að í fimmtán metra fjarlægð frá rólunum þar færi fram umfangsmikil fíkinefnasala. Nú hafa íbúar svæðisins hins vegar gríðarlegar áhyggjur af því að þar leggist allt uppeldsisstarf niður í kjölfar þess að útigangsmenn fái húsaskjól í íbúðinni þar sem hverfisdílerinn bjó áður.
Kannski er þó rétt að láta íbúana njóta sannmælis. Þeir eru, eins og fram hefur komið, alls ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Bara ekki í götunni þeirra.
Allan tímann sem ég bjó þar þurfti ég ekki í eitt einasta skipti að eiga samskipti við neinn nágrannanna. Nú virðist þarna hins vegar vera komið nátengt samfélag fólks um bætt og fegurra mannlíf akkúrat á þessum bletti höfuðborgarinnar, samfélag sem undanfarið hefur verið iðið við að benda á þá aðför borgaryfirvalda að hinu göfuga mannlífi, sem þarna virðist hafa myndast virkt íbúalýðræði um að rækta og styrkja, sem í því er fólgin að koma ógæfufólki fyrir í einu húsanna.
Það er reyndar ekki alveg rétt að ég hafi ekki átt nein samskipti við neinn nágrannanna. Á jarðhæð þessa húss bjó nefnilega um tíma fíkniefnasali sem ég deildi stigagangi með og varð fljótt málkunnugur. Um þessar mundir reykti hann sig skakkan á Austurvelli í Íslandi í dag undir vökulum augum Jóns Ársæls, þannig að það er ekki beinlínis eins og hann hafi farið leynt með neyslu sína. Ekki varð ég var við mikil mótmæli gegn búsetu hans þarna þótt hver maður með sjónvarp, augu í hausnum og lágmarksraunveruleikatengingu hefði átt að geta áttað sig á því hvað þarna væri á seyði, enda gestagangurinn hjá honum ekkert venjulegur.
Ekki rekur mig minni til þess að nokkurn tímann hafi hlotist af því ónæði á leikskólanum Barónsborg að í fimmtán metra fjarlægð frá rólunum þar færi fram umfangsmikil fíkinefnasala. Nú hafa íbúar svæðisins hins vegar gríðarlegar áhyggjur af því að þar leggist allt uppeldsisstarf niður í kjölfar þess að útigangsmenn fái húsaskjól í íbúðinni þar sem hverfisdílerinn bjó áður.
Kannski er þó rétt að láta íbúana njóta sannmælis. Þeir eru, eins og fram hefur komið, alls ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Bara ekki í götunni þeirra.
Bakþankar í Fréttablaðinu 29. maí 2007
4 ummæli:
snilldarpistill! Var einmitt gríðarlega stolt af henni nöfnu minni og frænku sem er ein af þeim fáu á þessu svæði sem bjóða heimilið þarna velkomið.
Ég veit það ekki. Samt virðist eins og þeir hjá féló sigti úr þetta utangarðslið sem fær íbúðir hjá þeim og troði því svo öllu í sömu blokkina. Megnið af liðinu sem var á Vatnsstíg 11 er komið allt í sömu blokkina á Njálsgötu. Svo á að planta heimilislausum á Njálsgötuna líka. Held að það væri nær að dreifa þessu aðeins. Eitthvað sem segir mér að það sé æskilegt. Annars skiftir þetta mig litlu máli þar sem ég er í Breiðholtinu.
please visit, thank
Ætla ekki að gefa upp hvar ég bý, en ég get horft inn um gluggann á þessu heimili.
Mér og mínum nágrönnum er slétt sama þó að heimilislausir fái að vera þarna og fái að halla sínu höfði.
En það eru nokkur atriði sem við viljum fá á hreint eða verði komið á móts við okkur.
1) Taka þetta í skrefum, ekki hrúga inn 10 manns þarna og 1 gæslumann allt í einu. Byrja fyrst á 5 manns og fjölga þessu svo í skrefum.
2) Fá þeir að vera fullir/dópaðir þarna inni ? Lýst alls ekki á það að þessi íbúð breytist í eitthvað party-place.
3) Aukna gæslu lögreglunnar þegar vinir vistmannana þurfa að yfirgefa húsið.
Bara svona, svo þeir sofni ekki í bakgarðinum þar sem börn eru oft að leik snemma morguns.
4) Hve auðvelt verður að henda út vistmönnum sem valda ónæði ?
Er það virkilega ósanngjarnt að fólk mótmæli breytingum sem valda því að íbúðarverð lækki dramatískt mikið ?
Þessi umræða er búin að vera mjög ósanngjörn í alla staði. Við erum ekki að meina fólki sem á hvergi heima að vera í okkar "spotless"-hverfi. Við viljum hinsvegar ekki að féló gefi einhverjum random rónum partyplace til að verða fullir í og bjóði vinum sínum í partý, sofni í bakgarðinum okkar og skilji eftir, óvænta glaðnina (já, ég hef séð róna kúka á ruslatunnuna mína, það var mjög menningarlegt)
Sérstaklega ekki þegar hægt væri að nýta þessa íbúð í mun betri tilganga. T.d. íbúðir fyrir einstæðar mæður, leikskóli og skóli í 5 mín fjarlægð.
Íbúðir fyrir fólk sem er að koma úr meðferð og þarf að fóta sig aftur í lífinu. (Þ.e. edrú!)
og svona mætti lengi telja. En party-place er bara ósanngjarnt fyrir íbúa í þessu nágrenni.
Og ég væri frekar til í að fá hverfisdíler í hverfið aftur, hann hefur amk vit á því að vera ekki að kalla eftir athygli lögreglunnar um miðjar nætur.
Skrifa ummæli