Það vekur mér stundum gremju hvað sandkassapólitíkin verður áberandi að loknum kosningum. Stundum vekur það mér reyndar kæti.
Samfylkingin tapaði fylgi og framhjá því verður ekki litið. Tap er ekki sigur, ekki einu sinni varnarsigur, þótt Hallgrímur Helgason noti þá merkingarlausu sjálfsafsökunarklisju. Í tilfelli Samfylkingarinnar var meira að segja um sóknartap að ræða, ekki varnarsigur.
Ómar og félagar áttu hvert einasta atkvæði sem þeir fengu skilið og meira en það. Það er ekki Ómari að kenna að fólk kaus hann en ekki eitthvað annað. Steingrímur og Össur geta sjálfum sér kennt um hvert einasta atkvæði sem þeir fengu ekki, ekki Ómari. Mikið væri gaman að stjórnmálamenn sýndu mér og öðrum kjósendum þá virðingu að líta á atkvæði sem ákvörðun kjósenda, ekki sem afla sem þeir hafa kvóta á.
Mikið væri líka gaman ef lýðræðinu væri sýnd sú virðing að hlífa því við skoðanakönnunum í eina til tvær vikur fyrir kosningar. Það væri þá hægt að ræða pólitík í aðdraganda kosninga í stað þess að ræða endalaust um niðurstöður misgáfulegra skoðanakannana, þar sem þess eru dæmi að úrtakið í heilu kjördæmi sé um 60 manns. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi, ég er viss um að fjöldi manns sem hefði viljað kjósa Íslandshreyfinguna hætti við það af því að samkvæmt skoðanakönnunum fékk hún aldrei mann kjörinn.
Meistari sandkassans er þó óneitanlega Guðni Ágústsson. Í sjónvarpsspjalli við Ögmund Jónasson sagði Ögmundur eitthvað á þessa leið: „Helst vildi ég ríkisstjórn án núverandi stjórnarflokka, en hana þyrfti Framsókn að verja falli. Fyrst það er ekki hægt myndi ég vilja stjórn VG, Samfylkingar og Framsóknar. Vilji Framsókn hins vegar frekar vera í stjórnarandstöðu, er ljóst að ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Þá myndi ég auðvitað frekar vilja að VG væri í þeirri ríkisstjórn en Samfylkingin. “ Hér hrökk Guðni við og sagði: „Hana. Þar kom það, hann viðurkenndi að Vinstri-grænir þrá það heitast af öllu að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. “
Sjálfur teldi ég best að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynduðu ríkisstjórn. Fyrir því eru þrjár ástæður:
1) Allir vita hvaða örlög bíða samstarfsflokka íhaldsins í ríkisstjórn í kosningum. Ég óska VG ekki svo ills.
2) Ég kaus Kolbrúnu vinkonu mína ekki til að gera Geir Haarde að forsætisráðherra, hins vegar er löng hefð fyrir því að kratar haldi íhaldinu að völdum.
3) Það myndi neyða íhaldið til ákveðinnar lágmarkskurteisi gagnvart ISG að vera í ríkisstjórn með henni. Hugsanlega þyrfti borgarstjóri sjálfur að axla ábyrgðina á rekstri borgarinnar og hætta að kenna Imbu um allt sem miður fer. (Hann gæti kennt Ómari um það í staðinn, það virðist vera í tísku núna.)
Sjálfur tel ég kosningarnar hafa farið á besta veg. Ef ríkisstjórnin hefði fallið hefði Frjálslyndi flokkurinn verið í oddaaðstöðu. Í staðinn er hann ekki einu sinni inni í myndinni. Ríkisstjórnin var gerð óstarfhæf, það er alveg nóg.
Samfylkingin tapaði fylgi og framhjá því verður ekki litið. Tap er ekki sigur, ekki einu sinni varnarsigur, þótt Hallgrímur Helgason noti þá merkingarlausu sjálfsafsökunarklisju. Í tilfelli Samfylkingarinnar var meira að segja um sóknartap að ræða, ekki varnarsigur.
Ómar og félagar áttu hvert einasta atkvæði sem þeir fengu skilið og meira en það. Það er ekki Ómari að kenna að fólk kaus hann en ekki eitthvað annað. Steingrímur og Össur geta sjálfum sér kennt um hvert einasta atkvæði sem þeir fengu ekki, ekki Ómari. Mikið væri gaman að stjórnmálamenn sýndu mér og öðrum kjósendum þá virðingu að líta á atkvæði sem ákvörðun kjósenda, ekki sem afla sem þeir hafa kvóta á.
Mikið væri líka gaman ef lýðræðinu væri sýnd sú virðing að hlífa því við skoðanakönnunum í eina til tvær vikur fyrir kosningar. Það væri þá hægt að ræða pólitík í aðdraganda kosninga í stað þess að ræða endalaust um niðurstöður misgáfulegra skoðanakannana, þar sem þess eru dæmi að úrtakið í heilu kjördæmi sé um 60 manns. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi, ég er viss um að fjöldi manns sem hefði viljað kjósa Íslandshreyfinguna hætti við það af því að samkvæmt skoðanakönnunum fékk hún aldrei mann kjörinn.
Meistari sandkassans er þó óneitanlega Guðni Ágústsson. Í sjónvarpsspjalli við Ögmund Jónasson sagði Ögmundur eitthvað á þessa leið: „Helst vildi ég ríkisstjórn án núverandi stjórnarflokka, en hana þyrfti Framsókn að verja falli. Fyrst það er ekki hægt myndi ég vilja stjórn VG, Samfylkingar og Framsóknar. Vilji Framsókn hins vegar frekar vera í stjórnarandstöðu, er ljóst að ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Þá myndi ég auðvitað frekar vilja að VG væri í þeirri ríkisstjórn en Samfylkingin. “ Hér hrökk Guðni við og sagði: „Hana. Þar kom það, hann viðurkenndi að Vinstri-grænir þrá það heitast af öllu að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. “
Sjálfur teldi ég best að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynduðu ríkisstjórn. Fyrir því eru þrjár ástæður:
1) Allir vita hvaða örlög bíða samstarfsflokka íhaldsins í ríkisstjórn í kosningum. Ég óska VG ekki svo ills.
2) Ég kaus Kolbrúnu vinkonu mína ekki til að gera Geir Haarde að forsætisráðherra, hins vegar er löng hefð fyrir því að kratar haldi íhaldinu að völdum.
3) Það myndi neyða íhaldið til ákveðinnar lágmarkskurteisi gagnvart ISG að vera í ríkisstjórn með henni. Hugsanlega þyrfti borgarstjóri sjálfur að axla ábyrgðina á rekstri borgarinnar og hætta að kenna Imbu um allt sem miður fer. (Hann gæti kennt Ómari um það í staðinn, það virðist vera í tísku núna.)
Sjálfur tel ég kosningarnar hafa farið á besta veg. Ef ríkisstjórnin hefði fallið hefði Frjálslyndi flokkurinn verið í oddaaðstöðu. Í staðinn er hann ekki einu sinni inni í myndinni. Ríkisstjórnin var gerð óstarfhæf, það er alveg nóg.
3 ummæli:
Mæltu manna heilastur.
Æi þetta eru allt smábörn í fullorðnis líkama. Allt fáráðlingar í sandkassaleik.
Væri ekki sniðugt ef við, lýðurinn, gerðum einfaldlega skoðanakannanir ómarktækar með því að svara einatt í samræmi við það sem við ætlum EKKI að gera.
Það gerði ég allavega í þeim könnunum sem ég tók þátt 0:)
Skrifa ummæli