Lífið er auðvelt - þegar maður hættir að gera sér það erfitt
þriðjudagur, maí 22, 2007
Hvað kom fyrir?
Hvernig stendur á því að Bretar, sem gáfu okkur Monty Python, Blackadder og Wooster & Jeeves eru farnir að senda okkur Little Britain, The Catherine Tate Show og My Family? Er til eitthvað sem heitir "gríndauði" og getur lagst á heila þjóð?
veit ekki með Catherine Tate, en My Family er auðvitað bara ætlað að höfða til vanvita (maður getur ekki gert öllum til hæfis, manstu).
en fílir þú ekki little britain þá held ég að þú ættir að fara að huga að plássi á elliheimili og kannski skila inn bílprófinu bráðlega. þú ert orðinn gamall (útskýrir líka nöldurtaktana sem þú hefur tekið upp).
Little Britain og My Family eru báðir snilldargrínþættir. Á Katrínu Teits hef ég ekki horft svo mikið, en það sem ég hef séð finnst mér svo sem alveg frambærilegt.
Hins vegar rétt hjá þér að þessir gömlu og góðu eru ómetanlegir gimsteinar - ég efa að nokkuð sambærilegt eigi nokkurn tímann eftir að sjást framar.
Nema hugsanlega ef þeir Pythonbræður, Stephen Fry, Hugh Laurie og Rowan Atkinson væru allir klónaðir saman í einhvers konar ofurgrínista ...
Mér fannst Little Britain miklu fyndnara eftir að hafa búið út í Bretlandi. Og maður fær mest út úr My Family beri maður þá saman við bandaríska fjölskyldu sitcom. (Ég horfði einu sinni á My Family strax á eftir According To Jim - My Family endurnýjaði svo sannarlega heilasellurnar sem höfðu tapast við að horfa á According To Jim).
Reyndar eru þeir bresku þættir sem eru í gangi núna og ég hlæ mest yfir, ekki leiknir. Það eru nefnilega spurningaþættirnir Never Mind The Buzzcocks og QI (sem Stephen Fry stjórnar).
Jæja, þá er það opinbert. Ég er orðinn gamall. Enda kominn á fimmtugsaldur þannig að það er kannski ekki seinna vænna. Reyndar gleymdi ég Office og Extras – þannig að Bretar eru nú ekki alveg dauðir úr öllum æðum.
PS. Mér fannst fyrsti Little Britain þátturinn sem ég sá reyndar ekkert svo arfaslakur. Mér fannst hann bara ekki það góður að ástæða væri til að endugera hann aftur og aftur og aftur og aftur ad nauseam og kalla það seríu.
Er það ekki frekar innkaupadeild Sjónvarpsins sem hefur dáið gríndauða? Ég held það sé enginn skortur á góðu grínefni frá Bretlandi. Ég fylgist ekki mjög vel með en get nefnt þættina Peepshow. Þrjár seríur sem voru gerðar frá um 2002-2004 ef ég man rétt. Þeir sem gerðu þá þætti, Mitchell og Webb eru núna að vinna í ýmsu öðru grínefni líka.
Little Britain þættirnir sýna í hnotskurn það sem Tjallar gera manna best í gríni: Að ná að láta sömu brandarana vera fyndna, aftur og aftur og aftur ... (Allo allo - þættirnir sígildu eru annað dæmi)
Í grófum dráttum skiptast LB-sketsarnir í tvennt: * Þeir sem byggja alltaf á því sama * Þeir sem eru bókstaflega alltaf eins
Í fyrri flokkinn falla m.a. atriðin með Andy & Lou, Vicky Pollard, Daffyd Thomas, Bubbles Devere og geðsjúklingnum Anne. Til þess seinni heyra innkomur smávaxna leikarans Denis Waterman, smásmugulega viðskiptavinarins Mr Mann og brjóstmylkingsins Harvey Pincher.
Það þarf nokkra þætti til að ná að detta almennilega inn í húmorinn en þegar það gerist er sannarlega von á góðu!
Little Britain er einmitt fínt dæmi um þette Teletubbies heilkenni í breskum húmor. Fullt af fólki fílar t.a.m. The Fast Show sem er nákvæmlega eins, sömu fimm sex brandararnir endurteknir útí hið óendanlega.
Maður sér fyrir sér áhorfendur sem klappa sér á malla og kalla ,,Aftur! Aftur!"
..ekki það, ég horfi á Little Britain og hef gaman af þeim. Þetta er langtum skárra en megnið af því sem manni er boðið uppá.
Og meira breskt djók sem er ekki keypt til landsins (að því er ég best veit): Garth Marenghi's Darkplace. Algert æði.
Bílaþátturinn (JÁ! BÍLAÞÁTTURINN!) Top Gear er b.t.w. það allra fyndnasta og súper-breskasta sem er í gangi þessa dagana. Jeremy Clarkson er skáld!
Bíð líka spenntur eftir næsta Gervais/Mechant prósjekti, þeir VERÐA að halda áfram.
Ekki má svo gleyma konsentreraðri geðveiki frá UK, s.s. "Jam" og "Bo Selecta". Ekki beint gamanþættir (allt of súrt) en hryllilega fyndið! Nóbb, gríndauðinn er víðsfjarri.
Öll tímabil í breskri sjónvarpssögu hafa haft sinn Catherine Tate Show. Monty Python og Blackadder eru tindar sinna tímabila en þau tímabil innihéldu líka Bless This House og Hi-De-Hi!.
Tindurinn í dag (eða kannski gær, það kemur víst ekki meira) er tvímælalaust League of Gentlemen.
Og allt sem þú þarft um breska sittkomma má finna á sitcom.co.uk.
16 ummæli:
tímarnir breytast og sumir mannanna með.
veit ekki með Catherine Tate, en My Family er auðvitað bara ætlað að höfða til vanvita (maður getur ekki gert öllum til hæfis, manstu).
en fílir þú ekki little britain þá held ég að þú ættir að fara að huga að plássi á elliheimili og kannski skila inn bílprófinu bráðlega.
þú ert orðinn gamall (útskýrir líka nöldurtaktana sem þú hefur tekið upp).
Ussussuss ...
Little Britain og My Family eru báðir snilldargrínþættir. Á Katrínu Teits hef ég ekki horft svo mikið, en það sem ég hef séð finnst mér svo sem alveg frambærilegt.
Hins vegar rétt hjá þér að þessir gömlu og góðu eru ómetanlegir gimsteinar - ég efa að nokkuð sambærilegt eigi nokkurn tímann eftir að sjást framar.
Nema hugsanlega ef þeir Pythonbræður, Stephen Fry, Hugh Laurie og Rowan Atkinson væru allir klónaðir saman í einhvers konar ofurgrínista ...
Litla Bretland er að mínu mati mjög gott grínefni en þó kemst það ekki í hálfkvisti við Office og Extras.
Little Britain eru hrikalega fyndnir þættir, Catherine Tate er líka skemmtileg og My family sleppur alveg.
Já, þú ert greinilega orðinn gamall.
Mér fannst Little Britain miklu fyndnara eftir að hafa búið út í Bretlandi. Og maður fær mest út úr My Family beri maður þá saman við bandaríska fjölskyldu sitcom. (Ég horfði einu sinni á My Family strax á eftir According To Jim - My Family endurnýjaði svo sannarlega heilasellurnar sem höfðu tapast við að horfa á According To Jim).
Reyndar eru þeir bresku þættir sem eru í gangi núna og ég hlæ mest yfir, ekki leiknir. Það eru nefnilega spurningaþættirnir Never Mind The Buzzcocks og QI (sem Stephen Fry stjórnar).
Jæja, þá er það opinbert. Ég er orðinn gamall. Enda kominn á fimmtugsaldur þannig að það er kannski ekki seinna vænna. Reyndar gleymdi ég Office og Extras – þannig að Bretar eru nú ekki alveg dauðir úr öllum æðum.
PS. Mér fannst fyrsti Little Britain þátturinn sem ég sá reyndar ekkert svo arfaslakur. Mér fannst hann bara ekki það góður að ástæða væri til að endugera hann aftur og aftur og aftur og aftur ad nauseam og kalla það seríu.
Ég gleymdi mér eilítið í svarinu, svo úr varð heil færsla...það er aldeilis innblástur sem þú veitir manni.
Er það ekki frekar innkaupadeild Sjónvarpsins sem hefur dáið gríndauða? Ég held það sé enginn skortur á góðu grínefni frá Bretlandi. Ég fylgist ekki mjög vel með en get nefnt þættina Peepshow. Þrjár seríur sem voru gerðar frá um 2002-2004 ef ég man rétt. Þeir sem gerðu þá þætti, Mitchell og Webb eru núna að vinna í ýmsu öðru grínefni líka.
Bretar eru fávitar og breskir gamanþættir eru eitthvað það leiðinlegasta sem fundið hefur verið upp. (Á þó ekki við um Mr Bean)
Little Britain þættirnir sýna í hnotskurn það sem Tjallar gera manna best í gríni:
Að ná að láta sömu brandarana vera fyndna, aftur og aftur og aftur ...
(Allo allo - þættirnir sígildu eru annað dæmi)
Í grófum dráttum skiptast LB-sketsarnir í tvennt:
* Þeir sem byggja alltaf á því sama
* Þeir sem eru bókstaflega alltaf eins
Í fyrri flokkinn falla m.a. atriðin með Andy & Lou, Vicky Pollard, Daffyd Thomas, Bubbles Devere og geðsjúklingnum Anne.
Til þess seinni heyra innkomur smávaxna leikarans Denis Waterman, smásmugulega viðskiptavinarins Mr Mann og brjóstmylkingsins Harvey Pincher.
Það þarf nokkra þætti til að ná að detta almennilega inn í húmorinn en þegar það gerist er sannarlega von á góðu!
Little Britain er einmitt fínt dæmi um þette Teletubbies heilkenni í breskum húmor. Fullt af fólki fílar t.a.m. The Fast Show sem er nákvæmlega eins, sömu fimm sex brandararnir endurteknir útí hið óendanlega.
Maður sér fyrir sér áhorfendur sem klappa sér á malla og kalla ,,Aftur! Aftur!"
..ekki það, ég horfi á Little Britain og hef gaman af þeim. Þetta er langtum skárra en megnið af því sem manni er boðið uppá.
Og meira breskt djók sem er ekki keypt til landsins (að því er ég best veit): Garth Marenghi's Darkplace. Algert æði.
Dálítið veikur fyrir The League of Gentlemen.
Bílaþátturinn (JÁ! BÍLAÞÁTTURINN!) Top Gear er b.t.w. það allra fyndnasta og súper-breskasta sem er í gangi þessa dagana. Jeremy Clarkson er skáld!
Bíð líka spenntur eftir næsta Gervais/Mechant prósjekti, þeir VERÐA að halda áfram.
Ekki má svo gleyma konsentreraðri geðveiki frá UK, s.s. "Jam" og "Bo Selecta". Ekki beint gamanþættir (allt of súrt) en hryllilega fyndið! Nóbb, gríndauðinn er víðsfjarri.
Það er hægt að setja Shameless í þessa súpu. Snilld!
Pff.
Öll tímabil í breskri sjónvarpssögu hafa haft sinn Catherine Tate Show. Monty Python og Blackadder eru tindar sinna tímabila en þau tímabil innihéldu líka Bless This House og Hi-De-Hi!.
Tindurinn í dag (eða kannski gær, það kemur víst ekki meira) er tvímælalaust League of Gentlemen.
Og allt sem þú þarft um breska sittkomma má finna á sitcom.co.uk.
Óskaplega er ég fegin að heyra (lesa)að ér er ekki ein um að finnast þetta ömurlegt. Ég aftek það með öllu að ég sé húmorslaus.
Skrifa ummæli