laugardagur, desember 23, 2006

Swiss Miss ...


... er ekki svissneskt kakó heldur amerískt. Mér finnst það eiginlega hálfgert svindl. Það eyðileggur alveg fyrir mér fjallakofatengdan ævintýraljómann af því að neyta þess. En það hlaut eiginlega að vera. Ef það væri svissneskt héti það ekki Swiss Miss heldur líklega Schweizerisches Fräulein, sem hljómar auðvitað ekki næstum því eins girnilega.

7 ummæli:

Jimy Maack sagði...

Mér þykir eiginlega best að hella bara sjálfur uppá kakó, og setja eilítið kaffi í grunninn fyrir góðan keim. Swissmiss á í mínum huga lítið sem ekkert skylt við sveitarómans.

Unknown sagði...

Sumir kalla þetta helvítis vatns-kakó.

Mér finnst það samt fínt.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er þetta helvítis vatnskakó ef grunnurinn er vatn. Ef maður nennir að hafa fyrir því að hita mjólk er þetta hið fínasta mjólkurkakó. En auðvitað toppar ekkert heimalagað súkkulaði.

Nafnlaus sagði...

Bestu þakkir, Davíð Þór, fyrir frábæran jólapistil á baksíðu Fréttablaðsins í dag, 24. desember. Með bestu óskum um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Einar

Nafnlaus sagði...

Ég er uppnumin af gleði að hafa hér ,,slæðst" inn í opinberan hugleiðingaheim þinn Davíð Þór því ég er einlægur aðdáandi og hef verið lengi. Hér get ég sum sé sagt: Bestu þakkir fyrir alla þá ánægju sem þú hefur veitt mér í gegnum tíðina og ekki síst sem hreint frábær íslenskusérfræðimeistari. Vonandi að þú finnir bæði gleði og friðsæld á jólum. Jólakveðjur - Unnur

Gummi Jóh sagði...

Þetta er jafn fáránlegt og með Chicago Town örbylgju flatbökurnar. Þær eru frá Bretlandi og eru ekki seldar í Bandaríkjunum. Samt er slagorð vörunnar hér á landi ; Mest seldu örbylgjupizzur í Bandaríkjunum.

Nafnlaus sagði...

Talandi um fleiri svona dæmi þá má benda að Maryland kex er ekki frá Maryland í USA heldur kemur það frá Hollandi.
Uncle Bens er frá bretlandi en með bragði frá afríku, tómatsósa er aðalegagerð úr eplum og svo frammvegis. Dæmin eru mörg en þetta með Vatnakakóið veldur mér miklum ugg