Eða hvernig líst ykkur á þetta:
Konungur mælti: „Heldur vil eg því að fulltingja að eigi muni fást jafnljótur fótur og svo þótt eg skyldi veðja um.“
Þá mælti Þórarinn: „Búinn em eg að veðja um það við yður að eg mun finna í kaupstaðinum ljótara fót.“
Konungur segir: „Þá skal sá okkar kjósa bæn af öðrum er sannara hefir.“
„Svo skal vera,“ segir Þórarinn.
Hann brá þá undan klæðunum öðrum fætinum og var sá engum mun fegri og þar var af hin mesta tásan.
Þá mælti Þórarinn: „Sjá hér nú konungur annan fót og er sjá því ljótari að hér er af ein tásan og á eg veðféið.“
Konungur segir: „Er hinn fóturinn því ófegri að þar eru fimm táslur ferlegar á þeim en hér eru fjórar og á eg að kjósa bæn að þér.“
(Úr Heimskringlu (með smábreytingum))
Það sjá allir að þetta gengur ekki.
(Úr Heimskringlu (með smábreytingum))
Það sjá allir að þetta gengur ekki.
10 ummæli:
Persónulega, þrátt fyrir að vera bæði undurfagur og einkar karlmannlegur maður hef ég hvorki tásur né tær, heldur klær. En það er svo annað mál sem stafar af lélegum naglaklippum og því að vera alinn upp af húsasundsköttum í Norðurmýrinni.
Ég er reyndar hjartanlega sammála því að karlmenn hafi ekki tásur, en þú er spurning um tær Njarðar frá Nóatúnum sem gekk einatt á öldum og var samkvæmt Skaði einkar fagurfættur ('fátt mun ljótt á Baldri'-misskilningurinn).
Ég er svo sæt að ég er með pínuponsulitlar kanínur í staðinn fyrir tær.
En alvöru karlmenni geta verið með tásulinga. Þessu til sönnunar vil ég benda á þáttinn Tímaflakk, og þá sérstaklega þáttinn síðan 23. nóvember, og hvet ég þig til að hlusta á hann. Þá sérðu hvað ég á við (Tásulingar koma við sögu í seinni hlutanum).
Úbbs, gleymdi tengli:
http://www.ruv.is/timaflakk/
Útsípútsí...
Haha, alveg heyri ég fyrir mér umræðurnar á heimilinu sem síðan leiddu til þessa bloggs... ekki satt? já og svo finnst mér ég kannast við táslurnar á myndinni, getur það verið satt líka?
Loksins er þarna komið skiljanlegt lesmál! Mér hefur alltaf leiðst þetta ekkisens fornaldarmál sem íslendingar eru svo stoltir af. Nú ætla ég að fara að endurskrifa allar fornbókmenntirnar í þetta form. Við erum að tala um táslur, mallakút, tippaling og klobba, svo eitthvað sé nefnt.
Jafnvel pínuponsulitlar kanínur...
sjá hér
Hvað ertu að blaðra um þetta á veraldarvefnum???
Haha, ég vissi það :D
Rosalega góður punktur hjá Þórunni. Það er extra-sorglegt þegar börn sem ella ættu allt lífið framundan deyja, en missir kvenna og karla nú aað vera álíka óheppilegur.
Veit ekki hvort verið er að gera lítið úr konum (þær eru eins og börn - krúsímúsí) eða lítið úr verðmæti karllífa (þeir deyja hvortsemer alltaf í stríðum og hamförum og svoleiðis - svona er lífið *rop*).
Sjálfur er ég með tásur - en ég er líka undir 25, ennþá barn.
Skrifa ummæli