föstudagur, desember 22, 2006

Jól á Héraði - dagur 1:





... og villimennskan er rétt að byrja!

13 ummæli:

Unknown sagði...

„Sífellt dekur við dauða hluti / er dulbúið sálarmorð.“

Rustakusa sagði...

Já, efstu myndirnar tvær af veslings dýrunum, mér datt reyndar í hug leðurblökur ?
Leðurblökusteik?

kerling í koti sagði...

Namm!

Nafnlaus sagði...

Ég hef alltaf leitast við að hengja upp villibráð þegar ég svíð hana. Vona að þið sjóðið hana ekki of lengi ... til lukku með þetta. Hvernig smakkast hreindýraborgarinn?

Nafnlaus sagði...

Þvílíkur óbjóður og viðurstyggð að hann karl faðir minn skuli hafa þetta af sér, á meðan situr mamma niðri með hreindýrapaté og andaskinku. Held að eplið hafi dottið all langt frá eikinni hvað varðar þessi mál.

Vaxa epli annars á eikartrjám???

Jimy Maack sagði...

Namm.

Vertu svo ekki að leika þér að matnum!

Davíð Þór sagði...

Meiri dónaskapurinn og ókurteisin sem mér er sýnd hér á minni eigin heimasíðu! Að kalla hátíðarmatinn minn ógeð og viðbjóð! Viljið þið ekki bara kalla börnin mín heimsk, konuna mína ófríða og gardínurnar mínar ósmekklegar svona í leiðinni – fyrst þið eruð byrjuð á þessu á annað borð?
Ekki er ég að argast í ykkur og svívirða matseld ykkar þótt þið borðið bara eitthvað helvítis kanínufóður yfir hátíðirnar. Er til of mikils mælst að mér sé sýnd sama tillitssemi, sem þó borða staðgóðan mannamat sem reynst hefur Íslendingum vel kynslóð fram af kynslóð? – Já, og gleðilega hátíð, meðan ég man.

Nafnlaus sagði...

Amen. Hulda mín,best að sleppa tökunum á þessu bara,það er svo mikil vinna að ala foreldrana upp.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Nafnlaus sagði...

Ég er viss um að börnin þín eru snillingar, konan þín kvenna fegurst og gardínurnar sérlega lekkerar. Hinsvegar hef ég aldrei skilið hvernig fólk nennir að hafa fyrir þessum rjúpum; vaðandi upp á fjöll í stórhríð til að freta fokdýrum höglum á þessi kvikindi, sem eru svo ekki upp í nös á ketti. Mér finnst alveg nóg að þurfa að dragnast með hamborgarhrygginn alla leið úr Bónusverzluninni í hinum enda hverfisins.

Christopher Lund sagði...

Hvernig smakkast hreindýraborgarinn?

CL

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Ég ætla að vona að offiðraða dúfnakjötið hafi runnið vel niður á aðfangadagskvöld

Anna Kristjánsdóttir sagði...

og gleðileg jól

Nafnlaus sagði...

Það er nú einmitt það sem er best við rjúpurnar; að þurfa að eltast við þær upp um fjöll og firnindi á fagrar slóðir sem maður annars ekki muni koma á á þessum árstíma. Ég hins vegar úrbeina þær og játa það að ég var litinn nokkrum sinnum hornauga þar sem ég stóð blóðugur úti á svölum á aðfangadag að afhöfða og hamfletta. Svo er skilyrði að steikja bringurnar ekki lengur en 2 mínútur á hvora hlið. Mmmm...

Gleðileg jól félagi.

e.s. tölvan mín tók upp á þeim óskunda að hrynja rétt fyrir jólin en er nú komin aftur tvíefld fyrir sakir góðra vina. Þú átt von á sendingu frá mér á morgun eða hinn.