Mig langar að biðja lesendur mína afsökunar á því að vegna anna hef ég ekkert mátt vera að því að blogga undanfarna viku. Hvernig skyldi Stefán Pálsson fara að þessu? Ætli hann sé með mann í vinnu hjá sér? Til að minna á að ég er hvorki hættur né (heila)dauður ákvað ég að deila með ykkur ljóði sem ég orti í síðustu viku, svona frekar en að setja ekki neitt hingað inn dögum og vikum saman.
Frægi karl vikunnar
Ég veit þetta eitt: Að þú eldist, svo deyrðu.
Á endanum hverfurðu sýnum
og sést ekki framar í Séðu og heyrðu
í samkvæmisfötunum þínum.
Þú heldur að þá beygi alþýðan af
af því að þú sért svo dáður
og síðan farist himinn og haf,
en heimurinn snýst eins og áður.
Og þú verður gleymdur Pétri og Páli
og pöplinum horfinn úr minni
og allt það sem skipti þig einhverju máli
mun eyðast í gröfinni þinni.
6 ummæli:
Ahh, gott ljóð. Finnst mér.
Þú mátt gera meira af því að birta svona yrkingar.
Ég er sammála báðum athugasemdunum hér að ofan...
--- " ---
Þú mátt endilega birta meira af ljóðum.
Man eftir gömlu ljóði frá þér ú Górilluni forðum daga... Ekki það að það hafi nokkuð með þetta ljóð að gera, hef bara alltaf fundist það alger snilld... :)
Léleg eru ljóðin þín
Lítill á þeim klassi
Þú skalt ekki skammast þín
Skíts er von úr rassi
Skrifa ummæli