mánudagur, nóvember 14, 2005

Athugasemdir velkomnar

Þakka viðbrögðin. Nú hef ég farið að ráðum Þorbjarnar og opnað fyrir athugasemdir frá öllum eins og mér skildist á athugasemd hans að ætti að bera sig að við það. Ég vona að ég hafi farið rétt að. Látið mig endilega vita ef ég hef klúðrað þessu. Og segið ykkar álit.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svínvirkar... allavega ef þetta birtist, annars ekki.

Þorbjörn sagði...

Vesgú, og mikið þykir mér vænt um að þú farir "rétt" með nafn mitt í eignarfalli.

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist á öllu að hér sé kominn einhver efnilegasti bloggari sem sést hefur... lengi. Hvass þegar það á við, skondinn en málefnalegur, vel máli farinn en alltaf stutt í auðmýktina. Svei mér ef við erum ekki að upplifa breytta tíma í bloggheimum með tilkomu þessarar síðu. Ég vil nota þetta tækifæri og óska okkur öllum til hamingju.

Hildigunnur sagði...

bjóstu við einhverju öðru, Þorbjörn? :-O

Davíð Þór sagði...

Jakob, þú verður að blogga sjálfur svo ég geti endurgoldið þér skjall(bandalag)ið!